Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mikið er hægt að græða á einum degi! Þrefallt meira en maður átti fyrir .. segi það satt!

Já sæll ... 

Ég er að segja ykkur það satt - að það falla gullmolar af himnum ofan yfir mig aftur og aftur. Í dag - 28 Apríl - féllu þrír gullmolar úr himnaríki og beint inn í fjölskylduna mína.

Okok, ég ætlaði að setja inn myndir hérna af þeim sem voru að framleiða .. og nei - það voru ekki storkar að fljúga hér yfir í dag - en ... netið er svo hrikalega slow eitthvað og ég nenni ekki að hanga eftir niðurhali myndanna, þær koma bara seinna.

En, sem sagt. Systurdóttir mín eignaðist 15merkur og 53cm dreng í dag um þrjúleytið og svo núna með kvöldinu eignaðist bróðurdóttir mín ekki bara einn - heldur tvo drengi - tvíbura.

Tvíburarnir voru held ég 10 merkur hvor.

Skemmtilegt að báðir foreldrar mömmunnar - bróðir minn og konan hans - eru líka tvíburar!

Mömmum heilsast brilljant vel og börnin eru glæsileg - en ekki hvað ha! :)

Ég verð alltaf ríkari og ríkari með hverju árinu - og á þessu sviði mun aldrei ríkja kreppa í kringum mig sko! Hvert fætt barn er þvílíkur gimsteinn í mínum augum að mér finnst ég bara eiga það hvert og eitt þegar þau koma.

En,... over and out! Er farinn að þakka himnaföður fyrir gullin sem rigndu niður frá honum í dag! Luv ya all too .. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með þennan mikla fjársjóðÞau eru sannarlega bæði gull og gersemar blessuð börnin, ég er að bíða eftir ömmubarni númer tvö núna

Jónína Dúadóttir, 29.4.2009 kl. 06:24

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innilega til hamingju med gullin thin( ykkar)   já børnin eru svo sannarlega fjársjódur og thvi skal madur aldrei gleyma, enda ég svo sannarlega rík lika  

María Guðmundsdóttir, 29.4.2009 kl. 06:52

3 identicon

3 börn á sama degi.Það er Guðsgjöf og það þreföld.Innilega til hamingju með þessi frændsystkini þín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 07:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Tiger minn þú er sannarlega heppinn frændi, til hamingju með elsku litlu börnin sem féllu þér í skaut í dag, heilsist þeim vel og þú setur svo inn myndir þegar það er hægt.
Knús til þín ljúfastur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2009 kl. 09:31

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með gullmolana þína  Megi gæfan fylgja þeim í framtíðinni

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.4.2009 kl. 09:51

6 Smámynd: JEG

Innilega til hamingju með gullin   Alltaf gaman að þessu ....ég er einmitt að verða "amma" á ská núna einhvern næstu daga   Mikil spenna í gangi. 

Knús og kossar úr sveitinni. 

JEG, 29.4.2009 kl. 10:58

7 Smámynd: gaddur

Til hamingju með gullmolana ekkert er yndislegra en að hlotnast sú gæfa að eignast börn þau eru lífið sjálft.Kveðja

gaddur, 29.4.2009 kl. 11:06

8 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Til hamingju með litlu frændurna  það verður fjörugt í fjölskylduboðunum í framtíðinni    

Hjóla-Hrönn, 29.4.2009 kl. 11:54

9 Smámynd: Ragnheiður

ertu þá afa-ömmubróðir Tiger minn ? Systir mín fékk þann titil 2002 að vera ömmusystir, hún var ekki sérlega hrifin-sá fyrir sér kellingu með gleraugu og grásprengt hár í stífum hnakkahnút...

Til hamingju með molana litlu, ég hlakka til að sjá myndir af þeim 

Ragnheiður , 29.4.2009 kl. 12:44

10 Smámynd: M

Þetta er frábært og óska ég þér innilega til hamingju með nýju frændsystkinin

M, 29.4.2009 kl. 12:51

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Innilegar hamingjuóskir.  Þrír drengir sama daginn.  það er ekkert smá.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2009 kl. 15:56

12 Smámynd: Sigrún Óskars

til hamingju með gullmolana þína - ég held að þessi börn séu heppin að eiga slíkan frænda eins og þig

Það er alltaf kraftaverk þegar börn fæðast - þvílík Guðsgjöf. Njóttu þess að eiga þessa gullmola. Helgarknús til þín Tiger

Sigrún Óskars, 2.5.2009 kl. 08:37

13 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Til lukku með systursoninn  :)  Vonandi fær hann eitthvað frá móðurbróður sínum  :)   hmmmm...    :D

Baldur Gautur Baldursson, 2.5.2009 kl. 10:14

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með þetta mikla ríkidæmi. Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:27

15 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Til lukku með gullmolana.

Guðrún Una Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 04:29

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með gullmolana þína TíCí minn.  Ég fékk líka einn um daginn og á von á öðrum mamman sett á 15 maí.  En ég hlakka til að sjá myndir.  Knús og hamingjuóskir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 09:50

17 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Innilega til hamingju með nýju gimsteinana!  Það er alveg satt hjá þér, maður eignast aldrei of marga svona gullmola.

Kveðja að vestan.

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 4.5.2009 kl. 21:33

18 identicon

Tiger minn ég óska ykkur öllum til hamingju með gullmolana hvert og eitt barn er Guðs gjöf sem okkur ber öllum að gæta að.

Kveðja Ásgerður Einarsdóttir.

Ásgerður (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:51

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

VÁ það hefur aldeilis hækkað í gullmolakarinu þínu, þvílíkt ríkidæmi. - Það verður fjör þegar þeir koma allir í heimsókn til þín í einu.  - Til hamingju með frændgarðinn.  Þrjú kraftaverk á einum degi, mikið ertu heppinn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2009 kl. 01:23

20 identicon

Sæll Tiger.

 Þú kannt að koma orðum að því. Og til hamingju með þau öll.

Börnin eru það dýrmæsta sem að foreldrar eignast....ekkert jafnast á við þau !

Kærleikskveðja á þig og alla þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 04:43

21 Smámynd: Tiger

  Takk öll fyrir góðar kveðjur hérna! Knús og kram á ykkur skottin mín.

Tiger, 7.5.2009 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 139743

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband