26.1.2008 | 18:06
Valdabrölt, græðgi og þrá eftir feitum stólum.
Vinsamlega athugið að eftirfarandi skrif eru eingöngu mínar hugrenningar og pælingar en ekki eitthvað sem er alger heilagur sannleikur. Mínar skoðanir eru ekki endilega eitthvað sem er nákvæmlega það sem er rétt og satt - þetta eru bara mínar hugrenningar.
Valdabrölt og valdagræðgi, óheppilegar ráðningar og bitlingar eru eitthvað sem alltaf poppar upp í stjórnmálum og innan hinna ýmsu valdameiri embætta landsins. Þegar maður fylgist með fjölmiðlum(sem kannski eru ekki ætíð heilagir) og horfir á umræðuna í þjóðfélaginu eða þegar maður kemur auga á það sem virðist spilling, eitthvað leynimakk eða er illa lyktandi þá ósjálfrátt spáir maður í það og spyr sig að því hvort um sé raunverulega að ræða spillingu eða ekki.
Ykkur að segja, þó engum komi það reyndar við, þá er ég óflokksbundinn, styð engan flokk. Mér hefur samt í raun alltaf þótt Samfylkingin vera sá flokkur sem ég myndi styðja að fullu ef ég færi út á þá braut og er að hugsa um að kjósa í næstu kosningum.
Ég get, eins og hver annar maður, augljóslega komið auga á áberandi spillingu þegar hennar verður vart eða þegar eitthvað gerist í þjóðfélaginu sem virðist sannarlega lykta af óheiðarleika eða spillingu. Spilling Sjálfstæðisflokksins er þegar augljós að mínu mati og byggi ég það á t.d. stöðuveitingum innan þeirra raða í ýmis embætti undanfarin ár, t.d. dómarastöður sem ráðið hefur verið í.
Sjálfstæðismenn virðast alltaf geta potað sínum mönnum inn í öll þau embætti sem eru á lausu - eins og t.d. dómaraembættin undan farin ár. Þar hafa hver "dómarinn" af öðrum birst og borist í hásæti - framfyrir mun hæfari einstaklinga sem sannarlega þar til gerðar nefndir hafa sagt vera hæfari eða mun hæfari en þeir sem skipaðir hafa verið.
Oftar en ekki tengjast nýráðnir einstaklingar með skyldleika/vináttu við flokk þeirra eða við þeirra fyrrum leiðtoga. Leiðtoga sem var að mínu mati alltof lengi við völd og engin virtist þora að mótmæla og engin virðist þora að styggja ennþá - þó hann eigi að vera löngu horfinn af vettvangi stjórnmálanna. Er það spilling? Já, sannarlega í mínum huga. Ég myndi seint kjósa Sjálfstæðisflokkinn til valda því það er að mínu mati ávísun á fleiri embættisúthlutanir til handa þeirra eigin mönnum, valdapot og ívilnanir.
Áður en nokkur áttar sig á þá verða öll helstu embætti landsins full af Sjálfstæðismönnum eða fólki þeim tengdum/skyldum. Öll þessi spilling innan flokksins er, að því ég tel, einum manni að þakka því hræðslan og sleikjuhátturinn gagnvart þessum fyrrum leiðtoga - eða er hann bara ekki enn með hendur á taumunum - er slíkur að fáir voga sér að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en gert var í hans tíð. Engin virðist þora að standa upp og vera hann sjálfur, jafnvel þó það sé ekki beint í anda fyrrum karls úr brúnni.
Hefðu þessir einstaklingar fengið stöðurnar ef þeir tengdust ekki Sjálfstæðisflokknum með blóðböndum eða vináttuböndum - og sannarlega verið taldir minna hæfir en aðrir? Nei, sannarlega ekki. Spilling? Já, lítur út fyrir að það sé sannarlega talsverð spilling hvað þessar ráðningar varðar - ekki satt? Svoleiðis horfir það allavega við mér, en ég er nú kannski ekki fyllilega dómbær þar sem ég er bara venjulegur Jón úti í bæ.
Ég er sannarlega sannfærður um að allir hinir ráðnu einstaklingar séu hörkunaglar og hinir bestu starfskraftar, hæfir og góðir einstaklingar sem eiga örugglega eftir að standa sig með miklum sóma í því sem þeir eru að taka sér fyrir hendur. Ég er viss um að margir þeirra séu hinir heiðarlegustu og að þeir eiga sannarlega ekki skilið að vera hengt fyrir að vera tengdir flokk eða flokksmönnum en þeir eiga heldur ekki að komast framfyrir mun hæfari einstaklinga vegna skyldleikans eða vináttunnar.
Sjálfur myndi ég ekki geta starfað undir því að hafa mögulega fengið viðkomandi starf vegna skyldleika eða vináttu við rétta fólkið. Ég myndi frekar kjósa að sætta mig við að það eru hæfari einstaklingar þarna úti og bíða bara eftir því að ég verði sannarlega metinn eða talinn vera hæfastur í það sem ég væri að sækjast eftir og þá fyrst veit ég að ég gæti sannarlega sannað mig og sýnt að ég hafi verið réttráðinn í starfið.
Auðvitað er og verður alltaf erfitt fyrir fólk - að fá feita stóla - sem er tengt með skyldleika eða vináttu ráðamönnum landsins, nema ef það er sannarlega metið hæfast í viðkomandi stól. Það verða alltaf einhverjir sem hrópa upp og kenna skyldleika eða vináttu um ráðninguna, burtséð frá því hvort viðkomandi sé raunverulega hæfur eða ekki. En það er einmitt þess vegna sem ákveðnar nefndir eru settar á laggirnar til þess að létta undir með ráðamönnum þegar þeir þurfa að skipa í stórar stöður á opinberum vettvangi. Þessar nefndir eru einmitt skipaðar til að meta það óhlutdrægt og burt séð með skyldleika eða annað hvort viðkomandi einstaklingar séu hæfir eða ekki og hvort viðkomandi sé raunverulega hæfastur af umsækjendum og því réttasta manneskjan í viðkomandi starf.
Ef ráðamenn og konur myndu ætíð fara eftir þessum nefndum og skipa sannarlega hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf þá myndi það skapa mikinn frið og mikla virðingu fyrir ráðamanninum og ákvörðun hans. Auðvitað myndi það um leið skapa hinum nýráðna einstakling bæði næði og ró gefa honum/henni tækifæri til að koma sér fyrir á nýjum vettvangi og koma sér inn í þau störf sem honum/henni hefur verið treyst fyrir.
Plott og spilling leiða alltaf af sér ákveðinn ófrið og hálfgert stríð á milli þeirra sem plottin snúast um. Eftirmálar þeir sem skapast þegar ráðamenn ganga þvert á mat, skoðanir og ráð þeirra nefnda sem sannarlega eru til þess að heiðarlega og óhlutdrægt sé að málum staðið - þegar skipa á í háar opinberar stöður geta sannarlega hangið í rassi ráðamannanna svo árum skiptir og komið niður á þeim eða flokki þeirra þegar kosningar fara fram í þjóðfélaginu. Þess vegna er það hálf óskiljanlegt að þeir skuli ganga svona fram og augljóslega ráða í stöður þá einstaklinga sem þeim tengjast og eru taldir minna hæfir en aðrir umsækjendur.
Gera þeir sér virkilega ekki grein fyrir því að þeir eru með þessu að skapa mun meiri glundroða og vandamál - í kringum þá sjálfa sem og þá einstaklinga sem um ræðir - en nokkurn tíman annað? Halda þeir að það sé nokkrum manni greiði gerður að ráða hann í stöðu þar sem aðrir hafa verið metnir hæfari að gegna? Í mínum augum er það þannig að ég mun ætíð horfa með gagnrýnum augum á störf þeirra sem potað er framfyrir hæfari einstaklinga. Auðvitað hefði maður átt að eiga kost á að ef um hæfari einstaklinginn hefði verið um að ræða að horfa á ráðinn einstakling með jákvæðu hugarfari og fullvissu um að þar fari sannarlega hæfari metinn einstaklingur sem á örugglega eftir að skila stórkostlegum verkum í starfi sínu (burtséð frá hvort hinn minna hæfari eigi eftir að skila góðum verkum eða ekki).
Hérna er um að ræða hugrenningar mínar. Ekkert af því sem ég skrifa hér þarf endilega að vera eitthvað það eina rétta eða eitthvað sem sannarlega er nákvæmlega eins og ég hugsa það. Ég er hér með bara að koma hugrenningum mínum á blað, losa mig við það sem ég er að hugsa og leyfa öðrum að skyggnast innfyrir undarlegan koll minn. Auðvitað vona ég að ég sé ekki að særa neinn eða móðga en öllum er jú frjálst að hafa skoðun á málum og meta hlutina eins og þeir koma þeim fyrir sjónir. Ef þér, lesandi góður, finnst þér misboðið eða ef þér þykir eitthvað vera hérna sem þér hugnast þá endilega láttu í ljós skoðun þína og sendu mér athugasemd við þessum hugsunum mínum.
Með von um góðan dag kveð ég í bili eða þangað til ég finn eitthvað annað til að skrifa um eða velta fyrir mér. Takk fyrir lesturinn.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.