Sultaðu fjölskyldumeðlimi þína næst þegar þú nærð í skottið á þeim! Hmmm ... eða kannski er betra að knúsa fjölskylduna bara.

 Ohmygooood. Svörin ykkar í síðustu færslunni minni eru bara stórkostleg - ég segi ykkur að ég er búinn að liggja í kasti hérna núna eftir lesturinn! Þið eruð flest of gröð netið - greinilega, eða jafnvel dónalegri - ef það er hægt - og allt bara af  því að mamma sagði ykkur að gera það/vera það! hahaha ... þið eruð æði.

signfriendsp

  Ég er búinn að vera svo hrikalega latur við að setjast niður við tölvuna undanfarið - að það er ekki einu sinni fyndið. Ég er reyndar búinn að vera mjög önnum hlaðinn og undirbúningur sumarsins hefur verið í hámarki.

 Hef verið að vinna í nokkrum veislum undanfarið sem hefur tekið heilmikinn tíma frá mér, en svo hef ég verið að gera eitt og annað sem þarf að gera áður en sumarið skellur endanlega á.

 

Er búinn að olíubera pallinn og kaupa öll sumarblómin, umpotta dótið og setja niður svo núna er "sólstofan" fólki bjóðandi, hlýleg og blómlega sumarleg - bara gaman. Nú og svo er mahhrrr búinn að standa í stórræðum innandyra líka - t.d. búinn að gera 10 lítra af rabbarbarasultu og skera niður slatta af nýjum rabbarbara sem ég set í frost. Ný heimagerð rabbarbarasulta er langbest - án allra aukaefna og ekkert rusl sett í hana.

signfriendheart

Ég hef ekki gefið mér mikinn tíma til að rækta vini mína - og heldur ekki ykkur hérna mínir ljúfu bloggvinir og vinkonur. En, hugsanlega mun sumarið verða svona dálítið gloppótt hjá mér - ég dett inn og út en aldrei lengi þó og ég les svo til allt þó ég sé ekki að hamst í commentum í öll skiptin sem ég skoppa inn á netið.

 Ég hef eytt meiri tíma útivið - verið meira að skoppa með fólkinu mínu, fjölskyldu og svo auðvitað hef ég verið á hlaupum á eftir nágrannakerlingunni minni - þessari elsku með kanelsnúðana ferzku og fínu. Ég er búinn að ákveða að hún verði kanelsnúðahjákonan mín - því meira sem hún bakar af kanelsnúðum - því meiri tíma finn ég handa henni - wúhaaa!

angel41

 

En, sem sagt - vona að þið fyrirgefið mér þó ég hafi ekki verið óður að undanförnu á síðunum ykkar. Ég þakka ykkur líka kærlega sem kíkið á síðuna mína og hrikalega stórt knús á ykkur öll sem skiljið eftir ykkur spor þegar þið hafið lesið. Auðvitað kann maður að meta það og auðvitað er gaman þegar maður sér að einhver hefur verið að lesa.

En núna er ég farinn smá blogghring og ætla að setja stafina mín við eitt og annað - kíki á eins marga núna og ég nenni - en klára svo á morgun eitthvað líka.

 

Vona að þið hafið haft góðan Laugardag og óska ykkur yndislegs Sunnudags líka. Reynið nú að vera svolítið dugleg að vera útivið ef veður leyfir og munið að segja ástvinum ykkar oft og mörgum sinnum frá því að þið elskið þá - maður veit aldrei hvenær það er of seint - ekki bíða svo lengi því þið mynduð sjá eftir því endalaust.

  ... knúsaðu þau sem þú elskar næst þegar þú sérð hann/hana, komdu á óvart og sýndu tilfinningar. Good night - over & út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skal reyna að knúsa börnin mín, þegar ég hitti þau   Góða helgi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Tiger

 Knús á þig Jóna mín .. og góða helgarrest!

Tiger, 1.6.2008 kl. 02:04

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég skal svo sannarlega knúsa börnin mín,  barnabörn,  og bara alla vini mína og fjölskyldu, næst þegar ég hitti þau, og margítreka það við þau að ég elska þau. -  Því það er akkúrat málið  TíCí, að maður veit aldrei hvenær það verður of seint að segja það,  fyrr en það er orðið of seint.  -

Ég minni þig nú líka á það elskulegi bloggvinur minn að gera slíkt hið sama. - Sem mér heyrist nú að þú gerir sem betur fer. -

Hafðu það gott um helgina og njóttu þín og samvista þinna við þá sem þér þykir vænt um. - Kær kveðja til þín LG.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 02:30

4 Smámynd: Tiger

  Já mín kæra Lilja - maður knúsar og elskar fólkið sitt aldrei of mikið. Hafðu það líka gott um helgina mín kæra og gleðilega hátíð á morgun - sjómannadag.

Tiger, 1.6.2008 kl. 03:11

5 Smámynd: G Antonia

það þarf sko "ekkert" að biðja mig að fara á síðuna þína, ég gleymi henni ekki, og finnst gaman að lesa það sem þú skrifar.....Vildi bara segja Gleðilega hátíð.... eða eins og sagt er heima hjá mér; til hamingju með daginn
knús á þig og góðan sjómannadag, frá sjómanns"eigin"konunni mér ***

G Antonia, 1.6.2008 kl. 07:49

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef lengi haft það fyrir sið að knúsa fólkið mitt, fjölskyldu og vini, alltaf þegar ég hitti það, hvar sem er og hvenær sem erMér finnst það gott

Jónína Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 07:52

7 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Knús á þig minn kæri

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 1.6.2008 kl. 09:54

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Rosalega hlitur ad vera ordid huggó hjá thér  er svooo gaman ad hafa blóm i kringum sig,ég er búin ad vera ód hérna úti gefur lifinu lit bara.

Eigdu góda viku bara og knus og krammar á thig

María Guðmundsdóttir, 1.6.2008 kl. 11:24

9 identicon

Ohhhh.... ég er rosaleg knúsukelling.  Elska að knúsa, elska krakka, og dýrka ljúfar stundir.  eg skal sko alveg knúsa allt mitt lið út í eitt. Takk fyrir að minna mig á það hvað skiptir meira máli en að pakka í dag.

Knús og klemm á þig elskulegastur ... !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:55

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko Tiger míó ef þú værir ekki svola allavega eins og þú ert, ja þá mundi maður bara ekki elska þig jafn heitt, mundi knúsa þig ef ég hitti þig, en knúsa alla fjölskylduna þar til ég hitti þig ljúfastur.
                             Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 12:00

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kvusslax andsk.. aktívítet er þetta? sulta, pallur og læti!

ég hef ekki borið sultu á neinn pall eða sólstofu í ár.

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 12:24

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

kisses Sunnudagsknús með sultu, sætastur! Kisses

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.6.2008 kl. 13:11

13 Smámynd: Tiger

    


Æi þið eruð svo yndisleg öll .. knús og kisses á ykkur öll og þakka ykkur fyrir falleg orð og knúserí! Knús og kreist á hvert og eitt ykkar... luv ya all!

Tiger, 1.6.2008 kl. 13:31

14 Smámynd: JEG

Já svo að það er lítið mál að vinna ást þína svo framarlega sem að maður eldar eða bakar eitthvað sem þér þykir gott. ? En eins og svo oft er sagt að ástin lyggur í gegnum magann og fólk og dýr ( við erum jú dýr) fái matarást á einhverjum.

Knús á þig sæti og eigðu ljúft kvöld. Kveðja úr sveitinni.

JEG, 1.6.2008 kl. 18:00

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hressandi og skemmtileg færsla að vanda, takk fyrir það og takk fyrir allar yndislegu færslurnar hjá mér. Knús til þín 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:49

16 identicon

  


alva (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:12

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er svo rosalegur knúsari að ég er alltaf að knúsa son minn sem er 14 ára. Þetta hefur meira að segja gengið svo langt að tveir bestu vinir hans knúsa mig þegar þeir koma í heimsókn og þegar þeir fara. Engir unglingastælar hjá þessum strákum.

Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 139771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband