Ekki geta gamalmenni og öryrkjar sagt upp - til að mótmæla lágum kjörum. Hvað er talið mannsæmandi í dag? Hvað telur ráðherrann/bankastjórinn að mannsæmandi sé? Gætu þeir lifað á því sjálfir? Varla ...

beinagrindMitt í allri kjaraskerðingunni er öryrkinn orðinn svolítið horaður, enda nær hann ekki endum saman yfir mánuðinn.

Gamla fólkið er í sömu sporum, á ekki fyrir því sem telst til mannsæmandi lífs.

Kannski er það málið núna að öryrkjar og gamalmenni segi bara upp - örorkunni og ellilífeyrir sínum - til að mótmæla bágum kjörum.

Nei, auðvitað geta öryrkjar og gamalmenni ekki tekið sig saman og sagt bara upp til að mótmæla ómannúðlegum launum sínum - þessir hópar verða að treysta á vinnu stéttafélaganna - að þau standi sig í því að semja um laun þeirra og bætur.

Í raun og veru getur enginn sagt upp og verið launalaus í verkfalli - nema kannki ráðherrar, bankastjórar og forstjórar - en þeir þurfa þess ekki því þeir ákveða sín eigin laun sjálfir og lifa hátt .. himin hátt fyrir ofan almúgan hvað launaseðla varðar. Almennt séð getur að sjálfsögðu engin verið launalaus nema sá sem á feitar innistæður í banka fyrir - og hverjir eru það? Jú, mikið rétt - þeir sem eru í toppsætum launaskalans og skammta sér launin sjálfir.

oldladystripper

Á meðan gamla konan/gamli maðurinn hefur ekki efni á að fara eitt eða neitt - ekki efni á því að kaupa sér eina og eina nýja flík og hvað þá taka þátt í áhugamálum nema þau séu gefin af einhverjum félagsmálapakka, þá lifa þeir tekjuhærri í góðu yfirlæti og gera það sem þeim dettur í hug. Hugsið ykkur gamla fólkið sem grætur yfir því á jólunum að geta ekki gefið barnabörnum sínum litla jólagjöf.. skelfilegt bara!

Synd og skömm að því hvernig launamunurinn er - synd að horfa uppá þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu ná ekki endum saman í hverjum mánuði á meðan feitir tékkar eru sendir í pósti á þotuliðið.

Ég væri til í að sjá launin hækka umtalsvert hjá gamla fólkinu okkar og öryrkjum. Væri til í að sjá þessa hópa geta gert sér dagamun, fara í bíó eða út að keyra - kaupa sér nýja skó eða flík - eða geta leyft börnum sínum að upplifa lítið brot af því sem hinir ríku geta leyft sínum afkomendum. Ég er alls ekki að segja að hinir ríku eigi að fá minna, alls ekki - bara að það eigi að sjá til þess að minni máttar í launamálum geti lifað mannsæmandi lífi án þess að þurfa að horfa á hverja krónu.


mbl.is Tilboðið óásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flugumferðarstjórarnir hefðu átt að kippa öryrkjum og gamalmennum með í samningspakkann. Stjórna þeir ekki hvort sem er á himni og jörðu?  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: JEG

Já kjör eru eitthvað sem er orðin munaðarvara. Ef við vinnum ekki með búinu þá næðum við ekki endum saman. Svo það segir manni að bænur hafa heldur ekki nein super kjör. Allavega ekki rollubænudur.

Jóhanna: Góð tillaga.

Knús á þig bloggsæti Tiger.

JEG, 1.7.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Svo eru öryrkjar líka eina stéttin sem þarf að gefa upp laun maka sem skerða svo bæturnar! Ekki veit ég um neinn sem hefur fengið launin sín ákvörðuð miðað við hvað makinn hefur í laun. Það er bara fáránlegt að skammta fólki svona lítið að það geti með engum hætti náð endum saman.

Virkilega þörf umræða

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maðurinn minn er öryrki og ríður sko ekki feitum hesti frá því.

Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

SVO SAMMÁLA  ég verd bara ILL thegar ég fer á flug med thessa umrædu. Til háborinnar helvítis skammar ad thetta fólk thurfi ad skrimta og eiga ekki oní sig né á eldra fólk sem er búid ad skila sínu dagsverki/lífsverki og svo eru thetta launin. fussumsvei..thetta lid sem øllu rædur kann ekki ad skammast sin.Ætli thad eigi ekki foreldra eda hvad? eda thykist ekki sjá øryrkjana sem vart eiga til hnífs og skeidar Akkúrat Sigrún, hef aldrei vitad ønnur eins mannréttindabrot bara..ad mida ørørkuna vid tekjur makans! ekki fæ ég laun eftir thvi hvad kallinn minn thénar svo af hverju ættu thau ad fá thetta svona? nei nú má ég stoppa hér og nú..ætladi ekki ad blogga á blogginu thinu Ticer minn knus i daginn thinn..og tharfur og gódur pistill hjá thér

María Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:31

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Tigercopper.

Frábær pistill. Vona að konungshjónin, Geir hinn harði og Ingibjörg Sólrún lesi pistilinn.

Þú ert magnaður.

Kær kveðja og Guðs blessun

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Frábær umræða. Algerlega fáránlegt að þurfa að gefa upp laun maka og eins ef sá gamli hefur getað sparað einhverja aura - þá skerðast bæturnar. Þetta er auðvitað mannréttinda brot. Þessu yrði breytt ef Geir hinn harði og vinkona hans þyrftu að lifa af þessum bótum. Þau eru að vísu búin að tryggja eftirlaunin sín.

Sigrún Óskars, 1.7.2008 kl. 17:57

8 Smámynd: Tiger

 Ég segi ykkur satt - ég er byrjaður að spara heilmikið. Skammast mín stundum fyrir það að hafa nóg af öllu þegar ég sé fólk í kringum mig sem þarf að fá lánaðan mjólkurlítra í lok mánaðar eða wc rúllur eða egg eða álíka ..

Ég fór út að hjóla áðan, sko á reiðhjóli ... bróðir minn gaf mér reiðhjól um helgina - en án hjálpardekkja, sagði að ég væri nógu stór og duglegur til að bjarga mér án þeirra.

Jóhanna M&V; Jú, sko þeir ráða öllu þarna uppi - og ef þeir hætta að fara í loftið - þá skapast sannarlega mikil kreppa hérna niðri líka - svo jú - líklega er hægt að segja að þeir ráði heilmiklu á báðum stöðum!

JEG; Já, ég trúi því vel að bændur séu ekki neitt að moka inn fé - nema þá kanski bara á haustin - eftir réttir eða þannig. Trúi því vel að bændur eigi líka erfitt uppdráttar svo sannarlega er það gott ef þeir geta unnið eitthvað úr búinu líka. T.d. eru sumir með nokkrar hænur til að fá egg fyrir heimilið, sumir með belju/r til að fá mjólk - og svo er náttúrlega kjötið. En allt kostar sitt og það er líka til skammar hvernig farið er með bændur.

Helga mín; Já, það væri lúxus ef það yrði afgangur til að ná saman fyrir heilli flík í lok mánaðar hjá þeim sem lægst hafa launin. En raunin er sú að stundum þurfa gamalmenni og öryrkjar að fá lánaða munaðarvöru eins og egg, mjólk eða wc rúllur þegar líður á mánuðinn - það er skömm að því að ráðamenn þjóðarinnar skuli ekki geta séð að sér og komið hressilega til móts við lægstu launin og gert þau mannsæmandi.

Sigrún Þorbjörnsdóttir; Sannarlega satt, mjög þörf umræða og mættu sannarlega fleiri blogga um þessi málefni til að reyna að ná til einhverra sem gætu mögulega gert eitthvað. Skömm að því að tekjur maka skuli skerða tekjur öryrkja! Maður trúir því varla að slíkt sé raunverulegt - hvað er í gangi eiginlega???

Helga Magnúsdóttir; Skil þig, þekki nokkra sem eru á örorku og sé að þeir gera slíkt ekki heldur. Ljótt að sjá stolt fólk sem hefur lent í einhverri ógæfu sem veldur örorku - þurfa að biðja um lán í lok mánaðar því laun þeirra eru ekki mannsæmandi.

María mín; Svo satt að þetta er til skammar. Ótrúlegt að blessað gamla fólkið okkar sem já hefur skilað lífstíðar löngu starfi - skilað sínu ætíð til þjóðfélagsins - en er svo launað með því að það þurfi að skera niður allan munað og áhugamál til að ná fyrir mat yfir mánuðinn. Ráðherrar, bankastjórar og forstjórar þurfa ekki að hafa áhyggjur af slíku - þeir standa allir í ellinni uppi með feitar bankabækur og ríkulega stóra starfslokasamninga!

Rósa mín; Svo sannarlega hafa margir góðir pislar verið skrifaðir um þetta málefni - og sannarlega hefðu Konungshjónin gott af því að lesa einhverja þeirra til að skilja neyðina sem margir þurfa að lifa við!

Sigrún Óskars; Svo satt hjá þér - þetta eru mannréttindabrot. Næsta víst er að forráðamenn þjóðarinnar myndu strax ganga í málin og breyta þessu, hækka laun lægst launuðu hópanna ef þau þyrftu sjálf að lifa við sama borð og aðrir.

Tiger, 1.7.2008 kl. 18:28

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Gott hjá þér, allt saman satt og rétt. Gott að þú kemst áfram á hjólinu án hjálparhjóla, þú er greinilega orðinn stór strákur.

Heiður Helgadóttir, 1.7.2008 kl. 19:39

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sannarlega er þarna þörf sem aldrei áður, Ég er ein af þessum öryrkjum og ég lifi ekki af mínum launum frá ríki og lífeyrissjóði og skil ekki hvernig þetta á eiginlega að ganga, maður er alltaf að lifa fram í tíman, peningalega séð.
Þetta hefur stórversnað síðustu mánuði.
Þeir mega skammast sín þessir háu herrar.
           Knús knús kveðjur ljúfastur
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.7.2008 kl. 19:42

11 Smámynd: Tiger

 Jamm Heidi Helga - i´m a big boy now! So true ...

Milla mín; Svo satt að maður skilur bara ekki hvernig þessir hópar fara að því að lifa af á þeim lágu launum sem þeim er skammtað! Satt að annaðhvort verða lægst launaðir að svelta eða fá lánað í lok mánaða, og slíkt er sannarlega til skammar!

Tiger, 1.7.2008 kl. 20:30

12 Smámynd: Ragnheiður

Aldraðir og öryrkjar geta ekki sagt upp ! Þessi setning ýtti laglega við mér, þetta er flott hjá þér Tící minn. Alltaf með hjartað á réttum stað...

Ragnheiður , 1.7.2008 kl. 20:39

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á meðan þú skrifar svona fína pistla þá er eitthvað í lagi á íslandinu í dag, & von um skánun fyrir þá sem sannlega á því þurfa að halda.

Steingrímur Helgason, 1.7.2008 kl. 20:51

14 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Gott hjá þér að muna eftir "litla manninum" minn kæri!  Alltaf jafn sætur í þér

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:09

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér Tící minn, það er skammarlegt hvernig komið er fram við þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, eiginlega bara allt gert til að traðka á þeim

Huld S. Ringsted, 1.7.2008 kl. 22:24

16 Smámynd: Gunna-Polly

ég segi hér með ráðamönnum þjóðarinnar upp

Gunna-Polly, 1.7.2008 kl. 22:25

17 identicon

Nú svo er það um réttindi fólks í Lífeyrissjóðum og að þar sitja ekki allir við sama borð, en er þó skilt að greiða jafnt í déskotans sjóðinn. T.d ég á 3 stráka sem allir eru fæddir lögblindir, og teljast því öryrkjar frá fæðingu, sá elsti er nú farin út á vinnumarkaðinn fyrir nokkrum árum, og greiðir alveg jafnt á við aðra í lífsj. og búin að gera í mörg ár, hann stendur nú hugsanlega frami fyrir þvi að þurfa að hætta að vinnna þar sem,  stoðkefið er eitthvað að bila, svo ég fór að athuga hvaða rétt hann ætti, því jú ef heilbrigður fæddur einstaklingur lendir í þessu fær viðkomandi örorkubætur frá Tryggingastofnun + örorkulífeyrir frá lífeyrissjóð, en ég fæ þau svör að hann eigi engan rétt í lífeyrissjóði þar sem hann er fædur öryrkji og teljist því ekki hafa orðið fyrir tekjutapi eftir að hann hættir að vinna, því bætur  ef greiddar eru,  séu miðaðar við þær tekjur sem menn höfðu ÁÐUR EN VIÐKOMANDI VERÐUR ÖRYRKI,(HALLÓ) og því miður þá hafði hann það ekki, sem þýðir þá einnig að ef hann eignast börn fær hann heldur ekki greidda framfærslu með þeim eins og sá einstaklingur sem er fæddur heilbrigður mundi fá. Þetta eru ekki gamlar reglur heldur voru þær settar 1999, þ.e þetta með greiðslur með börnum öryrkja, sem mér er alveg fyrirmunanlegt að skilja, og þegar ég horfði á talsmann lífeyrisjóðanna í viðtali við Stöð 2 þegar honum tókst að snúa út úr málinu við fréttamannin alveg snildarlega, og lét sem að t.d sonur minn ætti fullan rétt eins og aðrir fyrir utan þetta með barnalífeyririnn, vitandi um regluna um út frá hverju er miðað gerði mig nánast frávita að reiði,

Vildi bara koma þessu á framfæri líka en góð umræða hjá ykkur og takk fyrir hana. Kv

Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:19

18 identicon

Þetta er ekki gott ástand.  Ég finn voða til með þeim öldruðu sem hafa svo sannarlega skilað sínu, sérstaklega kynslóðirnar á undan okkur sem erum undir 70 ára í dag.  Þetta er fólkið sem byggði upp þetta land í hrikalegri kreppu oft og bara almennri vosbúð en með gríðarlegu þreki og elju og nægjusemi.

En það þarf ekki bara öryrkja og aldraða til...það er t.d. verið að halda t.d heilu byggðarlögunum niðri með svo hræðilega lágum launum að enginn heilvita maður lifir á því. Að vinna í verslun...er bara skelfing eða sem skólaliði eða á leikskóla...við erum að tala um útborgað 100 þús á mánuði fyrir 90 -100% vinnu og eru heilu fjölskyldurnar að reyna að lifa á því...sjáið fyrir ykkur einstæða móður með þrjú börn lifa á þvi..ekki ég..skuldahalinn vex og vex og vex og þær eru margar grátandi yfir því að geta ekki gefið börnunum sínum einu sinni takkaskó úr Kolaportinu og komnar með kvíðahnút í magann í júlí yfir jólunum og öllu horrorinu sem því fylgir í fjárútlátum....og reyna að passa að jólasveinninn mismuni nú ekki fátæku börnunum þegar kemur að því að setja í skóinn, því það er sárt að vera barn í dag og heyra að einhver í skólanum fékk dvd mynd frá jólasveimninum en fátæka barnið bara sleikjó...þetta er svakalegra en tárum tekur...Enda eru margar einstæðar mæður öryrkjar af því að öðruvísi framfleyta þær ekki börnum og buru, fá hærri bætur en launin yrðu nokkurn tímann, annars þyrftu þær e.t.v að fara að selja sig til að börnin þeirra eigi þak yfir höfuðuðð og mat...og þá erum við ekki að tala um neinn annan lúksus nema þetta tvennt basiclí...og þetta er á Íslandi..besta landi í heimi eins og einhver sagði.... En svo sannarlega ömurleg kjör aldraðra og öryrkja, bara til skammar....

vááá, ritgerð bara hjá minni og jólin og allt...ég gæti skrifað heila bók um þetta allt held ég...en best að vera ekki að koma með heilt blogg í kommenta kerfið þitt karlinn, góð skrif hérna hjá þér!! Takk og hafðu það voða gott.

alva (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:27

19 identicon

já og Sigurlaug, hrikalegt að lesa um þetta með son þinn hér að ofan. Þetta eru mannréttindabrot af hæstu gráðu, framin af ríkisstjórn Íslands.

alva (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:30

20 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Nákvæmlega.....ég fór að kaupa bland i poka áðan og kostaði það einhvern helvítis 760 krónur nokkur hlaup í poka...;( það er allta að fara til fjandans....en vel ort hjá þér ;)

Halla Vilbergsdóttir, 1.7.2008 kl. 23:31

21 Smámynd: Brynja skordal

Heyrheyr svo sammála þetta er skömm og svínarí hvernig er farið með okkar fólk hér á landi Æ veistu verð svo reið að ég læt hér staðar numið að sinni takk fyrir góðan og þarfan pistil minn kæri hafðu góða nótt

Brynja skordal, 1.7.2008 kl. 23:56

22 Smámynd: Tiger

 Jamm og já, ef maður gæti nú tekið lögin/ráðin í eigin hendur svona af og til - þá myndi nú ýmislegt breytast í þjóðfélaginu og þeir verst settu fengju þá meira til að moða úr yfir mánuðinn.

Ragnheiður mín; Það er rétt hjá þér, svona setningar ýta við manni og maður hreinlega hrekkur í kút þegar maður hugsar um það hve saumað er að þessum hópum - og hóparnir geta nákvæmlega ekkert gert sér til bjargar.

Zteini minn eini; Jamm, verst er að maður hefur ekki valdið í hendi sér til að gera eitthvað afgerandi í málunum. Kannski landinn ætti að segja bara almennt upp til að sýna samstöðu og stuðning við þá lægstlaunuðu?? .. eða þannig!

Ragnheiður Ása; Já, maður man alltaf eftir litla manninum - enda er maður víst ekki ráðherra eða bankastjóri - það eru nefnilega þeir sem gleyma alltaf þeim litlu ..

Huld mín; Já, það er satt - endalaust verið að traðka á minni máttar - endalaust hægt að stíga á þá sem geta ekki bara sagt upp og farið burt. Skömm af þessu sko!

Gunna-Polly; Já, segi það með þér - burt með landsfeður og mæður, enda eru þau ekkert að gera fyrir litla manninn í þjóðfélaginu - er það nokkuð? Neibb..

Sigurlaug Gísladóttir; Alveg skelfilegt að heyra af syni þínum, þvílík skömm þetta er fyrir okkar fyrirmyndarþjóðfélag - eða þannig! Það er alls staðar verið að traðka miskunarlaust á þeim sem ekkert geta gert sér til bjargar og það er klárlega mannréttindabrot. Þó maður óski engum svo mikilla erfiðleika - þá liggur nú við að maður óski hverjum og einum ráðherra og alþingismanni þess að þeir eignist börn sem eru í svona stöðum, öryrkjar frá fæðingu eða langveik - þá kannski myndu þeir skilja hvað fólk þarf að glíma við mikla erfiðleika - bæði hvað umönnun  og fjárhag varðar með langveik börn. En auðvitað óskar maður engum þess að þurfa að glíma við slíka erfiðleika ..

A.K.Æ; Já, svo satt - það er svo víða sem slæmur fjárhagur kemur niður. Þeir sem oftast eða ætíð lenda verst í að þjást vegna bágra launa öryrkja t.d. eru börnin þeirra sem fá ekki að njóta sömu hluta og bara hin venjulegu börn úti í bæ - hvað þá ráðherrabörnin. Það er langur pistill sem hægt væri að skrifa um það sem vantar handa börnum fátækra svo þau geti talist þokkalega hæf til að vera innan um öll hin börnin. Því miður er það líka svo að börn hinna betur settu geta verið grimm við þá sem fátækir eru, ekki að eðlisfari heldur í ógætilegum orðum um fatnað eða hár eða bækur eða dót .. því miður sér maður ekki miklar breytingar í kortunum hvað þetta varðar á næstu árum.

Halla Vilbergsdóttir; Já, veistu skottið mitt - sumir geta aldrei keypt svo mikið sem eitt hlaup einu sinni hvað þá bland í poka. En það er svo satt hjá þér að þetta blessaða nammi fyrir börnin er gersamlega rándýrt og alveg út úr kú!

Brynja mín; Segðu - þetta er svívirða og ekkert annað en brot á mannrétti að fólk skuli þurfa að lepja dauða úr skel í lok hvers mánaðar vegna lágra launa! Veistu, ég verð líka mjög reiður ráðamönnum þegar ég horfi uppá vinkonur standa uppi hjálparlausar með börn á framfæri í hverjum mánuði. Skelfingin er mikil þegar afmæli nálgast eða fermingar eða jól..

Tiger, 2.7.2008 kl. 00:30

23 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ritað um hið sama lélegri greinar, en sammálast um allt.

En, ert þú búinn að týna síma þínum, ég símaði í hann týndann ?  Kannt þú mitt númer enn ?

Steingrímur Helgason, 2.7.2008 kl. 00:55

24 Smámynd: Skattborgari

Það besta sem hægt er að gera fyrir aldraða, öryrkja og láglaunafólk er að hækka skattleysismörkin sem eru alltof lág. Ef öryrki sem getur unnið eitthvað aðeins reynir að bjarga sér þá koma skerðinganar og skattanir þannig að hann hefur oft sama sem ekkert eftir.

Skattborgari, 2.7.2008 kl. 00:57

25 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill og umræðan í kommentakerfinu.    Það er skömm hvernig farið er með þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi.  Það á að reka þessa ríkisstjórn og boða til kosninga strax.  Það er bara verst að við kjólum alltaf sama pakkið í kosningum, það er eins og það sé ekkert hægt að gera til þess að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:13

26 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jeminn eini, kjólum!!! það á að standa kjósum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:15

27 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Já svo eru þessi fjandans namibar komin út á mitt gólf þar sem hvert einast barn grenjar yfir að fá sér ekki mola....ég segi minum orðið að fá sér bara það sé i boði heheheheh ;) svo fæ ég mér stundum bara líka....en andsk....hafi það ef éf ætla hafa nammidag þá kaupi ég það alvge ef það er bara bakvið búðarborðið....en að hafa þetta á miðju gólfi..shit bara bull..ég mæli með bara að allir fái sé mola í næstu verslun hehehehehe

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:17

28 Smámynd: Skattborgari

Mæli með því að ráðherranir prufi að fara á allmenann leigumarkað með sömu tekjur og öryrkjar í 2mánuði og segja öryrkjum svo hvernig á að lifa af þessum bótum.

Skattborgari, 2.7.2008 kl. 01:19

29 Smámynd: Tiger

 Steini rassgatið þitt ... minn sími alltaf á silent svona seint sko! Varstu að bjalla skottið mitt? Ómæ.. bjallaðu bara aftur ef þú ert enn vakandi! Annars kannski heyrir mar í þér á morgun bollan mín..

Skattborgari; Svo sammála þér - það ætti sannarlega að hækka skattleysimörkin, og bara hreinlega hætta að rífa nokkurn skatt af bótum líka. Svo mikið til í því hjá þér að það ætti að láta alþingismenn og ráðherra prufa að upplifa það að lifa af mánuðinn á lægstu laununum! Ætli þeir yrðu ekki fljótir að gera eitthvað í málunum - með allar sínar lúxusþarfir.. örugglega!

Jóna mín; Jú mikið satt samt þetta með kjólinn - við setjum alltaf sama pakkið aftur í sama kjólinn ár eftir ár. Ekkert gerist fyrr en við rífum kjólin upp og búum til buxur á liðið. En satt, við kjósum þetta því miður alltaf aftur og aftur yfir okkur - því er verr.

Halla Vilb.; Jamm, þeir vita hvar þeir eiga að hafa nammið staðsett - því það sem við náum sjálf í og er beint fyrir framan nefið á okkur - það grípum við og kaupum hiklaust. Sölu trikk skrattans bara ... ég kaupi mér nú reyndar líka stundum nammi - en reyni að hafa það í lágmarki, línurnar ya know! ;)

Tiger, 2.7.2008 kl. 01:32

30 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

jÁ HEHEH LÍNURNAR.....gleymi stundum að það þarf að hugsa um þær....en annars undanfarnar vikur hef ég svosem bara lifað á kaffi kók og nammi...;( sem er alveg svakalegt svo vaki ég bara endalaust heheh en ég var alveg steinhætt þessu helv...nammi þar til um daginn en það er ekkert mál að hætta því aftur...;) ég sé það núna þegar ég skrifa þetta að ég er einn ósiður út í gegn hahahahah..En það er þá bara þannig;) en hvað ert þú að gera vaknadi svona seint vinur hehe

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:50

31 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Já og þið....hringiði í mig svona seint mér leiðist hahahhahahahhahaha

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:51

32 Smámynd: Skattborgari

Held að alþingismenn og ráðherranir séu of miklar gungur til að reyna það. Ég er sjálvur töluvert yfir lægstu launum og tekjum öryrkja en samt langt frá því að ná meðallaunum ég skil ekki hvernig er hægt að lifa af allra lægstu launum. Ég bara get ekki skilið það.

Skattborgari, 2.7.2008 kl. 01:54

33 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður þessi pistill hjá þér TíCí, mjög góður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 02:05

34 Smámynd: Tiger

 Halla mín; farðu að sofa - áður en ég kem og geri usla! Svolítið satt að þú hljómar eins og einn endalaus ósiður - en stundum eru ósiðir bara nauðsynlegir - er þaggi bara? Minns er farinn uppí núna - ylur og uml sem berst þaðan sem þýðir bara að míns er saknað - good night sweetepie.

Skattborgari; Ég er algerlega sammála þér með að þessir háu herrar eru gungur bara og hreinustu álfar stundum. Segi sama og þú, ég er í góðum málum en þekki til þeirra sem eru í lægstu þrepunum og skil bara engan veginn hvernig það er hægt. En það er jú þannig að engin getur sett sig í spor þeirra sem aldrei geta veitt sér nokkuð sem kallast bíó, íþróttir/tómstundir, sunnudagsrúntur með ís og kannski pylsu, nýja flík fyrir jólin og svoleiðis mætti lengi telja. Skelfilegt til þess að hugsa að sumir þurfa að fara í hjálparstofnanir til að fá nauðsynjar fyrir hátíðirnar til að geta veitt börnum sínum örlitla gleði því launin eru svo mikil skömm. Maður bara skilur ekki þetta brölt allt í kringum aldraða og öryrkja - því er bara ekki hægt að sleppa því að skattleggja bæturnar þeirra? Ég er viss um að það sem er dregið af þeim í skatt - myndi setja falleg bros á mörg barnsandlitin á fátækustu heimilunum - ef þau fengju að hafa þann aur fyrir mat og öðru í lok hvers mánaðar.

Tiger, 2.7.2008 kl. 02:06

35 Smámynd: Tiger

 Takk Lilja mín - og góða nótt þið næturdýr, minn er hoppaður uppí núna. Skoða ykkur betur á morgun ljúflingar.. knús á línuna alla!

Tiger, 2.7.2008 kl. 02:07

36 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

hahahah frábær......usli svosem vel þegin hahahah :) já held ég sé bara líka farin á koddann.......gengur ekki..;)

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 02:14

37 Smámynd: Skattborgari

Skattleysimörkin í 150-200þúsund ef vel ætti að vera miðað við verðlag í dag þá væri fólk ekki að borga tekjuskatt nema það væri aflögufært.

Skattborgari, 2.7.2008 kl. 02:40

38 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær pistill og góð umræða, mér líst vel á þig strákur og dáist að því að þú skulir geta hjólað án hjálpardekkja

Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 07:47

39 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábær fæsla hjá þér Tiger ég hef oft velt þessu fyrir mér ég er nefnilega ein af þessum.....Unguöryrkjum... og er með börn og heimili og hrúgu af reynkingum og á ekki fyrir reykningunum og get ekki farið í vekfall.

Kveðja inn í fallegan dag. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.7.2008 kl. 09:09

40 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hel að við ættum bara að fara að stofna bloggflokkinn - við erum svo asskoti réttlát og góð! haha..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.7.2008 kl. 10:02

41 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. Halla - you don´t know what kind of Usla i could do so dont invite the danger home....

Skattborgari; Satt, skattleysismörkin þyrftu sannarlega að vera mun hærri. Fólk sem hefur réttar 100þúsund á mánuði er að greiða skatta af upphæðinni, held ég. Mörkin ættu að vera að lágmarki 200þús..

Jónína Dúan mín; Thanks sweety - jammsí - im a big boy now and i can hjóla without hjálpardekkja. Luv ya too girly ..

Heiður Þórunn; Það er nefnilega heila málið - öryrkjar og eldri borgarar geta ekki farið í verkfall eða sagt af sér til að sýna fram á erfiðleika sýna. Slíkt myndi klárlega verða þeirra síðasta, sem reyndar er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir.

Jóhanna M&V; Hahaha ... you are soo right, we are the best of the rest. Hvernig væri það - að stofna bara blessaðan Moggabloggsflokkinn? Sammála þessari uppástungu sko!

Tiger, 2.7.2008 kl. 13:09

42 identicon

Sem öryrki þá veit ég að ég hef ekki efni á að lifa þennan mánuð, ég held að ég hafi u.þ.b 7.000kr fyrir mat og nauðs. kannski minna.  Ég trúi því að ráðherrar vor vita ekki neitt um það sem skiptir máli í þessu þjóðfélagi og það er einfaldlega sú staðreynd að allir eiga rétt á því að komast af með mannlegri reisn. En hvað veit ég, mín reisn er í molum.

Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

mk. 

Linda E (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:32

43 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

shit ég tek sjensinn hahahahahah þú mundir heldur ekki vita hvað tæki á móti þér heheheheheheh

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:50

44 Smámynd: Tiger

 Málið er einmitt slíkt kæra Linda E. að margir hafa engan veginn nóg til að lifa því sem flokkast undir að vera mannsæmandi. Margir neyðast til að vera inná aðra komnir, fjölskyldu eða vinum. Margir geta ekkert gert til að lyfta sér upp úr þessum sporum því þeim er ekki gert það mögulegt með þeim litlu tekjum sem þeim er skammtað.

Mér finnst það ótrúlega erfitt að horfa uppá fólk vera að afsaka sig í bak og fyrir vegna þess að það á varla kaffisopa til að gefa - hvað þá mjólk út í kaffið - þegar maður kemur í heimsókn. Ég reyni að fara með fisk og kaupi stundum eitthvað smáræði þegar líður á mánuðinn og fer með það til konu sem ég þekki, eldri borgari - og segi henni að ég hafi fengið svo mikið gefins og það renni bara út á dagsetningum hjá mér ef ég gef það ekki. Stolt þeirra sem erfiðast eiga er nefnilega það mikið að sumir eiga erfitt með að biðja um hjálp með mat eða nauðsynjar þegar líður á mánuðinn.

Þetta finnst mér nefnilega vera svo mikil brot á mannréttindum þessara lægst launuðu - að það er endalaus skömm fyrir stjórn landsins hvern tíma að það skuli finnast fólk sem er í þessum sporum.

Hjálpi mér - það þarf alls ekki mikið til að lagfæra þetta pínulítið og gera þessum hópum lífið réttlátara. Það þarf bara örlítil pennastrik hér og þar - annað eins eru ráðamenn að eyða af skattfé í nefndir, ferðalög og fleira sem ætti að vera hægt að skera niður þannig að ekki þurfi einu sinni að taka fé annarsstaðar til að létta fólki byrgðina.

Tiger, 2.7.2008 kl. 14:16

45 Smámynd: Tiger

 Halla, þú ert rassgat - kannski ég flengi þig einhvern góðan veðurdaginn. Gakktu rólega inn um gleðinnar Glugga - en það er gömul Tugga - er þaggi? Njóttu dagsins snældan mín ..

Tiger, 2.7.2008 kl. 14:18

46 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

hehehhe ég er nu að vinna en er bara ekki að nenna því.....;) sit bara á netinu að gera annað en það sem á að gera...en er alveg að hugsa um að taka frís em eftir er dags....;) megir þú líka eiga frábæran dag....;)=

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 14:22

47 Smámynd: Tiger

 Takk Halla mín og eigðu líka ljúfan dag - í allan dag.

Kurr mín; Það er stórskrítið að ráðamenn skuli ekki grípa inn í það að gera lítilmagnanum lífið aðeins léttara þegar það stendur í svona mikilli neyð. Sannarlega er ekki bannað að gráta við Alþingishúsið svo það er ekki vitlaus hugmynd - enda geta margir grátið á hverjum degi því kjörin eru svo bág.

Ég myndi skammast mín endalaust mikið ef ég væri þátttakandi í slíkri óstjórn sem yfirleitt virðist alltaf vera uppi hverju sinni - bara fyrir það að taka við feitum launatékka vitandi af fólki sem á ekki föt á börnin sín eða mat á borðið handa þeim.

Tiger, 2.7.2008 kl. 14:42

48 Smámynd: JEG

Láglaunasvæði ég þekki það. Bý í einu slíku. Alveg fáránlegt hvað manni er boðið mikið skítakaup.

Tengdaforeldrar mínir eru öryrkjar þ.e. hún varð öryrki vegna bílslyss og han er ný orðinn öryrkji vegna of mikillar vinnu og varð að hætta ella drepa sig. Hann var svo tekjuhár að hún lenti í skerðingu. Núna hafa þau svo lítið úr að moða að hálfa væri nó. Hann fær ekki helminginn af því sem hann hafði svo að það er mikið sem þarf að herða ólina.  Og það er erfitt að fá að létta undir með svona fólki.  En við reynum samt. 

Þess vegna finnst mér alveg óþolandi þegar fólk við hestaheilsu getur komist upp með að vera öryrkjar vegna leti. Já það nennir ekki að vinna.  En vinnur kannski samt á svörtu. Og vælir út í eitt. Alltof mörg slík dæmi.  Svo þeir sem meiga ekki og geta ekki - fá ekki.

Knús á þig sæti mann.

JEG, 2.7.2008 kl. 14:56

49 Smámynd: egvania

Takk fyrir frábær skrif. Ég er öryrki, ég fæ líka úr lífeyrissjóði og skerðast þá bæturnar frá ríkinu svo mikið að í allt næ ég ekki einu sinni 50% af þeim launum sem ég hafði fyrir örorku. Ég get ekki skilið hversvegna við erum að borga í lífeyrissjóð ár eftir ár ef örorkubæturnar skerðast þess vegna.

egvania, 2.7.2008 kl. 14:58

50 Smámynd: Tiger

 Já JEG.. það er erfitt að rétta hjálparhönd þegar fólk er svo stolt að það liggur við að það afþakki hjálpina. Ómannúðlegt bara að það skuli vera til eitthvað sem heitir að tekjutengja laun tveggja einstaklinga - alveg sama þó það séu hjón - slíkt á bara ekki að geta verið til staðar! Það eru alltaf líka skemmd epli um allt sem eyðileggja fyrir heildinni, það er allsstaðar og mun líklega alltaf verða þannig.

Ásgerður Einarsdóttir; Svo satt - skatturinn og guð má vita hvað - er alltaf með puttana í hverri krónu sem láglaunaðir fá. Mér finnst það ómannúðlegt að bæði skuli vera hægt að tekjutengja laun konu eða manns - við tekjur annars einstaklings. Auðvitað á maður bara að fá sín laun og ekkert múður með það! Ljótt að það skuli vera tekinn skattur af eins litlu og öryrkjum og öldruðum er skammtað mánaðarlega! Skrítið líka að lífeyrissjóðurinn skuli skerðast með skattlagningu - þegar maður er búinn að borga skatta af þeim launum sem lífeyrissjóðurinn er rifinn af.. eða er það ekki þannig? Æi, skattmann er þungur baggi á flestum þeim sem lægstar hafa tekjurnar - því þessum hópum munar nú um kannski 10 til 20 þúsund á mánuði.

Tiger, 2.7.2008 kl. 15:34

51 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Ekki má gleyma því að maður þarf háskólapróf til að komast í gegn um tryggingastofnun, og ég held að það að hinn og þessi sé bara að svíkja út peninga sé stórlega ýkt þjóðsögn, ég óska það ENGUM að standa í því sem ég er að standa í núna.

Er búin að hlaupa á milli stofnana með vottorð, milli lækna að fá vottorð,og ENGINN seigir þér neitt, þér er ætlað að vita nákvæmlega ALLT um almannatryggingar og ALLT gert til að þú missir af þínum réttindum.

Ég hætti að vinna afþví að ég er veik, ég hætti ekki að vinna hjá annars fínum vinnustað til að fara að vinna fyrir tryggingastofnun, ég gæti allt eins unnið við sölustörf, þar sem ég keyri á milli staða og verið á fínum launum.

Er búin að standa í þessu helvítis stappi síðan í október launalaus, vegna þess að alveg  sama hversu marga lækna ég hitti, og af hvaða tagi þeir eru þá sit ég alltaf uppi með það að vera beðin um að fara ekki að vinna, SAMT er einhver niðri á tryggingastofnun sem tekur það ekki í mál að ég skuli vera veik og ég fæ ekki neitt, fyrr en nýlega þá var mér tilkynnt að ég ætti rétt á örorkustyrk upp á tæpar tuttugu þúsund á mánuði HJÚKK!!! það bjargaði lífi mínu haldiði??? Ekki má gleyma því að LOKSINS þegar ég fæ að hitta lækni sem á að vera "hlutlaus" þá spyr hann mig svona þriggja spurninga og skoðar mig ekki einu sinni.

Þetta eru búnar að vera endalaus hlaup hingað og þangað að kæra og kæra og alltaf sér tryggingastofnun það í hendi sér að geta þá lengt málið meira og meira, og alltaf situr maður uppi slippur og snauður, ég hef oft sagt það og seigi það aftur að ef ég ætti ekki góða fjölskyldu (alls ekki efnaða þó) sem væri búin að gera allt hvað hún getur til að aðstoða mig, þá ætti ég ekki annann kost en að kála mér og hugsa með hrylling til þeirra manna og kvenna sem standa alein í minni stöðu. Mín staða ef ég væri ein væri s.s. að ég væri ein kasólétt á götunni ef ég hefði ekki góða fjölskyldu.

Ég er búin að vera fárveik alla meðgönguna og það virðist ekki skipta neinu máli, og það er ekki eins og ég sé ekki með sjáanlega áverka til að sýna tryggingastofnun, á þrjú bílslys að baki, meðfæddann nýrnasjúkdóm og hitt og þetta. Það eina sem ég get gert núna er að skrapa saman fyrir lögfræðing og vona það besta, fyndna við þetta allt saman er að mamma mín stóð í nákvæmlega sama stappi og ég, og svo er eins og sumir sleppi betur, virðist oft vera svona geðþóttaákvörðun einhver, það er ekki eins og ég hafi veikst í gær, til læknaskýrslur frá síðustu 23 árum.

Ég veit að núna er ég farin að blogga á síðunni þinni, en ég bara gat ekki orða bundist og vildi benda á viðbjóðinn sem maður er látinn ganga í gegn um fyrir hvað??? Rúmar 100 þús á mánuði??

Og ég vill ekki einu sinni fara út í það hvað svona nokkuð gerir sálarlífinu og stoltinu hjá ungri manneskju.

Og ég spyr, hvað haldiði að almannatryggingabatteríjið eigi mörg sjálfsmorð á samviskunni?

Ylfa Lind Gylfadóttir, 2.7.2008 kl. 17:35

52 Smámynd: Skattborgari

Gæti það verið ástæðan fyrir því hve þungt kervið er í vövum að það sé verið að vona að fólk drepi sig áður en það kemst á örorkubæturnar? Ég trúi því ekki en það er sennilega eina mögulega skýringin en fyrr má nú vera.

Skattborgari, 2.7.2008 kl. 18:41

53 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það sem kæmi hinum verst settu best er að hækka skattleysismörk.  Það er til skammar hvernig farið er með aldraða og öryrkja hér

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 02:25

54 identicon

Tiger .. þú ert bara frábær.  Þú ert hetja, stríðsmaður, goð og allir hinir gúrúarnir líka.

Æ lof jú. !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 15:46

55 identicon

Oki, nú erum við að tala saman !

Hvar er helv. velferðarkerfið?

komin úr fríi, búið að vera endalaust fínt!

knús á þig minn kæri

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:01

56 Smámynd: Tiger

Ylfa Lind; Takk fyrir þetta góða innlegg í umræðuna! Svo satt að Tryggingastofnun er heilmikill frumskógur sem skelfilegt er að rata um - og ekki eru starfsmenn þar mikið fyrir að hjálpa neinum - nema þeir séu dregnir í það!

Skattborgari; Já, veistu - ástæður fyrir því að fólk tekur eigið líf geta sannarlega verið eins margar og fólkið er margt. Það er auðvitað ekkert útilokað að einhverjir sjái ekki neina leið aðra út ef það lendir í slysi og sér fram á örorku eða það að hafa ekki í sig og á. Við fáum sennilega aldrei að vita allar ástæður allra sjálfsvíga.

Hólmdís Hjartar; Sammála þessu!

Guðrún B; Elskan - if you only knew how much i love you right back! Knús í kremju dúllan mín!

Ofurskutlan; Velkomin úr fríinu - vona að það hafi verið ánægjulegt. Sé að þú hefur ekki fundið velferðakerfið á ferðalaginu - en það er satt að það er týnt og tröllum gefið á Íslandi.

Jón Frímann; Veistu, ég skil þig - ég þekki nokkra sem eru flúnir þegar - og ég veit um tvo öryrkja sem eru að fara núna í haust.  Þetta er skelfilegt bara - að þurfa að flýja heimaland sitt því þeim sem lægstar hafa tekjurnar geta ekki framfleytt sér á því litla sem rétt er að því! Vona allavega að þér vegni vel þar sem þú ferð!

Tiger, 4.7.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 139762

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband