Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Æðisleg veisla afstaðin og minningin góð.

  Ég fór í veislu í gær, nei það var ekki neitt áfengi í veislunni þrátt fyrir þessa mynd. Þetta var yndisleg veisla og var ég að vinna í henni en ekki þar sem gestur. Ótrúlega skemmtilegir þekktir einstaklingar og listamenn sem mættu þar og skemmtu veislugestum. Bestur - að öðrum ólöstuðum - fannst mér gamli góði Hemmi Gunn...

Það var æðislegt lambakjöt, íslenskt auðvitað   - létt eldað og lítið kryddað en svo æðislega gott að það bráðnaði á tungunni - sem og meðlætið - jummmmmmý!

Kokkurinn var fenginn lánaður úr röðum veislugesta, var tengdasonur eins gestsins - og er hann ekki lengur starfandi sem kokkur. Ekki það að maturinn í gær hafi ekki verið góður sko - hann er bara hættur að starfa sem kokkur, sem er synd því hann er frábær.

  Þeir sem skemmtu veislugestum voru: Hemmi Gunn, veislustjóri - Bergþór Pálsson söngvari (æði) - Raggi Bjarna (frábær) - Látúnsbarkinn Bjarni Ara (flottur) og svo var auðvitað stórsveit félagsins sem hélt veisluna sem alltaf stendur fyrir sínu.

Veislan var í alla staði hin skemmtilegast og glæsilegasta. Enginn fór   heim heldur voru allir til friðs - enda voru þetta mest aldraðir yndislegir einstaklingar sem voru að halda árshátíð sína. Það var líknarfélagið Bergmál sem hér var á ferðinni með fríðan hóp af langveikum eldri borgurum og þeirra vinum og fjölskyldum. Við sem unnum þarna gerðum það auðvitað í sjálfboðavinnu til styrktar félaginu og þessum yndislegu manneskjum sem margir hverjir eiga það mjög erfitt vegna veikinda og erfiðra sjúkdóma.

  Ég er auðmjúkur og glaður í hjarta að hafa getað gefið smá af mér til góðra mála og hef gert það lengi - og mun halda áfram á sömur braut.

   see  ya all in next bloggi ...


Skollinn hafi dómsyfirvöld vegna lúðalegs framlags við að sleppa hendinni af glæpahyski og óþjóðalýð.

  Ég trúi þessu nú varla. Hvað er málið með þessa bavíana sem stjórna þessum málum hérna á klakanum. Ég hefði haldið að það eitt að minnsti grunur væri fyrir sekt myndi tryggja að þeir sem að málum koma geti ekki bara vippað sér á sólarströnd og látið sem Ís-land bara bráðni niður í minningunni...

Eru dómsyfirvöld orðin hreinlega klikkuð að gefa svona eftir og leyfa hugsanlegum morðingja lítils gullmola úr keflavík að bara ulla á okkur og hlaupa úr landi eins og ekkert hafi í skorist? Á maður að þurfa að eiga von á þessu í öllum þeim tilvikum sem sannarlega eiga eftir að koma upp í framtíðinni - að glæpamenn geta komið hingað - framið illvirki sín - og svo bara gefið okkur langt nef og stungið af í ró og næði?

  Maður missir alla trú á yfirvöld þegar svona kjánaskapur leyfist. Get ímyndað mér hve hrygg fjölskylda unga drengsins er yfir þessum lúðaskap dómsvaldsins (mín fjölskylda hefur líka lent í aðstæðum þar sem lítið barn var hrifið burt frá okkur en sá sem var valdur dauða þess fékk litla áminningu og málið dautt). Hvað er í gangi? Hvers vegna er svona sakamönnum bara ekki stungið beint í steininn og þeir látnir byrja að taka út refsingu sína þegar svona augljós tenging er við glæpinn?

Big hug til fjölskyldu litla gullmolans í Keflavík, megi Guð styrkja ykkur öll!

  

  see ya all later...


mbl.is Farinn úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So Much Missing Jenný Anna Baldursdóttir 1...

 Er það ekki skrítið með okkur mennina (og kerlingarnar líka sko). Við setjum okkur í ýmislegt sem við svo bindumst trúnaðarböndum en eigum svo í hinum mestu vandræðum með að komast aftur út úr því. Undarlegt hvað vaninn getur verið okkur skelfilegur baggi á baki og þegar ekki er allt eins og það á að vera þá bara missum við sjónar á sjálfum okkur... 

  Þegar maður er orðinn svo læstur/vanafastur t.d. í blogghring - að kíkja á þá sem maður er með í favorit(hef alla mína bloggvini í favorit en breyti því kannski seinna) - og svo dettur einn af listanum út í einhvern tíma - þá er maður bara hreinlega lost!

  Gullkorn eru eitthvað sem auðvelt er að týna sér í. Ég veit ekki með ykkur hin hérna - en ég sakna Jennfo. Ég sakna þess að finna ekki nýjar færslur - sakna þess að geta ekki bullað dálítið inni hjá henni og sakna þess að lesa bæði hana og bloggvini hennar sem eru lang flestir algerir gullmolar.

  Jenný fyrir bloggið þitt og fyrir það að hafa gefið okkur svona skemmtilegar stundir þína bloggtíð. Hlakka ósegjanlega mikið til þegar færslur fara að hrynja aftur inn hjá þér og ég get aftur farið í vanafastan blogghringavinaheimsókn mína - og stoppað ætíð síðast - en lengst - inni hjá þér þar sem mér finnst alltaf svo gaman. Við söknum þín stelpurassgat.

   get vell as soon as possible. Hugheilar óskir um góðan árangur og góðan bata. Ég er öruggur um að ég tala hér fyrir munn margra hérna á blogginu, við erum vinir þínir og margir örugglega meira en vinir hérna.

  Into the real world now... see ya all.


Hot damn hvað tíminn líður - when you´re having fun!

   Klukkan er orðin hálf fjögur og ég ekki sofnaður   Kannski ekki skrítið þegar maður á svona góða bloggvini og msn vini og bara helling af dásamlegu skyldfólki sem hangir daginn inn og daginn út á netinu... á þetta fólk sér ekkert líf? Dísess...

 

Hugsanlega ætti ég ekki að vera svona  og syfjaður fyrir framan tölvuna því einhver gæti átt það til að missa sig yfir því. Sennilega bara best að koma sér í bólið því það er vinna framundan - veislustand, pottar og pönnur og fleira skemmtilegt. Er að fara að vinna sjálfboðavinnu fyrir yndislegt fólk sem lengi hefur átt við veikindi að stríða. Fátt er eins gefandi ein og það að gefa af sjálfum sér til þeirra sem hafa alla tíð átt erfitt...

 Good you all and happy dreams to everyone og góða helgi... 


Fjandinn sjálfur, ég er fastur í söngvakeppninni og hef alltaf verið - nema þegar trúðar taka þátt í henni fyrir okkur.

  Ohh, damn. Ég er bara held ég fastur í þeim áhyggjum mínum að við séum að fara að gera sömu mistökin og hér um árið þegar glimmerdruslan var kosin af túttukynslóðinni og send "fyrir okkar hönd" (rétt eins og þegar Davíð og Co tóku þátt fyrir okkar hönd í stríðinu án þess að spyrja heildina) til keppni í Aþenu og gerði meiri ólukku en nokkuð annað.

Að mínu áliti er Egill Einarsson - Gilsenegger or sumthin álíka stupid - holdgerfingurinn Silvía Nótt endurtekin. Hann er álíka athyglisjúkur með alls skonar fíflalæti og barnastæla sem falla ótrúlega nett og vel í börn og unglinga í dag. Málið er jú auðvitað að með því að leyfa sms kosningar þá er það fyrirfram vitað hvað kemur uppúr pottinum þegar honum er snúið við - fíflalæti, sýndarmennska, glamúr og flottir kroppar. Allt gott og blessað - nema þegar á að senda gott og vel gert lag til keppni í söngvakeppni - en ekki vel útlítandi fífl í trúðaafmæli hjá ungu kynslóðinni.

   Við megum ekki senda trúða í söngvakeppni fyrir okkar hönd. Trúðar eiga ekki heima á slíkum vettvangi þó börnin sýni þeim tilheyrandi áhuga í barnaskap sínum.   

Látum fagaðila úr heimi tónlistar á Íslandi standa saman og velja úr "BESTA LAGIÐ" til að tryggja að "HEITASTI TRÚÐURINN" verði ekki sendur erlendis.

  


Fáránlegar skoðanakannanir og símakosningar endurspegla ekkert nema álit lítils hóps sem er ekki marktækur að mínu mati.

  Skoðanakannanir og sms/símakosningar koma alltaf þeim sem síst skyldi í stöður sem hæfir þeim ekki og þeir ráða ekki við - og oftar en ekki þarf maður að skammast sín fyrir niðurstöður sem engan raunveruleika eiga til þegar á heildina er litið.....

Skoðanakannanir og símakosningar eru ofmetnar leiðir sem ekkert sýna í réttu ljósi og ekkert hafa með álit og vilja þorra landans að gera. Ef við t.d. lítum fyrst á skoðanakannanir þá kemur ýmislegt mér undarlega fyrir sjónir - rétt eins og með símakosningar.

Skoðanakannanir, úrtak úr þjóðskrá, símaskrá eða bara einhverjir sem tengjast þeim sem kannanir framkvæma, eru algerlega ofmetnar.

Ef það á t.d. að kanna fylgi einhvers flokks - hvað vitum við nema að úrtakið - hvaðan sem það er tekið - sé kannski harðir fylgismenn ákveðins flokks svo að samkvæmt því úrtaki er sá flokkur sá sterkasti í þeirri skoðanakönnun - jafnvel þó það hitti svo á að kannski hefur það ekkert fylgi nema þá sem úrtakið hitti á??? Ef það vill svo til að langflestir í úrtakinu reynast vera V-rauðir þá koma V-rauðir mjög sterkir út úr "skoðanakönnun" sem framkvæmd er af "blabla" fyrir t.d. Morgunblaðið.

Sama er ef t.d. verið er að skoða áhorf á ljósvakamiðla eða lestur dagblaða. Við vitum að það er til dágóður slatti af fólki sem horfir t.d. alltaf á Silfur Egils - og ef svo vill til að þeir sem framkvæma og pikka út ákveðið fólk sem úrtak fyrir skoðanakönnun um Silfur Egils - hittir bara á fólk sem horfir aldrei á Silfur Egils - þá er niðurstaðan sú að Silfur Egils fær ekkert áhorf/lítið sem ekkert - þrátt fyrir að kannski er meginþorri landans sem virkilega fylgist með karlinum.

  Ég held að svipað megi segja um sms-símakosningar í kringum hinar ýmsu keppnir. Eða sko - í raun eru það algerlega ómarktækar niðurstöður sem koma uppúr slíkum kosningum að mínu mati. Sá/sú sem er mesti bullarinn, mest að nota sér allt það sem höfðar til "barnanna" í þjóðfélaginu - til þeirra sem hafa og ráða yfir farsímum og hafa stærstu áhrifin á niðurstöður t.d. söngvakeppninnar - eru börn sem hafa ekki hundsvit á því hvað er gott lag eða hvað er bara hopp og læti - sýndarmennska og athyglisýki.

Við ættum virkilega að endurskoða það að leyfa sms/símakosningar því niðurstöður úr þeim er ófagmannleg og ætíð mestu fíflalætin sem poppa upp sem "sigurvegarar" - sjá t.d. Silvíu Nótt og nú Swarsenagger eða hvað sem þessi steramassi kallar sig og er stanslaust að eltast við athygli frá börnum og unglingum.

  


Er hipp & kúl að láta sms-kjósa hitt og þetta?

Símakosningar eru leiðinlegur hlutur að mínu mati. Tökum sem dæmi söngvakeppnina. Mikið er af frábærum lögum sem er bæði falleg og vel sett fram ásamt því að flytjendur þeirra eru bæði góðir og fagmannlegir. En því miður eru alltaf einhver lög sem er bara hvorki prump né loft hvað þá meir...

Það sem mér finnst vera að með símakosningar, er að þeir sem kjósa í gegnum sms í dag eru eingöngu unglingar - fulltaf unglingum sem varla þekkja mun á amatörsöngvara og reyndum faglegum söngvara.  Unglingum sem kunna lítið að meta hvaða lög eru virkilega falleg og vel flutt. Þau sjá bara kroppa eða hopp og læti og kunna bara að meta einhverja gólara sem varla kunna að syngja að mínu mati... (samanber Silvíu Nótt t.d.).

Ef einhver "vinsæll" flytjandi sem er "inn" hjá sms-kynslóðinni í dag tekur þátt í söngvakeppni er hann kosinn grimmt af þessum unglingum - ekki af því hann er með besta lagið og sigurstranglegasta framlagið til að fara erlendis til að keppa fyrir Íslands hönd - heldur vegna þess að hann er hipp og kúl að þeirra mati. 

Auðvitað er ég ekki að segja að við hin sem eldri erum séum eitthvað meira inn í því hvað er sigurstranglegt á erlendri grundu - bara að mér finnst að fagmenn í tónlistargeiranum ættu að ráða meiru um hverjir fara áfram og hverjir ekki. Burt með sms kosningar og inn með faglegt mat er það sem ég vil meina. Út með gól, hopp og læti og inn með fallega flutt lög sem bæði eru ljúf að hlusta á yndislegt að horfa á flytjendurna á sviðinu. Burt með flytjendur eins og t.d. Silvíu Nótt úr svona keppnum - nema bara sem skemmtiatriði. Mér fannst reyndar Silvía vera alger konfektmoli og brjilljant skemmtikraftur - hérna heima en hefði aldrei átt að fá að fara út að mínu mati.


Eru nokkuð bloggarar í auglýsingabrasanum?

Alveg milljón að sjá þessa auglýsingu - þrátt fyrir að vera á móti þeim sem slíkum á bloggi er þessi sannarlega flott. Það sem mér fannst fyndnast er að þegar maður kemur inn þar sem hún er hýst birtist gluggi með manni að kíla kjötskrokk - og sá minnir óneitanlega mikið á einn skemmtilegan bloggara sem við eigum hérna. Ekki að sá góði bloggari sé í sífellu að kíla kjöt og fleira - heldur dettur manni þessi bloggari strax í hug þegar maður sér það sem blasir við þegar maður fer inn á moggafréttir. Hugsanlega er það útaf "ullarpeysunni og húfunni" ... LoL

Auglýsingin er staðsett hérna!

Vonandi fyrirgefur hann mér að grínast svona, mátti bara til því mér datt hann strax í hug þegar ég fór að lesa fréttir á mogganum. Whistling


Burt með Valintínusarkjaftæðið - burt með ástsjúka fávita.

Nú hellast yfir okkur arfar og sælgæti sem og flóð af kampavíni, kavíar og ilmefnasull. Hvers eigum við að gjalda sem ekki erum í rómantískum hugleiðingum? Við sem erum kannski ekkert á því að láta klófesta okkur og gera útaf við hið ljúfa líf þess einhleypa GetLost jamm, glætan að maður láti þetta vaða yfir sig á rómantískum skónum ...

 valintinus1

Hérna eru 10 leiðir til að sleppa úr klóm þeirra sem eru á þeim buxunum að binda okkur niður, niður með hjúskaparmiðlara. Hugmyndir fengnar með því að útúrsnúa hugmyndum um "viltu giftast mér" í Fréttablaðinu í dag.

1. Eldaðu banvæna máltíð en vertu viss um að þú hafir hellt nóg í þann sem er að reyna að klófesta þig. Þannig áttar hann/hún sig ekki á Arzenik bragðinu fyrr en of seint og þú laus. (Alltaf hægt að nálgast Arzenik hjá Jenný okkar því hún hefur ætíð lausnir við öllum vandmálum).

2. Gefðu þeim sem þig vilja krækja í uppá "gott" nudd. Ekki vanda þig og einbeittu þér að svæðum og punktum sem valda sem mestum sársauka. Notaðu enga olíu því olíur gætu átt það til að valda unaðstilfinningu - notaðu ekkert - því þurrara sem nuddið er því sársaukafyllra er það. Áður en þú hefur náð að nudda inn öllum sársaukapunktunum mun klækjarefur ástarinnar vera búin að fá nóg og flýtir sér burt frá þér - og þú laus.

3. Skrifaðu niður alls skyns varnarorð frá "ímynduðum vini sem er að vara þig við ástinni" og límdu þá út um allt í íbúðinni áður en þú ferð heim með ástsjúka einstaklinginn í fyrsta sinn. Mundu að hafa orðin nógu særandi fyrir þá sem eru á biðilsbuxunum. Gott er að nota svona gula miða með lími - gætir fengið nóg af þeim t.d. hjá Jenný milljón. Þegar biðilsbuxarinn er búin að lesa nokkra miða með ýmsum óheppilegum orðum mun hann skilja málið og koma sér út - og þú laus.

4. Skrifaðu niður punkta um hvað þú ætlar að varast að gera með framtíðarmaka og hvað þú ætlast til af honum/henni. Settu miðana undir segul á ískápinn eða á spegilinn á baðinu eða þar sem þú veist að gullgrafarinn mun örugglega sjá hann. Vandaðu orðalag ekki, notaðu fraza eins og t.d. "Verður að kunna að elda, vaska upp og skúra" - "Spara pening og ekki eyða í óþarfa eins og blóm, konfekt, fatnað, bíó/leikhúsferðir, ferðalög út úr myndinni" og slíkt. Sá aðili sem er að reyna að krækja í ferðafélaga og fyrirvinnu mun skilja að þú hafir ekkert slíkt í huga heldur vanti þig bara ráðskonu/mann sem mun einbeita sér að því að þér líði vel og ekkert annað - þú losnar auðveldlega hérna.

4. Taktu flesta konfektmolana úr konfektkassa og borðaðu þá á meðan þú setur neikvæða málshætti í konfektkassann í staðinn. Mundu enn og aftur að láta neikvæðni stýra málsháttunum og láttu sem þú sért leiður - afsakaðu þetta og segðu að þetta hafi eiginlega verið ætlað öllum hinum stelpunum/strákunum sem þú ert að hitta meðfram henni/honum. Segðu að þú ætlir að reyna að losna við öll framhjáhöldin á næstu árum ef hægt er - þú sleppur vel hérna.

5. Kauptu auglýsingapláss í kvikmyndahúsi sem sýnir alltaf skjáauglýsingar áður en kvikmyndirnar byrja - vertu kominn hálftíma fyrir sýningu til að tryggja að refurinn/tófan á biðilsbuxunum sjái örugglega alla auglýsinguna og verði í þokkabót hálf leið/ur á því að hanga svona - mundu að kaupa miða á mynd sem er mjög léleg og hefur fengið mjög lélega gagnrýnisdóma. Auglýsingin ætti að innihalda nafn þess sem er að elta þig á röndum. Ef við köllum ástsjúka aðilan A: þá gæti auglýsingin verið á eftirfarandi hátt: "A, mér er flökurt - mig langar til að æla! Ég þoli ekki innilokun svo ég vona að þú leyfir mér að fá mitt space ef ég ákveð að leyfa þér að binda mig niður í hjónaband" - einni er þetta ágæt auglýsing: "A, ég elska þig ekki en kannski get ég lært það með timanum að hætta að umbera eltingaleik þinn og farið að elska þig raunverulega". Bless bless rebbi/tófa - þú ert laus.

6. Efndu til stefnumóts, reyndu að hitta á kaldan og dimman dag. Bryggjan kemur t.d. sterk inn þar sem sjáfarlöðrið skvettist yfir og bætir ekki á stefnumót í kulda og trekki. Segðu henni/honum sem hefur verið að gera þér lífið leitt með ástarjátningum og blómum - að þú ætlir að koma henni/honum á óvart með skemmtilegri siglingu. Vertu búin/n að sjá út lítinn opinn árabát sem er mjög kominn til ára sinna og helst lekan. Bentu á hann og segðu - "hér er smá hint um hvað bíður okkar í framtíðinni - þetta er snekkjan þín" - ljómaðu eins og þú meinir hvert orð og segðu svo að þú hafir gleymt því að hann/hún væri sjóhrædd/ur en þú munir vera fljót/ur að ösla þá heimsku úr honum/henni. Sjóhræddur einstaklingur fer ekki á sjó með þér í hriplekum litlum hálfónýtum árabát í köldu, dimmu og veðurmiklu veðri - þú ert undantekningalaust frjáls hérna.

love 

7. Leigðu þér færan listmálara til að mála mynd af þeim ástsjúka. Mundu að semja við listamanninn um að hann máli þennan pirrandi ref í grófri mynd - mynd sem sýnir hann/hana mun eldri en rétt er. Láttu málarann setja inn á myndina lítil stykkorð sem segja hve mikill máttur listarinnar sé - að myndir ljúgi ekki heldur sýni raunverulegan sannleika. Sjáðu um að það verði hrukka hér og hrukka þar, láttu líka koma fram fýlusvip og flárátt augnráð. Gefðu svo biðilsbuxaranum myndina á næsta stefnumóti með þeim orðum að myndin segi allt sem þú hugsar og brostu sakleysislega um leið. Næsta víst að eigið egó hvers og eins um sjálfan sig - mun hjálpa þér að að losna hérna mjög fljótt og auðveldlega.

8. Semdu eigið ljóð. Hafðu það eins hæðið og kuldalega tómlegt og þér er auðið. Hafðu það langdregið og skreyttu það með alls skyns neikvæðum orðatiltækjum sem þú veist að eiga ekki við þann sem er að reyna að binda þig niður. Vertu leeeeeeeeenngi að lesa það og vertu glaður á svipinn allan tímann því þú veist best sjálf/ur hve rímlaus, laglaus og orðóheppin þú ert. Þegar afurðin er hálflesin muntu vera staddur í því að lesa fyrir sjálfan þig því hin love-sjúka manneskja þoldi ekki háðið og neikvæðnina og er farin - og þú frjáls eins og fuglinn - eyddu ljóðinu svo þú sökkvir ekki í þunglyndi yfir eigin verkum.

9. Farðu með þann sem leggur þig í ástareinelti til fjölskyldu hans/hennar. Gerðu í því að vera neikvæður og leiðinlegur við pabbann og farðu á trúnó við mömmuna - segðu henni frá öllum þeim sem þú hefur náð að komast yfir á undanförnum vikum og mánuðum. Gortaðu yfir því að vera æði og að allir séu að reyna að fá bita af þér - segðu að þú ætlir að hugsa þig um með hvort þú munir núna stoppa við og einbeita þér að dóttur/syni þeirra. Segðu að það verði erfitt og örugglega margar freistingar á ferð þinni - en þú ætlir að reyna að standast þær - en ef þú getir það ekki mun afkvæmi þeirra örugglega skilja það. Spurðu tilvonandi tengdaforeldra hvort það sé ekki öruggt að sonur/dóttir þeirra megi gista öðru hvoru hjá þeim ef til vandræða með framhjáhald komi upp því þú sért frekar laus í rásinni og eigir erfitt með að einbeita þér að einum maka í einu. Glottu og segðu þeim að þú ætlir að vona að þau sjái um peningahlið brúðkaups, skírna, ferminga og fleiri uppákoma í framtíðinni því þú hafir ekki hugsað þér að vinna of mikið sjálf/ur. Tilvonandi tengdaforeldrar þínir munu hér þegar hafa stoppað þig og þakkað þér fyrir innlitið. Dóttirin/sonurinn verði eftir hjá þeim núna og óþarfi að líta aftur við - þú laus og mundu þegar þau henda þér út að þakka fyrir matinn en segðu þeim að hann hafi verið frekar bragðlaus, rétt eins og afkvæmi þeirra. Hér ertu endanlega sloppinn.

 örvað hjarta er dautt hjarta.

10. Útbúðu vefsíðu/blogg með nafni hennar/hans. Settu alls skonar vitleysu, bull og kjaftasögur inn á síðuna og sjáðu til þess að hún/hann fái slóðina senda til sín. Mundu að láta mjög persónulega hluti inn á síðuna, eins og t.d. hluti sem hann/hún hefur sagt þér í trúnaði. Hugsalega eitthvað sem hann/hún gerði af sér, sagði um vini/vinkonur - ef þig vantar eitthvað krazzandi þá skaltu nota ímyndunar aflið til að klára restina. Segðu frá einhverjum neyðarlegum stundum sem engin kærir sig um að einhver fái að vita um, helst eitthvað sem grætir og særir. Hérna ertu laus án þess að þurfa að segja neitt - þú bloggaðir um það allt í hennar nafni.

Að þessu loknu þá ertu algerlega á eigin vegum til að fara á fjörurnar við hverja þá sem lenda á vegi þínum um ókomna tíð - enda örugglega mjög fáir sem hafa áhuga á því að vera í slagtogi við eins ljótthugsandi og særandi persónu eins og þig. Þú munt enda alein/n og engin mun ónáða þig um ókomin ár með einhverjum ástarþvælum og faguryrðum - eitthvað sem gott er að vera laus við - ekki satt?

Gleðilegan Valintínusardag og megi óbragðið fylgja þér í framtíðinni - framtíð einmannaleika og fúlmennsku. Ég er farinn að kaupa blóm og eitthvað ljúft í matinn fyrir kvöldið. Ilmefnin eru á baðkarsbrúninni og heitt vatn verður komið í áður en elskan kemur heim í kvöld. Hef skipt á rúminu og gert heimilið hreint. Ég mun eiga dásamlegt kvöld í kvöld því ég ákvað að hundsa eigin ráðleggingar og vera Valintínus í kvöld. Takk fyrir.

blomavondur25blomavondur3


Lífið leikur við hvern sinn fingur...

Awwwww .... ég er stundum svo hrikalega linur og mjúkur. Lífið getur verið svo dásamlega yndislegt stundum að maður bara skilur ekkert í því hvað fólk er alltaf að kvarta og það stundum yfir hinum minnstu og lélegustu hlutum... Ég elska þetta líf. InLove

 

lítil rúsína.

 

Ég bara varð að skella þessu hérna inn því ég er svo glaður í hjarta. Hérna við hliðina á mér liggur lítill 4 mánaða gutti sem ég er að passa fyrir systuson minn. Myndin af lestrahestinum er af systursyni mínum fyrir 25 árum síðan en myndin sem er fyrir neðan er af syni hans sem ég er nú að passa... InLove  rétt eins og ég passaði pabbann á sínum tíma...

systursonur

Ég á dásamlega fjölskyldu sem ég elksa og sem elskar mig - no matter what. Ég á slatta af systkynum og helling af systkynabörnum sem eru bara dásamleg upp til hópa. Ég elska fólkið mitt og fólkið mitt elskar mig - á yndislega fjölskyldu - ég er svo forríkur og hamingjusamur - hvernig gæti lífið verið betra? Varla hægt að mínu mati.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband