Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Heillandi lífsstíll - heillandi fræðslufundur - eða er það bara hin gullfallega Magnhildur sem er heillandi? Hmmm ...

Og Akureyri heillar - en heillar þú? Ertu í formi? Viltu forma þig og móta svo þú verðir heillandi?

Ef ekki núna - hvenær þá? Nú er tími til kominn að þið rífið ykkur upp af rassinum og skellið ykkur á skemmtilegan fræðslufund á Akureyri næstu helgi - 27 til 29 mars.

 

n703976518_1644162_3761546
Ok, ég þekki þetta ekki sjálfur - en ég hef heyrt ótrúlega margar góðar sögur af þessu og hvet ykkur öll sem eruð fyrir norðan - til að hafa samband við hina ungu of fögru Magnhildi - og skella ykkur af stað í nýjan lífsstíl!
Annars er ég bara góður!
Eins og alltaf auðvitað..
Over and out - and into the facebook... nei ég meina svefninn!
Góða nóttina skottin mín.

Kodd'í sleik ... duhh! Facebook 1 - bloggið 0... í bili.

Ok, ímyndið ykkur að þetta sé ég - sjálfur Tiger - og að ekkert sé á milli mín - og þín - nema tölvuskjárinn!

How cute ...awww!

 

1babygiraff
Sendi ykkur þetta í tilefni nýrrar viku.
Hef mest lítið nennt að vera á blogginu undanfarið og það er ekkert að breytast. Hef fundið ykkur mörg á facebook - ekki öll samt - og sum ykkar fundið mig - svo ég get eitthvað fylgst með ykkur þar og því hefur bloggið orðið undir í bili.
En, over and out í bili. Veit ekkert hvenær ég nenni að snúa aftur af fullu á bloggið en það er ekki alveg núna á næstunni. Takk allir fyrir innlit og kveðjur.. see ya all!

Fríða Hamztur, móðurborð og fleira ... en ekki allt gefins þó!

ljugdugosiJú, þá er tölvan blessuð komin aftur í hús. Auðvitað hlaut eitthvað að vera að greyinu fyrst hún hefur alltaf látið eins og frostpinni og þvílíkt verið að gera mig gráhærðan (ekki að ég sé orðinn svona gamall, bara pirrgrámi) ..

Móðurborðið í tölvunni hrundi, en fyrir einhverjum mánuðum var það stýrikerfið og guð má vita hvað.

Rétt ætla að vona að nú sé græjan komin heim til að vera heima - ekki til að staldra stutt við, gera mig ennþá grárri og heimta svo bara viðgerðarferð. Þá harðneita ég og hendi henni í þá og sest á einhvern þar til ég fæ alveg splúnkunýja vél .. og hana nú! Hefði auðvitað átt að gera það strax náttla en svona er þetta ...

hamstur 002

Fríða litla hamstrastelpa er ennþá hérna hjá mér í góðu yfirlæti. Ætlunin er samt að finna henni nýtt heimili sem fyrst svo ef einhver les þetta núna sem langar í litla hamstrastelpu þá fæstu hún hérna gefins ásamt búrinu og öllum fylgihlutum.

Annars er kisinn minn eiginlega búinn að taka nagdýrið í fóstur - dúllast í kringum dýrið dag og nótt, liggur og sefur við hliðina á búrinu og þegar dýrið hleypur á gólfinu þá eltir kisi - en snertir Fríðu litlu aldrei þó. Segi það satt .. Hamsturinn hljóp að kisunni, klifraði yfir hana og niður hinu megin, en kisi bara snéri haus og fylgdist ánægð með aðförunum. Spurning um hvort kisa sé farið að langa aftur í kettlingabúnt .. en glætan að hún fái að geraða aftur í bráð Pinch ónei..

Annars er ég bara góður og glaður.

Er búinn að finna einhverja skemmtilega bloggara á Feisbúkk, er reyndar ekkert rosalega mikið þar en samt ... svolítið þó.

Þið megið alveg adda mér á feisbúkkið ykkar ef þið viljið - fulltaf myndum og gúmmilaði .. GetLost yeah, right.

En, over and out into the night. Sé ykkur bara um helgina - good night!


Aldrei í Tölvulistann aftur for sure. Hrakfarir virðast einkenna vörur þaðan .. eða er ég bara svona óheppinn? Nahhh...

Ótrúlegar hrakfarir mínar í tölvumálum eru bara ekki einu sinni fyndnar. Fyrir réttu ári fékk ég mér nýja tölvu í Tölvulistanum. Fínt, æðislegt ...

Tölvan sem ég átti áður hafði lifað í tíu ár í það minnsta - án þess að klikka - en var orðin anzi elliær samt. Þess vegna var ég svakaglaður þegar ég náði mér í þessa líka kraftalegu flottu borðtölvu og nú var maður bara kominn í elítuna sko.

Tölvan var þó ekki betri en það að hún byrjaði strax að vera með einhver smá hikst og pústra sem endaði eftir einhverja fjóra mánuði í viðgerðarpakka hjá Tölvulistanum.

Ok, fékk tölvuna aftur eftir smá tíma og læti en svei mér þá bara ekkert betri - heldur verri ef eitthvað var. Nú, sirka 4 mánuðum síðar endar hún aftur á skurðarborðinu hjá Dr. óskammfeilnum hjá Tölvulistanum - sem bauð mér svo bara uppá móðganir og jafnvel lygar þegar á reyndi og endaði það með því að minn varð fjúkandi - og lét bróður minn sækja helv ... kassann til þeirra!

Nú var tölvan bara straujuð og virkað fínt eftir það í nokkurn tíma - en í dag er tölvan komin til Keflavíkur í viðgerð - eftir nokkrar straujanir, heilmikinn pirring og skapvonsku sem og svakalegt basl og vonbrigði með blessaða vöruna frá Tölvulistanum...

Nú hefur tölvan verið í Keflavík síðan á sunnudag - hef verið að bjarga mér á gömlum lappa sem ég hef í láni - en hann er margra ára gamall en klikkar þó ekki, er bara virkilega seinfær og sniglakenndur ...

Díssess .. me and computers! Not best friends for sure!

Over and out ... með takmörkuðum commentum á blogginu fram að heimkomu tölvunnar - sem vonandi verður sem fyrst!


Hvern á maður að berja, ef maður nær ekki í skottið á þeim sem manni langar að berja? Hvaða rass á mahrr að kyssa til að fá smá snjókomu? Pirrhhmmmpp ...

nóg komið, tími til að mótmælaJá, nú er ég að hugsa um að fara og lúskra á eins og einum Guði eða svo ...

Það er ekki að því að spyrja með suð-vesturhornið - það er ekki fyrr farið að hvítna en að það fari allt í bál og brand. Ég fór glaður að sofa um hálf fjögur síðustu nótt - vaknaði enn glaðari - en um leið og ég kíkti á gluggann minn hvarf sú gleði í bjevuðum vatnsaustrinum sem var fyrir utan.

Fjárans rigning alltaf - að snjómuggan skuli ekki geta haldist smá stund hérna á þessu landshorni er bara ömurlegt.

Og ég sem var svo glaður þegar ég kom heim rétt fyrir þrjú í nótt sem leið - allt hvítt - bylur og hvasst - skaflar að myndast upp með útidyrunum mínum - og ég þurfti að krafsa snjó frá þeim svo ekki skaflaðist innfyrir .. en núna! Skömm og synd bara .. ég sem hlakkaði svo til að fara á þoturassinum mínum niður brekkuna hér fyrir ofan.

Over and out .. hundfúll, hundblautur og hundlatur!

Á samt bara einn kött .. og Fríðu litlu .. nýjasta fjölskyldumeðliminn .. hamstrastelpan sem ég get bara ekki hugsað mér að fara með til dýralæknis.


Verður manni að ósk sinni - biðji maður nógu heitt um það sem maður óskar sér - eða er það bláa höndin sem hér hefur farið á handahlaupunum?

Loksins, það var tími kominn á smá þæfing! Nú er bara að vona að þetta haldist eitthvað fram á vorið ...

 

snjostormur
Já, samanber síðustu eða þarsíðustu færslunni minni - eru nú loks væntingar, vonir og óskir að standa sig og uppfyllast... þó fyrr hefði verið.
Yahhhhú..
Var búinn að bíða og óska eftir þessu og því er greinilegt að einhver stór þarna uppi hafi verið að hlusta - nú eða einhver úr bláu höndinni hér í neðra hefur haft gúmmívettling með í bagga...
Eða .. hvernig hefði Bibba á Brávallagötunni orðað þetta?
Næsta víst er að það gerist ekkert nema maður leggji sjálfan sig í vogarskálina.
Over and out .. farinn að sofa! Good night .. zzzz Sleeping

mbl.is Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur - Gefins, gefins og gefins!

Já, það er ýmislegt sem gengur af þegar fólk rífur sig upp og fer með hús, mús og bús - úr landi. Nú er svo komið að yndisleg fjölskylda er að fara til Danmerkur - hún er búin að pakka öllu sínu niður, setja í gám og í fyrramálið flytur þessi ljúfa fjölskylda til Baunalands - á vit nýrra ævintýra.  
Samt er það stundum svo að ekki geta allir fengið að fara með í svona ævintýraferð og því er nú svo komið að hér er lítið grey sem óskar eftir nýrri fjölskyldu!
Mér hefur verið falið að koma út lítilli Hamstrastelpu og er það von mín að einhverjum langi í slíkt dýr.
Búrið hér að ofan er hennar og fylgir henni auðvitað!
Hamsturinn fæst gefins með búri, sagi og einhverju fóðri.
Koma svo - ef þig langar í - eða þú veist um einhvern sem langar í Hamstur - þá er núna tækifærið!
Devil Fer með hana til dýralæknis á Föstudag ef enginn gefur sig fram...  Crying

Hefur þú haft hönd í bagga, fémuni undir höndum eða setur þú allt í poka sem ekki má loka .. ? *Dæsss* ...

"Já, skelfilegt bara - þeir voru þrír - og þeir hlupu með 900 milljarða undir höndum".. sagði gjaldkerinn með grátstafinn í hendinni.

"Ég ætla rétt að vona að þeir verði nú látnir rétta upp hendurnar - svona eins og í kúrekamyndunum - upp með hendur - því það var einmitt þar sem þeir földu ránsfenginn! Undir höndunum" volaði í öðrum gjaldkera sem reyndi að ná grátstafnum af samstarfsmanni sínum. 

 

Dabbi og có

 

Búast má við miklum tilþrifum þegar Bjarnarbófarnir nást og næsta víst er að þeim verður gert að lyfta upp höndunum með von um að ránsfengurinn finnist aftur. Hugsanlega mun þó þurfa á peningaþvætti að halda í framhaldi af þessum glæp því vitað er að þessir guttar nota ekki Deodorant frá Armani... heldur versla þeir ódýrt í Bónus!

Stöndum saman og stöðvum glæpi!


mbl.is Vopnað rán í Seljahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu í kuldagallann áður en þú kemur hingað inn, nema þú viljir að dindillinn á þér frjósi! Ný mótmælaalda á leiðinni - en hver stýrir þessu eiginlega? Prrffmmmm...

óveður

Er búinn að fá mig svo mikið lifandi fullsaddan af þessum mismun og þessu óréttlæti sem viðgengst á þessari litlu skítaeyju .. prffmm!

Þá er það endanlega ljóst að ég er flúinn af Suðvesturhorninu. Ég ætla ekki lengur að láta bjóða mér þennan hörmungarskandal og ætla því að færa mig um set þangað sem veður eru válindari og óútreiknanlegri.

Ekki nóg með það að norðlendingar og vestfirðingar fái allan snjóinn - heldur fá þeir líka alla vetrahörkuna og hamaganginn - öll óveðrin, skafrenninginn - ofankomuna, skaflana og allan pakkann! Ég vil fá meira af þessum hamagangi hingað í Reykjavík! Annað er bara ósanngjarnt og mismunun. Það er ekkert réttlátt við það að hér sé alltaf stilla og sól, bjart og yndislegt veður ... grrr!

óveður1

Ég hef víst aldrei farið leynt með að ég er ógisslega hrifinn af kulda sem og hita - sól og sumri - sem og vetrahörkum. Ég elska snjóinn og ófærð - dýrka snjóskafla og ófærð í umferðinni ...

En, hvað er mér boðið uppá í mínu umdæmi? Jú, hörmulega góðu stilltu vetraveðri dag eftir dag .. viku eftir viku og mánuðum saman yfir vetratímann.

Og, hverjir fá að njóta óveðurshamsins? Jú, Norðanpakk og Vestanpakk .. fúlt .. já!

Það mætti halda að Davíð hafi haft hönd í bagga með að stilla þessum vetrarham svona misskipt um landið og því tel ég að við ættum að fjölmenna næstu vikur í líkamsræktina hans Dabba og mótmæla þessu ... hmm ... nei það þýðir ekkert .. kallinn er feitur bara og stundar ekki ræktina! Jú, reyndar .. hann stundar hlaup og hleypur mjög hratt .. undan fjölmiðlum og erfiðum spurningum!

óveður2

Jæja, allavega ætla ég að mótmæla þessu hér með! Ég ætlast til þess að stjórnmálamenn og konur landsins beyti sér fyrir því að þessum óréttlátu vetrarhörkum sé eingöngu hleypt af stokknum fyrir norðan og vestan, jafnvel fyrir sunnan heiðar - en ekkert hérna á suðvesturhorninu!

Ég ætlast til þess að Guð gefi okkur í Reykjavík heilmikla snjókomu, mikla ófærð - mikla skafrenninga og aðra renninga .. ég vil fá stóra snjóskafla, heilmikið rok með bullandi látum og hana nú. Hvar ætli ég geti komið þessu á framfæri og hver ætli taki við svona mótmælastússi - Björn Bjarna kannski? Nei, hann er bara gamall refur - barn síns tíma og er að hverfa sem betur fer. Verst þykir mér að sjá á eftir Ingibjörgu Sólrúnu - hún hefði örugglega reddað þessu fyrir mig. Guð forði okkur samt frá því að Wannabí stjórnmálaforingjar eins og Jón Baldvin komist á spena ...

En, ég er farinn í að senda smá óveður inn á síður bloggvina sem ég hef trassað of lengi í góðviðriskasti. Ætlast til að þeir taki því bara þegjandi og hljóðalaust þó ég hvessi mig og sendi smá byl um kerfið þeirra .. Blási nú vindar góðir.

Og Guð - ef þú hlustar nákvæmlega núna - hrisstu kollinn - láttu flösuna detta - ég vil snjókomu í Reykjavík! STRAX! ... Takk fyrir mig annars, er góður bara.


mbl.is Ófært víða norðaustanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má mahrr gramsa í skúffum þegar maður er lítill? Er það ekki kallað einelti þegar kall eltir mann á röndum með myndavél? Júhúu ... í hvern á ég að kjafta sko!?

Þessi litli maður var í heimsókn hjá frænda sínum í dag! Nú er hann orðinn 1 og hálfs árs - en í September verður hann tveggja.

 

Ok, er ég kominn nógu nálægt vélinni núna?!

Einar face.

 Afhverju lokast alltaf bananar þegar maður ætlar að bíta í þá? ...

Maður verður alltaf svo vandræðalegur þegar maður hefur svona mikið af áhorfendum sko!

Einar banani. 

 Bíddu nú við addna myndavélakall! Ertu að elta mig eða hvað.. ?

Einar stóll

 Ég má víst opna skúffurnar og skoða hvað er falið þar ofaní! Láttu mig bara vera sko ...

Einar skúffa

 

Over and out ...


Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband