Að mínu áliti ættu "óinnskráðir bloggarar" ekki heima hér og ættu ekki að geta sent inn athugasemdir eða svör í blogg.

Mér finnst það svo "ódýrt" og aumt af þeim sem eru ekki innskráðir bloggarar - að senda inn svör og commenta á blogg þeirra sem eru að blogga hérna. Hef sjálfur haft það að reglu að commenta ekki hérna fyrr en nú þegar ég er sjálfur farinn  að blogga smá, þrátt fyrir að hafa lengi lesið nokkra góða bloggara sem eru staðsettir í "favorit" hjá mér og ég fylgst með um nokkurt skeið.

Ég hef það ætíð á tilfinningunni þegar ég les comment frá óinnskráðum "notendum/bloggurum" að það séu í raun bloggarar sem ekki vilja blanda "blogginu" sínu inn í einhver comment sem þeir senda frá sér - og sem gæti kallað á óvinsældir eða "leiðinleg viðbrögð" - sem aftur kalla á minni heimsóknir á þeirra blogg eða engin/slæm comment á bloggin þeirra.

Auðvitað er þetta bara mín pæling en hvers vegna eru óskráðir notendur (IP tala skráð) að commenta hérna án þess að vera með sitt blogg á bakvið sig?

Mér finnst það óréttlátt gagnvart okkur sem erum að blogga og kvitta hjá öðrum með bloggið okkar á bakvið okkur. Skoðun mín er vegna þess að ef einhver commentar án þess að vera innskráður þá veit maður ekkert um viðkomandi. Aftur á móti ef einhver er að commenta á bloggi manns - og er innskráður - þá getur maður farið inn á hans/hennar blogg, skoðað sig um og myndað sér skoðun á viðkomandi til að skilja betur athugasemdir hans/hennar á manns eigin bloggi.

Hvort sem bloggarinn óskráði er að senda frá sér hrós eða last - þá finnst mér það mjög aumt að geta ekki gert það innskráður. Við hvað eru óinnskráðir hræddir? Er það bara ekki eins og ég sagði áðan - að lenda í "óvinsældarflækju" sem gæti minnkað heimsóknir á þeirra eigið blogg? Ef sú er raunin ætti sá aðili ekki að blogga yfir höfuð.

Dettur einmitt í hug að slíkir bloggarar séu einmitt þeir sem t.d. leyfa ekki athugasemdir hjá sér yfirhöfuð. Í flottu lagi að leyfa athugasemdir eftir að hafa samþykkt slíkar - en að alfarið taka ekki við athugasemdum, blokka fólk eða banna - það er alltaf undarlegt og aulalegt að mínu mati og þannig blogga ekki þeir sem eru heilir og sáttir við sitt og sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

þá er bara að loka á þá!

Auðun Gíslason, 5.2.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Tiger

Já, en mér finnst það ekkert minna ódýrt að þurfa að loka á notendur, skráða eða ekki skráða. Mér finnst það lýsa óskráðum notanda sem sendir inn athugasemd án bakgrunns best sem hræddum einstakling sem ekki þorir að hætta sér í ólgusjó nema þekkjast ekki. Skil samt ekki hvers vegna slíkir eru að vafra hér um ef þeir þora ekki að koma fram undir blogginu sínu.

Allir sem læðast óskráðir um netið eru að mínu mati eitthvað að fela eða eru hræddir við "höfnun" eða vandlætingu - en hvers vegna veit ég ekki.

Tiger, 5.2.2008 kl. 21:37

3 identicon

Persónulega er mér alveg sama ef þeir eru ekki með skítkast.

Annars er ég svoddann bullari á blogginu að fæstir taka mark á mér held ég. Þetta er meira til gamans gert en nokkuð annað.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Tiger

Já, það er reyndar rétt að flestir eru að blogga sér til dægrastyttinga og gamans. Og það truflar mig svo sem ekki mikið að sjá ónafngreinda internetnotendur commenta á blogginu, en finnst það bara svo mikill heigulsháttur að gera það ekki með bloggið sitt á bakinu svo maður geti nú áttað sig á því hver maðurinn/konan er sem commentar.

En bull er gott svo framalega sem maður er ekki að særa neinn og ekki að nýða fólk og nafngreina eða yfirleitt fleygja fram persónulegum hlutum um samferðamenn sína. Alltaf gaman að létta á sér á netinu og koma pælingum frá sér.

Tiger, 6.2.2008 kl. 01:19

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Er sammála þér.

Upplifi suma nafnlausa bloggara sem leyniskyttur, fólk sem er að skjóta úr launsátri. Allavega tek ég lítið mark á slíkum.

Einar Örn Einarsson, 6.2.2008 kl. 16:18

6 identicon

En þeir sem eru ekki með blogg?

Ég blogga ekki. Það hefur aldrei heillað mig. En ég hef mjög gaman af því að lesa blogg. Má maður þá ekki hafa skoðun á annarra manna bloggi nema blogga sjálfur? Ef ég sé blogg með áhugaverða umræðu verð ég þá að stofna mér blogg og fara að blogga til að geta kommentað??

Það er bara ekki öllum gefið að blogga.  

Sirrý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Tiger

Sammála Einar, sannkallaðar launskyttur þessir óinnskráðu.

Sirrý, ég er alls ekkert á móti því að fólk lesi bloggin hérna - líka þeir sem eru bara að flakka en ekki að blogga - en mér finnst það nauðsynlegt að geta heimsókt og myndað mér skoðun á þeim sem senda mér kveðju. Forvitnin er mitt millinafn og ég vil fá eitthvað örlítið um viðkomandi.

Það er auðvitað hverjum sem er frjálst að leyfa ónafngreind comment hjá sér en mér þætti margfallt betra ef slíkt væri ekki hér á mínu bloggi.

Tiger, 6.2.2008 kl. 19:08

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Þegar ég bloggaði á visir.is þá fékk ég skítkast og dónaskap í tvígang en ég gat "googlað" netföngin sem voru gefin upp. Didda rithöfundur fór t.d. hamförum á blogginu mínu en hún þurfti að gefa upp netfangið sitt og þess vegna veit ég að þetta var hún. Ef þetta eru "venjulegar" athugasemdir þá finnst mér í lagi að fólk sé óskráð. Svo er annað hver er t.d. Tigercopper? Þú ert alla vega skemmtilegur  

Sigrún Óskars, 6.2.2008 kl. 20:50

9 Smámynd: Tiger

Já Sigrún, það er óskemmtilegt þegar fólk er með skítkast og leiðindi á bloggum netsins. Það er alveg útúr kú að vera með leiðindi og ömurlegheit við fólk á netinu sem maður þekkir ekkert og hefur ekkert gert manni. Sumir eru bara þannig að þeir virðast ekki ráða við sig og kunna ekkert annað en að skítkasta fólk hægri og vinstri.

Tigercopper er internethliðin á mér, sá sem segir frá hinum siðprúða og feimna mér í hinum heiminum - utan netsins. Ég kýs að nota ekki nafnið mitt heldur bara gælunafn vegna þess að mér finnst þægilegra að blogga þannig, óséður en samt mjög gagnsær. En þegar maður er ekki með leiðindi þá er að mínu mati bara hið besta mál að vera ekki beint nafngreindur, bara greindur með gælunafni og persónunni í allri sinni myndi í gegnum skrif sín. Takk fyrir falleg orð Sigrún.

Tiger, 6.2.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband