Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Íþróttir geta sannarlega verið banvænar... alls staðar leynast hættur.

Alveg hreint skelfilegt að hugsa til þess að svona "saklaus" íþrótt geti sannarlega verið banvæn. Manni hryllir við þegar maður hugsar um hárbeitt skautablaðið skera drenginn á háls *hrollur*...

En svona er það, slysin gera ekki boð á undan sér. Þegar þau verða eru ætíð allir nálægir flemtri slegnir. Sannarlega hefði átt að fresta þessum leik en þeir létu leikinn halda áfram en greinilega var mönnum mikið brugðið - enda eins og segir í fréttinni þá léku þeir á hálfum hraða.


mbl.is Íshokkímaður skarst á hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú ekki orðið ljóst að "þrjóskan er orðin að heimsku"?

Er Guðfaðirinn enn með puttana í grautnum? Er það virkilega ennþá svo að "Landspabbi" sitji í fullu starfi sem æðsti maður Sjálfstæðisflokksins en er með bankastjórastól sem auka/hliðar vinnu. Er það virkilega þannig að allar stórar ákvarðanir eru ennþá bornar undir fyrrum leiðtoga Sjálfstæðismanna? Aumt ef satt er... Sick

Er þetta kóngurinn á bakvið tjöldin

Ef einhver fótur er fyrir því að "Landspabbi" stjórni ennþá á bakvið tjöldin hjá Sjálfstæðismönnum þá er flokkurinn í enn dýpri drullu en ég hafði áður talið. Ég hef alltaf undrast sleikjuhátt, undirlægjuhátt og blindu strögli Sjálfstæðismanna hver með öðrum. Hver á fætur öðrum fylgir grimmt þeim sem er í næstu tröppu fyrir ofan og svo koll af kolli - og allt það siðlausa brölt endar ætíð í kjöltu fyrrum leiðtoga þeirra. Hver og einn hugsar um að hræra ekki upp í þeim vandamálum sem upp hafa poppað hjá þeirra flokki og engin hefur "guts" kjark til að koma hreint fram og segja heiðarlega sína skoðun á málum.

Eru sjálfstæðismenn bara alls ekki svo sjálfstæðir eftir allt saman? Eru þeir ennþá að kyssa á rass Landspabba vegna þess að þeir telja hann vera Guð almáttugan og þeir sem lenda á móti honum falli langt í hyldýpi helvítis? Er framapotið svona sterkt í öllum að þeim er nákvæmlega sama þó þeir troði grimmilega á alþýðunni? Hvað getum við gert? Hvernig eigum við að mótmæla? Með hljóðlátum undirskriftasöfnunum sem lenda í neðstu skúffu Landspabba?

Ef tilvonandi borgarstjóraefni sjálfstæðismanna stígur ekki til hliðar þá finnst mér að landinn ætti að mótmæla hástöfum. Við eigum ekki að sitja undir því að launþegar hjá okkur séu í stanslausum innbyrgðis deilum og valdabrölti - framapoti og sleikjuhætti hver við annan - og allt það siðlausa sem viðgengst undir hugsanlegri verndarhendi Landspabba.

Við eigum rétt á því að Sjálfstæðismenn komi nú hreint fram og standi skil á því sem er í gangi, taki ábyrgð á störfum sínum og geri hreint fyrir sínum dyrum. Gullfiskaminni okkar má alls ekki gleypa þessi læti. Nú er tækifæri fyrir landann að sýna að hann lætur ekki endalaust vaða yfir sig og trampa á því sem við höfum haft að leiðarljósi þegar við kusum síðast - ekki núverandi meirihluta sleikjarar í borgarstjórn.

Sjálfstæðismenn verða að standa upp, bretta upp ermar - hætta þessu framapoti og þessari valdabaráttu og taka ábyrgð. Þeir verða að átta sig á því að þrjóska þeirra er löngu hætt og heimskan er tekin við í þessum málum. Við hin sem kjósum vitum hvenær þrjóska verður að heimsku - mæli með að stjórnmálamenn yfir höfuð hugi að því að læra að átta sig á því sama.

nóg komið, tími til að mótmæla 

Reykvíkingar sem og landsmenn eru komnir með uppí háls af þessum leikaraskap í borginni og nú eigum við heimtingu á því að einhverjir raunverulega heiðarlegir stjórnmálamenn/konur komi fram á sjónarsviðið og geri eitthvað afdrifaríkt í málunum - hreinsi til og noti til þess heiðarleika, heilindi og raunverulegan vilja til að gera betur en þeir framapotarar sem nú eru við völd - annars er sviknum og reiðum kjósendum að mæta!


Bibba á Brávallagötunni, hvar ert þú?

Hvað er það sem laðar fram bros, kátínu og léttir undir hjarta okkar? Hvað er það sem fær líkama okkar til að hreinlega titra og ólga af kátínu? Hvað er það sem fær adrenalínið til að flæða af krafti og líkaman til að æpa af fögnuði? Kynlíf? Kannski ... wrarrr!Devil

Bibba á Brávallagötunni.

Nei. Þó kynlíf sé kannski rétta svarið fyrir suma hérna, þá er það ekki það sem ég hafði í huga hér og nú. Hérna er ég með listamenn í huga. Listamenn sem hafa áralangt staðið í ströngu við að skemmta okkur og koma okkur í gott skap, létta okkur lundina og reyna að sjá til þess að við förum frá þeim með bros á vör og léttleika í hjarta.

Ætlaði ekkert að fara út í það að skrifa einhverja svaka færslu hérna (GetLost jamm, glætan að ég kunni að skrifa eitthvað lítið og nett þegar ég byrja) um dásemd og kraft þess sem getur fengið okkur til að brosa. En bara svona rétt að nota þennan vettvang til að þakka öllum þeim listamönnum og konum sem létta mér lundina og gefa mér gleði í hjarta. Væminn? Já, ég er það stundum og sérstaklega þegar ég er nýbúinn að horfa á eða heyra eitthvað sem fær hjarta mitt til að skellihlægja eða andlit mitt til að ljóma af gleði.W00t

Var að hlusta á gamla spólu (já spólu, þessar gömlu kasettur sem nú eru í mynd geisladiska) sem innihélt upptökur með einum af mínum mestu uppáhalds skemmtikröftum - Eddu Björgvins!

Ég elska marga góða skemmtikrafta eins og t.d. Halla og Ladda, Árna Tryggva, Helgu Braga - sem er í yngri kantinum, Örn Árnason og þá spaugstofufélaga sem eru sannarlega að koma sterkari og sterkari inn um þessar mundir að mínu mati - sem og helling af góðu landsliði sem ég man kannski ekki eftir í augnablikinu.

Ég elska t.d. karakterinn "Elsu Lund"InLove hans Ladda heitar en margt annað og ætíð þegar ég heyri á "hana" minnst þá kemur ósjálfrátt fram bros sem ég er þakklátur Ladda fyrir.

En, aftur að Eddu B. Ég hef elskað hana frá því bara ég man ekki hvenærHeart - og dýrka hana í dag. Þessi kasetta sem ég var að hlusta á innihélt hluta af "Bibba á Brávallagötunni" - eitt af mestu snilldar gamanefnum fyrr og síðar að því er mér finnst. Ég man hvað ég frestaði öllu, setti allt til hliðar - á meðan ég náði í gamla kasettutækið mitt og tók upp þættina hennar. Síðan hlustaði ég aftur og aftur á þessa þætti og það stanslaust með gleði í hjarta og í einu sólskynsbrosi. Guð hvað ég elskaði þessa konu, Bibbu mína á Brávallagötunni. Þakka þér Edda ef þú heyrir til mín hér!

Man að oft þegar ég var eitthvað niðurdreginn eða sorgmæddur, var þessi kasetta spiluð og upp frá tækinu stóð ég með tárin í augunum Crying- gleðitár sem hreinsuðu og veittu slíkan kraft að það sem áður gerði mig sorgmæddan og niðurdreginn var horfið í gleði og brosGrin.

Mikið vildi ég að Bibba á Brávallagötunni kæmi aftur á sjónarsviðið. Uppvaxandi kynslóð þekkir kannski ekki Eddu Björgvins eins og við eldri þekktum hana í gamla daga, en ég er viss um að unga fólkið okkar í dag myndi líka elska hana ef það fengi brot af því besta sem við hin fengum fyrir nokkrum árum frá henni.LoL

Fullt er af öðrum og mjög góðum listamönnum og konum sem ég nefni ekki hér, en þetta eru mínir helstu uppáhalds. Hver er þinn uppáhalds listamaður/kona á Íslandi í dag?


Ok, kallar í kjól og hvítt - eða svart. Hvað með það þó einn og einn slæðist í kjól?

Eins og ég hef nefnt, nokkrum sinnum og á nokkrum stöðum, þá fór karlinn í kjól síðastliðið haust og ég get sagt ykkur að það var ekki skírnarkjóll. Það var mikið húllumhæ og allur bærinn (Costa Brava  ströndin á Spáni) fór á hvolf, enda spánverjar þekktir fyrir mikla þátttöku á hrekkjavökunni (halloween). Hérna er mynd af mér í kjól, í annað skiptið á æfinni - skírnarkjóll í fyrra skiptið sko!

 halloween2

Ég fór, rétt eins og vinir mínir og vinkonur, í búning við góðar undirtektir þeirra sem til mín þekktu. Skemmtilegast þótti þeim að þessi líka ruddakarl skyldi nú ákveða að taka áskorun og vera í kjól - en auðvitað með þeim skilyrðum að hægt væri að fela feisið að tarna - og það tókst. Hvernig finnst þér ég líta út? Bandit

 

Hér fyrir neðan eru tveir vinir mínir og ein vinkona mín sem öll eru líka í halloween búningum. Fórum á djammið "edrú" um miðjan dag og komum heim á hádegi daginn eftir - ennþá edrú og mikið kát og glöð.

halloweenhalloween1


Gæludýr og fleira skemmtilegt.

Ég er mikill dýravinur og finnst hvert heimili sannarlega þurfa á því að halda að hafa eitthvert gæludýr, hund, kött, fiska eða hvað sem er.

 

Hér má líta kisuna mína. Hún er blanda af norsku skógarkyni og íslenskum bröndóttum heimilisketti.File0001 Ég átti mömmu hennar líka en hún veiktist þegar hún var búin að gjóta þessari og koma þeim á skrið. Ekki átti mamma hennar afturkvæmt en ég ákvað að halda þessari úr því goti.

 

 

 

 

 

Nú er þessi ljúfa kisa, sem kölluð er Mjöll, að verða 7 ára gömul. Hún fæddist 4 Maí 2001. Hún hefur CIMG1165fengið að eiga kettlinga í 3 skipti, svona til að halda henni skapgóðri. Hún hefur alltaf komið með virkilega fallega kettlinga en þó enga eins loðna sem hún sjálf. Einn kettlingur frá henni fór á sínum tíma til bróður míns og hefur sá kettlingur eignast afkvæmi sjálfur og kom eitthvað þar af mjög loðnum afkvæmum.

 

 

 

 

Núna í dag er mín komin af stað og mun eignast kettlinga í enda Mars. Ef þig lesandi góður langar í kettling eða veist af einhverjum sem langar í kettling í enda Mars - þá er þér velkomið að skoða þá sem poppa út hjá minni læðu.

 

5746113_074e5ae41195224747_m_423542[1]Æi, mátti til með að henda þessari mynd inn hérna. Ekki myndi ég vilja vera settur í steininn með þennan bakhluta - allavega myndi ég aldrei fara í sturtu nema sóló því það er aldrei að vita hvað gæti gerst ef menn sjá svona fagra ímynd hins kvenlega.


Að mínu áliti ættu "óinnskráðir bloggarar" ekki heima hér og ættu ekki að geta sent inn athugasemdir eða svör í blogg.

Mér finnst það svo "ódýrt" og aumt af þeim sem eru ekki innskráðir bloggarar - að senda inn svör og commenta á blogg þeirra sem eru að blogga hérna. Hef sjálfur haft það að reglu að commenta ekki hérna fyrr en nú þegar ég er sjálfur farinn  að blogga smá, þrátt fyrir að hafa lengi lesið nokkra góða bloggara sem eru staðsettir í "favorit" hjá mér og ég fylgst með um nokkurt skeið.

Ég hef það ætíð á tilfinningunni þegar ég les comment frá óinnskráðum "notendum/bloggurum" að það séu í raun bloggarar sem ekki vilja blanda "blogginu" sínu inn í einhver comment sem þeir senda frá sér - og sem gæti kallað á óvinsældir eða "leiðinleg viðbrögð" - sem aftur kalla á minni heimsóknir á þeirra blogg eða engin/slæm comment á bloggin þeirra.

Auðvitað er þetta bara mín pæling en hvers vegna eru óskráðir notendur (IP tala skráð) að commenta hérna án þess að vera með sitt blogg á bakvið sig?

Mér finnst það óréttlátt gagnvart okkur sem erum að blogga og kvitta hjá öðrum með bloggið okkar á bakvið okkur. Skoðun mín er vegna þess að ef einhver commentar án þess að vera innskráður þá veit maður ekkert um viðkomandi. Aftur á móti ef einhver er að commenta á bloggi manns - og er innskráður - þá getur maður farið inn á hans/hennar blogg, skoðað sig um og myndað sér skoðun á viðkomandi til að skilja betur athugasemdir hans/hennar á manns eigin bloggi.

Hvort sem bloggarinn óskráði er að senda frá sér hrós eða last - þá finnst mér það mjög aumt að geta ekki gert það innskráður. Við hvað eru óinnskráðir hræddir? Er það bara ekki eins og ég sagði áðan - að lenda í "óvinsældarflækju" sem gæti minnkað heimsóknir á þeirra eigið blogg? Ef sú er raunin ætti sá aðili ekki að blogga yfir höfuð.

Dettur einmitt í hug að slíkir bloggarar séu einmitt þeir sem t.d. leyfa ekki athugasemdir hjá sér yfirhöfuð. Í flottu lagi að leyfa athugasemdir eftir að hafa samþykkt slíkar - en að alfarið taka ekki við athugasemdum, blokka fólk eða banna - það er alltaf undarlegt og aulalegt að mínu mati og þannig blogga ekki þeir sem eru heilir og sáttir við sitt og sína.


Eru feitir gráðugir en horaðir svona passlegir? Ég er grannur en hræðilega gráðugur!

Já, það er nefnilega oft sem fólk setur fólk í flokka, ekki stjórnmálaflokka heldur flokkar það eftir útliti eða hegðun. Stundum veð ég áfram úr einu í annað svo þið verðið bara að fyrirgefa mér það þó ég stingi fæti niður hingað og þangað án þess að klára eitt eða annað...Blush 

Ok, ég veit að ég get verið dálítið yfirdrifinn stundum og þá kannski sérstaklega á svonefndum tillidögum - en stundum fær maður bara ekkert við ráðið og veður bara áfram í blindni og áttar sig ekkert á því hvar á að stoppa... Sick

Búinn að borða rúmlega 50 bollur, sirka 35 í gær og rúmlega 20 í dag. En, ég er heppinn - ég er með fullkomna brenslu í búknum og engin þessara bolla kemur til með að sjást á mér til langframa. Þegar brensla líkamans er í fullkomnu lagi þá getur maður leyft sér eitt og annað og bara skóflað í sig eitt og annað sem kalla má óhollustu - án þess að nokkuð bætist á kroppinn.

Það er svo aftur annað mál hvort þetta óhóf sé ekki skelfilegt þegar maður missir sig oftar en á tillidögu, líkt og ég á til. Ég missi mig oft í eldamennsku og bakstri. Núna áðan var ég að baka stóran fullan kökudúnk af kanilsnúðum - ofaní allar bollurnar! Ég er einn af þeim sem vakna upp á nóttunni og fæ mér "snarl".

Stundum er það þannig að ég vakna tvisvar til þrisvar á nóttu og matseðillinn er á þessa leið:

Klukkan 2 = hálfur líter mjólk ásamt einum pakka af Homeblest súkkulaðikexi.Grin

Klukkan 4 = 1 líter af mjólk ásamt 4 brauðsneiðum með skinnku og osti.Frown

klukkan 6 = hálfur líter af mjólk ásamt nokkrum sneiðum af möndluköku eða nokkrir kanilsnúðar.Sick

Ég veit að þetta er dálítið yfirdrifið, en veit líka að ég brenni svo miklu að ef ég gerði þetta ekki þá væri ég að vinna við að mála ljósastaura - að innan! (gamall brandari sem ég heyrði einhvern tíman)...Grin

Ætli það sé algengt að fólk vakni upp á nóttunni til þess að borða? Hvað með þig? Hefur þú einhvern tíman staðið í því að fara framúr á nóttunni, glorhungruð/hungraður, til að næra þig?

Það er nú samt þannig að fólk er oft að tala um að þybbnir séu gráðugir og því svona feitir. Ég er alls ekki sammála þessari fullyrðingu. Mjög margir þybbnir borða eins og fuglar, lítið sem ekkert en mega ekki einu sinni hugsa um mat þá þyngjast þeir. Líklegasta skýringin hjá þeim er sú að brennslan er í ólagi og þessvegna þyngjast viðkomandi. Feitir eru ekki endilega gráðugir! Ég er grannur - ég er gráðugur í meira lagi en samt grannur - brennslan í lagi og gott mál. Æi, veit ekki - finnst ömurlegt þegar fólk setur samasem=merki á milli feitra og ísskápsins.


Það besta í heimi hér er ...?

Ohhh... ég er að springa! Hvernig er þetta hægt? Ég stend á blístri og veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér svo ég sest bara hérna niður við tölvuna og skelli þessu á prent, losa mig við og létti á mér... en þvílíkt og annað eins! *ROB* Whistling

 

Var að elda áðan, fisk. Sjófryst ísuflök á diskinn minn - það besta í heimi hér! Ákvað að steikja fisk í kvöld. Skellti saman eggjum, róma og sinnep - með season all og sítrónupipar. Þetta pískaði ég duglega og henti svo dass af karrý út í gumsið. Því næst skellti ég sjófrystri ýsu út í og lét hana standa í þessu sirka klukkutíma áður en að eldamennskunni kom.

Eldaði kartöflur og sauð hrísgrjón í karrý, ásamt því að gera létta karrýsósu. Því næst skellti ég ýsunni úr leginum í brauðrasp og steikti herlegheitin. Léttristaði grófskorna papriku og lauk sem ég hafði með ásamt því að skera niður gúrku og tómata sem meðlæti. Ljúfur eplasider var drukkinn með þessu öllu saman.

Nú er ég svo á blístri að ég get ekkert - nema bloggað. Sit hérna og halla mér aftur og hreinlega er afvelta sko.. *rop*. *Afsakið*... Blush

P.s. ég vaskaði líka upp sko - enda ekki með uppþvottavél og læt ekki aðra um að vaska upp eftir hamaganginn í mér þegar ég er að elda. Halo


Fyrirmyndirnar koma ætíð sterkar inn og hafa mikil áhrif?

Það er ótrúlegt hversu mikið og hversu margt má blogga um. Allt fá því að borða rjómabollur nett og á kurteisan hátt í að hata úlpur og uppí það að segja að listamenn okkar "kjósi að deyja við að skemmta okkur" .. en svona er flóran - skrítin skrúfa það. 

En nóg um það. Þá er klukkan að verða þrjú að nóttu og ég búinn að eyða mjög löngum tíma fyrir framan tölvuna við það að setja inn ný forrit, leiki og "stuff" sem bræður mínir voru að færa mér í dag/gærdag föstudag. Inn á milli þess sem ég var að "innstalla" leiki og forrit var ég að kíkja á ykkur hérna og hef alltaf jafn gaman af.

Ég hef reynt að vera duglegur við að setja inn eina og eina athugasemd hér og þar - svona þar sem ég skemmti mér best eða þar sem mér blöskrar mest - en reyni ætíð að vera kurteis og vona að ég nái ekki að móðga neinn eða særa þó ég eigi það til að vera fljótfær í fingrum við að setja það niður sem ég hugsa og skelli því alltaf í "vista og birta" eða "senda" án þess að skoða hvað ég hafði skrifað niður.

Það er allavega markmið mitt hér að reyna að vera til fyrirmyndar fremur en annað. Reyna að vera ekki særandi eða gera eitthvað ósæmilegt viljandi.  Ég veit nefnilega að hérna - eins og á öllum vefsetrum þar sem fólk getur sent inn nokkrar línur - innan um okkur geta verið viðkvæmar sálir sem blogga frá hjartanu en eiga kannski ekki von á því að þeim verði lesinn skammar- og eða reiðipistill ef þeim verður á að skrifa eitthvað pínulítið vitlaust eða koma með litlar málfræðivillur.

Allavega er ég nú farinn að sofa svefni hinna réttlátu - og þeirra ranglátu líka. Verið góð hvert við annað þarna úti - it´s a krúl world out there - var sagt í einhverjum lögguþáttum somewhere. Verum fyrirmynd þeim sem eru að koma í bloggheima í fyrsta sinn, af okkur (ykkur sem lengra eruð komin) læra þau að blogga og fyrirmyndirnar geta sannarlega haft áhrif á framvindu og eða blogg þeirra sem eru að skrifa sín fyrstu meistaraverk - eða bara blogga.


Það er víst jafnan svo að ekki er allt sem sýnist - ekki satt?

Ég var afslappaður og mér leið vel. Ég hef verið við hestaheilsu frá því ég mundi eftir mér og ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi geta sigrast á öllum heiminum ef ég þyrfti á því að halda. Einn góðan veðurdaginn var ég á ferðinni um heiminn minn þegar ég fann fyrir ómótstæðilegri þrá eftir því að fara lengra. Mér leið skringilega - rétt eins og ég fyndi fyrir þörf á því að slíta af mér öll bönd við heimahagana og hreinlega þjóta út í óvissuna.



Það var eitthvað í loftinu fann ég, endorfín, hið mikla og volduga náttúrulega morfín smeygði sér í æðar mínar og þrótturinn sem ég fann fyrir sagði mér að nú væri komið að mér að þjóta út í óvissuna. Samt í allri óvissunni um hvað framundan beið fann ég að verðlaun mín yrðu stórkostleg og vel þess virði, bara ef ég henti mér af stað og tæki þátt í lífsins kapphlaupi og kæmist á leiðarenda án þess að gefast upp.



Það var mikill óróleiki allt í kringum mig og ég fann að allir í heimahaganum voru greinilega að drekka í sig þennan ótrúlega kraft sem endorfínið gaf frá sér. Ég brosti með sjálfum mér. Ég vissi að þetta var stundin því ég fann fyrir boðunum að ofan. Þau bárust eins og elding um sveitirnar í kring og áður en nokkur vissi hvaðan á sig veðrið stóð komu hróp og köll frá öllum vígstöðvum. Allir virtust ætla að taka þátt í þessu ferðalagi mínu og allir virtust finna fyrir sama krafti og ég.



Ég vissi ósjálfrátt að eitthvað stórkostlegt var í nánd því það var eins og ég hafði verið að bíða einmitt eftir þessu augnabliki. Skyndilega, eins og þruma úr heiðskíru lofti, það var eins og sprengju væri varpað í annars friðsæla sveitina mína. Allir óðu fram og aftur og hreinlega vissu ekki í hvað átt þeir áttu að þjóta. Ég var næstum því viss um að þetta væri minn tími en áður en ég gat gert neitt skall einhver eða eitthvað á mig með miklum látum. Ég urraði með sjálfum mér og ætlaði að öskra en ég gat ekkert gert því á sama augnabliki fann ég fyrir þvílíkri hormóna- og endorfínsprengju æða um mig allan svo ég vissi að ég mátti engan tíma missa. Ég horfði augnablik á þann ókunna sem rakst á mig. Ég sá að hann var óvígur en vissi jafnframt á sömu stundu að þetta var stundin – þetta væri boðberi nýrra tíma. Ég vissi að ég yrði að fara núna ella væri allt um seinan því þetta voru boðin sem ég hafði alla mína tíð beðið eftir..


Ég þaut af stað en leit augnablik aftur til að líta sveitina mína síðasta sinn, vissi að ég mundi aldrei koma hingað aftur. Óróleikinn og æsingurinn var alsráðandi og um allt voru sveitungar mínir að leggja í sama ferðalag og ég, það yrði ekki aftur snúið. Um allt sá ég líka undarlegar verur sem sveimuðu um allt og alls staðar voru þessar verur að herja á sveitunga mína. Enn og aftur fann ég og skynjaði boðin sem komu einhvers staðar langt að ofan – “flýttu þér, vertu fljótur, farðu núna áður en það er um seinan” … Þetta ómaði fannst mér um allt og ég ákvað að fara eftir hugboðinu og jafnframt kom upp hjá mér sú sterka hvöt að vinna – að vera á undan sveitungum mínum og fá verðlaunin.


Á leið minni að eina veginum frá sveitinni minni sá ég enn fleiri ókunnar verur sem birtust eins og í gegnum loftið sjálft. Þessar verur virtust vera einhvers skonar hermenn – ákveðnir og sterkir óðu þeir um eins og leiðtogar okkar. Þeir virkuðu örvandi og sungu hástöfum hvatningarorð til okkar allra um að herða okkur og leggja nú allt í sölurnar fyrir leiðtogann – “áfram, áfram” fannst mér ég skynja frá þessum hormónabúntum. Ég herti ferð mína og því nær sem ég kom veginum að heiman því meiri læti urðu í öllum og mér fannst allur heimurinn vera að þenjast úr og dragast saman í sífellu. Ég hálfpartinn óttaðist að ég myndi troðast undir því allt í einu fannst mér eins og allir í sveitinni minni væru komnir á sama stað og ég, og allir virtust þeir ætla að taka verðlaunin mín!


En eitt augnablik kom mikil sundrung á hópinn og ég fann fyrir sterkari og kröftugri lífsneista en nokkurn tíman áður. Það var sem adrenalíngustur hefði þotið um holt og hæðir og með þessum gusti fann ég einnig nýjan straum af náttúrulegu morfíni streyma um mig allan. Ég var nú öruggur um að ég myndi sigrast á öllu og ég þaut af stað veginn að heiman ásamt flestum þeim sem enn höfðu orku til að halda áfram frá heimahögunum. Kapphlaupið var hafið og nú var um að gera að ná alla leið burt til að geta markað sér nýtt svæði, byrja nýtt líf og taka við verðlaunum erfiðisins.


Leiðin var löng og erfið, margir sveitungar mínir lágu í valnum og ég sá að lífsþorsti minn var að borga sig upp hérna. Mér fannst ég hreinlega svífa um loftið. Hraði minn var ótrúlegur, en ég var líka í besta formi mínu síðan ég varð meðvitaður um sjálfan mig. Ég þaut um holt og hæðir og sífellt vann ég betur á hina sem með mér höfðu lagt af stað og á mörgum stöðum sá ég einnig marga sem ég kannaðist við en höfðu gefist upp eða hreinlega sprungið á þessu öllu. Ég var sigurviss og öruggur þegar ég áttaði mig allt í einu að ég var nánast einn á ferðinni. Ég leit aftur fyrir mig til að vera öruggur um að ég væri nú á réttri leið og sá marga félaga mína dragast afturúr en sumir reyndu þó eftir bestu getu. Ég hrósaði sigri og leit aftur til framtíðar – en of seint!


Beint framundan var stór veggur. Veggurinn gnæfði yfir allt og ég hafði aldrei séð annað eins – en það var um seinan því ég skall með miklum látum á vegginn. Ég barðist um en á einhvern undarlegan hátt var ég blýfastur og ef eitthvað var þá fannst mér eins og ég væri að sogast inn í vegginn. Undarleg tilfinning um að allt væri nú að enda komið hríslaðist um mig – en samt fannst mér eins og að líklega hefði þetta átt að gerast á þennan hátt. Ég sökk alltaf dýpra og dýpra inn í vegginn og áður en ég vissi sogaðist ég í gegnum hann. Ég vildi ekki trúa þessu – það gat ekki verið að þetta væri mín síðasta stund! Ég barðist af öllum kröftum til að komast aftur til baka en það var eins og segull drægi mig sífellt lengra inn í þennan undarlega heim handan veggsins. Skyndilega var ég kominn í gegn, ég fann að ég andaði léttar og á einhvern hátt hafði ég það á tilfinningunni að ég væri kominn á leiðarenda, kominn heim.


Samt fannst mér það undarlegt að ég skildi ekki finna neitt annað en tóm og fálæti í kringum mig. Ég var einn í heiminum. Einn á stað sem ég þekkti ekki og ég óttaðist allt hið versta. Ég reyndi dögum saman að finna leiðina aftur til baka en án árangurs. Dagar urðu að vikum og vikur að mánuðum en ég var sem lokaður í heimi sem var eins og fangelsi. Það var engin undankomuleið handa mér hérna og ég bara einhvern veginn leið áfram fram og aftur án þess að finna neinn tilgang, ég var innikróaður og fangelsaður í heimi sem var mér algerlega framandi. Fangavörður minn mátti samt eiga það að mig skorti aldrei fæðu því á einhvern undarlegan hátt barst mér ýmislegt góðgæti inn í þetta fangelsi en aldrei sá ég samt dyr opnast eða ljósbirtu koma með. Einstaka sinnum fannst mér ég heyra í fangaverði mínum tala við einhverja og stundum fannst mér ég heyra raddir en það var bara ómur án þess að ég skildi neitt í neinu.


Mér fannst ég vera búinn að vera þarna innikróaður heila eilífð þegar ég allt í einu fór að heyra orðaskil frá fangavörðum mínum. “það fer að koma að því að hann sleppi út” og “ertu undirbúin því sem koma skal þegar hann kemur” … Af hverju var mér haldið hérna inni? Hvað hafði ég gert af mér til að vera lokaður svona í einangrun í heila eilífð án þess að fá að sjá nokkra sálu? Stundum var ég svo óþolinmóður að ég lét höggin dynja á fangelsisveggnum eða sparkaði duglega frá mér og vegna nálægðar við fangelsisveggi mína hittu högg mín og spörk alltaf það sem ég reyndi að hitta. Ætíð þegar ég lét sem verst og fannst sem ég væri að springa af óþolinmæði eftir því að sleppa úr fangelsi mínu heyrði ég mikið umstang og ég fann á mér að fangaverðir mínir fylgdust greinilega vel með mér þó ég sæi þá aldrei. “Hann er enn að sparka” heyrði ég stundum. Þetta æsti mig enn meira upp, hvers vegna mátti ég ekki sleppa út? Ég var svo öruggur um að ég hafði ekkert gert af mér til að verðskulda svona refsingu.



Dag einn þegar ég var nánast að springa úr þrá eftir frelsi heyrði ég undarlegan æsing í fangavörðum mínum. Nánast um leið fann ég fyrir þvílíkri innilokunarkennd og fannst eins og ég væri hreinlega að kafna. Ég sparkaði af öllum kröftum í veggi fangelsis míns og eitt augnablik fannst mér eins og ég væri að ná því að brjóta niður veggina en þá fór af stað undarleg hringrás atburða. Ég fékk það á tilfinningunni að vit mín væru öll að stíflast og ég náði engan veginn að draga að mér súrefni. Um leið fann ég fyrir veggjum fangelsis míns hrynja yfir mig og allt fór í ringulreið. Ég skynjaði mikinn æsing og læti og allt lék á reiðiskjálfi umhverfis mig. Mikið öskur, hróp, meiri læti og mér fannst eins og ég væri að slitna í sundur svo mikið afl var allt í einu allt umhverfis mig.


Ég fann að fangelsi mitt var brostið og í sömu andrá þaut ég með miklum látum af stað frá því sem hafði verið heimur minn í heila eilífð fannst mér. Hjarta mitt hætti að slá, eitthvað óð um hálsinn minn og þétti að. Ég heyrði í alls konar hljóðum og mér fannst eins og mér væri varpað til og frá eins og ég væri bolti í tennisleik. Ég reyndi eins og ég gat að hrópa á hjálp en ekkert heyrðist í mér, ég náði ekki andanum. Allt í einu var eins og mér væri slegið utan í vegg – ég fann sársauka um allan líkamann og um leið fann ég að það loftaði um vit mín og öndunarfæri. Hvað var eiginlega á seiði og hvar í ósköpunum var ég nú niðurkominn? Ég var mjög óttasleginn og bjóst við hinu versta en um leið og ég opnaði augun rak ég upp hávært vein!!!



“Sko! Stór og myndarlegur drengur. Hann er sterklegur þessi og kemur til með að ná sér fullkomlega þrátt fyrir augnabliks vandræði í fæðingunni.” Heyrði ég sagt með glettnisröddu. “Er allt í lagi með hann? Af hverju grét hann ekki strax” heyrði ég fangavörð minn segja óþægilega nálægt. Ég skimaði um allt og reyndi að átta mig en birtan var mér ofviða svo ég lokaði augunum og rak upp annað vein. “Svona, svona litli minn. Leggstu nú hjá mömmu þinni og leyfðu henni að sjá stóra strákinn sinn” heyrði ég um leið og ég var lagður í hlýjan faðm þess sem röddin kallaði mömmu mína. “Þú ert dásamlegur” sagði fangavörðurinn minn síðustu mánuði, móðir mín.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 139808

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband