Æðisleg veisla afstaðin og minningin góð.

  Ég fór í veislu í gær, nei það var ekki neitt áfengi í veislunni þrátt fyrir þessa mynd. Þetta var yndisleg veisla og var ég að vinna í henni en ekki þar sem gestur. Ótrúlega skemmtilegir þekktir einstaklingar og listamenn sem mættu þar og skemmtu veislugestum. Bestur - að öðrum ólöstuðum - fannst mér gamli góði Hemmi Gunn...

Það var æðislegt lambakjöt, íslenskt auðvitað   - létt eldað og lítið kryddað en svo æðislega gott að það bráðnaði á tungunni - sem og meðlætið - jummmmmmý!

Kokkurinn var fenginn lánaður úr röðum veislugesta, var tengdasonur eins gestsins - og er hann ekki lengur starfandi sem kokkur. Ekki það að maturinn í gær hafi ekki verið góður sko - hann er bara hættur að starfa sem kokkur, sem er synd því hann er frábær.

  Þeir sem skemmtu veislugestum voru: Hemmi Gunn, veislustjóri - Bergþór Pálsson söngvari (æði) - Raggi Bjarna (frábær) - Látúnsbarkinn Bjarni Ara (flottur) og svo var auðvitað stórsveit félagsins sem hélt veisluna sem alltaf stendur fyrir sínu.

Veislan var í alla staði hin skemmtilegast og glæsilegasta. Enginn fór   heim heldur voru allir til friðs - enda voru þetta mest aldraðir yndislegir einstaklingar sem voru að halda árshátíð sína. Það var líknarfélagið Bergmál sem hér var á ferðinni með fríðan hóp af langveikum eldri borgurum og þeirra vinum og fjölskyldum. Við sem unnum þarna gerðum það auðvitað í sjálfboðavinnu til styrktar félaginu og þessum yndislegu manneskjum sem margir hverjir eiga það mjög erfitt vegna veikinda og erfiðra sjúkdóma.

  Ég er auðmjúkur og glaður í hjarta að hafa getað gefið smá af mér til góðra mála og hef gert það lengi - og mun halda áfram á sömur braut.

   see  ya all in next bloggi ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessu trúi ég á þig. Ég hef gaman af að sálgreina bloggvini mína og ég var búin að setja þig inn sem gæðablóð og þarna er sönnunin komin.

Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Tiger

   svo mikið rétt hjá þér Ragnheiður, ég er raunverulega ótrúlega mjúkur og í mér rennur ótrúlega mikið af égvilgefaafmérblóði.

Það gefur manni miklu meira sjálfum að gefa öðrum eitthvað af sér.

*knús á þig og þakka þér ljósberi*!

Tiger, 22.2.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 139808

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband