Færsluflokkur: Spil og leikir

Ákveðinn niðurskurður - eða uppskurður - eða bara bloggleti og útþrá.

smileJá, neinei .. þetta er ekki mynd af mér! Þetta er bara skrítið bros handa ykkur lesendur góðir. Þar sem moggabloggið var í lamasessi með "fléttingar" ákvað ég að biðja ykkur í síðustu færslu um broskall/fýlukall - alla sem komu inn á síðuna til að skoða/lesa - eingöngu til að búa til minn eigin teljara - og þið voruð teljarinn minn!

Eitthvað er þessi aðferð ekki alveg að skila sér - eða hvað? Mér reiknast til að síðastliðinn sólahring hafi heilir 24 bloggarar lagt leið sína inn á bloggið mitt að lesa! W00t 

Þessi mynd til hliðar sýnir vel álit mitt á þessum heimagerða teljara sem annaðhvort er klikkaður - eða ég algerlega dottinn niður á botn í vinsældum. Spurning um að vera áfram svona óvinsæll í sumar - enda ætla ég að eyða meiri tíma úti og í vinnuumhverfinu en á netinu.

 

Maður er nú einu sinni ekki ofvirkur svo sem - hef oftast bara sett inn eina færslu á dag, stundum tvær - og stundum enga. Svo það er ekkert skrýtið þó það hafi ekki komið nema 24 inn til mín síðasta sólahring.

tennurnar 

En, nú er ég að fara að sýna tennurnar - neinei ekki mínar eigin tennur - en ég er að fara að skera niður. Ég var farinn að eyða heilmiklum tíma - eiginlega ótrúlega löngum tíma - í að lesa og commenta á alla.

Ég ætla ekki að henda neinum út - alls ekki - enda les ég allt nýtt sem kemur frá ykkur. Nei, ég ætla að skera niður í að commenta um allt - hætta að commenta hjá hinum og þessum sem ég þekki ekki og hef ekki á "vinalista". Einnig ætla ég að hætta að commenta á þá sem eru á "bloggvinalistanum" en ég sé aldrei inni hjá mér.

Málið er að í sumar mun ég verða mun minna á netinu en að vetri til og því nenni ég bara ekki að eyða öllum tímanum á netinu í að commenta hjá öllum sem ekki láta sjá sig hjá mér nema í 10undu hverri færslu eða jafnvel aldrei.

nebbakrutt

Því er það málið núna í sumar - að ég mun ekki commenta hjá neinum nema þeim sem koma inn hjá mér og skilja eftir sig glott eða háð, bros eða skammarorð. Ég les alla og hef alltaf gert - það mun ég gera áfram - en ég er bara hreinskilinn með það að ég er ekki hrifinn af því að lesa og setja svo bara inn broskall eða "búinn að lesa, kvitt". Ef ég hef ekkert sérstakt að segja um það sem bloggarinn er að skrifa um - þá bara segi ég ekkert.

þó ætla ég - eins og ég sagði - að kvitta fyrir mig hjá öllum þeim sem ég sé koma inn hjá mér og skilja eftir sig spor. Ég gruna að ég þurfi ekki að eyða of miklum tíma á netinu með þessu móti - enda eru sýnist mér ekki nema sirka 24 bloggarar sem eru að lesa hjá mér á sólahring og ég er ekki lengi að borga þeim í sömu mynt.

Svo þegar hausta fer - þá mun ég hugsanlega bara aftur taka uppá því að æða um allt með hamagangi og kjánaskap, eins og hingað til - En það mun samt bara koma í ljós þegar þar að kemur.

Enn fremur mun ég svo halda áfram að lesa hina og þessa sem eru ekki á vinalistanum mínum og ef ég les eitthvað sem mig langar að commenta á - þá bara geri ég það. Svo eru nokkrir sem ég þekki in real life sem stundum koma og stundum ekki til mín - en ég mun auðvitað halda áfram að hamast í þeim í commentum.

  Ég drekk ykkar sumarskál - og nota bene - það er epladrykkur í mínu glasi! Veit að þið skiljið mig því þið eruð öll í svipuðum málum - með marga bloggvini og suma sem aldrei sjást eða aðra sem virðast kíkja á 10undu hverja færslu hjá ykkur og svo frv. Ég veit líka að nokkrir eru ekki heima við stundum - eru á ferðalögum og alls skonar uppákomur geta valdið því að þið eruð ekki að commenta um allt - það er stundum svoleiðis hjá mér líka. Enn og aftur - þá ætlast ég heldur ekki til að þið séuð að commenta hjá mér þó þið sjáið kvitt & comment frá mér óvænt inni hjá ykkur. Með von um að þið hafið það öll dásamlegt í sumar - og með von um að þið lesið mig áfram þó ég commenti ekki stanslaust hjá ykkur, rétt eins og ég les ykkur þó þið sum séuð aldrei inni hjá mér - þá kveð ég fram að næstu færslu. Knús & kreist út í loftið ...


Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband