Er hipp & kúl að láta sms-kjósa hitt og þetta?

Símakosningar eru leiðinlegur hlutur að mínu mati. Tökum sem dæmi söngvakeppnina. Mikið er af frábærum lögum sem er bæði falleg og vel sett fram ásamt því að flytjendur þeirra eru bæði góðir og fagmannlegir. En því miður eru alltaf einhver lög sem er bara hvorki prump né loft hvað þá meir...

Það sem mér finnst vera að með símakosningar, er að þeir sem kjósa í gegnum sms í dag eru eingöngu unglingar - fulltaf unglingum sem varla þekkja mun á amatörsöngvara og reyndum faglegum söngvara.  Unglingum sem kunna lítið að meta hvaða lög eru virkilega falleg og vel flutt. Þau sjá bara kroppa eða hopp og læti og kunna bara að meta einhverja gólara sem varla kunna að syngja að mínu mati... (samanber Silvíu Nótt t.d.).

Ef einhver "vinsæll" flytjandi sem er "inn" hjá sms-kynslóðinni í dag tekur þátt í söngvakeppni er hann kosinn grimmt af þessum unglingum - ekki af því hann er með besta lagið og sigurstranglegasta framlagið til að fara erlendis til að keppa fyrir Íslands hönd - heldur vegna þess að hann er hipp og kúl að þeirra mati. 

Auðvitað er ég ekki að segja að við hin sem eldri erum séum eitthvað meira inn í því hvað er sigurstranglegt á erlendri grundu - bara að mér finnst að fagmenn í tónlistargeiranum ættu að ráða meiru um hverjir fara áfram og hverjir ekki. Burt með sms kosningar og inn með faglegt mat er það sem ég vil meina. Út með gól, hopp og læti og inn með fallega flutt lög sem bæði eru ljúf að hlusta á yndislegt að horfa á flytjendurna á sviðinu. Burt með flytjendur eins og t.d. Silvíu Nótt úr svona keppnum - nema bara sem skemmtiatriði. Mér fannst reyndar Silvía vera alger konfektmoli og brjilljant skemmtikraftur - hérna heima en hefði aldrei átt að fá að fara út að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er algjörlega sammála þér. Svo finnst mér símafyrirtækin græða of mikið á svona símakosningu. T.d. í Eurovision, hefur ekki verið dýrast að kjósa á Íslandi?

Sigrún Óskars, 15.2.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

tjah, það hafa nú ansi hreint mörg lög farið héðan, valin af fagmönnum í bransanum og komist ekki spönn frá rassi heldur.

Ég (starfandi tónlistarmaður á Íslandi) styð að senda bara Gillz út, halda áfram að gera grín að keppninni, enda er hún gersamlega steinhætt að snúast um tónlistina, það er ansi langt síðan það gerðist...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.2.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Tiger

Æi, ég veit ekki. Ég veit að við höfum að vísu ekki tekið stóra köku í þessum keppnum - en höfum þó alltaf getað verið stolt af flytjendum okkar og getað verið sátt við umfjöllun um Ísland þessu tengt. En með trúða eins og Silvíu og nú kannski Gillz ... ekkert nema eitthvað sem maður þarf að skammast sín fyrir. Það er í fínu að gera grín af þessari keppni - en ekki gott fyrir Ísland að senda trúða sem koma á allan hátt illa fram, gera okkur að heimskri og skyrpandi þjóð - ekki fyrir mig takk... vil ekki þurfa að skammast mín í evropu sem landinn sem sendir alltaf upptrekkta og illa orðandi fávita til að taka þátt í söngvakeppninni...

Tiger, 17.2.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 139776

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband