Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ja svei. Hvort sem er um grín eða alvöru að ræða - þá er þetta gersamlega siðblint og fáránlegt. Maður á borð við Hannes ætti að geta bjargað eigin rassgati sjálfur án þess að hann - eða vinir hans - séu að seilast í vasa fólksins í landinu eftir fé til að greiða niður óheiðarleika og ritstuld. Veit ekki betur en að fólk almennt sem brýtur af sér og gengur á svið við lögin - borgi sínar skuldir sjálft eða fari í fangelsi ella. Sendum þennan ritþjóf og aula í fangelsi þar sem hann getur tekið út þá refsingu sem hann sannarlega á skilið. Hver veit, kannski kemur Landspabbi hlaupandi til að bjarga skómottunni sinni og sér til að rottan þurfi ekki að greiða sekt sína eins og allir venjulegir brotamenn í þjóðfélaginu...
Ég fór í heita pottinn í gær, líkt og oft áður náttúrulega. Er að spá í að breyta tímanum þar og fara í pottinn fyrr en venjulega - til að losna við ótrúlega leiðinlega og uppáþrengjandi persónu sem sækir pottinn á sama tíma og ég.. Okok, ég er dálítið leiðinlegur hérna, en persónan er gersamlega óalandi og óbjargandi blaðurskjóða sem kann sér ekki hóf. Þetta er karl, sirka 65-70 ára - hann veit allt betur en allir hinir, þekkir fleiri þjóðþekkta en aðrir, getur, kann og þekkir allt - og vei þeim sem reynir að leiðrétta hann eða taka af honum orðið. Það eru sirka 7-10 aðilar sem sitja pottinn á "mínum" tíma og allt yndislegt fólk. Við sitjum þarna saman í bæði þögn og rólegheitum, stundum detta inn ein og ein setning um daginn og veginn, þannig séð - en - Þegar sá pirrandi kemur haltrandi byrja flestir að ókyrrast og tala um að nú sé tími til að fara heim í mat eða ná í konuna eða keyra köttinn út í fuglabúð... Sá leiðinlegi kemur og kastar sér ofnaí pottinn með miklum látum og liggur við að kjötbitar og gúrkur fljúgi uppúr pottinum í látunum.
Hann byrjar strax að æpa á okkur, nýkominn frá því að hlusta á fréttir - "Sko, ég sagði ykkur það - þetta er svona og svona og hinsegin og þannig og blabla blabla og blalalabla¨!" - helv... kallinn. Friðurinn úti og helmingur pottfélaganna farinn með gusuganginum. Ég nýsestur og langaði í smá ró og næði í heitum potti - ég blótaði í hljóði og sagði "óvart" og kannski heldur kvasst "Haltu kj.. í smá stund - reyndu einu sinni að anda rólega og leyfa pottfélögum að slaka á í friði"... Þögn í pottinum! Ég með lokuð augun, rjóður af skömm og bítandi á jaxl.
Allt í einu byrjaði kallinn aftur - eins og ekkert hafi gerst - með ný málefni en sama hamaganginn.. Hann byrjaði þó á því að fussa á mig og kalla mig ókurteisan og illa alinn krakkabjána - blabla fjasblabla og blabla. Eins og ég sagði - óalandi og kann sig ekki. Ég stóð upp og fór út í laug til að synda, synti tvær ferðir - fram og til baka og þá var kallinn búinn að króa af eina gamla og góðlega konu af í pottinum og ég heyrði orðaskilin í honum þegar hann var að reyna að telja henni trú um að hann þekkti Ólaf Ragnar Grímsson persónulega og kerlingargreyið sat í hnipri undir þessum skelfilega manni og komst ekki framhjá honum. Ég fer klukkutíma fyrr í pottinn næst þegar ég legg leið mína þangað. Og já, ég veit - ég er óforskammaður og ætti að sýna mér eldri mönnum meiri virðingu og allur pakkinn... svo segir sá gamli að maður sé ókurteis! Í sturtunum heyrði ég nokkra pottfélaga spjalla létt um að það þurfi að taka kallinn í gegn, láta hann heyra það að potturinn sé til að slaka á í en ekki vera með æsiféttahamagang og læti. Ég fékk hrós fyrir að vera ókurteis í pottinum. Mér leið samt illa og fann til í hjartanu því innst inni er ég viss um að karlgreyið hefur enga til að tala við nema þá sem hann getur króað af í sundlauginni. Ég vil engum illt og mér er virkilega illa við að segja eitthvað ljótt við aðra, er alinn upp í því að sýna mér eldri virðingu - og geri það sannarlega - en stundum bara missir maður sig... *sigh*.
Tíminn líður ótrúlega hratt. Núna um daginn var Desember og jólin handan við hornið. Núna er ekki mánuður í fyrsta sumardaginn og því orðið stutt í sumarfrí og læti. Ég vinn að vísu allan sólahringinn meira og minna allt sumarið og fæ ekkert sumarfrí - en ég fer líka á haustin í tveggja til þriggja mánaða frí á erlenda grundu. Evropa hefur alltaf verið heillandi og hef ég verið á flestum stöðum þar en núna langar mig mikið til að fara vestur um haf og skoða Bandaríkin. Ég er að spá í því allavega að breyta til í ár og eyða allavega tveim mánuðum, Sept og Okt - í því að ferðast og skoða eins mikið og hægt er in USA.. Ef þið vitið um einhverja "must see" staði í Bandaríkjunum þá myndi ég vera feginn ef þið segðuð mér frá þeim stað/stöðum. Einnig væri gott ef þið vitið um ódýra staði til að gista á eða ef einhverjir Íslendingar eiga húsnæði einhversstaðar sem hægt væri að leigja í ferðinni - væri gott að vita af því líka.
Fara að baka brúntertu fyrir smá krakkakaffi seinna í dag .... jihaa!
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar menn tjá sig en leyfa ekki skoðanaskipti á síðunum sínum er næsta víst að þeir telja sig vera með allt á hreinu. Aumir eru þeir sem ekki þola smá pústra og mótmæli heima í eigin bloggi - að mínu mati sko. Alltaf hægt að vera stór kall á meðan engin getur sagt neitt á móti því bulli sem maður lætur frá sér fara...
Þetta hér fyrir neðan tók ég af einni slíkri síðu og mun ég vísa í hans blogg fyrir vikið - þó ekki þykir mér mikið til bloggarans koma. Frekar aumt að þora ekki að Axla ábyrgð orða sinna og taka því ef einhver er ekki sama sinnis - ætli maðurinn sé ekki bara Ósjálfstæðismaður í grænni vinstri gæru??? Hér fyrir neðan er það sem hann segir upplitað í "bold" but not bjútífúl. Mitt innlegg verður strax á eftir hverjum kafla með venjulegum óbolduðum stöfum.
"Nú virðist ljóst að Samfylkingin mun svíkja endanlega megin kosningaloforð sín í velferðarmálum. Hækkun persónuafsláttar strax, hækkun barnabóta strax, hækkun vaxtabóta strax voru hin stóru loforð Samfylkingarinnar."
Ekki er alltaf allt sem sýnist. Kjörtímabilið er ekki búið og við skulum sjá til að brúðkaupsferð lokinni hvaða verk kláruðust og hvaða ekki. Ef eitthvað verður ekki klárað - þá er klárt mál að Sjálfstæðisflokkurinn á helming vandans og ljótt að tala bara um karlinn en ekki konuna í þessu sambandi því það eru tveir hér að dansa tangó. Þegar tveir flokkar stíga sporin saman er næsta víst að báðir geta ekki fullstigið sín eign spor heldur þarf líklega að taka til ákveðin spor frá báðum flokkum á kjörtímabilinu til að tangóinn klárist slysalaust á endanum - einhver mál frá báðum er betra en öll mál frá öðrum en engin frá hinum.
"Út á þessi loforð var Samfylkingin kosin. Nú er ljóst að þau loforð hafa endanlega verið svikin og það út kjörtímabilið!!! Frambjóðendur flokksins buðu 130- 150 þús. króna skattleysismörk"
Bíddu - halló tómi karl. Er hér bara einn flokkur í ríkisstjórn? Eru ekki tveir flokkar að dansa í kringum þetta mál? Því er þinn tómi kollur að blása upp eitt nafn - rangt nafn - þegar nafnið sem er að svíkja ætti að vera "ríkisstjórnin" en ekki bara annar flokkurinn í ríkisstjórninni? Fávitaskapur finnst mér og sýnist á öllu að maðurinn hafi bara einhver persónuleg vandamál gegn öðrum flokknum þar.
"Tillögur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar hljóða uppá 7000 króna hækkun persónuafsláttar á næstu þrem árum.!!!!!!!. Hinsvegar á að lækka skattbyrði á fyrirtækjum strax úr 18 í 15%. Var það þetta sem Samfylkingin var kosin til??????"
Halló aftur tómi karl. "Ríkisstjórn Samfylkingarinnar"? Eru ekki tveir flokkar í ríkisstjórn? Ég hélt að þar sætu tveir flokkar - Ósjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Ég myndi minnka aðeins á upphrópunarmerkjum og spurningamerkjum og bæta frekar inn verri helming ríkisstjórnarinnar inn í staðinn. Ef ósjálfstæðisflokkurinn væri ekki þarna myndi samfylkingin örugglega koma öllum sínum málum á koppinn en hérna þarf auðvitað að flétta saman málum sem báðir flokkar gáfu loforð um að reyna að koma á.
Aldrei hægt að segja bara í byrjun - við - ríkisstjórnin - ætlum þetta og ætlum hitt. Oftar en ekki koma þessir flokkar allir inn með orðunum - við ætlum að reyna - reyna að ná hinu og þessu fram. Þegar framlíða stundir verður að koma í ljós hverju hægt verður að ná fram og hverju ekki. Hér er ekki bara einn flokkur sem stjórnar öllu og hér er ekki bara einn Landspabbi sem tróð öllu yfir okkur án þess að spyrja kóng eða prest (enda var hann með öll embætti undir hælnum hvort eð er).
Það er heigulsháttur að blása svona upp nafn helming þessa samstarfs eins og gert er í þessu bloggi. Manni dettur bara í hug að blessaður maðurinn þori ekki að blása nafn ósjálfstæðismanna upp því hann er kannski að vona að þegar til skilnaðar kemur í ríkisstjórn - fái hann að daðra og komast í hjónasængina og því betra að nefna ekki sviksemi ósjálfstæðisflokksins... æl. Hvað ætli karlinn segi þá um þau málefni sem hafa gengið vel og tekist? Að flokkur númer eitt eigi allan heiðurinn en flokkur númer tvö sé bara ekki til? Endilega tala skynsamar - hér er um tveggja stjórna samstarf að ræða! Ef einhver málefni ná ekki fram að ganga þá eiga báðir flokkar sök, ekki bara annar flokkurinn.
Hér er bloggfærslan sem ég tók "bold but not bjútífúl" bloggið úr. Sjá blogg!
áður en ég verð jarðaður útaf þessu...
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði