Saklaus skrif um stóra karla eða þannig.

Heilir og sælir MBL lesendur sem og þeir sem bara hingað flakka og lesa hitt og þetta. Ég var að kíkja í alls skyns lítil blöð, pésa og svona staðarblöð – og rakst þá á smá snilldarskrif sem ég bara varð að setja hérna inn til að létta ykkur lundina og til að leyfa ykkur að brosa smá. Blaðið heitir: Víkurfréttir, 3. tölublað – 7. árgangur. Fimmtudagur 17. janúar 2008.

Vonandi hafið þið gaman af og getið hlegið dátt eins og ég gerði þegar ég las þetta litla skáldverk – en eru skáldverk ekki alltaf sótt í raunverulega atburði? Njótið með björtu hugarfari – en pælið í boðskapnum sem býr undir niðri hjá höfundi( Svanur Már Snorrason) sem er bara hinn skemmtilegasti penni.

Stóri pabbi: Strákinn minn vantar einhverja góða vinnu. Datt í hug að hann væri efnilegur dómari.

M Ráðherra: Í handbolta?

Stóri pabbi: Já, alveg örugglega, en það er ekki nógu vel borgað. Datt í hug héraðsdómari. Þú getur reddað því.

M Ráðherra: Já, ég get það – en er hann hæfur?

Stóri Pabbi: Hæfur! Hvaða máli skiptir það. Hann er strákurinn minn.

M Ráðherra: Æi, þú veist, fjölmiðlar og almenningur munu væla yfir þessu.

Stóri pabbi: Iss, skiptir engu máli. Það stendur stutt yfir. Þjóðin er með gullfiskaminni og það er okkar hagur. Þess vegna erum við aldrei reknir og þess vegna þurfum við aldrei að segja af okkur. Hugsaðu þér hvað þetta er þægilegt.

M Ráðherra: En þarf ég ekki að útskýra ráðninguna eða réttlæta? Mæta í einhver ömurleg viðtöl? Það er svo leiðinlegt.

Stóri pabbi: Nei, nei, sendu bara frá þér eitthvað bull á blaði, neitaðu viðtölum og sendu síðan einhvern ungan kjána úr flokknum í viðtölin – það er til nóg af þeim. Og þeir gera hvað sem er fyrir okkur til þess að geta veriðeins og við þegar fram liða stundir. Þú slakar bara á – lætur aðra um skítverkin – það er að vera pólitíkus.

M Ráðherra: Þetta hljómar vel.

Stóri pabbi: Þetta hljómar ekki bara vel – þetta er málið. Ef við lærum inná veikleika þjóðarinnar þá getum við mergsogið hana, platað hana endalaust up úr skónum o komið öllum þeim sem við viljum á spenann – og haft það síðan fjandi gott eftir að við drögum okkur í hlé.

M Ráðherra: Heyrðu, ég græja soninn í starfið. Takk fyrir þetta, svona eiga menn að vera. Ég held að ég hafi aldrei lært eins mikið á eins stuttum tíma. Þú ert sko góður pabbi!

Stóri pabbi: Ég er Landspabbi, ég ræð ennþá.

Kveðja:
Tigercop sem er hvorki Landspabbi né Landspabbasonur. Hann er yfirhöfuð bara hann sjálfur og engin annar en myndi samt fíla það vel ef einhver Landspabbinn myndi finna sér feitt jobb – helst feitt b***jobb..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband