Eru feitir gráðugir en horaðir svona passlegir? Ég er grannur en hræðilega gráðugur!

Já, það er nefnilega oft sem fólk setur fólk í flokka, ekki stjórnmálaflokka heldur flokkar það eftir útliti eða hegðun. Stundum veð ég áfram úr einu í annað svo þið verðið bara að fyrirgefa mér það þó ég stingi fæti niður hingað og þangað án þess að klára eitt eða annað...Blush 

Ok, ég veit að ég get verið dálítið yfirdrifinn stundum og þá kannski sérstaklega á svonefndum tillidögum - en stundum fær maður bara ekkert við ráðið og veður bara áfram í blindni og áttar sig ekkert á því hvar á að stoppa... Sick

Búinn að borða rúmlega 50 bollur, sirka 35 í gær og rúmlega 20 í dag. En, ég er heppinn - ég er með fullkomna brenslu í búknum og engin þessara bolla kemur til með að sjást á mér til langframa. Þegar brensla líkamans er í fullkomnu lagi þá getur maður leyft sér eitt og annað og bara skóflað í sig eitt og annað sem kalla má óhollustu - án þess að nokkuð bætist á kroppinn.

Það er svo aftur annað mál hvort þetta óhóf sé ekki skelfilegt þegar maður missir sig oftar en á tillidögu, líkt og ég á til. Ég missi mig oft í eldamennsku og bakstri. Núna áðan var ég að baka stóran fullan kökudúnk af kanilsnúðum - ofaní allar bollurnar! Ég er einn af þeim sem vakna upp á nóttunni og fæ mér "snarl".

Stundum er það þannig að ég vakna tvisvar til þrisvar á nóttu og matseðillinn er á þessa leið:

Klukkan 2 = hálfur líter mjólk ásamt einum pakka af Homeblest súkkulaðikexi.Grin

Klukkan 4 = 1 líter af mjólk ásamt 4 brauðsneiðum með skinnku og osti.Frown

klukkan 6 = hálfur líter af mjólk ásamt nokkrum sneiðum af möndluköku eða nokkrir kanilsnúðar.Sick

Ég veit að þetta er dálítið yfirdrifið, en veit líka að ég brenni svo miklu að ef ég gerði þetta ekki þá væri ég að vinna við að mála ljósastaura - að innan! (gamall brandari sem ég heyrði einhvern tíman)...Grin

Ætli það sé algengt að fólk vakni upp á nóttunni til þess að borða? Hvað með þig? Hefur þú einhvern tíman staðið í því að fara framúr á nóttunni, glorhungruð/hungraður, til að næra þig?

Það er nú samt þannig að fólk er oft að tala um að þybbnir séu gráðugir og því svona feitir. Ég er alls ekki sammála þessari fullyrðingu. Mjög margir þybbnir borða eins og fuglar, lítið sem ekkert en mega ekki einu sinni hugsa um mat þá þyngjast þeir. Líklegasta skýringin hjá þeim er sú að brennslan er í ólagi og þessvegna þyngjast viðkomandi. Feitir eru ekki endilega gráðugir! Ég er grannur - ég er gráðugur í meira lagi en samt grannur - brennslan í lagi og gott mál. Æi, veit ekki - finnst ömurlegt þegar fólk setur samasem=merki á milli feitra og ísskápsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Ég borða 2 bollur og þá er ég orðin södd.... Maðurinn minn fer fram úr á hverri nóttu og fær sér að borða, ekki mikið í einu svo sem.... Þetta er einhver (ó)siður sem hann kom með úr móður/föðurhúsum

Jónína Dúadóttir, 6.2.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Tiger

Einmitt, ég gruna að föðurhúsin séu sökudólgurinn á bakvið þessar næturferðir. Veit um nokkra í ættinni minni sem þetta stunda en fáa sem eru eins gráðugir og ég.

Tiger, 6.2.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég borða 5-6 sinnum á dag er alltaf svöng. En ég er í kjörþyngd og ég held að brennslan sé í lagi af því ég borða svona oft. Ég borða ekki á nóttunni en ég fæ mér yfirleitt hrökkbrauð með osti áður en ég fer að sofa og vakna glorhungruð - það fyrsta sem ég geri á morgnanna er að borða.  Ég geng með kexpakka og djús í veskinu mínu enda ekki kölluð Sigrún sísvanga fyrir ekki neitt.

Sigrún Óskars, 6.2.2008 kl. 20:36

4 Smámynd: Tiger

Sigrún sísvanga er nokkuð sem mætti alveg yfirfæra á mig - tigercopper gráðugi kannski frekar.  En ég borða sjaldan á morgnanna, enda pakksaddur eftir næturnar sko! Eitthvað vitlaust við þetta auðvitað því morgunmaturinn á jú að vera undirstaða dagsins... kannski maður þurfi að fara að endurskoða næturbröltið.

Tiger, 6.2.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Agný

Kanski er bara tímastillirinn á þinni innbyggðu klukku eitthvað bilaður  en án gríns þá held ég að það hafi eitthvað þessa innbyggðu klukku....

Agný, 8.2.2008 kl. 08:01

6 Smámynd: Tiger

Já Agný, ég held að það sé rétt að þessi tímaklukka sem er í heilabúinu einhvers staðar sé bara að rugla mig í ríminu - enda sko - ég borða meira á nóttunni en að deginum.

Tiger, 9.2.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband