Valdabrölt Sjálfstæðisflokksins.

Valdabrölt Sjálfstæðisflokksins.
Stundum er manni misboðið en núna er manni meira en misboðið – nú er hreinlega valtað yfir mann án þess að huga að því hvað það kostar, svo framalega sem það kemur Sjálfstæðismönnum í feita stóla þar sem þeir geta matað krók sinn duglega. Ég rakst á bloggskrif hérna þar sem bloggarinn mótmælir mótmælunum í Ráðhúsinu nú þegar borgarstjóraskiptin fóru fram. Bloggarinn er kona sem kallar sig “erla margrét gunnarsdóttir“ og sannarlega hefur hún sinn rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri – en ég ákvað að nota hennar orð til að koma mínum á framfæri þar sem hún kemur inná flest það sem mér liggur á hjarta. Hennar skrif eru merkt með “” (gæsalöppum) og feitletrun.

“Í dag fór ég í ráðhúsið að fylgjast með því þegar nýr meirihluti tæki við. Verð að segja að ég hef aldrei orðið vitni af jafnmikilli vanvirðingu. Mótmæli eru góð tæki til að láta í ljós skoðun sína á málefnum en þetta voru ekkert annað en barnaleg skrílslæti.”

Vitið þið hvað, ég er alveg sammála greinahöfundi þarna – fyrir utan pínulítið atriði – það voru ekki mótmælendur, ungliðar fráfarandi meirihluta, sem sýndu af sér þvílíka vanvirðingu heldur var það núverandi meirihluti - Sjálfstæðismenn með hinn óútreiknanlega Vilhjálm í fararbroddi og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista(eða eins manns listinn að því er virðist) – sem sýndu okkur borgarbúum vanvirðingu og yfirgang!

Mótmæli voru sannarlega höfð í frammi og vel af sér vikið og mikið hrós eiga mótmælendur skilið fyrir að sýna það að við Íslendingar getum sannarlega mótmælt ef yfir okkur er valtað. Loksins, loksins voru það einhverjir sem sýndu okkur hvernig á að mótmæla svikum og prettum á opinberum vettvangi stjórnmálamannanna.

Ef bara værum við fær um að taka á stjórnmálamönnum, sem og öðrum opinberum starfsmönnum eða ráðamönnum yfirleitt, þegar þeir misbjóða almenningi lands og þjóða – eins og gert er víða um heim allan, með því að neyða þá til að segja af sér þegar alda mótmæla ríður yfir með slíkum látum eins og nú gerist – og allt vegna þess að feitir baktjaldakarlar eru sjúkir og sólgnir í meiri völd og feitari stóla.

“Aldrei hefði okkur ungum sjálfstæðismönnum dottið í hug að gera eitthvað í líkingu við þetta, og er það ekki sökum ófrumleika, heldur vegna þess að við höfum meiri sjálfsvirðingu og kjósum að tjá okkar skoðanir og mótmæli með mun skýrari og skilvirkari hætti á málefnalegan hátt t.d. með greinaskrifum, en ekki með látum, frammíköllum og persónuárásum á borgarstjórnarfundum.”

Nei, vitið – ég er sammála þessari staðhæfingu hjá greinahöfundi – aldrei hefði ungum Sjálfstæðismönnum dottið í hug að mótmæla á þennan hátt. Þeir eru vanari hinni hefðbundnu leynd og því mikla baktjaldabraski sem oddvitar þeirra eru vanari að viðhafa þegar þeim finnst eitthvað mikið standa til eða þegar þeir þrá og sækjast eftir feitari embættum og stærri stólum.

Þá eru þeir fljótir til, vinna hratt og leynt til að engin geti áttað sig fyrr en of seint hvað er í gangi – og þræta fyrir að eitthvað sé í bígerð en koma svo fram fyrir opna skjöldu með falsið og baktjaldamakkið sitt og sýna okkur kjósendum þá óvirðingu að neyða uppá okkur það valdabrölt sem þeir viðhafa sér sjálfum til hagsbóta en ekki með hag borgarbúa að leiðarljósi.

Við eigum bara að þegja og samþykkja allt þeirra ráðabrugg – samþykkja allt það sem fylgir þessu valdabrölti þeirra eins og t.d. miklum kostnaði sem felst í biðlaunum og bitlingum sem þessi fláráðu valdasjúku menn eru að fá vegna breytinganna sem þeir eru að búa til. Hefði ekki verið nær að hugsa um að hægt væri að nota t.d. þessi blessuðu biðlaun sem skapast útaf þessum bolabrögðum í Sjálfstæðisflokknum – í þau verkefni sem stanslaust er verið að tala um að ekki séu til peningar fyrir?

“Ja, ég er enn bara frekar sjokkeruð yfir stemmningunni þarna, leiðinlegt að þurfa frá að fara þegar hlé var gert á fundinum vegna hávaða í "mótmælendum" og geta ekki fylgst með restinni af fundinum.”

Satt og sannarlega rétt að maður myndi líka sjokkerast ef maður hefði verið Sjálfstæðismaður þarna uppi í Ráðhúsi vegna þess að “lýðurinn” gerði manni ljóst hversu siðlaust og hversu mikil vanvirða það var sem flokkurinn manns – Sjálfstæðisflokkurinn - ásamt Ólafi F. Magnússyni - sýndi borgarbúum með svo skýrum hætti.

En þar sem hvorki virðist vera til samviska né heiðarleiki í röðum nýs meirihluta, að því er virðist, í borgarstjórn Reykjavíkur – þá hvorki sjokkerast þeir né skammast sín fyrir þetta valdabrölt og yfirlætið í þeim er óstjórnlegt. Það eina sem þeir sjokkerast yfir er að einhver skildi voga sér að mótmæla þeim og þeim vinnubrögðum sem þeir viðhöfðu í þessu valdabrölti sínu.

Það eina sem ætti að gera núna er nákvæmlega það sem fyrrverandi borgarstjóri sagði í burtfararæðu sinni – það ætti að kjósa nýja borgarstjórn og það ætti að vera í höndum okkar borgarbúa að kjósa en ekki höndum Sjálfstæðismanna/Vilhjálms og hins einstæða Ólafs F. Magnússonar.

Það er kristaltært að borgarbúar eru á móti þessum nýja meirihluta og vill sannarlega ekki að hann sitji við völd – en Sjálfstæðismenn hafa svo sem aldrei haft hag almennings í heiðri, eingöngu það að koma sínum mönnum í feit embætti og örugga stóla þar sem þeir geta matað krók sinn - og það burtséð hversu mikinn kostnað það hefur í för með sér fyrir land og þjóð.

Kveðja:
Tigercop sem sannarlega er ekki með gullfiskaminni sem tryggir gleymsku og húrrahróp fyrir þeim sem stunda leynimakk og baktjaldavinnu, þetta verður geymt en ekki gleymt fram að næstu kosningum og haft að leiðarljósi þegar pennastrik merkir við flokka og menn í kosningaklefanum í næstu kosningum! Hver ætli hljóti “yfirstrikun” hans þegar kosið verður næst? Jú, Hitlershreyfing nútímans í mynd Sjálfstæðisflokksins – einræðisflokkurinn.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband