Hver er raunverulegur afsláttur þegar allur pakkinn er skoðaður? Er maður að plata sjálfan sig þegar maður heldur að maður sé að græða með því að versla á útsölum? Jamm, hugsanlega.

levensliefdeJá, sko - ef maður hugsar málið vel - ætli svona afsláttur sé í raun að virka sem skildi? 10 krónur af hverjum lítra bensíns - en hvað kostar það okkur að komast í þessa "lækkun? Maður þarf að keyra bílinn alla leið uppá Bíldshöfða, það kostar sitt - nú svo er að bíða í langri runu bíla eftir því að komast að tankinum og það kostar sitt.

Nú, fyrst maður er kominn á staðinn þá náttúrulega eyðir maður í smá bland í poka fyrir börnin - enda 70% afsláttur þar og svo er það ís handa fullornum og jafnvel pylsa og gos handa öllum. Hversu mikið er maður þá búinn að "spara" með þessari ferð eftir 10 króna afslætti á bílinn? ...

En snilld hjá N1 að opna svona stöð - með tilboðum á báðar hendur - á 1. degi mánaðar þegar allir eru með launin í höndunum og jú - í tíð þar sem allir eru tilbúnir að spara. En svona skemmtiferð með bland í poka, ís og pylsur - er engin búbót. Jafnvel þó maður sitji á sér og kaupi ekkert nema bensínið - þá kostar það heilmikið að keyra langa leið eftir svona - og tíminn ef biðin eftir afgreiðslu er löng. En svona er lífið - full of funny things i guess.


mbl.is 10 króna afsláttur af bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er svona sækja vatnið yfir lækinn dæmi. Ekki ætla ég á þessa bensínstöð í dag þótt ég keyri framhjá henni á leiðinni heim úr vinnunni.

Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

fint fyrir thá sem búa vid hlidina á stødinni  en hinir allir búnir ad éta upp afsláttinn med thvi ad keyra thangad eftir thessu...oft er keyptur køtturinn i sekknum...eda hvad??  æ man aldrei thessi spakmæli..svo ég ætti kannski bara ad sleppa theim..

en knus i daginn thinn

María Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: JEG

Full langt fyrir mig að fara. Svo ég segji PASS.

Knús á þig sæti.

JEG, 1.7.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Tína

Eitt dekkið á bílnum mínum er loftlaust og ég er ekkert að pumpa í það. Þannig spara ég því ég fer ekkert . Á maður ekki að nota öll tiltæk ráð? Mar spyr sig.

Tína, 1.7.2008 kl. 15:51

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hélt þú ætlaðir að fara að tala um afslátt á hjólum eða eitthvað miðað við myndina .. hvað kemur þessi mynd  eiginlega bensínverðinu og afslætti við ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 16:21

6 Smámynd: Tiger

 Hahaha ... jamm sorry ég gleymdi því náttla - myndin er bara ein af sparnaðaraðgerðunum sko. Málið er að "leggja" farartækið til hliðar og sofa á fémunum sem fara annars í bensínkaup. Samt náttla óþarfi að kasta konunni framúr á meðan ... hún kemst alveg hinu megin við hjólið sko!!!

Knús á ykkur dúllurnar mínar .. muna bara að nota allar leiðir til að spara, það skilar sér í feita buddu.

Tiger, 1.7.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Anna Guðný

Segi sama og JEG. Fullt langt fyrir mig og segi því líka pass. En þeir heppnir að á sama tíma og póstur hefur gengið eins og eldur í sinu um netheim um að sniðganga þá, þá hafi þeir svona "góða" ástæðu til að bjóða þennan afslátt. Var ekki annars málið að sniðganga þá og Shell?

Minn er svo sjaldan heima og oftar á sjónum þannig að þetta virkar sem fín sparnaðaraðferð fyrir mig.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 1.7.2008 kl. 16:36

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er líka fulllangt fyrir mig að fara, enda versla ég bara við shell, þeir eru ódýrastir (af þessum 3 stærstu) og svo fæ ég háskóla afslátt sem um munar.

knús

Sigrún Óskars, 1.7.2008 kl. 17:52

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég get nú blandað mér inn í þessar umræður, en ef að ég væri nágrannakona þín Tigercopper, þá myndi ég baka handa þér kanelsnúða krúttið mitt

Heiður Helgadóttir, 1.7.2008 kl. 17:58

10 Smámynd: Tiger

 Wofff .. i like kanelsnúðar - svo allir að baka snúða og bjóða í kaffisopa!

Ekki fór ég eftir bensíni á Bíldshöfðann ... not me sko!

Tiger, 1.7.2008 kl. 18:08

11 Smámynd: Gunna-Polly

ég versla ekki vörur hjá fyrirtæki sem kallar fólk fífl , forstjóri þessa fyrirtækis sagði á sínum tíma þegar olíusamráðsmálið kom upp að fólk væri fífl man einhver eftir því í dag?

Gunna-Polly, 1.7.2008 kl. 18:18

12 Smámynd: Tiger

 Það er nefnilega spurning Gunna-Polly.. Gullfiskaminni fólks er þannig að það er fljótt að gleyma því sem stóru karlarnir eru að skvetta fram stundum eða gera af sér.

Tiger, 1.7.2008 kl. 19:11

13 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ég held að ansi oft láti fólk glepjast af svona gylliboðum

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:10

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hleyp aldrei á eftir svona tilboðum, þar sem maður þarf að keyra bæinn á enda til þess að fá örfáar krónur í afslátt.  Þá er betra að sitja heima og spara helling

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2008 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband