Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Nú uppskera trukkabílstjórar það sem þeir hafa sjálfir sáð fyrir!

Að mínu áliti - sem kannski er ekki beint rangt né hið eina rétta - var það bara tímaspursmál hvenær fáviskulegar aðgerðir trukkakarla sköpuðu meiri vanda en eitthvað gott! Ég hef allan tíman frá upphafi verið á móti svona mótmælum, mótmælum sem eru í snarvitlausum farvegi. Auðvitað er ég kampakátur með það að einhver skuli standa upp og mótmæla óendanlegaum hækkunum á hinu og þessu í þjóðfélaginu - fyrir það eiga bílstjórar viðurkenningu skilið - en þetta var algerlega út í hött!

Eins og vinkona mín Guðrún B. benti á erum við of mörg sem sitjum og vælum í stað þess að taka þátt í og styðja mótmæli af einhverju tagi. Ég er sannarlega glaður með að einhver skuli virkilega standa upp og láta í sér heyra, en ég hef alltaf verið á því að það væri bara spursmál hvenær eitthvað leiðinlegt kæmi uppá með þeirri aðferð sem trukkakarlarnir stóðu í. Í gær var "óþolinmóður" bílstjóri handtekinn vegna aðgerða trukkakarla - vegna þess að hann reyndi að komast úr stíflunni sem trukkarnir skópu í umferðinni. Mitt mat er að ef hann verður ákærður og dæmdur til sekta ættu trukkakarlar að borga þann brúsa. Núna hefur soðið uppúr og upp er komin óþolandi læti og skætingur - og mikil óánægjualda risin gegn yfirvaldinu, sem bara er að sinna þeim störfum sem þeim eru sett fyrir.

Ef bara trukkakarlar hefðu drattast til að loka bara aðgangi að bensínstöðvum og lokað fyrir verslun með bensínið og olíuvörur - þá væri staðan allt önnur og engin minnsta óánægja í almennri umferð! Þá hefðu þeir strax komið við peningakassa stóru karlanna sem hefðu ekki látið slíkt viðgangast og þá hefðu aðgerðirnar strax haft áhrif á gang mála. Þess í stað hamast þeir í umferðinni - keyra um allt og eyða bensíni, olíu, og stóru olíukarlarnir brosa kampakátir því þeir græða bara á þessum aðgerðum. Engin hreyfir við stóru batteríi nema ráðast að topp- og lykilfólki - ekkert áorkast nema glundroði, skiptar fylkingar og almenn óánægja með vesen í umferðinni eins og staðan er í dag.

Núna eru trukkabílstjórar búnir að skapa mikla óánægjubylgju í áttina að yfirvaldinu! Hvenær ætla þeir að hætta þessari vitleysu og koma sér í að standa rétt að mótmælunum? Ég styð þá sannarlega, á réttum vettvangi - ég myndi glaður keyra og leggja bíl mínum í þvögunni við bensínstöðvar - en ég er mjög mikið á móti svona skrílslátum í miðri umferð á götum borgarinnar. Núna eru þeir að uppskera það sem þeir sjálfir hafa undanfarið undirbúið, vesen og vandamál - búnir að skipta landanum í tvær fylkingar - með þeim og á móti þeim - á móti lögunum og skapa vandamál fyrir hinn venjulega borgara sem vill komast leiða sinna. Og hver hlær núna? Jú, það eru stóru olíufélögin sem selja bensín og olíu sem aldrei fyrr. Mál að hætta ati í umferðinni og loka bensínstöðvum borgarinnar! Ég tek þátt í því með trukkabílstjórum - sem þó eiga mikið hrós skilið - eins og bleika dúllan nefnir - fyrir að standa upp og gera "eitthvað" - jafnvel þó mér finnist þetta "eitthvað" ekki vera hið rétta.


Ef sá óþolinmóði verður dæmdur og fær sekt - þá eiga trukkabílstjórar að safna fyrir sektinni og borga hana!

  Já, það var nefnilega það. Hversu langt eru menn tilbúnir að ganga? Mótmæli á vitlausan hátt og á vitlausum stað geta alltaf skaðað þá sem síst skildi. Hamagangur í umferðinni skapar miklu meiri leiðindi en annað að mínu mati. Frekar hefði átt að leggja fukk .. nei trukkunum á bensínstöðvunum og blokka umferð um þær. Þá hefðu almennir borgarar ekki lent í vandamálum vegna heimskulegra aðgerða í umferðinni. Hvað nú, verður blessaður maðurinn óþolinmóði sakfelldur og ákærður - vegna mótmælaaðgerðanna? Ef blessaðir trukkakarlarnir hefðu mótmælt á réttum stöðum hefði sá óþolinmóði ekki lent í þessum hamagang og allt til friðs í umferðinni. Trukkakarlar - takið fjandans trukkana burt af gatnakerfi borgarinnar og parkerið þeim á réttum vettvangi - á bensínstöðvunum.

  Það er eins gott að hafa augun lokuð þegar maður ferðast til Ítalíu! Karlmaður hefur verið dæmdur í 10 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stara of ákaflega á konu sem sat gegnt honum í lestarvagni - halló - hvað er að? Allt er nú hægt að kæra! Í þessu tilfelli tel ég að eitthvað mikið hafi verið að konunni, taldi í eitt skipt að maðurinn hafi setið "of nálægt" sér og í hinn staðinn að hann hafi starað of mikið á hana... díses, hefði maður ekki bara staðið upp og fært sig - eða bara horft eitthvað annað en á móti? Auðvitað er það dónaskapur að góna á fólk, en þetta er bara hillaríus kjánaskapur. Gaurinn ætlar að áfrýja dómnum til æðra dómstigs..

  Nú er í skoðun hjá Heilbrigðisráðuneytinu hvort það eigi að byrja að rífa peninga af þeim sem mest þurfa lyf vegna veikinda. Allir borgi að hámarki 40 þúsund krónur!!! Bíddu við - þetta er hugsanlega allavega hálf mánaðarlaun þeirra verst settu, og hverjir eru verst settir? Jú, öryrkjar sem glíma við mikil veikindi og þurfa lyf og meðferð.

Hjálpi mér, er ekki alveg nóg lagt á það vesalings fólk sem stendur í stanslausum veikindum - eru oftar en ekki komin á örorku vegna veikindanna - þurfa mikla læknisaðstoð og lyf? Nú á að fara að ráðast enn frekar á fátækrabudduna! Skammist ykkar þarna í ríkisstjórn ef af þessu verður! Heilbrigðisráðuneytið er til skammar með þessari skoðun/aðgerð! Vonandi fellur þetta um sjálft sig!

  Ótrúlegt að fylgjast með því þegar Abbas hélt ræðu hjá Forseta Íslands. Hann flutti ræðuna á Arabísku! Hallóhalló... Mikið skelfing er það fávitalegt þegar forsetar, ráðamenn og fyrirmenn sýna ekki lágmarks vilja til að læra ensku - þar sem enska er mest notuð til að allir geti skilið það sem fer fram hér og þar. Þetta minnir mig á það heimskulegasta sem ég hef um æfina lent í - á Spáni - þegar maður er að taka leigubíl og reynir að útskýra á ensku hvert maður vill fara - fyrir gömlum spánskum karlskörfum sem neita að tala annað en spænsku. Mér finnst að allir sem standa í þjónustu eða verslun - þurfi að kunna að lágmarki ensku - sérstaklega þeir sem vinna fyrir sér með því að annast túrhesta um allar tryssur. Aumt að þurfa að handapatast um allt þegar fólk leggur ekkert af mörkum á móti...

  Love you all ...


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jihaaa... Ég er ólívutré, elskandi persóna sem dýrkar sólina, samúðarfullur, gáfaður og ljúfur drengur bara .. auðvitað samþykki ég þetta án umhugsunar!

 Ævaforn Celtic ættbálkur trúði því að hver og ein persóna ætti sér tengingu í náttúruna og að hver og ein persóna gæti fundið út heilmikið með því að finna út hvaða tré tengdist fæðingadegi sínum.  Ég náði mér í upplýsingar um þessi tré sem þeir telja að tengist öllum dögum ársins og setti þær hérna inn ykkur til skemmtunar og fróðleiks.

Fyndið er að einungis fjórir dagar á árinu öllu eru sérstakir og eiga sitt eigið tré – en allir aðrir dagar tengjast fram og til baka í sömu trén. Yfirleitt gefur þessi ættbálkur út að 10 dagar í röð eiga sama tréð en svo næstu tíu daga þar á eftir kemur nýtt tré og svo koll af kolli.  

En dagarnir sem eru sérstakir og eiga eigið tré – tré sem engin annar á – eru:

21 Mars = Eikartré. 24 Júní = Birkitré. 23 September = Ólívutré. 22 Desember = Beechtré (veit ekki þýðingu á “Beech”)...  

Svo skemmtilega vill til að ég sjálfur á einn þessara daga, 23 September. Svo mitt tré er einstakt, Ólívutréð

Ég þýddi allan textan svona til að auðvelda ykkur að lesa þetta, enda eru alls ekkert allir sem kunna ensku – þó flestir geri það. Ég lagaði allan texta og stytti hitt og þetta sem og klippti út það sem mér fannst ekki skipta máli – svona til að gera uppsetninguna auðveldari að skilja og til að betra og þægilegra væri að finna strax sitt eigið tré. Ég vona að þið fyrirgefið mér þó ég hafi ekki verið mikið í athugasemdaleik við ykkur um helgina en ég hef eytt þeim mun meiri tíma í þennan pistil.

Þetta er búið að taka óra tíma að ganga frá, enda hafði ég enga Enska-Íslenska orðabók til að flétta í þegar ég strandaði – og örfá orð fann ég ekki í huganum svo ég útbjó bara til nýtt orð þess í stað sem ég miðaði við all hitt sem gefið er upp í sambandi við viðkomandi tré. Ef þið þekkið nöfnin á þeim trjám sem ég mundi ekki þýðingu á megið þið endilega vera svo góð að segja mér/okkur frá því í athugasemdum. En munið – þetta er náttúrulega ykkur bara til gamans og fróðleiks en ekki einhver algildur sannleikur. Enn fremur ákvað ég að sleppa alveg myndum og brosköllum vegna þess að þetta er svo langt og mikið – svona til að trufla ykkur ekki með blikkandi bros-ímyndum.

================================ 

Hvaða tré ert þú kæri lesandi? Endilega leyfðu okkur að vita!

Að ganni setti ég 1 (eða 2) lítinn - öðruvísi - broskall í alla þessa færslu, getur þú bent á hann/þá? 

-------------------------------------------------

Janúar 2 til Janúar 11.

Fir Tré (man ekki þýðingu á “Fir”).

Dularfulla persónan; Mjög hefðbundinn/eðlilegur smekkur, reisn, Elskar allt fallegt, skapmikil/l, þrjósk/ur, mikið egó stundum en dýrkar ástvini sína,Stundum hógvær en mjög framagjarn, hæfileikarík/ur, ótengd/ur iðnaðarölæði, Á mikið af vinum og líka mikið af fjandmönnum en ætíð mjög traust/ur.

------------------------------------------------

Janúar 12 til Janúar 24.

Álmtré “Elmtree”.

Göfuga persónan; Ljúflega mótuð persóna, smekklegur fatnaður og ætíð það nýjasta, á það til að fyrirgefa ekki mistök, kát persóna, vil stjórna en ekki vera undir aðra sett, heiðarlegur og trúr félagi, á það til að virka “ég veit það allt” og á það til að taka ákvarðanir fyrir aðra, göfug hugsun, glæsileg persóna, góður húmor og hagsýn persóna.

------------------------------------------------

Janúar 25 til Janúar 3.

Cypress Tré. Síprus?

Trúmennska; Sterk persóna, kraftaleg, aðlögunarhæf, tekur því sem lífið réttir og gerir það besta úr því, ánægð persóna, bjartsýn, hefur þó þörf fyrir fé og viðurkenningu, hatar einsemd, sjóðheitur elskandi sem ekki er auðvelt að fullnægja, trúr, snögg að skipta um skap á báða vegu, óreglusemi stundum, óreiða og kæruleysi á stundum við.

------------------------------------------------

Febrúar 4 til Febrúar 8.

Poplar Tré (man ekki þýðinguna á Poplar).

Óvissa/óákveðna persónan; Mjög skrautleg persóna, ekki með sjálfsörugga framkomu, aðeins hugrökk persóna ef nauðsyn krefur, þarfnast góðmennsku og ánægjulegs umhverfis, mjög vandlát, oft einmanna, mikil dýrapersóna, elskar listræna náttúru, góð skipulagshæfni, hefur tilhneigingu til að vera heimspekileg, áreiðanleg í hvaða aðstöðu sem er, tekur félagsskap/sambönd mjög alvarlega.

-----------------------------------------------

Febrúar 9 til Febrúar 18.

Cedar Tré (man ekki þýðingu á Cedar).

Örugga persónan; Fágæt fegurð einkennir þessa persónu, kann að aðlagast, elskar munað, heilsusamleg og ófeimin, á það til að líta niður til annarra, sjálfsörugg, ákveðin, óþolinmóð, vil heilla aðra / ganga í augun á öðrum, hæfileikarík, nýjungagjörn persóna, bjartsýn heilbrigði, bíður eftir hinni einu sönnu ást, getur tekir stórar ákvarðanir án umhugsunar.

-----------------------------------------------

Febrúar 19 til Febrúar 28.

Pine Tré. Úff.. trjáanöfn eru ekki mín sterka hlið.

Sérstök persóna; Elskar jákvæðan félagsskap, mjög róttæk, kann að gera lífið þægilegt, mjög iðin, náttúruleg persóna, góður félagsskapur fyrir aðra en sjaldan of vinsamlegur, verður auðveldlega ástfangin en ástin brennur þó oftast fljótt út, gefst auðveldlega upp, lendir í mörgum vonbrigðum þar til persónan finnur hið eina rétta fyrir sig, traustsins verð og hagsýn stundum.

----------------------------------------------

Mars 1 til Mars 10.

Weeping Willow... grátandi vindur? J

Svipmikill persóna; Falleg persóna og svipsterk, aðlaðandi, elskar allt fallegt og smekklegt, elskar að ferðast, draumóramanneskja, friðlaus, heiðarleg, hægt að hafa áhrif á þessa persónu auðveldlega en samt er hún ekki auðveld í sambúð, kröfuhörð persóna, góðhjörtuð, upplifir brostnar vonir í ástinni en finnur stundum “akkersfélagsskap” til að hanga í.

-----------------------------------------------

Mars 11 til Mars 20.

Lime Tré. Sítrónutré.

Efasemdarpersóna; Þyggur það sem lífið hendir frá sér á ljóðrænan hátt, hatar slagsmál og flækjur, stress og mikla vinnu – hefur tilhneygingu til leti og kyrrðar, er mjúk og afslöppuð persóna, fórnfús fyrir vini, miklir hæfileikar en ekki nógu ýtin til að láta hæfileikana blómstra, oft vandræðaleg og kvartandi persóna, mjög afprýðisöm en mjög trú.

-----------------------------------------------

Mars 21.

Oak Tré. Eikartré.

Jarðbundin persóna; Hugrökk, sterk, sjálfstæð, gáfuð, ekki hrifin af breytingum, er með báða fætur á jörðinni, persóna aðgerðanna.

-----------------------------------------------

Mars 22 til Mars 31.

Hazelnut Tré. Herslihnetutré.

Mjög venjuleg persóna; Heillandi, ekki heimtandi, mjög skilningsrík, kann að koma á óvart/heilla, baráttumanneskja fyrir góðum málefnum, vinsæl persóna, sterk og ákveðin elskandi persóna, heiðarleg og þolinmóð í sambúð, hefur nákvæma dómgreind.

----------------------------------------------

Apríl 1 til Apríl 10.

Rowan Tré. .. úff..

Viðkvæma persónan; Persóna full af heillandi kostum, glaðvær, hæfileikarík án þess að vera með mikið egó, elskar athyglina, elskar lífið - tilfinningar og jafnvel sálarflækjur, er bæði sjálfstæð sem og ósjálfstæð, góður smekkur, listræn, eldhugi, tilfinningarík persóna, góður félagskapur, á ekki auðvelt með að fyrirgefa.

----------------------------------------------

Apríl 11 til Apríl 20.

Maple Tré. .. maple what?

Hér er sjálfstæði hugans sterkt; Engin venjuleg persóna, mikið ímyndunarafl og frumleiki, feimin, metnaðarfull persóna, stolt, virðir sjálfa sig mikils, hungrar í nýja reynslu á ýmsa vegu, stundum kvíðin, margbrotin persóna, gott minni, lærir auðveldlega ýmislegt, flókið ástarlíf, persóna sem vill heilla alla.

----------------------------------------------

Apríl 21 til Apríl 30.

Walnut Tré. Valhnetutré.

Ástríðufulla persónan; Óraunveruleg, skrýtin og full af flækjum, oft mikið egó, árásargjörn persóna, göfug samt, hefur víðan sjóndeildarhring á lífið, bregst oft óútreiknanlega við hlutum, fljótfær, ótakmörkuð framagirni, engin sveigjanleiki, erfiður og ósamstíga félagi, ekki alltaf elskuð en aðdáunarverð persóna, leysir þrautir létt, mjög afprýðisöm og ástríðufull persóna, engar málamiðlanir.

----------------------------------------------

Maí 1 til Maí 14.

Poplar Tré.

Óvissa/óákveðni; Mjög skrautleg persóna, ekki með sjálfsörugga framkomu, aðeins hugrökk persóna ef nauðsyn krefur, þarfnast góðmennsku og ánægjulegs umhverfis, mjög vandlát, oft einmanna, mikil dýrapersóna, elskar listræna náttúru, góð skipulagshæfni, hefur tilhneigingu til að vera heimspekileg, áreiðanleg í hvaða aðstöðu sem er, tekur félagsskap/sambönd mjög alvarlega.

----------------------------------------------

Maí 15 til Maí 24.

Chestnut Tré.

Heiðarlega persónan; Ótrúleg fegurð, reynir ekki að ganga í augun á öðrum, mjög vel heppnuð réttlætiskennd, áhugaverð persóna, fædd til að stilla til friðar en uppstökk og viðkvæm í erfiðum félagsskap, skortir oft sjálfsöryggi, hagar sér þó stundum sem yfir aðra hafin, finnst hún oft misskilin, elskar bara einu sinni, á ekki auðvelt með að finna rétta partnerinn í lífinu.

---------------------------------------------

Maí 25 til Júní 3.

Ash Tré. Ösp.?

Framagjarna persónan; Mjög aðlaðandi, víðsýn, fljótfær, heimtufrek, kærir sig kollótta um gagnrýni, framagjörn mjög, gáfuð, hæfileikarík, leikur sér að örlögunum, getur verið full af egói, mjög áreiðanleg og traust, trú og öruggur elskandi, stundum tekur skynsemin meiri völd en hjartað, tekur samband við félaga/vini/ástvini mjög alvarlega.

---------------------------------------------

Júní 4 til Júní 13.

Hornbeam Tré.

Smekklega persónan; Frábær og sígild fegurð, hugar ætíð að útliti og ástandi sínu, góður smekkur, hættir til að finna til yfirburðar, gerir lífið eins þægilegt og hægt er, lifir réttlátu og heiðarlegu lífi, leitar af góðmennsku – tilfinningaríkum félaga og viðurkenningu, dreymir um óvenjulega elskendur, er sjaldan ánægð með líðan/tilfinningar sínar, ráðskast stundum með fólk, sjaldan viss í ákvarðanatöku en er mjög meðvituð um hluti.

---------------------------------------------

Júní 14 til Júní 23.

Fig Tré. Fíkjutré.

Skynsama persónan; Mjög sterk, örlítið sjálfhælin, sjálfstæð, samþykkir ekki málamiðlanir eða málalengingar, elskar lífið eins og það er, elskar fjölskylduna, börnin og dýr, dálítið fiðrildi í sér, mjög húmor-rík persóna, fílar vel leti öðru hvoru og kyrrð, hagsýnir kostir og gáfur fylgja þessari persónu.

---------------------------------------------

Júní 24.

Birch Tré. Birkitré.

Persóna full af andagift; Lifandi persóna, mjög aðlaðandi, fáguð og vinsamleg, óútreiknanleg, nýungagjörn, líkar ekki við framapot, ólgandi uppspretta af ást til náttúru sem og rólegheita, ekki mjög ástríðufull persóna, fullmikið ímyndunarafl, lítil framagirni, skapar rólegt og ánægjulegt umhverfi/andrúmsloft.

--------------------------------------------

Júní 25 til Júlí 4.

Apple Tré. Eplatré.

Persóna elskenda; Ástarblossi fyllir þessa heillandi persónu, mikið aðdráttarafl og tælandi viðmót, ánægjuleg ára, daðrandi persóna, ævintýraelskandi, viðkvæm, alltaf ástfangin, þráir að elska og vera elskuð, heiðarleg og viðkvæm persóna, mjög gjafmild, vísindalegir hæfileikar, lifir fyrir núið, áhyggjulaus hugsuður með mikið ímyndunarafl.

--------------------------------------------

Júlí 5 til Júlí 14.

Fir Tré.

Dularfull persóna; Mjög hefðbundinn/eðlilegur smekkur, reisn, Elskar allt fallegt, skapmikil/l, þrjósk/ur, mikið egó stundum en dýrkar ástvini sína,Stundum hógvær en mjög framagjarn, hæfileikarík/ur, ótengd/ur iðnaðarölæði, Á mikið af vinum og líka mikið af fjandmönnum en ætíð mjög traust/ur.

--------------------------------------------

Júlí 15 til Júlí 25.

Elm Tré. Álmtré.

Göfuga persónan; Ljúflega mótuð persóna, smekklegur fatnaður og ætíð það nýjasta, á það til að fyrirgefa ekki mistök, kát persóna, vil stjórna en ekki vera undir aðra sett, heiðarlegur og trúr félagi, á það til að virka “ég veit það allt” og á það til að taka ákvarðanir fyrir aðra, göfug hugsun, glæsileg persóna, góður húmor og hagsýn persóna.

--------------------------------------------

Júlí 26 til Ágúst 4.

Cypress Tré.

Trúmennsku persónan; Sterk persóna, kraftaleg, aðlögunarhæf, tekur því sem lífið réttir og gerir það besta úr því, ánægð persóna, bjartsýn, hefur þó þörf fyrir fé og viðurkenningu, hatar einsemd, sjóðheitur elskandi sem ekki er auðvelt að fullnægja, trúr, snögg að skipta um skap á báða vegu, óreglusemi stundum, óreiða og kæruleysi á stundum við.

--------------------------------------------

Ágúst 5 til Ágúst 14.

Poplar Tré.

Óvissa/óákveðna persónan; Mjög skrautleg persóna, ekki með sjálfsörugga framkomu, aðeins hugrökk persóna ef nauðsyn krefur, þarfnast góðmennsku og ánægjulegs umhverfis, mjög vandlát, oft einmanna, mikil dýrapersóna, elskar listræna náttúru, góð skipulagshæfni, hefur tilhneigingu til að vera heimspekileg, áreiðanleg í hvaða aðstöðu sem er, tekur félagsskap/sambönd mjög alvarlega.

--------------------------------------------

Ágúst 15 til Ágúst 23.

Cedar Tré.

Öryggi; Fágæt fegurð einkennir þessa persónu, kann að aðlagast, elskar munað, heilsusamleg og ófeimin, á það til að líta niður til annarra, sjálfsörugg, ákveðin, óþolinmóð, vil heilla aðra / ganga í augun á öðrum, hæfileikarík, nýjungagjörn persóna, bjartsýn heilbrigði, bíður eftir hinni einu sönnu ást, getur tekir stórar ákvarðanir án umhugsunar.

--------------------------------------------

Ágúst 24 til September 2.

Pine Tré.

Sérstök persóna; Elskar jákvæðan félagsskap, mjög róttæk, kann að gera lífið þægilegt, mjög iðin, náttúruleg persóna, góður félagsskapur fyrir aðra en sjaldan of vinsamlegur, verður auðveldlega ástfangin en ástin brennur þó oftast fljótt út, gefst auðveldlega upp, lendir í mörgum vonbrigðum þar til persónan finnur hið eina rétta fyrir sig, traustsins verð og hagsýn stundum.

--------------------------------------------

September 3 til September 12.

Weeping Willow.

Svipmikill persóna; Falleg persóna og svipsterk, aðlaðandi, elskar allt fallegt og smekklegt, elskar að ferðast, draumóramanneskja, friðlaus, heiðarleg, hægt að hafa áhrif á þessa persónu auðveldlega en samt er hún ekki auðveld í sambúð, kröfuhörð persóna, góðhjörtuð, upplifir brostnar vonir í ástinni en finnur stundum “akkersfélagsskap” til að hanga í.

--------------------------------------------

September 13 til September 22.

Lime Tré. Sítrónutré.

Efasemdarpersóna; Þyggur það sem lífið hendir frá sér á ljóðrænan hátt, hatar slagsmál og flækjur, stress og mikla vinnu – hefur tilhneygingu til leti og kyrrðar, er mjúk og afslöppuð persóna, fórnfús fyrir vini, miklir hæfileikar en ekki nógu ýtin til að láta hæfileikana blómstra, oft vandræðaleg og kvartandi persóna, mjög afprýðisöm en mjög trú.

--------------------------------------------

September 23.

Olive Tré. Ólívutré.

Gáfaða persónan; Elskar sólina, hitann og ljúfar tilfinningar, sanngjörn persóna, í jafnvægi og forðast áreiti og ofbeldi, þolinmóð persóna, kát og róleg og með sterka réttlætiskennd, viðkvæm og samúðarfull, laus við afprýðisemi, elskar að lesa og félagskap fólks sem er veraldarvant.

--------------------------------------------

September 24 til Október 3.

Hazelnut Tré. Herslihnetutré.

Mjög venjuleg persóna; Heillandi, ekki heimtandi, mjög skilningsrík, kann að koma á óvart/heilla, baráttumanneskja fyrir góðum málefnum, vinsæl persóna, sterk og ákveðin elskandi persóna, heiðarleg og þolinmóð í sambúð, hefur nákvæma dómgreind.

--------------------------------------------

Október 4 til Október 13.

Rowan Tré.

Viðkvæma persónan; Persóna full af heillandi kostum, glaðvær, hæfileikarík án þess að vera með mikið egó, elskar athyglina, elskar lífið - tilfinningar og jafnvel sálarflækjur, er bæði sjálfstæð sem og ósjálfstæð, góður smekkur, listræn, eldhugi, tilfinningarík persóna, góður félagskapur, á ekki auðvelt með að fyrirgefa.

--------------------------------------------

Október 14 til Október 23.

Maple Tré.

Hér er sjálfstæði hugans sterkt; Engin venjuleg persóna, mikið ímyndunarafl og frumleiki, feimin, metnaðarfull persóna, stolt, virðir sjálfa sig mikils, hungrar í nýja reynslu á ýmsa vegu, stundum kvíðin, margbrotin persóna, gott minni, lærir auðveldlega ýmislegt, flókið ástarlíf, persóna sem vill heilla alla.

--------------------------------------------

Október 24 til Nóvember 11.

Walnut Tré. Valhnetutré.

Ástríðufulla persónan; Óraunveruleg, skrýtin og full af flækjum, oft mikið egó, árásargjörn persóna, göfug samt, hefur víðan sjóndeildarhring á lífið, bregst oft óútreiknanlega við hlutum, fljótfær, ótakmörkuð framagirni, engin sveigjanleiki, erfiður og ósamstíga félagi, ekki alltaf elskuð en aðdáunarverð persóna, leysir þrautir létt, mjög afprýðisöm og ástríðufull persóna, engar málamiðlanir.

--------------------------------------------

Nóvember 12 til Nóvember 21.

Chestnut Tré. Brjósthnetutré? J

Heiðarlega persónan; Ótrúleg fegurð, reynir ekki að ganga í augun á öðrum, mjög vel heppnuð réttlætiskennd, áhugaverð persóna, fædd til að stilla til friðar en uppstökk og viðkvæm í erfiðum félagsskap, skortir oft sjálfsöryggi, hagar sér þó stundum sem yfir aðra hafin, finnst hún oft misskilin, elskar bara einu sinni, á ekki auðvelt með að finna rétta partnerinn í lífinu.

--------------------------------------------

Nóvember 22 til Desember 1.

Ash Tré. Ösp.

Framagjarna persónan; Mjög aðlaðandi, víðsýn, fljótfær, heimtufrek, kærir sig kollótta um gagnrýni, framagjörn mjög, gáfuð, hæfileikarík, leikur sér að örlögunum, getur verið full af egói, mjög áreiðanleg og traust, trú og öruggur elskandi, stundum tekur skynsemin meiri völd en hjartað, tekur samband við félaga/vini/ástvini mjög alvarlega.

--------------------------------------------

Desember 2 til Desember 11.

Hornbeam Tré.

Smekklega persónan; Frábær og sígild fegurð, hugar ætíð að útliti og ástandi sínu, góður smekkur, hættir til að finna til yfirburðar, gerir lífið eins þægilegt og hægt er, lifir réttlátu og heiðarlegu lífi, leitar af góðmennsku – tilfinningaríkum félaga og viðurkenningu, dreymir um óvenjulega elskendur, er sjaldan ánægð með líðan/tilfinningar sínar, ráðskast stundum með fólk, sjaldan viss í ákvarðanatöku en er mjög meðvituð um hluti.

--------------------------------------------

Desember 12 til Desember 21.

Fig Tré. Fíkjutré.

Skynsama persónan; Mjög sterk, örlítið sjálfhælin, sjálfstæð, samþykkir ekki málamiðlanir eða málalengingar, elskar lífið eins og það er, elskar fjölskylduna, börnin og dýr, dálítið fiðrildi í sér, mjög húmor-rík persóna, fílar vel leti öðru hvoru og kyrrð, hagsýnir kostir og gáfur fylgja þessari persónu.

--------------------------------------------

Desember 22.

Beech Tré.

Skapandi persóna; Hefur mjög góðan smekk, meðvituð um útlit sitt, efnishyggjupersóna, hæfileikar til að skipuleggja vel lífið og framan, efnuð, góður leiðtogi, tekur engar óþarfa áhættur, sanngjörn persóna, frábær lífsförunautur, áhugasöm um að lifa heilbrigðu og hollu lífi á alla vegu.

-----------------------------------------------------

Desember 23 til Janúar 1.

Apple Tré. Eplatré.

Persóna elskenda; Ástarblossi fyllir þessa heillandi persónu, mikið aðdráttarafl og tælandi viðmót, ánægjuleg ára, daðrandi persóna, ævintýraelskandi, viðkvæm, alltaf ástfangin, þráir að elska og vera elskuð, heiðarleg og viðkvæm persóna, mjög gjafmild, vísindalegir hæfileikar, lifir fyrir núið, áhyggjulaus hugsuður með mikið ímyndunarafl.

-------------------------------------------------------------------------------

   Þetta er eini hefðbundi broskallinn - sem reyndar er að sofna - sem verður í þessari færslu, enda klukkan að verða hálf þrjú núna þegar ég loks klára þennan helling ... vonandi hafið þið skemmt ykkur vel og vonandi lýst ykkur á tréð ykkar. Endilega leyfið okkur að heyra hvaða tré féll ykkur í skaut... Ég ætla að taka rúntinn á nokkra fyrstu bloggvinina mína sem ég hef fylgst lengst með núna - en klára svo hringinn með meiru á morgun. Góða nótt og eigið ljúfa drauma og yndislegan dag á morgun kæru vinir og lesendur (eða kæra lesönd eins og Zteini minn myndi örugglega segja)...

Þjófnaður á flugvöllum er eitthvað sem lengi hefur viðhafst, einnig smygl og önnur vandamál.

  Kemur mér svo sem ekkert á óvart að starfsfólk á flugvöllum víða séu oft á tíðum hálfgert glæpahyski. Það hlýtur að vera líkt og í öllum starfsstéttum og í öllum þjóðfélagshornum - að alls staðar leynast óheiðarlegir og óprúttnir aðilar sem eru öðrum til minnkunar.

Starfsfólk á flugvöllum heims hafa að öllu jöfnu mikinn aðgang að góðum leiðum til að lauma hinu og þessu hingað og þangað. Sannarlega hafa ákveðnir starfsmenn góðan aðgang að miklum verðmætum líka sem felast oft á tíðum í farangri þeirra milljóna ferðamanna sem oft kaupa mikil verðmæti og ferðast með slíkt góss, slíkt gæti sannarlega freistað óheiðarlegra starfsmanna.

  Sjálfur hef ég lent þrisvar í því að stolið hefur verið frá mér - úr farangri - frá því að ég innrita töskur og þar til ég tek þær aftur á færibandi heima við. Þetta á sérstaklega við um það sem sett er í hliðarhólf eða í ólæstar töskur - eins og var í þau skipti sem ég hef lent í. Reyndar var ekki um mikil verðmæti að ræða, en skartgripir og úr - sem og myndavél, fleira smálegt hefur horfið frá mér.

Sannarlega eru ekki nema bara örfáir einstaklingar sem eru svona óheiðarlegir - enda örugglega ekki oft sem þjófar komast lengi upp með svona ránsleiki þar sem fólk almennt hlýtur að kæra og því ætíð örugglega komið upp um slíkt fljótt. Ég er handviss um að meirihluti fólks sem vinnur svona störf er heiðarleikinn uppmálaður og ekkert uppá það að kvarta - en sauðirnir eru alltaf til staðar og sverta ímynd þeirra sem eru heiðarlegir.

  Kíki á alla mína bloggvini í dag og kvöld. Hef lítið verið á ferðinni um helgina og lítið athugasemdast - en þið fáið ykkar skammt á næstunni. Er búinn að vera í nokkra daga að skrifa, laga til og þýða upplýsingar sem fjalla um tengingu afmælisdaga okkar við tré náttúrunnar og hvað hvert tré hefur að segja um einstaklinga sem tengjast viðkomandi tré. Set þessar upplýsingar örugglega inn í dag eða kvöld með von um að þið hafið ánægju af - og ykkur til fróðleiks um ykkar eigin tengingu þar sem þið getið fundið út hvaða tré þið eruð, þannig séð. Hafið góða viku framundan kæru bloggvinir og aðrir bloggarar.


mbl.is Starfsmenn á flugvelli Madrid handteknir fyrir eiturlyfjasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AND YOU HAVE THE NERVE TO CALL ME COLORED!!!

  Rakst á nokkra ótrúlega heita gamla en sígilda. Varð að skella þeim hérna inn svona á Laugardagskvöldi. Lifið heil og njótið. 

----------------------------------------------------------------- 

Dear White Fella - Coupla things you should know:
When i born, i black - When i grow up, i black - When i go in sun, i black - When i cold, i black - When i scared, i black - When i sick, i black - And when i die, i still black

But You dear white fella:
When you born, you pink - When you grow up, you white - When you go in sun, you red  -When you cold, you blue - When you scared, you yellow - When you sick, you green - When you die ,you grey
AND YOU HAVE THE NERVE TO CALL ME COLORED!!!

-------------------------------------------------------

Miðillinn:  Ó, ég heyri anda konunnar þinnar sálugu berja.
Ekkillinn:  Nú nú, og hvern er hún að berja núna?

------------------------------------------------------------------

What a woman says;
“This place is a mess! C´mon,
give me a little help now, you and I
need to clean up, your stuff is lying on the floor
and you´ll have no clothes
to wear, if we dont do laundry right now”…

What a man hears;
Blah, blah, blah, blah…. C´mon
Blah, blah, blah, blah…. you and I
Blah, blah, blah, blah…. on the floor
Blah, blah, blah, blah…. no clothes
Blah, blah, blah, blah…. right now.

----------------------------------------------------------------

  Það fyrsta sem slær mann þegar maður kemur til New York er vasaþjófur!

----------------------------------------------------------------

Hugleiðing um staðreyndir lífsins
Hér segir af litlum fugli sem flaug haust eitt er kólna tók í veðri suður
á bóginn. En vetur konungur lagðist óvenju snemma yfir þetta árið og
frostið beit í litlu vængina svo aumingja fuglinn féll til jarðar. Hann
lenti á stórum akri og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En þá birtist belja
ein og skeit á hann. Þar sem fuglinn lá þarna í miðri kúamykjunni fann
hann hversu hlýtt og notarlegt þetta var. Skíturinn varði hann hreinlega
fyrir kuldanum og þetta var mjúkt og notarlegt bæli sem hann lá þarna í.
Litli fuglinn var svo hamingjusamur og honum leið svo vel að hann byrjaði
að syngja af gleði.
Köttur sem var þarna á ferðinni heyrði söng litla fuglsins og rann á
hljóðið. Hann sá skítahrúguna og dró litla fuglinn upp úr henni og át
hann.
Það sem við getum lært af þessari sögu er að:
1. Þeir sem gefa skít í þig eru ekki endilega óvinir þínir.
2. Þeir sem draga þig upp úr skítnum eru ekki endilega vinir þínir.
3. Þegar þú ert í djúpum skít skaltu hafa vit á því að halda kjafti.

-------------------------------------------------------

Engilinn á toppi jólatrésins… Hvernig kom sú hefð til?

Jólasveinninn var öskureiður.  Það var aðfangadagskvöld og allt gekk á afturfótunum!
Frú Jólasveinn hafði brennt allar jólakökurnar.  Álfarnir voru að heimta yfirvinnukaup vegna tímans sem fór í að vinna við leikfangagerðina.  Hreindýrin höfðu verið að skvetta í sig allann daginn áður og til að gera hlutina enn verri höfðu þau tekið sleðan og farið á rúntinn og klesst hann á tré.

“Ég trúi þessu ekki” hrópaði Jólasveinninn.   “Það er aðfangadagskvöld og ég þarf að afhenda miljónir jólagjafa um allann heim innan skamms og ekkert er eins og það á að vera!!!
Álfarnir mínir í verkfalli, Hreindýrin mín dauðadrukkin, sleðinn ónýtur og svo hef ég ekki einusinni jólatré.  Ég sendi þennan heimska litla Engil út fyrir óralöngu til að ná í jólatré og hann er ekki enn kominn til baka: “ Jólasveinninn var bálreiður og blótaði heil ósköp…

Einmitt á sömu stundu opnaðist útidyrahurðin og inn úr myrku éljaveðrinu steig Engillinn og dró á eftir sér stórt jóla tré…
Hann hrópaði: “ Hæ, FEITI KARL…HVAR Á ÉG AÐ STINGA JÓLATRÉNU ÞETTA ÁRIÐ????”

Þannig kom það til að Englar eru alltaf hafðir á toppi jólatrjánna…( þú skilur hvar jólasveinninn, sem var öskureiður, sagði Englinum að stinga trénu!! ) END!

-------------------------------------------------------

  

Verulega óða nótt kæru vinir og lesendur... njótið Sunnudagsins.


Er það nektin og kynþokkinn sem selur eða er það söngröddin? Sönghvað?...

Var bara að reyna að laga textaútlitið aðeins... ekkert nýtt samt! Meira sex en söngur - er það söngurinn eða er það kynlífið sem selur plöturnar/diskana/myndböndin??? 

Hér á eftir koma pælingar um söngkonur og menn, fyrst erlendar söngkonur og svo smá bull um íslenska poppliðið – bullað en ekki staðreyndir – bara mitt álit en ekki alhæfingar um hvað og hvernig þetta á að vera eða vera ekki.

Byrjum erlendis: 

Britney Spears:

Klæðaburður – Skólabúningurinn í Baby, One More Time var svolítið barnanýðingslegur en hún fær 8,5 fyrir rauða leðurdressið í Oops, I Did It Again.Miðað við stöllur sínar úr Destiny´s Child og Janet Jackson og fleiri, kemur á óvart hvað Britney getur stundum stillt sig um að sýna bert hold. En.. það er þó mikið farið að sjást í bert síðustu ár...

Kroppurinn – Ungur og sexy án þess að líkjast anorexíutilfelli en rosalega uxu brjóstin á henni hratt *bros* ...

Andlitið – 9,5 það er ekki hægt að fara fram á meiri náttúrulega fegurð.

Sviðsframkoma – Dansatriðin minna of mikið á alla hina, hvar er frumleikinn?

Söngröddin – Sæt, án þess að vera áhrifamikil. 

Niðurstaða:Það þyrfti kraftaverk til að gera Britney að langtímastjörnu – en sem dægurfluga er hún með þeim betri.

--------------------

 Courtney Love:

Klæðaburður – Dýr og ósmekklegur - druslulegur.

Kroppurinn – Allt sem ekki er úr plasti er í meðallagi.

Andlitið – Á góðum degi er það í lagi, á slæmum degi: Hryllingur!

Sviðsframkoma – Eins og drukkin skækja í gólfklúbbnum.

Söngröddin – Söng hvað? 

Niðurstaða:Ekkja Kurt Cobain er undantekningin sem sannar regluna: það borgar sig ekki alltaf að fækka fötunum og gala hátt. Love gleymist fljótt sem söngkona.

--------------

Destiny´s Child:

Klæðaburður - Er hægt að vera meira sexy en þetta? Allir blautlegir draumar rætast. Hvernig væri að kaupa svona dress eins og þær klæðast, á konuna? Silfurlitaður g-strengur, leðurbrjóstarhaldarar og lakkstígvél uppá læri! Sumum þykir stundum um of og skelfilegt hve lítill klæðnaðurinn í raun er - en þetta höfðar til enn fleiri sem kaupa sannarlega allt sem frá þessum glæsimeyjum kemur.

Kropparnir – Vel má vera að þær séu mótaðar af bestu lýtalæknum vestra en útkoman gæti ekki verið betri.

Andlitin – þrisvar sinnum “Gyðja” ..

Sviðsframkoma – þessu skilaði síðkvennabaráttan – réttinum til að vera bæði áreitin og sexy. Karlmenn lepja þær í sig!Söngraddir – Hlustið á þær syngja “Emotion” eftir Bee Gees. Þær syngja eins og englar. 

Niðurstaða:Kannski eiga þær ekki eftir að vera í brasanum til æviloka en þær eru þegar búnar að setja sín nettu fingraför á tónlistarsöguna.

-------------

Janet Jackson:

Klæðaburður – Getur gert hvað mann sem er brjálaðan.

Kroppurinn – Janet er eins og Oprah að því leyti að hún margfaldast ef hún fer í frí en þegar Janet er í toppformi er hún fegurðardís.

Andlitið – Getur verið að Janet sé á fílaskammti af Fontex? Hvað finnst ykkur um þetta eilífðarbros?Sviðsframkoma – Dansatriðin eru lýtalaus en vitanlega sjá allir að þetta er allt fengið að láni hjá Michael bróður.

Söngrödd – Snotur en engan veginn minnisstæð. 

Niðurstaða: Janet er mikill dansari en það er ekki hægt að tala um hana sem söngstjörnu.

---------------

 Jennifer Lopez:

Klæðaburður – J.Lo er oft eins og hún hafi týnst inni í stelpnadeild H&M en hún er samt svo sæt að hana myndi klæða að vera í eldhúsgardýnu.

Kroppurinn – Allt er gott þegar endinn er góður, og hann er það.

Andlitið – Laglegt en hún er ekki ægifögur í nærmynd.

Sviðsframkoma – Jennifer ætti að láta ógert að koma fram á live-tónleikum, myndbönd hennar eru flottari en tónleikahald hjá henni minna á ódýra útgáfu af Madonnu.

Söngrödd – Guði sé lof fyrir tækniframfarir í hljómplötuútgáfubrasanum. 

Niðurstaða:Augnakonfekt en tónlistarlega séð í mesta lagi neðanmálsgrein.

--------------

 Madonna:

Klæðaburður – Hún leggur línuna og hefur alltaf gert. Madonna stælir engan en allir stæla Madonnu.

Kroppurinn – Aðeins of vöðvuð, aðeins of lítil kvennleg mýkt.

Andlitið – Madonna eldist með reisn og sem betur fer má sjá aldur hennar á andlitinu.

Sviðsframkoma – Madonna stælir engan en allir stæla Madonnu – hún leggur línurnar og hefur alltaf gert.

Söngrödd – Madonna spilar vel úr því sem hún hefur. 

Niðurstaða:Það er ekki hægt að ofmeta þau áhrif sem Madonna hefur haft á tónlist og menningu síðustu 20 ára. Madonna verður alltaf “hot”. 

------------------------------- 

Kylie Minogue:

Klæðaburður – Ohhhhhhh!

Kroppurinn – Ohhhhhhh!

Andlitið – Ohhhhhh!

Söngröddin – Uhh! 

Niðurstaða: Ástralska poppdrottningin er í kringum hvað -  fertugt og nýtur meiri vinsælda og er meira sexy en nokkru sinni fyrr. Ef Kylie hefði verið dægurfluga væru dagar hennar taldir fyrir löngu en þess í stað er hún komin á réttu hilluna og þaðan getur hún í rólegheitum gert alla blóðheita karlmenn brjálaða! Tónlistalega séð er hún brilljant.-------------------

================================

 Kíkjum þá aðeins á íslenskt tónlistarfólk. Munið nú að þetta sem hér á eftir fer er eingöngu mín eigin persónulega skoðun en alls ekki það sem allir eiga að vera sammála mér um... 

Birgitta Haukdal:

Klæðaburður – Smekklegur en á stundum til að vera að reyna að líkjast einhverri barbí, mætti gjarnan vera örlítið djarfari í klæðaburði.

Kroppurinn – Vel vaxin, grönn og smart án þess að líkjast anorexíutilfelli - góð fyrirmynd.

Andlitið – Falleg stúlka en mætti vel hætta að reyna að vera “svonalítilstelpa” thíhíhí ...

Sviðsframkoma – Nokkuð fín á sviði, hreyfingar góðar og þokkafullar en þarf að vinna mikið í fótaburði, virkar stundum hrikalega “hjólbeinótt” ...

Söngrödd – Þokkaleg, finn þó enn fyrir þessum “barbídúkkuhljóm” hjá henni.  

Niðurstaða:Birgitta er heillandi söngkona sem nær vel til unglinga í dag, hún er jú stjarnan.  Hún mætti hins vegar alveg fara að vaxa uppúr því að leika einhverja saklausa dúkkulísu sem fáir fíla nema krakkar frá 5 ára til fermingar. Ef hún fer ekki að þroskast upp úr því að leika “saklausa” stúlkukind og taka áhættur í söng mun hún ekki lifa tónlistarlega séð mikið lengur - nema í augum nýrra og nýrra kynslóða - fyrir fermingaaldurinn. Það verður ekkert vandamál að “gleyma” Birgittu þegar hún fer af sjónarsviðinu. Sem dægurfluga er hún stórfín, en dægurflugur missa vængina fljótt.

---------------------

 Sigga Beinteins:

Klæðaburður – aðeins of íhaldssöm, mætti alveg poppa sig aðeins upp og vera djörf.

Kroppurinn – Glæsileg kona sem gaman er að horfa á, sómir sér vel hvar sem er.

Andlitið – Fallegt andlit, fallegt bros. Geislar af andliti hennar innri fegurð.

Sviðsframkoma – Virðist oft á tíðum feimin á sviði en samt örugg, má hoppa og skoppa aðeins meira.

Söngrödd – Stórkostleg!!! Vildi óska þess að ég ætti enn upptökuna af því þegar hún söng hjá Hemma Gunn lagið “when a man loves a woman” - það situr enn í mér og ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til baka um fjölmörg ár. 

Niðurstaða:Sigga er ein af þessum perlum sem aldrei falla í verði. Hún er og verður ætíð í hjarta okkar “Stjarna” og ef eitthvað er þá eldist hún eins og vínin, betri með hverju ári. Hún má þó alveg vera óhrædd við að poppa upp klæðnað sinn því hún er geggjað flott og verður alltaf “hot”... það verður auðvelt að muna eftir siggu löngu eftir að hún hættir að syngja fyrir okkur, sem ég vona að verði laaaannnnggggt í.

-------------------

Bubbi Morteins:

Klæðaburður – Klæðir sig eftir aldri sem er þokkalegt, ekkert að reyna að vera of mikill töffari þó hann virki þó alltaf alger gaur. Mætti reyndar loosin up örlítið, slaka á og hætta að horfa á alla hina af stallinum. 

Kroppur – heldur sér vel og eldist þokkalega, virðist koma til með að verða þokkalegasti fýr í ellinni.

Andlitið – Fjaskafallegur – ætti ekki að láta taka nærmyndir af sér því þær myndu verða misheppnaðar og einungis til þess gerðar að sýna hvað hann er orðinn gamall í raun og veru.

Sviðsframkoma – Sviðshvað? Steindauður náungi sem situr eða stendur og hreyfist ekki baun.

Söngrödd – Langt frá því að vera einhver söngstjarna. Hann er samt orðinn það frægur - fyrir eitthvað - að hann þarf ekki annað en að tauta eitthvað með sjálfum sér til að gera tautið vinsælt. 

Niðurstaða:Bubbi er og verður alltaf Bubbi. Þegar menn eru orðnir svona hrikalega þjóðþekktir þá skiptir eiginlega ekki neinu þó tónlistin sé orðin leiðinleg og stöðnuð hjá þeim – þeim tekst alltaf að selja það sem þeir eru að gera. Maður er bara vanur honum og hann kemur líklega til með að vera endalaust að troða á okkur “tónlist” vegna þess að hann er orðinn rótgróinn.

-------------

Björk:

Klæðaburður – Ohh my God! Einstök, hún er eins og Madonna – stælir engan! Það er auðvitað það sem gerir hana líka sérstaka.

Kroppurinn – Grönn og nett – getur klætt sig hverju sem er án þess að skammast sín vegna þess að hún er vel vaxin.

Andlitið – Stórkostleg, sérstök og ákveðin útgeislun sem líka gerir hana sérstaka, engin sykurmoli samt í útliti.

Sviðsframkoma – Fjörug og lifandi, live tónleikar eru einmitt eitthvað sem er sniðið fyrir hana en myndböndin eru alls ekki nógu lifandi – þrátt fyrir að vera góð, hún á að vera á sviði því þar nýtur hún sín langbest.

Söngrödd – Skræk, oft þreytandi en mjög sérstök og jú einstök – þess vegna er hún fræg. 

Niðurstaða:Björk er svo frumleg og sjálfri sér samkvæm að það fleytir henni alls staðar á toppinn. Hún er ekki með beint fallega rödd en hún er virkilega sérstök og manni langar alltaf til að heyra í henni aftur og aftur og aftur ... hún deyr aldrei út því hún er búin að skrifa nafn sitt í skýin og fólk kemur alltaf til með að muna eftir “Björk”.

-----------

Jónsi:

Klæðaburður – Alltof mikill töffari, þröngar buxur og litlir bolir – til hvers? Eingöngu til að sýna litlu stelpunum hvað hann er vöðvaður. Klæða sig betur og eftir aldri..

Kroppurinn – Virkilega skorinn og vel vaxinn, vöðvastæltur.

Andlitið – Sætur strákur í fjarlægð. Nærmyndir eru hans martröð, dettur alltaf í hug “hauskúpa” þegar ég sé nærmynd af honum. Æðar á t.d. hálsi alltof áberandi í nærmyndum á tónleikum sem skemmir mikið.

Sviðsframkoma – Mikill fjörkálfur og á vel heima á sviði – á sveitaböllum lengst uppi í sveit!

Söngrödd – Sönghvað??? 

Niðurstaða:Jónsi er langt frá því að vera góður söngvari,. Sem dægurfluga er hann á flugi eingöngu vegna þess að hann er svo mikill “töffari” og hann nær að heilla unglingana með hoppi og látum en án unglinga væri Jónsi ekki neitt. Hann ætti frekar að fara út í líkamsrækt og fara í keppnir þar, hann gæti náð langt í fitness. Fólk verður fljótt að gleyma honum þegar hann missir dægurfluguvængina svo líklega ætti hann að hafa eitthvað annað til að hlaupa í þegar þar að kemur.

-------------------

Diddú:

Klæðaburður – Alltaf flott á því. Virðuleg til fara og snyrtileg, sannarlega glæsileg kona.

Kroppurinn – Kona með sannarlega kvennlegar línur, dálítið þybbin stundum en samt svo kvennleg og þokkafull, getur vel komið mönnum til að snúa sér í marga hringi af hrifningu.

Andlitið – Stórkostlegt bros sem nær til augnanna, glansandi andlit sem nautn er að horfa á. Maður kemst í gott skap þegar maður horfir framan í Diddú.

Sviðsframkoma – Svífur um, stórkostleg og virðist algerlega veraldarvön – það sópar að henni og maður nýtur þess að horfa á hana á sviði.

Söngrödd – Gimsteinn hvernig sem á það er litið, bæði fyrr á árum sem og í nútíðinni skarar hún framúr flestum.  

Niðurstaða:Diddú er ein af þeim söngkonum sem alltaf ná til hjarta manns, hún syngur eins og lævirkinn sem lækna getur hvaða mein sem er. Hún er á heimsmælihvarða og mun aldrei gleymast – sígild og glæsileg kona sem alls staðar verður tekið eftir. Hún var stórkostleg dægurfluga á sínum tíma en er nú orðin stjarna sem situr föst á himnum, innan um hinar stórstjörnurnar, um ókomna tíð.

---------------- 

Ég gæti talið upp alla okkar stórkostlegu söngvara – sem og líka þá sem bara fljóta einhvern vegin áfram án sönghæfileika. En ég ætla að láta staðar numið hérna enda er þetta þegar orði nokkuð langt hjá mér. Vona að einhver hafi haft gaman af þessu og munið að flest af þessu er bara mín persónulega skoðun en á engan hátt eitthvað sem öðrum finnst, sumt er líka tekið úr gömlum tímaritum. Ég er alls engin sérfræðingur í að dæma svona hluti, er bara að pæla í þessu og langaði bara til að deila þessu með ykkur ... Sooo núna verður maður bara að vona að engin fari í mál við mig. En það er nú svo sem ekkert mál að eyða nafni út ef í það væri farið.

Njótið helgarinnar vel og vandlega ...


Uppdate on the little kjutypies.. meoowww!

Ok, hérna er bara örstutt kisu upload. Við erum 3 vikna í dag. Erum farnir að skrölta um og leika okkur, hættir að kvæsa á afa og njótum bara lífsins. Til að sjá myndirnar betur getið þið klikkað á þær og þá stækka þær. Fleiri myndir seinna ...

 

Picture 011  Picture 009

Picture 010  Picture 008

 


Sumir flörta án þess að átta sig á því - aðrir daðra meðvitað af lífi og sál, allir vilja að daðrað sé við þá - sakleysislega eða heitt kynferðislega.

levensliefdeErtu daðrari, tepra eða einhvers staðar það á milli? Skoðaðu eftirfarandi og finndu út hvað þú átt að gera til að næla í fleiri sénsa. Nú eða hafðu bara gaman af og pældu í því hvernig daðrari þú ert - eða ert ekki! Við erum svo miklir flörtarar sum - sum að ásettu ráði og með mikilli tækni - en önnur sakleysislega og án þess að ætla sér eitt eða neitt. Sumir eru bara svona eilífðardaðrarar af guðs náð.

  
  1. Nærðu oft augnsambandi við ókunna menn/konur?
    1. Mjög oft.
    2. Aðeins ef þeir/þær eru sætir/sætar.
    3. Aðeins ef þeir/þær eru sætir/sætar og þú í skrítnu skapi.
    4. Sjaldan, bara ef þú ert drukkin/n.
    5. Aldrei.
 
  1. Þú ert einmanna í partíi. Hvaða menn/konur ákveður þú að nálgast?
    1. Þann/þá svalasta/svölustu.
    2. Þann/þá sætasta/sætustu.
    3. Þann/þá fyndnasta/fyndnustu.
    4. Þann/þá ríkasta/ríkustu.
    5. Þann/þá sem er einmanna eins og þú.
 
  1. Ef þú hefur náð augnsambandi við áhugaverða/n mann/konu, hvað þá?
    1. Horfir þú í aðra átt, vandræðaleg/ur.
    2. Brosir lítillega og bíður eftir því að hann/hún komi til þín.
    3. Kinnkar kolli til hans/hennar, situr bein/n í baki og opnar efstu tölurnar á skyrtunni þinni.
    4. Gengur rólega að honum/henni, dillandi mjöðmum(konur). Þú heillar engan með því að horfa niðurfyrir þig. Ef þú hefur sífellt áhyggjur af því að mistúlka merki karlmanns/konu muntu aldrei ná þér í gæja/gellu svo þú treystir eðlisávísuninni og horfir beint á hann/hana.
    5. Veifar og kallar í hann/hana eða gengur beint að honum/henni.
 
  1. Þegar þú kynnir þig fyrir manni/konu, þá?
    1. Leyfir þú honum/henni að tala um sjálfa/n sig á meðan þú fyllist áhyggjum yfir því sem  þú ætlar að segja.
    2. Fylgir honum/henni í samræðunum en lætur hann/hana stjórna þeim.
    3. Meturðu samræðurnar og passar að þið fáið jafnan tíma til að tala um ykkur sjálf.
    4. Talarðu ekkert um persónulega hluti. Spjallar um lífið og tilveruna og reynir að fá hann/hana til þess að hlæja.
    5. Segirðu honum/henni ævisögu þína á fimm mínútum.
 
  1. Þið hafið fært ykkur þangað sem þið fáið meira næði. Hvernig berðu þig að?
    1. Varfærnislega, þú vilt ekki að hann/hún haldi að þú sért auðveldur/auðveld bráð.
    2. Afslappaður/afslöppuð en fjarlæg/ur, þú vilt enga líkamlega snertingu.
    3. Þú reynir að láta mjaðmir ykkra, hendur eða fætur snertast.
    4. Vingjarnlega, þið eruð eins og gamlir vinir.
    5. Þú setur hendur þínar strax á mjaðmir hans/hennar.
  Þá er það stigagjöfin þegar þið hafið pælt í spurningunum og farið yfir svörin ykkar ... A gefur 1 stig – B gefur 2 stig – C gefur 3 stig – D gefur 4 stig og E gefur 5 stig. Stigagjöf:
  1. 5-10 stig =      Þú tekur enga sénsa en ef  þú vilt hitta stráka/stelpur verðuru að læra að brosa til þeirra fyrst.
  2. 11-15 stig =    Þú vilt prófa en þorir ekki alltaf. En ef þú fylgir áhuganum eftir áttu von á mörgum sénsum.
  3. 16-20 stig =    Þú veist hvað þú vilt og hvernig þú færð það. Þú gefur frá þér merki án þess að það standi á þér að þú takir öllum mönnum/konum opnum örmum.
  4. 21-25 stig =    Engin getur sakað þig um að halda þig til baka.  Ekkert að því en þú gætir spáð í afhverju flestir vina þinna drífa sig heim fyrir morgunmat.
 flirtÞetta spurningarpróf fann ég í gömlu DV og fannst það bara nokkuð skemmtilegt og ákvað að skella því hingað inn handa ykkur að spreyta ykkur á... Ég er náttúrulega einn af þeim sem vita hvað þeir vill og hvernig þeir fara að því að nálgast hluti sem maður vill – maður gefur frá sér merki án þess að það standi utaná manni að maður tekur öllum opnum örmum .. muhahaha!

P.s. hvar ert þú í þessum skala?

Endilega leyfðu okkur að heyra hvar þú lendir!


Ótrúlegustu sjúkdómar gætu fylgt hinum saklausustu heimilisvinum...

kottur litillAllir vita að flugur geta borið með sér bakteríur og sjúkdóma. Talið er að á síðasta ári hafi 1,2 milljónir manna látist af völdum hinnar "saklausu" húsaflugu sem allir þekkja. Sú saklausa sem flögrar svo vinsamlega og ljúf um híbýli okkar daginn út og inn að sumarlagi getur borið með sér bakteríur og sjúkdóma á borð við mislinga, skarlatssótt,taugaveiki, berklaveiki, svartadauða, blóðkreppusótt, listeriu, campylobacter, salmonellu, cycospora, cryptospoidium, E-coli 057 og fleiri skaðmiklar bakteríur...

 

Húsaflugan er 5-8mm að stærð og verður kynþroska eftir 7-14 daga. Hún verpir allt að 130 eggjum í einstöku varpi og er líftími hennar frá 30 dögum til 5 mánaða. Húsaflugan hefur rana í stað munns sem sogar næringuna upp. Þær hrækja fyrst meltingarsafa til að leysa upp efni í fæðu, saur eða sorpi. Þær dreyfa sýklum þegar þær setjast á matinn því um leið og þær fljúga upp - skíta þær þeim efnum sem þær sugu síðast - en það gæti verið hundaskítur fyrir utan húsið þitt eða eitthvað frá öskuhaugunum. Húsaflugan ferðast allt að 20 kílómetra frá þeim stað sem hún klekst út.

steinfluga

 Ef fólk vill losna við húsafluguna úr híbýlum sínum er öruggasta ráðið og það besta - að láta meindýraeyði úða fyrir henni sem og öðrum flugum sem hrjá fólk. Best er að gera það strax og menn verða varir við húsfluguna á vorin til að stoppa varp hennar og næstu kynslóðar. Auðvitað er hægt að setja upp alls skonar flugnanet fyrir glugga og hurðir til að varna flugum inngöngu í híbýli manna.

Það má aldrei úða í mykjuhauga eða inni í gripahúsum með dýrin inni og yfirleitt á alls ekki að úða með skordýraeitri þar. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfssskírteini gefið út af Umhverfisstofnun og eiturefnavottorð útgefið af sýslumanni/lögreglustjóra. Einnig er mikilvægt að vita hvort meindýraeyðirinn hefur starfsleyfi í viðkomandi sveitafélagi.

(Upplýsingar úr 24stundum, Guðmundur Óli Scheving skrifaði)...

bug3

 

Og ég sem hélt alltaf að þessar blessuðu húsflugur væru sauðmeinlausar og engin sérstök hætta fylgdi þeim. Nú sér maður fram á að endurskoða þessar saklausu pöddur, en það er bara nánast útilokað að halda þeim úti - þær hafa alltaf einhverjar leiðir til að komast inn hjá manni. Maður nennir varla að hafa net fyrir öllum gluggum og hurðum - eða allt lokað yfir sumartímann.

Engin nauðsyn er að commenta á þennan pistil, henti þessu bara inn að ganni og okkur til fróðleiks. Eigið góðan dag ljúflingar...


Það er hægt að gera betur ef maður leggur sig fram! Ætlar þú að gera tilraun?

einkamalaauglisingEf þið klikkið á þessa mynd þá sjáið þið öll smáatriðin sem ég hripaði niður á blað og hafa öll að geyma miklar upplýsingar um mig sjálfan! Ég sendi þetta náttúrulega inn á einkamálasíðu í Bandaríkjunum - ásamt góðri og vel valinni mynd - og ég trúði varla eigin tölvu þegar ég skoðaði afraksturinn eftir daginn - 378 bónorðssvör og kynlífstilboð! Geri aðrir betur ... er á leiðinni erlendis í svallferð.

Nei, þetta var bara heljar mikið grín og sannarlega ekkert til að taka sér til fyrirmyndar. Rakst bara á þetta á netflakki og fannst það snilld - var að hugsa um að taka þetta út og skrifa þetta á íslensku og ramma inn - gefa svo börnunum í ættinni svona í afmælisgjöf, ef ég nennti... en það er nú önnur ella - en alls ekki slæm hugmynd að dreyfa svona jákvæðni í börnin. Segja þeim að þeta eigi þau að lesa á hverjum degi og hafa þetta á bakvið eyrun. Jákvæðni er mikil gjöf sem ekki er öllum gefin, en allir geta tamið sér að meðtaka jákvæðni ef þeir bara hafa eitthvað svona fyrir augunum og sjá þetta af og til - málið er að það jákvæða myndi síast smá saman inn og á endanum myndi hún skila sér duglega til baka...

 Vitið þið hvað - ef maður hefði svona "jákvæðnislista" t.d. í einu horni baðherbergisspegilsins - þá myndi maður ósjálfrátt lesa hann af og til á meðan maður væri að tannbursta sig eða þvo hendur eða nota tannþráð eða eitthvað álíka. Við erum svo skrítin mannfólkið að við þurfum eitthvað til að horfa á, á meðan við dundum okkur við smáatriðin - og ljúf falleg og jákvæð orð eru það langbesta veganesti inn í daginn sem maður getur fengið inn með morguntannburstun. Ég mana ykkur til að prufa þetta og sjá til eftir viku eða mánuð hvort þið séuð ekki farin að hugsa um þessi jákvæðu orð ykkur til gleði og meiri jákvæðni að þeim tíma liðnum. Nú, ef þið eruð nú þegar óbilandi jákvæð - þá mæli ég með öfugum lista náttúrulega - þeim svartsýna.

Respect Posters

 Þessi mynd skýrir sig algerlega sjálf og þarf mjög litla hjálp til að koma meiningu sinni fullkomlega til skila.

Það gefur auga leið að ef við sýnum náungakærleik og virðingu, sýnum öllum jafna alúð og manngæsku og við sjálf myndum óska okkur til handa - þá yrði lífið mun yndislegra og mun meira þess virði að lifa það.

Munið bara að við erum öll - og þá meina ég algerlega öll - af Guði sköpuð og það er hans ósk og okkar skipun að vera góð hvert við annað. Man eftir einhverri færslunni hérna á blogginu þar sem ég kom inn með athugasemd um að við ættum að fara öll út að morgni með það í huga að reyna að gera minnst eitt góðverk þann daginn sem og alla daga og myndi slíkt rúlla upp mikilli góðmennsku um heiminn (munið þið eftir myndinni um þetta?). Ég hef mikla trú á að góðverkin skila sínu og koma ætíð á einhvern hátt til baka til okkar í einhverju formi.

Alltof mikið er af þeim sem sennilega hafa aldrei framið góðverk, að því er virðist. Netið er t.d. ekki á neinn hátt öðruvísi en lífið sjálft og á netinu grasserar oft mikil illska, fyrirlitning og/eða öfund í garð þeirra sem kannski eru sjáanlega á einhvern hátt betri, heiðarlegri eða öðruvísi en normalið er talið eiga að vera. Ótrúlegt finnst mér t.d. að sjá þegar nafnlausir aðilar óinnskráðir eru að kasta ljótu og meiðandi efni inn á færslur þeirra sem til dæmis eru að blogga hér og annars staðar. Þeir aðilar sem slíkt stunda ættu sannarlega að hafa miða út um alla íbúð sína sem segja "ég ætla ekki að vera með skítkast á neinn í dag" eða "í dag ætla ég að breyta til og prufa að hrósa einhverjum". Hver veit, kannski myndi það gleðja og örva þann sem aldrei hefur prufað - svo ég hreinlega mana þá sem henda skít daglega - að prufa að setja skítkastið ofaní skúffu næst þegar þeir fara á netið - og gera tilraun, hrósa, tala fallega um einhvern, segja eitthvað styrkjandi eða bætandi. Ég er sannfærður um að áður en skítkastarinn veit af þá verður hann búinn að gleyma skítbyssunni í skúffunni og er miklu ánægðari en áður.

Toilett Posters

 

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að rekast á svona ráðleggingar og óskir. Það er svo mikið endalaust gaman af því að það virkilega þurfi að setja svona upp sum staðar - en málið er að það þarf virkilega. Ótrúlegt en satt, til dæmis eru margur karlpeningurinn sem hreinlega getur engan vegin stýrt og miðað bununni ofaní Wc eða skál á vegg. Fannst það óendanlega fyndið þegar ég rakst á blogg (held að það hafi verið hjá Boxaranum okkar) einhvern daginn um að það væru fallegar Gínur í gluggum um allt salernið einhvers staðar erlendis - hélt að það væri alveg nóg um að menn geti ekki miðað beint hvað þá ef það eru fullt af tælandi módelum í glergluggum um allt salernið og menn að snúa sér hægri og vinstri til að skoða - á meðan þeir skvetta úr sokknum.

 Reyndar gruna ég að neðri óskin sé óþörf. Enda held ég nú að konur sannarlega sitji kyrrar á sama stað allan tíman sem athöfnin tekur. En ég veit það náttúrulega ekki - er það annars ekki þannig með ykkur dömur mínar? Sitjið þið ekki grafkyrrar á meðan þið eruð að fremja þessa hefðbundnu athöfn?

 

Jæja, þá er þessari jákvæðnifærslu lokið hér með. Ætla að fara að kíkja blogghringinn og skoða allar nýjar færslur hjá ykkur. Vonandi hafið þið nú dásamlega nótt framundan og yndislegan dag á morgun. Ef ég gæti þá myndi ég taka ykkur og knúsa ykkur í tætlur hvert og eitt... love you all!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband