Er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að kalla kreppuna "Tískubylgju"? Nei ég bara spyr ... Og hver hækkaði skatta síðustu áramót?

Þorgerður Katrín, stjórnarandstaðan

"Það er halli á ríkisfjármálunum og hvernig ætlar ríkisstjórnin að taka á þeim halla, spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 

Hún sagði að bara eitt væri í boði af hálfu ríkisstjórnarinnar og það væri að hækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki stutt það að stórauknum byrðum yrði velt á heimili landsins. 

Þorgerður sagði að vissulega hafi verið gerð mistök frá því allt fór í óefni í efnahagslífinu, ekki síst í aðdraganda bankahrunsins. Upplýsingagjöf hefði t.d. mátt vera betri. Hún sagði hins vegar að sagan myndi sýna að á fyrstu dögum hrunsins hafi verið unnið þrekvirki og forðað því að ekki fór verr.

Þorgerður vék að breytingum á stjórnarskránni. Hún sagði að endurskoðun á henni mætti ekki ráðast af hvatvísi. Stjórnarskráin ætti að vera yfir það hafin að breytast eftir tískubylgjum. Hún sagði forsendu þess að stjórnarskráin nyti trausts að um breytingar á henni væri pólitísk sátt."

Mbl.is frétt.

Bíðið nú við .. var það ekki einmitt sjálfstæðisflokkurinn sem stóð að skattahækkunum í kringum síðustu áramótin? Var það ekki einmitt sjálfstæðisflokkurinn sem lagði hart að því að hátekjuskattur færi ekki í gang heldur þyrfti látekju Jón&Gunna að borga brúsann ...

Einnig finnst mér það skondið að Þorgerður skuli kalla kreppuna "tískubylgju" .. því það er þessi tískubylgja sem er að kalla á stjórnarskrár-endurskoðun og jafnvel breytingar.

Kosningabaráttta Þorgerðar er þegar hafin greinilega - en svei mér þá ef Þorgerður Katrín er ekki bara haldin sama gullfiskaminni og við hin í landinu, í það minnsta hvað skattamál hennar flokks varðar...


mbl.is Hvernig á að taka á hallanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Búkolla .. hún er með stóran ljótan blett aftan á sér sem þú hefði þurft að losa sig við ef hún ætlar sér að verða trúverðug og traustvekjandi - bletturinn er kallaður sjálfstæðisflokkurinn. Æi, líklega er hún nú þokkalega flottur stjórnmálamaður - eða kona sko - ef hún bara væri í rétta flokknum. Hahaha ... so tú spík.

Tiger, 4.2.2009 kl. 20:57

2 identicon

Það þarf að lækka skatta auk þess ætti að velja td fyrirtæki sem eru í þekkingariðnaði og gera þau alveg tax free næstu 10 árin svo ætti að gera 

setja alla bændur í 1 % skatt 

svo mætti halda áfram og hugsa dæmið til enda.... 

þetta snýst ekki um að laga þjóðfélagið á 2 árum lágmark er 10 ár

með þeirri hugsun þarf ekki að óttast neitt auk þess þurfum við ekki

að ganga í ESB við getum verið frjáls lengur :)

SO (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hækkaði skatta og fór í Ólympíuleikaferð sem kostaði ríkið nokkrar milljónir. Hún fór á Ólympíuleikana, en svo þegar ekki gekk vel hjá Íslendingum fór hún bara heim í stað þess að hvetja okkar fólk. En svo þegar fór að ganga betur stökk hún af stað og fór út með föruneyti og tók þátt í sigurveislunni. Iss... gef ekki mikið fyrir svona stúlku sem fer ekki með þjóðinni í gegnum súrt og sætt. 

Held að henni væri nær bara að halda sig heima.

Baldur Gautur Baldursson, 4.2.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Tiger

SO; ekki svo vitlaust að spá svolítið í það að veita ákveðnum greinum ívilnun á meðan þau styrkja grunn og rekstur ef þau eru á hallandi fæti. Eins mætti vel styðja betur við bændur, bæði þá sem eru með kjötafurðir og þá sem eru með grænmeti eða aðra ræktun .. styðjum íslenskt for crying out loud! Sammála því. Við verðum að horfa til aðeins lengri tíma en bara næstu misseri, satt er það.

Baldur; Já, ég hefði viljað sjá fleiri ráðherra og þingmenn vera bara heima - frekar en að þeir séu á flandri um allar tryssur með íslenskt eyðslufé hægri vinstri. Þeir einu sem ættu raunverulega að ferðast - eru utanríkisráðherra sem fer með utanríkismál og fólk á vegum utanríkisráðuneytisins. Satt að það er lúalegt að standa ekki með sínu fólki í gegnum súrt og sætt.

Tiger, 4.2.2009 kl. 21:58

5 identicon

XD hækkaði skatta en líka persónuafsláttinn. Fyrir vikið hækkuð ekki skattar þeirra sem eru undir meðallaunum. Alveg í anda vinstristjórnarinnar.

Hugsa (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 139779

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband