Við megum ekki kenna öðrum um það sem gæti alveg verið okkar vandamál! Umhugsunarvert finnst mér...

Ok, auðvitað er ég svo innilega sammála því að það sé skelfilegt að Reykjanesbrautin skuli vera búin að vera svona lengi í hassi og rugli, en samt spái ég stundum í því hverjum er í raun að kenna sum slys og óhöpp á brautinni - og víðar. Sannarlega er hægt að yfirfæra mikið af sök á vegina um allt landið, vegna óhappa - en það er sannarlega miklu meira sem kemur til - það erum við sjálf líka - bílstjórarnir sem keyra vegina, sem berum stóra sök líka!

Málið er að þar sem framkvæmdir eru - eru hraðatakmarkanir og hámarkshraði ætíð virkilega lágur - eins og vera ber til að forðast einmitt slysin og óhöppin. En hvað gera bílstjórar? Jú, þeir lækka ferðina örlítið - en langt frá því að minnka hraðann miðað við aðstæður og uppgefinn hámarkshraða þar sem framkvæmdirnar eru í gangi.

Ég þekki persónulega fjöldann allan af fólki sem keyrir Reykjanesbraut daglega, stundum oft á dag sumir. Ég veit til þess - geri það stundum sjálfur líka - að þegar maður kemur á kafla sem er með alls skyns merkjum, steindröngum og blikkandi ljósum - þar sem hámarkshraði er t.d. 50km - þar lækkar maður sig kannski úr 90-100km niður í 70-80km! Halló.. maður telur bara að maður ráði við allar flækjurnar sem birtast á þessum köflum án þess að aka samkvæmt því sem sannarlega er ráðlagt og ætlast er til vegna framkvæmdanna. Maður reynir að minnka hraðann - en þá koma aðrir bílar í rassgatið á manni og liggur við að þeir liggji á flautunni!

Auðvitað veit ég það eins og ég sit hér núna og skrifa - að ef hámarkshraði væri virtur að fullu - og fólk æki um þessa kafla á sannarlega ekki nema 50km eða minna þar sem þess er krafist eða ætlast er til - þá væri miklu minna af óhöppum á þessum blessuðu vegaframkvæmdaköflum.

Ég er alls ekki að segja hér að við eigum alla sök á bílslysum og óhöppum þeim sem á svona stöðum koma upp - alls ekki. En hugsið ykkur bara - ef hraðamörk væru virt sannarlega - og bílar bara hreinlega ækju um verstu kaflana á löglegum hraða - eins og á að gera auðvitað - þá er það gersamlega hundrað prósent öruggt að fá - eða engin slys kæmu upp á yfirborðið þar sem vegaframkvæmdir eru til staðar.

Mér finnst þetta umhugsunarvert því við erum svo fljót að kenna vegi, vegaframkvæmdum og þeim aðilum sem sjá um samgöngur - um svona slys og læti. Málið er að við horfum aldrei á okkur sjálf, hraða okkar á slíkum stöðum né það að í nánast 100% tilfella er hraði aldrei miðaður við aðstæður og sannarlega uppgefinn hámarkshraða á þessum vegaköflum sem framkvæmdirnar eru í gangi...

Vona að ég stuði engan með þessu - því ég veit að mjög margir eiga um sárt að binda vegna slysa og óhappa á slæmum vegaköflum þar sem framkvæmdir eru í gangi. Sannarlega biður maður fyrir þeim sem hafa lent í slysum, ekki síst fyrir aðstandendum þeirra sem missa ástvini í slíkum óhöppum - en við verðum að taka okkur sjálf á og fara að lögum ef við viljum ekki missa fleiri ástvini vegna slæmra vega og vegaframkvæmda! Lifið heil og njótið sólríkjunnar sem blasir við - allavega höfuðbúaborgurum. Knúserí og klemmerí á ykkur öll kæru vinir...


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 ... þið trúið þessu ekki - en ég gleymdi að setja inn broskalla og læti eins og ég er vanur! Svo því koma þeir hérna - eða eitthvað af slíku góðgæti... hahaha! Ég er svo illa bakaður stundum sko! Luv ya all to tætlur.. 

      

     

Tiger, 10.4.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Ragnheiður

Og stundum verða slys, afþvíbara...óútskýranleg asnaleg slys.

Þessi kafli þarna er vondur en hraðinn þarna er oftast of mikill. Það hefur bara tekið of langan tíma að fá nýjan verktaka að málinu, því þarf að breyta.

Knús í sólina TC

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Tiger

  ÉG er svo mikið sammála þér Ragnheiður mín. Þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma og er til mikilla skamma fyrir þá sem standa að þessu. Kaflarnir við Vogaafleggjara og Grindavíkurafleggjar eru báðir miklar slysagildrur og mér finnst ótækt að þeir skuli hafa verið þarna svona hættulegir í svona langan tíma. Vonandi fara menn sem einhverju ráða að gera skurk í þessum málum - og vonandi förum við sjálf að keyra sannarlega eftir aðstæðum og á réttum hraða. Knús á þig ljúfust.

Tiger, 10.4.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég er orðin skíthrædd í umferðinni og ekki batnar það ,þegar maður fer suður eftir,og öll þessi slyslitla systir býr í Garðinum og maður er logandi hræddur um hana keyrandi á milli Reykjarvíkur og Garðsins,þetta er bara til skammar að ekkert sé búið að laga eftir öll þessi slys.

Annars knús og kveðjur til þín vinur og takk fyrir allan hlýleikan

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Tiger

  Já Linda.. maður getur vel orðið hálfvandræðalega smeykur í umferðinni. Stundum virðast menn bara vera í umferðinni til að fá útrás fyrir einhverri hraðaþörf eða til að ná sér í adrenalínkikk. Knús á þig til baka ljúfan og þakka þér sömuleiðis..

Tiger, 10.4.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Bjó á Sudurnesjum ádur en vid fluttum út. Segi alveg eins og er ad ég var hætt ad fara inneftir Brautina gódu nema algerlega af illri naudsyn. Var svooo meinilla vid hana og tala nú ekki um eftir ad allar framkvæmdir hófust vid ad klára tvøføldun en thad er alger stadreynd, margir hverjir keyra ENGAN VEGINN eftir adstædum og skiptir thá engu hvada adstædur thad eru,vidgerdir á vegi,hálka og so forth. Má mikid bæta i theim efnum held ég. Gódur og tharfur pistill Tiger

                                           

María Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: M

Hugsaði það sama og þú, þrátt fyrir að þetta sé ömurlegt slys þá er umferðin glæfraleg hérna á fróni.  Ég er skíthrædd úti á þjóðvegum í hálku og ef ég keyri á 70-80 þá er ég að tefja aðra og stuðla að framúrakstir, því miður.

En merkingarnar mega vera miklu betri og sýndar fyrr eins og maður hefur séð í útlöndum.  

M, 10.4.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Tiger

  Já, sannarlega geta aðstæður verið slæmar á annan veg en þegar framkvæmdir eru í gangi. Veður geta auðvitað líka skapað slæmar aðstæður.

María Guðm.: Skil þig svo vel, leiðist brautin alveg óhemjulega mikið og myndi aldrei keyra hana ef ég þyrfti þess ekki. Hálka og bleyta geta sannarlega verið okkur skeinuhætt, málið er að keyra eftir aðstæðum - minnka hraða og virða bæði framkvæmdalegar aðstæður og veðurfarslegar aðstæður.

EMM: Já, veistu - umferðin meira segja innan höfuðborgarinnar er tilefni umhugsunar. Sum staðar er 70 - 80 km hraðamörk leyfð - en ef maður er á þeim hraða þá er komin halarófa á eftir manni. Bílar skjóta sér fram og til baka á minnst 100km ef ekki meira innan borgarmarkanna. Ekki undarlegt þó stundum verða mjög slæm umferðaslys, því miður. Sammála því að merkingar mættu örugglega vera miklu betri sumstaðar.

Tiger, 10.4.2008 kl. 15:18

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Í þau fáu skipti sem ég keyri þarna fram hjá öllum þessum hindrunum keyri ég eins og lús ... og hugsa einmitt að lífið mitt sé meira virði en álit annarra ökumanna sem eru pirraðir að ég fer á 50 km hraða þarna í gegn. Þeir sem bruna á hverjum degi þekkja þessa leið, en ég fer þarna aðeins ef ég er að sækja ættingja út á flugvöll eða í álíka erindagjörðum og þarf minn hraða. Þurfum að vera ófeimin við að þora að keyra eftir aðstæðum. Veit að sumir vilja leika töffara en sá töffaraskapur getur endað illa.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.4.2008 kl. 15:20

10 Smámynd: Brynja skordal

Góður pistill hafðu ljúfan dag í sólinni

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 15:22

11 Smámynd: JEG

Já ekki gott með þessar framkvæmdir en halló þarf alltaf að vera einhver frægur sem skaðast eða að einhver hreinlega deyji til að yfirvöld vakni og geri eitthvað???  Kvitt og kveðja af landsbyggðinni en ég ´bý ekki á Suðurnesjunum

JEG, 10.4.2008 kl. 15:23

12 Smámynd: Tiger

  Já, hraðann eða lífið - svo er sagt - og svo mikið til í því!

Jóhanna M&V: Er stoltur af þér að láta aðra ekki hafa áhrif á keyrslu þína á varhugaverðum stöðum. Blessaður töffaraskapurinn er einmitt eitthvað sem ætti aldrei að vera í umferðinni, slíkt á heima á allt öðrum vettvangi - held ég.

Brynja mín: Takk fyrir og hafðu líka ljúfan dag í sólinni sem núna elskar flest.

JEG: Já - svo ótrúlegt en svo mikið til í því - að það þarf stundum einhvern sem á greiðan aðgang að fjölmiðlum eða að banaslys verði stundum til að vekja upp einhverja umræðu - eða til að menn vakni og átti sig á því að það þarf sannarlega að gera eitthvað stórt í málunum..

Tiger, 10.4.2008 kl. 15:52

13 identicon

Ég á nú lögheimili í Keflavík, og ég er búin að bölva þessu fjandans drasli í laaaaaangann tíma.  Og í hvert skiptið sem einhver slasar sig þarna, þá hef ég spurt og öskrað,  "hvenær ætla þeir að drullast til að gera eitthvað í þessu" En allir sem hafa slasast þarna hingað til hafa ekki verið nógu "merkilegir" til að eitthvað hafi gerst í málunum.  En núna var það dóttir frægs manns, og hann gerði allt vitlaust, og þá allt í einu var hægt að hlusta.

Gott hjá fræga manninum en bágt fá ráðamenn.  Afhverju skiptir það máli hver það var sem slasaðist ?  Ef það hefði verið þingmaður, þá væru þessir bjálfar búnir að kaupa nýjann veg frá útlöndum.

F*** them. !

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:22

14 Smámynd: Tiger

   ... Guðrún hin reiða ... mikið er ég hrikalega sammála þessari athugasemd þinni. Frægir komast hraðar að með málefni en venjulegur Jón úti í bæ! KNús á þig ljúfan... you got mail!

Tiger, 10.4.2008 kl. 16:38

15 identicon

Æ diddint ger ittt !!  There is no mail in my inbox.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:49

16 Smámynd: Tiger

  Úppsss...Guðrún mín... gleymdi að ýta á "senda" takkann. Núna er pósturinn þó lagður af stað.

Helga Valdimarsdóttir: Svo mikið satt og til í þessu.. svo margir sem myndu aldrei viðurkenna að þeir séu of hraðir í umferðinni - en samt svo ótrúlegur fjöldi sem raunverulega keyrir alltof hratt. Fáir virða hraðatakmarkanir og sést það best þegar lögregla er með átak og heilu hverfin eru tekinn með stóru tánna fasta ofaná bensíngjöfinni...

Tiger, 10.4.2008 kl. 17:25

17 Smámynd: Helga skjol

Ég er nú svoddan gunga að ég hef ekki þorað að keyra í borg óttans síðan árið 2003 og ekki heldur í kringum hana hef alltaf bílstjóra mér við hlið,hraðinn er orðin svo svakalegur þarna að ég hugsa að ég fengi hjartaáfall ef ég ætti að keyra sjálf.

Knús ljúfur

Ps velti því einmitt fyrir mér hvar allir broskallarnir og það væri

Helga skjol, 10.4.2008 kl. 17:34

18 identicon

Búin að svara þér aftur minn kæri strumpur.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:35

19 Smámynd: Tiger

  Bleikt og blátt á svo vel saman - ekki satt. Reyndar er ég alls ekki blár - langt frá því sko! En ... væri alveg til í að vera blár - strumpur - ef ég fengi eitthvað eins fallegt í lífið eins og svínkuna... wrarr!

Helga skjol: Veistu lúfan .. þú ert engin gunga - bara skil þig svo mikið vel. Þó maður sjálfur telji sig öruggan bílstjóra þá eru mjög margir í umferðinni sem eru stórhættulegir. Bæði fólk sem virðir engar hraðatakmarkanir og líka fólk sem er bæði drukkið og í annarlegu ástandi. Broskallar mættu vera meira í umferðinni - hehehe.. en ég gleymdi mér obbólítið sko! Enda var ég eitthvað viðkvæmur fyrir þessari bleiku rúsínu sem flögrar um fjarlæga kletta sko ... *flaut*.

Guðrún B: Ljúfust... got it and threw another right back to ya! Knús á þig gullmoli... *blikk&bros*.

Tiger, 10.4.2008 kl. 18:30

20 identicon

Ég er ein af þeim sem er á ferð úti á vegum, nánar tiltekið á suðulandsveginum daglega og ég á stundum ekki orð yfir hvernig er keyrt, alls ekki eftir aðstæðum og það gerir mig logandi hrædda! Kalla ég nú samt ekki allt ömmu mína.

knús á þig kall,

Ofurskutla on the road

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 20:10

21 Smámynd: Anna Guðný

 Tigercopper: Mikið ofboðslega er ég sammála öllu sem þú segir.

And the winner is  Jóhanna: Þurfum að vera ófeimin við að þora að keyra eftir aðstæðum.  ´

Þetta er kannski það sem við þurfum að fara að gera meira af. Hætta að látast sjá þessa sem eru að senda fingurinn og flauta. Hvernig væri að við stofnuðum bara svona samtök, bílstjórar á réttum hraða samkvæmt aðstæðum. Annars hefur mér gengið ágætlega að keyra á höfuðborgarsvæðinu þó ég heimsæki ykkur ekki svo oft, allavega ekki oft til að keyra sjálf. Einhver vani í minni fjölskyldu eins og hjá svo mörgum öðrum að eiginmaðurinn keyri alltaf ef hann er með í ferð. Ég set bara í  gír, bæði mig og bílinn og svo er brunað af stað.

Anna Guðný , 10.4.2008 kl. 20:27

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta er alveg gott og blessað sem þú segir. vitanlega má rekja allt of mörg slys til of hás hraða. hinsvegar þegar fólk ekur á röngum vegahelming, vegna skyndilegra breyttra aðstæðna á vegarkafla og ónógra merkinga er hæpið að kenna hraða um. vitanlega yrðu slysin vægari ækju allir hægar, en þar sem hámarkshraði er 90Km/klst ekur fólk á 90Km/klst. jafnvel þar sem tveir bílar aka einungis á 50Km/klst og skella saman, er krafturinn gífurlegur og þeim mun meiri sem bílarnir eru þyngri.

Brjánn Guðjónsson, 10.4.2008 kl. 20:56

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill hjá þér TíCí minn og það er alveg rétt að oftar en ekki fara ökumenn ekki nógu varlega. Og í flestum tilvikum hefði mátt komast hjá slysum ef ökumenn hefðu ekið eftir aðstæðum.  Ég skil líka vel aðstandendur sem eru reiðir, því þeir eru í sjokki og það liggur einhvern veginn betur við að hengja einhvern fyrir afglöp.  Hinu má svo ekki gleyma, að það hefur verið margvarað við ástandinu á Reykjanesbrautinni bæði af umferðarstofu og lögreglu, og það virðist einhvernveginn bara ekki hafa verið hlustað.  Við hjónin urðum vör við þetta, þegar veið fórum út í vetur, illa merkt og slæmt færi skapar hættu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:55

24 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er ég sammála þér Tící.  Mér líður alltaf eins og ég hafi sloppið undan fallöxinni þegar ég kem heim eftir að hafa ekið Reykjanesbrautina.  Vonandi fer fólk að virða hraðatakmarkanir betur hér eftir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.4.2008 kl. 23:47

25 Smámynd: Tiger

  Já, það er piece a/of cake að keyra óvarlega og spítta í á erfiðum leiðum - hvaða töffari sem er ræður kannski við það - en betra væri að keyra varlega og miða hraða alltaf við aðstæður - en það þarf góðan og heiðarlegan bílstjóra til að ráða við það!

Ofurskutlan: Skil þig svo vel. Suðurlandsvegurinn er sannarlega hættulegur og einn af þeim vegum sem lööööngu ætti að vera búið að tvöfalda - í það minnsta til Selfoss. Knús á þig dúskurinn minn..

Anna Guðný: Takk fyrir, sammála þér að Jóhanna er winner að keyra eftir aðstæðum og láta engan trufla það. Svei mér þá ef það væri ekki bara þokkalegasta hugmynd að stofna klúbbinn "löghraðakeyrsla" .. en spurning um hvort maður yrði þá ekki bara sektaður fyrir að vera fyrir öllum töffurunum í umferðinni sko..

Boxari góður: Já, þetta er sannarlega allt hið versta mál og auðvitað geta komið upp mörg óhöpp og slys þar sem sannarlega má kenna ömurlegum aðstæðum. Reyndar heyrði ég af slysi eða óhappi þar sem ökumaður var kominn á vitlausan veghelming og lenti á öðrum bíl úr gagnstæðri átt. Ég reyndar skil það ekki alveg því ég keyri þarna fram og til baka og hvergi get ég séð aðstæður sem gætu valdið því að maður geti óvart lent á móti umferðinni ef maður keyrir varlega og vakandi um verstu svæðin. Samt getur þetta sannarlega komið upp - svo mikið satt! Einmitt að óhöpp og slys verða aldrei eins slæm ef fólk keyrir á til þess ætluðum hraða, stundum jafnvel minniháttar sem varla nokkuð til að tala um...

Ásthildur mín: Takk fyrir .. Ég er sammála því að auðvitað er lang auðveldast að geta kennt einhverjum um slys - og aðstandendur þurfa sannarlega á því að halda að geta ráðist á einhvern - annan en ökumann sem kannski keyrði of gáleysislega en liggur kannski á spítala slasaður. Auðvitað keyra alls ekki allir gáleysislega, sumir keyra nákvæmlega á réttu róli en aðstæður geta sannarlega villt fólki sýn - sérstaklega þeim sem sjaldan keyra ákveðna vegi - en þeim mun meiri væri ástæðan til að minnka þá enn frekar hraðann. Svo mikið satt að það hefur ítrekað verið varað við ástandinu þarna sem og víða - en fólk lætur það fara inn öðru megin og út hinu megin þar til eitthvað alvarlegt gerist - og þá er ráðist á framkvæmdaraðila eða samgönguráðamenn.. Merkingar og slæmt færi er oft lélegt víða og eru sannarlega slysahættuskapandi. Knús á þig kæra frænka..

Tiger, 10.4.2008 kl. 23:55

26 Smámynd: Tiger

  Svo mikið satt Lilja Guðrún.. manni líður oft mjög vel þegar maður er kominn af brautinni - eða af suðurlandsvegi sem og öðrum svona slæmum leiðum sem eru til skammar.. svo mikið rétt að svona slæmir staðir eru hálfgerðar fallexir og bara spurning um hver lendir undir exinni næst! Hvet alla til að fara að virða hraðamörk sem lög gefa okkur að keyra eftir.

Tiger, 10.4.2008 kl. 23:57

27 Smámynd: G Antonia

Já, manni líður alltaf hálf "skringilega" eftir að heyra um svona bílslys á brautinni  og hugsar til fólksins og aðstandenda og finnur til með þeim. Ég bý jú "suður með sjó" og sonur minn fer brautina daglega fram og tilbaka  í skóla, bróðir minn til vinnu, frændur og frænkur í skóla og vinnu... Ég keyri mjög mikið á milli og eftir svona slys og umræður finnst mér sem  maður passi sig extra vel, en skildi það hjálpa?  það þarf jú fleiri en einn bíl til að orsaka árekstur. Það verður mikill léttir og vonandi minnkar slysahættan þegar loksins þessum vegaframkvæmdum líkur og brautin orðin tvöföld. Ég er allavega þakklát fyrir ljósin, annars kæmist ég ekki í myrkrinu - er orðin svo fjári náttblind. En bið Guð að þeir sem slösuðust núna nái bata og það sem verið er að gera nú... sé til batnaðar.....
Stöndum saman og keyrum eins og "fólk"...  

G Antonia, 11.4.2008 kl. 00:39

28 Smámynd: Steingrímur Helgason

Elsku uppáhaldið mitt, þetta er náttúrlega alveg rétt hjá þér með að hverjum ökumanni ber nú að sýna varúð við aðstæður sem þessar & taka umferðarskiltin & merkíngar af alvöru.

En, það eru nú bara ekki allir jafn fullkomnir í umferðinni en þú & ég, sem að samanlagt vitum allt best, ég mest, & þú sumt af rest, & fyrir þeirra sakleysíngja skuld, átti nú alveg að gera betur í þessum málum áður en málpíka Stöðvar II fór að hágráta hærra en hinir sem að höfðu sagt sumt um það sama áður.

Enda elskum við alla þessa aðra jafnt, sem okkar jafníngja & bræður, alveg eins & við höfum alltaf elskað hvorn annann & okkar góðlátsemi okkar á milli, ekki satt ?

LAGA ÞETTA ....

Steingrímur Helgason, 11.4.2008 kl. 01:08

29 Smámynd: Tiger

  Já G. Antonia .. ég er auðvitað mikið sammála þér að ég vona sannarlega að allir sem slasast í umferðinni nái fullum bata - auðvitað vill maður engum svo illt að óska einhvers annars! Það er líka mikið rétt að það verður allt annað að keyra þarna þegar loks framkvæmdir eru á enda og brautin orðin tvöföld. Það er sannarlega morgunljóst að ef engar framkvæmdir eru á brautinni - og hún tvöföld - og fólk á löglegum hraða - þá ættu sannarlega engin slys að geta orðið þarna, nema ef um ofsaakstur sé að ræða - eða áfengisakstur. Bið guð um að forða fólki þó frá því.. sammála - stöndum saman og keyrum eins og fólk!

Tiger, 11.4.2008 kl. 01:09

30 Smámynd: Tiger

  Steini.. þú kallar fram það allra best falda í mér - maddömmu spank. If you only knew how much i miss your funny stúff sko...

Ok, ég er náttúrulega sammála þér - eða næstum því - að þú vitir mest og ég kannski næst mest af rest - eða var það ekki svona einhvern veginn dúskurinn minn..

Damn hvað ég væri til í að hafa þig hérna í mínu póstnúmeri, spurning um að fara að tala við Kára og tékka á klónunargræjunum hans .. *flaut*.

  Ég er algerlega sammála því að það er óforskammað að ekki sé hlustað eða nokkurn skapaður hlutur gert - fyrr en frægir og þekktir einstaklingar byrja að kyrja sinn söng í fjölmiðlum. Það á að láta sama hlut ganga yfir alla og það á að fjandakornið að hlusta á þjóðarsálina þegar eitthvað mikið er að - ekki bara að hlusta á þotulið landans.. Knús á þig ljúflingurinn minn og mikið kreisterí líka!

Tiger, 11.4.2008 kl. 01:16

31 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvert einasta orð að gera sig hérna...

Flottur pistill. En litlaus svona bros og táknkarlalaus

Ég veðr nú bara samt að segja...ég sem keyri mjög oft suðurlandveginn til höfuðborgarinnar.........þá er ég aldrei eins feginn og þegar ég sé Reykjavík hverfa í baksýnisspeglinum.

Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 10:37

32 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi minn kæri

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 10:42

33 Smámynd: Adda bloggar

halló og hóhóhóhó, jólahvað

Find UK Solicitors

Adda bloggar, 11.4.2008 kl. 11:30

34 Smámynd: Adda bloggar

já og góða helgi

Find UK Solicitors

Adda bloggar, 11.4.2008 kl. 11:32

35 Smámynd: Tiger

  Góðan og gleðilegan daginn allir mínir vinir - fjær og nær.

Ollasak: Takk ljúfan mín. Jamm, var eitthvað að flýta mér og þar sem ég set broskalla inn þegar ég er búinn að skrifa - þá ýtti ég óvart eitthvað á senda án broskallanna.. svo mikið satt að stundum er maður rosalega glaður þegar maður sér skarkala höfuðborgarinnar í baksýnisspeglinum! Knús á þig..

Brynja skordal: Sömuleiðis elskulegust, eigðu líka góða helgi.

Adda mín: Já, segi það - Jóla hvað? Sömuleiðis góða helgi og hafðu það nú reglulega gott ljúfan. Knús á þig ..

Tiger, 11.4.2008 kl. 14:00

36 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm það eru ekki alltaf tækin sko...

Jónína Dúadóttir, 11.4.2008 kl. 15:44

37 Smámynd: Tiger

  Æi já, maður verður víst að fara að skoða umferðarómenninguna sem maður er sannarlega þátttakandi í. Sjálfur keyri ég ekki ætíð á réttum hraða og er t.d. aldrei á 30 þar sem 30km hámarkshraði er uppgefinn.. En halló - nú er verið að skoða það að henda inn 15km á sumar götur. Meina.. gamalt fólk í göngugrind labbar þá framúr manni ...

Jónína Dúa mín .. uss jámm.. tæki og tól - allt saman fallað fól - í umferðinni það er að segja. Við kennum oftast öllu öðru um en okkur sjálfum, svo rétt.

Anna Kr: Já, þetta hefði átt að vera löngu komið aftur í gang. Ókunnir sem keyra þarna um vita ekkert hvar og hvernig brautin er og því er enn meiri hætta á slysum þegar ókunnir eru að keyra þarna..

Kurr mín: Svo mikið satt og rétt. Óþolinmæðin í umferðinni er til mikilla skammar. Löghlýðið fólk þorir varla að vera löghlýðið því þá skapast líka ákveðin hætta á slysum, slys sem töffararnir valda með því að svína og valta yfir hina löghlýðnu...

Tiger, 12.4.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband