Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fíflaháttur og fávitaskapur í mótmælum hafa skollan ekkert að segja. Hvernig væri að fá einhvern þjóðþekktan til að stofna ákveðnn hóp sem skipuleggur mótmælin til að þau gangi upp?

mótmælaÞetta er einmitt málið. Svona fær fólk við einhverju hreyft og einhverju áorkað gegn hækkunum ýmisskonar. Auðvitað er þetta líka eina leiðin til að fá stóru batteríin til að bæta kjör og hækka laun Dabba úti í bæ. Það fæst ekkert með því að láta 10 trukkakarla hamast í umferðinni og nokkra skapvonda bílstjóra sem blóta þeim þar sem þeir sitja fastir í umferðateppu. Það bara virkar ekki rassgat þannig og stóru kallarnir sitja glaðir í feitum stólum að þessari vitleysu. Málið er að það þarf miklu víðtækari samstöðu og það vantar líka að fleiri í þjóðfélaginu taki virkan þátt, en Íslendingar bara kunna ekki að standa saman í einhverju sem heitir mótmæli sem skipta máli.

Í Danmörku taka sig bara saman nokkrar stéttir, svo mikið sem 100 þúsund manns, og segja stóra bróður stríð á hendur. Þar standa allir saman í því að fá launin hækkuð um einhver 2,2% - eða úr 12,8% sem stjórnvöld bjóða næstu ár - í 15% sem stéttirnar/launþeginn krefst.

Þetta er nefnilega málið. Samstaðan og samtakamátturinn. Ef t.d. sendibílstjórar, leigubílstjórar, hópfluttingabílstjórar sem og Trukkakarlar - hefðu allir tekið sig saman og gert einhverjar gloríur þá hefði það haft miklu meiri áhrif. Tala nú ekki um ef allir þessir stóru bílar hefðu bara séð til þess að engin kæmist að til að kaupa bensín á bensínstöðvunum - í stað þess að atast í umferðinni. Margir hafa einmitt bloggað um það að slík aðgerð hefði einmitt verið mun áhrifameiri en kjánaskapurinn í umferðinni.

matarboðPersónulega myndi ég glaður taka þátt í slíku, hætta að versla þar sem maturinn á borðið mitt er rándýr og nauðsynjar til heimilisins svo fokdýrar að maður neyðist til að sleppa öllu nema því allra nauðsynlegasta til að komast hjá. Nú eða fara á mínum bíl - sem er nú ekki beint stór - og leggja honum og læsa á næsta bensínplani - miklu frekar en að vera með kjánaskap í umferðinni. Húrra fyrir Dönum sem kunna að mótmæla og kunna að standa saman í því að bæta kaup og kjör þeirra sem lág hafa launin. Hérna krumpast hver Íslendingurinn í sínu eigin horni - vælir um versnandi kjör og minnkandi lúxuslíf - barmar sér og hrópar á aðgerðir og að hann sé til í hvað sem er - en svo þegar einhver reynir eitthvað einhvers staðar - þá þagnar vælið og volið og í staðinn kemur krumpaður viðsnúningur um að þetta þýði ekkert, sé ekki á réttum stað eða réttum tíma - eða að stóru karlarnir hlusti aldrei og svo frv... það er jú málið - í stað þess að guggna og hörfa inn í eigin væluheim ættum við að reyna að standa upp og standa með þeim sem mótmæla, taka þátt og sjá til þess að mótmælin verði víðtæk og samtakamátturinn mikill - það er það eina sem virkar.


mbl.is Umönnunarstéttir í verkfall í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennandi blúss inn í nýja tíma - en - er það þess virði? Brennandi rúntur um bloggvinaheim..

imthebossÉg nötraði og skalf af stressi og hræðslu, enda var ég viss um að maðurinn leyndi hníf eða öðru álíka morðtóli undir borðinu þar sem við sátum. Minnst tíu ár eru síðan ég var síðast í slíkri umsátursaðstöðu og nú helltist yfir mig sama skelfilega tilfinningin og þarna forðum, átti ég að standa upp og reyna að forða mér eða átti ég að sitja kyrr – halda ró minni og kúli, þykjast harður og bara sjá hvað gerðist? Ég sat kyrr...

 

Ok, þetta er svo sem ekkert hættulegt og engin sakamálareifari hér á ferð – eða hvað? Nei, hér var bara um að ræða atvinnuviðtal. Ég var, í fyrsa skipti síðan 19 hundruð og eitthvað, að sækja um vinnu í sumar á nýjum stað og hjá nýjum vinnuveitanda. Var orðinn dálítið staðnaður á gamla góða staðnum og ákvað að breyta til núna í sumar og fara svo aftur á gamla staðinn þegar ég kem aftur heim eftir haustferðina mína erlendis. Reyndar hefur “gamli” staðurinn minn breyst talsvert – enda hefur hann verið fluttur um set þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað þar sem hann var.

 

Segi ykkur það – ég hef sjaldan verið svona stressaður og ég virkilega sá mig sem lítinn krakka sem átti að fara að svara til saka fyrir eitthvað sem ég hafði alls ekki brotið af mér. En svona leikur heilinn sér að okkur. Auðvitað þarf maður ekki að vera að stressa sig upp eitt eða neitt, enda sá ég það fljótt að viðmælandi minn var mjög sennilega stressaðari og feimnari en ég sjálfur, enda virtist hann vera dálítið yngri en ég og þokkalega ekki að taka það með stæl að vera í þeirri stöðu að ráða fólk í vinnu. Það endaði með því að ég tók yfir viðtalið og áður en það var úti – var ég kominn með nýja sumarvinnu og við báðir skellihlægjandi og í miklu stuði, líkt og gamlir vinir bara. Auðvitað vona ég að aðrir umsækjendur fyrirgefi mér það að valta svona yfir allt og krækja mér í blessað starfið – en vonandi fá þeir bara aðra góða vinnu í staðinn. Reyndar mun ég vera að hluta til á gamla vinnustaðnum líka í sumar en ég er svo sem vanur því að standa langar vaktir og vinna daga og nætur mánuðum saman, enda ólatur og vinnufús með eindæmum.

 

hotcarOhjæja.. ég hef ekki verið mikið á Mbl.is bloggrúntinum undanfarið og vona ég náttúrulega að þið hafið eitthvað saknað mín, í það minnsta vantar mig heilmikið þegar ég hef ekki lesið ykkur í einhvern tíma. Maður saknar þess heilmikið þegar maður hefur ekki verið á sjóðbrennandi blússi um allt bloggið og séð ykkur og lesið kæru bloggvinir...

Ég mun fara vandlega yfir ykkur í kvöld, reyndar seint í kvöld – en þá mun ég lesa ykkur öll og enn og aftur fara hamförum um athugasemdakerfið ykkar – so be ready to be commented on – þannig séð auðvitað. Að sjálfsögðu mun ég reyna að sitja á mér og vera svona einu sinni kurteis, en lofa samt engu með það – enda þekktur fyrir að vera óvæginn og yfirdrifinn í því að blogga inni í athugasemdum hjá bloggvinum – og nokkrum öðrum líka. En sjáumst í kvöld kjúklingarnir mínir og eigið góðan dag!


Fjárinn ... rómantískar unaðsstundir eru nú úr leik! Ekkert kelerí á ullargæru ..sem liggur á gólfinu fyrir framan snarkandi arineld.

arineldurNú sé ég fram á að þurfa að hætta að kveikja upp í arninum mínum, enda arineldur orðinn stórhættulegur. Í það fyrsta er alltaf rokna brunahætta þegar maður er að fikta með eld. En það er sannarlega ekkert miðað við hættuna sem skapast nú orðið og er orðin meiri dauðavaldur en óbeinar reykingar...

Notalegur arineldur er á við óbeinar reykingar samkvæmt nýjustu upplýsingum eða rannsóknum. Þegar Danir hjúfra sig við notalegan arineld hleypa þeir efnum út í loftið sem eiga þátt í jafnmörgum dauðsföllum og óbeinar reykingar. Samgönguráðuneyti landsins áætlar að 3.400 manns látist fyrr en ella vegna óhreindinda í lofti, en þar eiga 600 þúsund eldstæði stóran hlut að máli. Leggur umhverfisráðið til að síur séu settar á skorsteina til að vinna gegn vandanum.

Upplýsingar úr 24stundum, laugardaginn 12 apríl - 2008.


Gæti maður fengið fjórhjól í skiptum fyrir konuna sína? Eða kvóta...

giraffeÞjóðráð að henda út gömlum og þreytulegum maka og fá inn flotta geit, hest eða fjórhjól í staðinn. Hve ótrúleg sum samfélög eru og þvílíkar uppákomur sem þar eiga sér stað í sátt og samlyndi, að því er virðist. Kannski þetta sé einmitt það sem við ættum að skoða og taka okkur til fyrirmyndar, eða hvað? Kannski er þetta ekki svo vitlaust þegar hjónabönd eru að sigla í strand, svona til að bjarga andliti og fá eitthvað pínulítið fyrir sinn snúð...

Þegar Búlgarskur bóndi sá fram á að þriðja hjónabandið hans var að sigla í óefnisstrand greip hann til óhefðbundinna aðgerða. Karlinn skipti á konu sinni og huðnu (geit) á markaðstorgi heimabæjar síns.

"Daginn áður sagði vinur minn mér að hann væri vonlaus í kvennamálum og að sér litist vel á konuna mína - konan mín samþykkti skiptin og við skiptum bara" sagði bóndinn kampakátur með geitina sem hann fékk í skipum fyrir eiginkonu.

Upplýsingar fengnar úr 24stundum, laugardaginn 12 apríl 2008.

 

martial stork

Æjá, svo er víst í náttúrunni að eins dauði er annars brauð. Kannski er þetta ekki svo vitlaust eftir allt saman. Þegar hjónaband er að dauða komið og allir í sambandinu orðnir óánægðir og allt einhvern veginn út úr kú - því þá ekki að skipta út glötuðum maka fyrir t.d. hest, bíldruslu, fjórhjól eða bara utanlandsferð? Svo væri líka hægt að fá smá kvóta fyrir gamla makann eða smá landspildu þar sem má byggja upp ánægjulega framtíð án makans leiðinlega, þar væri svo hægt að lifa í sátt við menn og náttúru - enda dauða sambandið farið úr orgi og gorgi yfir í að vera ábatasamt og skemmtilegt.

Auðvitað yrði það að vera með samþykki allra aðila að skiptin gengju upp því ekki vill maður neyða einhvern til að taka við röflandi og óalandi maka sem er að gera útaf við mann.

So cute hugmynd finns mér ----> NOT. Auðvitað er þetta fáránlegt, ekki satt? Hvað segir þú lesandi góður, myndir þú vippa þér út úr dauðadæmdu sambandi fyrir gott fjórhjól? *Hux*...


Við megum ekki kenna öðrum um það sem gæti alveg verið okkar vandamál! Umhugsunarvert finnst mér...

Ok, auðvitað er ég svo innilega sammála því að það sé skelfilegt að Reykjanesbrautin skuli vera búin að vera svona lengi í hassi og rugli, en samt spái ég stundum í því hverjum er í raun að kenna sum slys og óhöpp á brautinni - og víðar. Sannarlega er hægt að yfirfæra mikið af sök á vegina um allt landið, vegna óhappa - en það er sannarlega miklu meira sem kemur til - það erum við sjálf líka - bílstjórarnir sem keyra vegina, sem berum stóra sök líka!

Málið er að þar sem framkvæmdir eru - eru hraðatakmarkanir og hámarkshraði ætíð virkilega lágur - eins og vera ber til að forðast einmitt slysin og óhöppin. En hvað gera bílstjórar? Jú, þeir lækka ferðina örlítið - en langt frá því að minnka hraðann miðað við aðstæður og uppgefinn hámarkshraða þar sem framkvæmdirnar eru í gangi.

Ég þekki persónulega fjöldann allan af fólki sem keyrir Reykjanesbraut daglega, stundum oft á dag sumir. Ég veit til þess - geri það stundum sjálfur líka - að þegar maður kemur á kafla sem er með alls skyns merkjum, steindröngum og blikkandi ljósum - þar sem hámarkshraði er t.d. 50km - þar lækkar maður sig kannski úr 90-100km niður í 70-80km! Halló.. maður telur bara að maður ráði við allar flækjurnar sem birtast á þessum köflum án þess að aka samkvæmt því sem sannarlega er ráðlagt og ætlast er til vegna framkvæmdanna. Maður reynir að minnka hraðann - en þá koma aðrir bílar í rassgatið á manni og liggur við að þeir liggji á flautunni!

Auðvitað veit ég það eins og ég sit hér núna og skrifa - að ef hámarkshraði væri virtur að fullu - og fólk æki um þessa kafla á sannarlega ekki nema 50km eða minna þar sem þess er krafist eða ætlast er til - þá væri miklu minna af óhöppum á þessum blessuðu vegaframkvæmdaköflum.

Ég er alls ekki að segja hér að við eigum alla sök á bílslysum og óhöppum þeim sem á svona stöðum koma upp - alls ekki. En hugsið ykkur bara - ef hraðamörk væru virt sannarlega - og bílar bara hreinlega ækju um verstu kaflana á löglegum hraða - eins og á að gera auðvitað - þá er það gersamlega hundrað prósent öruggt að fá - eða engin slys kæmu upp á yfirborðið þar sem vegaframkvæmdir eru til staðar.

Mér finnst þetta umhugsunarvert því við erum svo fljót að kenna vegi, vegaframkvæmdum og þeim aðilum sem sjá um samgöngur - um svona slys og læti. Málið er að við horfum aldrei á okkur sjálf, hraða okkar á slíkum stöðum né það að í nánast 100% tilfella er hraði aldrei miðaður við aðstæður og sannarlega uppgefinn hámarkshraða á þessum vegaköflum sem framkvæmdirnar eru í gangi...

Vona að ég stuði engan með þessu - því ég veit að mjög margir eiga um sárt að binda vegna slysa og óhappa á slæmum vegaköflum þar sem framkvæmdir eru í gangi. Sannarlega biður maður fyrir þeim sem hafa lent í slysum, ekki síst fyrir aðstandendum þeirra sem missa ástvini í slíkum óhöppum - en við verðum að taka okkur sjálf á og fara að lögum ef við viljum ekki missa fleiri ástvini vegna slæmra vega og vegaframkvæmda! Lifið heil og njótið sólríkjunnar sem blasir við - allavega höfuðbúaborgurum. Knúserí og klemmerí á ykkur öll kæru vinir...


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljónir streyma á milli manna.. hvaða stóru kallar í þjóðfélaginu eru að borga dóma dæmdra manna?

  Nú á ég ekki orð, ég sem sjaldan er kjaftstopp! Úr hvaða sjóði eða vasa koma allar þessar milljónir sem hér hafa vaðið og skipt um eigendur? Sko, ég meina - þegar landssöfnun er hrundið af stað fyrir dásamleg og sannarlega vel þess virði málefni, krabbameinsjúk börn, matarlausa í Afríku, hjálparstörf þar sem neyð ríkir og fleira slíkt - þá safnast ekki einu sinni svona fjárhæðir saman! Hvaða óráðsía er í gangi hérna, ég vil fá að vita það og ég vil fá að vita hvaðan stórar peningafúlgur koma í málum sem þessu!

  Þessi "fátæki" venjulegi verkamannalaunaði maður þarf ekki að borga neitt!??? Hvaðan peningarnir koma - 3 milljónir í Laxnessmálið - í málafrelsismálinu hafa verið greiddar 23 milljónir - bíddu - bíddu nú við - á að segja mér að landinn sé búinn að gefa Hannesi samtals hérna 26 milljónir? Hér er eitthvað mikið bogið. Kannski hefur karlinn fengið eitthvert lán að hluta, kannski hefur hann veðsett hús og gæsalappir - en fjandinn hafi það að hér hefur safnast meira fé en í góðum landsöfnunum og það er sannarlega skítalykt af þessu. Enda segir forsprakkinn í peningaplottinu, Friðbjörn Orri Ketilsson, að hann sé bundinn trúnaði og geti ekki gefið upp neitt varðandi söfnunina??? Hvað er hann að fela? Davíð Oddson? Er seðlabankastjóri kannski búinn að redda málunum hérna? Mér finnst alltaf vera maðkur í mysunni þegar fólk þarf að fela hlutina eins og gert er hérna!

  Það er tómt crap að ætla okkur að trúa því að hér á bakvið séu ekki stórir sjálfstæðismenn að baki. Kannski þess vegna sem ekkert má gefa upp varðandi þær milljónir sem nú streyma á milli manna hérna... og allt til að styðja undir rassinn á venjulegum brotaglöðum ritþjóf og greiða sektardóma sem hann réttilega var dæmdur í...

  Að mínu mati er það siðferðislega rangt að standa að svona söfnun fyrir dæmda menn og finnst mér slíkt ekki eiga að geta átt sér stað. Dæmdir menn eiga að standa undir gjörðum sínum og Axla ábyrgð - og taka út dóma sína. Slíkt hefði hugsanlega getað gert menn að meiri mönnum - en sannarlega ekki í þessu tilviki! En hvenær hafa sjálfstæðismenn svo sem axlað ábyrgð? Afar sjaldan svo ég viti, ef þá nokkurn tíman bara ...

  Og hvernig er það svo með lög og skatta? Mér skildist að hugsanlega væri hér ekki um löglega söfnun að ræða, að það þurfi að vera minnst 3 aðilar sem standa að svona söfnun en hér er bara um einn aðila að ræða að því er virðist - Friðbjörn Orra Ketilsson.. Hvernig er það í lögum með skatta, skyldur og gjöld? Er hægt að láta safna svona mörgum milljónum handa sér og fá bara auðæfi sem margur fátækur launamaðurinn (hvað þá Hannes eða hvað) fengi aldrei að sjá - án þess að borga neina skatta og gjöld til samfélagsins? Mér þætti forvitnilegt að vita hver skattur væri af t.d. 26 milljónum beint í vasann...

  Það er skítalykt af þessu og ég vona sannarlega að þessi söfnun verði sett í rannsókn, allt gefið upp og hreint verði gert fyrir dyrum þeirra sem að henni koma. Ég vil fá að vita hvaða stóru kallar eru að setja pening í það að borga dóma dæmdra manna!!! Það þarf engin að segja mér að hundruðir landans hafi verið að gefa þúsundkalla í þetta - það er kjaftæði. Kannski hefur Hannes einhvern stuðning frá sjálfstæðismönnum - en ekki milljóna stuðning, svo mikið er víst... Hannes er minni maður í mínum augum fyrir að taka ekki til sinna ráða og gera hreint fyrir dyrum sínum hvað þessa söfnun varðar! Því meiri leynd - því meiri skítalykt...

  Áður en ég verð dæmdur fyrir meiðyrði og skapvonsku... sé ykkur öll á kvöldrúntinum. Eigið góðan dag í snjónum ...


Kolgeit flúor gorgeir glottir flottastur ...

Um að gera - muna að bursta extra vel.. ekki bara tennur sko - heldur allt heila batteríið, tungu og tennur og góminn allan. Þessi færsla var bara stutt frávik frá mínum venjulegu færslum. Önnur í smíðum en henti þessu bara inn til að minna á mig náttúrulega.. koma svo - upp með brosið! 

  

Knús á ykkur öll... og munið - engin ástæða til að kommenda á þessa færslu! '*andremmulaustbros*...


mbl.is Andremma: Sökudólgurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er betra, steikt beikon eða beikon í bleikum kjól? Whuttt..

  Ok, ég ákvað að setja hérna inn tvær myndir af litla pjakknum sem ég var með um helgina. Þessi gullmoli liggur svona, eins og á myndunum, bara allan sólahringinn hjalandi og leikur sér og dundar að öllu sem maður réttir honum. Hann er svo mikill draumur að það væri óskandi að börn væru alltaf svona góð. En svo stækka þau og fara að fikta og tæta .. eins og gengur og gerist - og þá fyrst fer að hitna í kolunum hjá þeim sem þau ala...

Picture 011     Picture 013

En þessi litli strumpur er kannski bara rólegur og góður strumpur .. en ég! Það er önnur ella! Ég tók sama strumpaprófið og allir aðrir á blogginu og ég mótmæli harðlega - ég er KLAUFASTRUMPUR! Reyndar passar það sem sagt er um klaufastrump mjög vel við mig sko.. *flaut*.

What Smurf am I? You are Clumsy Smurf. You are a kind and loveable person. It doesn't take much to make you happy. You have a gentle way about you. Your friends are important to you and you enjoy helping them out. Some may say you can be a bit clueless, but you understand more than people think. Your positive outlook on life is contagious. You are a sweet and caring individual that deserves to be loved!

   Make me kreisí.. Svínka mín! Sko, maður er hér í mesta sakleysi að blogga nafnlaust - og það hrynja inn kátar konur og kappar sem hamast við að stríða mér með því að þau þekki mig sko og viti bara allt um mig... núna síðast kom þessi fallega í bleika - þessi sem tælir kindur inn úr náttúrunni og beint inn í ofninn sinn. Jamm, þessi sem plataði okkur öll um daginn með "Grind-færslu" og hélt okkur í spreng allan daginn - en svo var bara engin Grind, bara aprílgabb og læti. Svo lætur hún mann krossa putta, fætur og fleira .. segi ekki meira - en svo er hún bara óþekk og segir bara ekki orð meira en að hún viti bara allt um mig og ég bara er eins og venjulegur karlmaður og get bara alls ekki áttað mig á því hver hún er. Damn.. ég veit ekki einusinni hvort ég var góður eða vondur eða jú ég veit allavega að ég hef örugglega ekki verið vondur sko.. en 

Ég er að hugsa um að skreppa yfir til Jennýar og athuga hvort henni sé sama þó ég kasti mér í vegginn hennar. Hjá mér eru engir veggir því ég er tæpur á tauginni og ég ákvað að fá úlfinn sem ætíð eltir grísina til að blása þá away - svo ég kasti mér ekki í þá.

  En að öðru.. ég er töffari - ég veit það - en ég kann ekki að setja inn tónlist. Var að fá í hendurnar dásamlegt lag sem ég ætlaði að setja hérna inn á spilara - og tileinka Ragnheiði og Ásdísi lagið - sem er sérstakt fyrir mig líka - en ég get ekki komið því á síðuna því síðan samþykkir ekki "avi" endingu eða eitthvað álíka. Kann einhver ráð við þessu?  Væri endalaust þakklátur ef einhver lumaði á góðum ráðum varðandi þetta.

  Ojæja.. þá er það bloggrúntur með athugasemdahamagangi - svona fyrir svefninn. Alltaf svo gaman að kíkja á ykkur elskurnar áður en maður fer að sofa. Knús og klemmerí á ykkur öll og eigið ljúfa drauma.


I´m way to soft tonight.. but still so flaming hard.

  Bara örstutt innlit til að segja hæhæ við ykkur. Er búinn að vera tótallý - og þá meina ég algerlega tótallý - busy og ekki gefið mér tíma til að vera á blogginu. Ég hef ekki lesið ykkur neitt í dag en leit eitthvað, einhversstaðar á eitthvað - þannig séð. Núna er ég nýbúinn að svæfa litla guttann sem gistir hérna, obbólítill 7mánaða eða svo... ég fíla mig bara eins og afa - enda á ég svo mikið í þessum litla böggli - en auðvitað er ég way to young til að vera afi náttúrulega..hehe.. eða þannig!

  Ég ætla að lesa allt hjá ykkur - bloggvinir mínir - annaðkvöld og trúið mér - ég á eftir að bulla helling eins og ég er vanur í athugasemdakerfinu ykkar. Mér finnst óendanlega gaman að tuða og bulla hjá ykkur og endalaust fynnst mér skemmtilegt ef ég get nú aðeins stuðað ykkur með pínu hrekk eða trít.. vona samt að þið áttið ykkur fullkomlega á mér og því að ég er ljúfur pjakkur sem aldrei myndi hrekkja ykkur af alvöru - held ég *hux*...

  Eitt svona í lokin. Heyrði í fréttunum að það væru allavega 60 heimilislausir í höfuðborginni. Skelfilegt, 60 manns sem þurfa að sofa núna í nótt - og yfir höfuð allar nætur - í skúmaskotum og kjallaraskotum - án sængur og kodda og enga hlýju að fá. Hefði ekki verið fjandanum nær að nota alla hundruð milljónirnar sem fóru í að kaupa ónýt hús á laugarveg til að kaupa eitt gott húsnæði til að hýsa þetta blessaða fólk? Væri ekki ráð að stoppa ráðherra og þingmenn í að ferðast - minnka ferðalög þeirra um helming og enga vasapeninga og bitlinga - og gera upp annað húsnæði sem hýsir þetta bláfátæka fólk sem á ekki einu sinni bolla til að drakka kaffi úr - hvað þá kaffi til að drekka! ... Okok, það bara fýkur í mig þegar ég hugsa til ráðherra eða borgarstjóra í himnasæng sinni með stóra flatskjái í öllum herbergjum og troðfullan ísskáp sinn - heimtandi einkaþotur og vasapeninga og fleira .. þegar til er fólk sem á ekki nema rétt fatagarmana sína sem það stendur í.

  ... er að fara á stóru flatsængina sem ég gerði inni í stofu. Svæfði litla gaurinn þar svo ég gæti kíkt pínu á sjónvarpið því ég þori ekki að skilja hann eftir einan inni í svefnherbergi því hann er svo duglegur að velta sér og rúlla, vil hafa augun með honum sko! Og svo ætlar mar að liggja þarna smá stund og horfa á litla pjakkinn - og aðeins að tosa í litlu puttana og táslurnar hans... svo ef hann vaknar við þetta þá er það bara allt í lagi - því þá bara tek ég hann upp og held á honum í alla nótt og hjala með honum og keleríast við hann! Reyndar veit ég af reynslunni að hann vaknar ekki heldur sefur góður til níu í fyrramálið - en ég bara ræð ekki við mig - verða að skoða svona litlar tær og horfa á svona yndislegt lítið andlit sem sefur svona hamingjusamt og vært. Oh hot damn hvað þetta er dýrrrrðlegt líf... sorry hvað ég er soft eitthvað, bara elska svona lítil kríli og á svo mikið í þessum þó ég sé nú jámm.. of ungur til að vera afi hans en er það hálfpartinn samt.. góða nótt allir mínir vinir, sé ykkur hress annaðkvöld.


IzzPiss og PelaMál.. ekkert er stinnara en stolið stál.

  Ég verð víst að fara að koma mér í bólið því klukkan er orðin þrjú - og maður þarf að vakna eldsnemma. Ég er að eyða tveim til þrem tímum yfir daginn í að lesa og skrifa eins og óður um allt hjá bloggvinum mínum - og líka stundum hjá ýmsum öðrum. Svei mér ef maður þarf ekki að fara að endurskipuleggja lífið í kringum þetta blogg.. hahaha. En þetta er mikið tímafrekt og ég veit að ég mun ekki hafa nema brot af tíma í sumar til að vera hérna, ef þá bara nokkurn tíma yfir höfuð. Sumartíminn er nefnilega mjög mikill annatími hjá mér og stundum tek ég mér ekki einn einasta dag frí yfir allt sumarið, enda fer ég ætíð í sumarfrí í byrjun September. En þá tek ég líka tvo til þrjá mánuði í það heila í frí og er erlendis mestan þann tíma. 

  <------- þetta er það eina sem ég hef eiginlega að segja um ákvörðun HI varðandi aðalprímadonnu Háskólans. Skelfing trúði ég EKKI á grímuna sem karlinn bar í kastljósþættinum í kvöld.  Aumingja maðurinn, bara með 500.000þúsund á mánuði - bara venjulegur launamaður. Auðvitað verður maður að ræna frá öðrum og gera að sínu til að komast af og auðvitað mun Háskólinn standa með sínum. En er HI ekki að gefa hinum venjulega nemanda hér kærkomið leyfi til að fara sannarlega eftir prófessorum skólans, takið verk annarra og gerið að yðar!? Varla verða nemendur reknir úr skólanum ef þeir verða uppvísir að ritstuld til að ná prófáföngum - þeir eru bara að fara eftir því sem fyrir þeim er haft í skólanum - ekki satt? Fyrst kennarar stunda þetta í ró og næði - og athugasemdalaust af hálfu HI - því þá ekki nota þetta sem fyrirmynd? Segi ekki meira sko ...

 Góða nótt á ykkur kæru bloggvinir og fleiri - er búinn með ykkur í kvöld og nú er rúmið aðalmálið ... með smá viðkomu í eldhúsinu þar sem terta og mjólk bíða mín sem nesti inn í góða nótt! Látið fara vel um ykkur og Englar gæti ykkar ljúfa fólk..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 139775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband