Sumir flörta án þess að átta sig á því - aðrir daðra meðvitað af lífi og sál, allir vilja að daðrað sé við þá - sakleysislega eða heitt kynferðislega.

levensliefdeErtu daðrari, tepra eða einhvers staðar það á milli? Skoðaðu eftirfarandi og finndu út hvað þú átt að gera til að næla í fleiri sénsa. Nú eða hafðu bara gaman af og pældu í því hvernig daðrari þú ert - eða ert ekki! Við erum svo miklir flörtarar sum - sum að ásettu ráði og með mikilli tækni - en önnur sakleysislega og án þess að ætla sér eitt eða neitt. Sumir eru bara svona eilífðardaðrarar af guðs náð.

  
  1. Nærðu oft augnsambandi við ókunna menn/konur?
    1. Mjög oft.
    2. Aðeins ef þeir/þær eru sætir/sætar.
    3. Aðeins ef þeir/þær eru sætir/sætar og þú í skrítnu skapi.
    4. Sjaldan, bara ef þú ert drukkin/n.
    5. Aldrei.
 
  1. Þú ert einmanna í partíi. Hvaða menn/konur ákveður þú að nálgast?
    1. Þann/þá svalasta/svölustu.
    2. Þann/þá sætasta/sætustu.
    3. Þann/þá fyndnasta/fyndnustu.
    4. Þann/þá ríkasta/ríkustu.
    5. Þann/þá sem er einmanna eins og þú.
 
  1. Ef þú hefur náð augnsambandi við áhugaverða/n mann/konu, hvað þá?
    1. Horfir þú í aðra átt, vandræðaleg/ur.
    2. Brosir lítillega og bíður eftir því að hann/hún komi til þín.
    3. Kinnkar kolli til hans/hennar, situr bein/n í baki og opnar efstu tölurnar á skyrtunni þinni.
    4. Gengur rólega að honum/henni, dillandi mjöðmum(konur). Þú heillar engan með því að horfa niðurfyrir þig. Ef þú hefur sífellt áhyggjur af því að mistúlka merki karlmanns/konu muntu aldrei ná þér í gæja/gellu svo þú treystir eðlisávísuninni og horfir beint á hann/hana.
    5. Veifar og kallar í hann/hana eða gengur beint að honum/henni.
 
  1. Þegar þú kynnir þig fyrir manni/konu, þá?
    1. Leyfir þú honum/henni að tala um sjálfa/n sig á meðan þú fyllist áhyggjum yfir því sem  þú ætlar að segja.
    2. Fylgir honum/henni í samræðunum en lætur hann/hana stjórna þeim.
    3. Meturðu samræðurnar og passar að þið fáið jafnan tíma til að tala um ykkur sjálf.
    4. Talarðu ekkert um persónulega hluti. Spjallar um lífið og tilveruna og reynir að fá hann/hana til þess að hlæja.
    5. Segirðu honum/henni ævisögu þína á fimm mínútum.
 
  1. Þið hafið fært ykkur þangað sem þið fáið meira næði. Hvernig berðu þig að?
    1. Varfærnislega, þú vilt ekki að hann/hún haldi að þú sért auðveldur/auðveld bráð.
    2. Afslappaður/afslöppuð en fjarlæg/ur, þú vilt enga líkamlega snertingu.
    3. Þú reynir að láta mjaðmir ykkra, hendur eða fætur snertast.
    4. Vingjarnlega, þið eruð eins og gamlir vinir.
    5. Þú setur hendur þínar strax á mjaðmir hans/hennar.
  Þá er það stigagjöfin þegar þið hafið pælt í spurningunum og farið yfir svörin ykkar ... A gefur 1 stig – B gefur 2 stig – C gefur 3 stig – D gefur 4 stig og E gefur 5 stig. Stigagjöf:
  1. 5-10 stig =      Þú tekur enga sénsa en ef  þú vilt hitta stráka/stelpur verðuru að læra að brosa til þeirra fyrst.
  2. 11-15 stig =    Þú vilt prófa en þorir ekki alltaf. En ef þú fylgir áhuganum eftir áttu von á mörgum sénsum.
  3. 16-20 stig =    Þú veist hvað þú vilt og hvernig þú færð það. Þú gefur frá þér merki án þess að það standi á þér að þú takir öllum mönnum/konum opnum örmum.
  4. 21-25 stig =    Engin getur sakað þig um að halda þig til baka.  Ekkert að því en þú gætir spáð í afhverju flestir vina þinna drífa sig heim fyrir morgunmat.
 flirtÞetta spurningarpróf fann ég í gömlu DV og fannst það bara nokkuð skemmtilegt og ákvað að skella því hingað inn handa ykkur að spreyta ykkur á... Ég er náttúrulega einn af þeim sem vita hvað þeir vill og hvernig þeir fara að því að nálgast hluti sem maður vill – maður gefur frá sér merki án þess að það standi utaná manni að maður tekur öllum opnum örmum .. muhahaha!

P.s. hvar ert þú í þessum skala?

Endilega leyfðu okkur að heyra hvar þú lendir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

daður er eins og línudans. skemmtileg íþrótt en getur verið hættuleg, sé ekki varlega farið.

vitanlega þarf að gæta sín að ganga ekki of langt þegar það á ekki við, en ganga nógu langt þegar það á við

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst þetta próf ekki passa fyrir mig.
Við erum öll að daðra meira og minna alla daga, og það er bara skemmtilegt.
Og eins og Brján segir: hættulegt ef ekki er farið varlega, það er að segja þegar maður er ungur.
                                   Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 15:11

3 identicon

Sammála og Sammála, daður er vandmeðfarið en í besta falli skemmtilegt og versta falli stórhættulegt!

kveðja

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha... ég þarf sko ekkert próf til að vita þetta :)
Ég er daðrari að lífi og sál, algjörlega meðvitað

Heiða B. Heiðars, 18.4.2008 kl. 15:42

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 hættulegur leikur,dadrid....hummhumm....en getur verid suddalega skemmtilegt..

fjárinn sjálfur..ordid svo langt sidan...en kannski ad dusta rykid af thvi og byrja aftur ad dadra vid kallgreyid  kæmi svipur á hann.. eigdu góda helgi..knus og krammar

María Guðmundsdóttir, 18.4.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Tiger

  Ástin er óútreiknanleg og leiðir hennar undarlegar stundum...

Brjánn minn kæri b0xer: Algerlega sammála, daðurlínan er örmjó og stundum veit maður aldrei hvoru megin maður er eða ætti að vera. Svo satt hjá þér að daður getur verið stórhættulegt ef það er misskilið en gersamlega æði ef það er rétt notað...

Milla mín: Við eigum sannarlega að daðra eins og okkur langar til - á hvaða aldri sem við erum - en svo satt að þegar maður er ungur þá er maður kannski ekki alveg með tæknina á hreinu og fer oft hættulega yfir strikið.

Ofurskutlan: Já, ég er líka sammála - í versta falli stórhættulegt - í besta falli dásamlegt. Knúserí...

Heiða B: Yndisleg blanda - daðrari af lífi og sál - meðvitað - og skapsterk = klikkar ekki! Það eru ekki allir (sérstaklega ekki konur) sem þora að viðurkenna daðurtakta meðvitað.. ;)

María Guðmundsd: Já, stórhættulegt mál daðrið en svo mikið skemmtilegt! Eigðu líka góða helgi ljúfan og daðraðu nú duglega um helgina!!!

Tiger, 18.4.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: JEG

Daður já einmitt - lítið notað hér enda vand með farið. Getur endað illa og farið illa með suma. En saklaust daður er ljúft og nauðsynlegt öllum. Yljar manni oft um hjartarætur að finna fyrir daðri.  Góða helgi og takk fyrir kvittið   

JEG, 18.4.2008 kl. 18:22

8 Smámynd: Tiger

  Já JEG ... Saklaust daður er bara nauðsynlegt öllum. Ég er líka á því að daður getur sannarlega hlýjað manni og gefið manni mikið - sé það á góðu nótunum. Eigðu líka góða helgi og takk sömuleiðis!

Tiger, 18.4.2008 kl. 18:35

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kann öll trixin í bókinni...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.4.2008 kl. 19:05

10 Smámynd: Tiger

  Jamm Jóhanna... við sem kunnum trixin erum á toppi tindsins! Það er örugglega mjög niðurdragandi að hvorki vilja né nenna að daðra og taka daðri ... knús á þig ljúfan og eigðu daðrandi helgi framundan!

Tiger, 18.4.2008 kl. 19:12

11 Smámynd: M

Líklega döðrum við öll inn við beinið.  Get samt ekki gert að því að finnast þetta orð vera dálítið neikvætt. Hvaðan kemur t.d. orðið daðurdrós ?

Daðurknús á þig inní helgina

M, 18.4.2008 kl. 19:38

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er það ekki senni hluti orðsins 'drós' sem er neikvæður?

annars daðra ég alveg hægri og vinstri, enda lært línudansinn með aldrinum

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 20:27

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

19 stig....

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 22:58

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég veit hvað ég vil og hvernig ég fæð það. Ég gef frá mér merki án þess að það standi á mér að ég taki öllum mönnum/konum opnum örmum.

Ég vissi það svo sem

Litlaust líf án daðurs en það þaef að vita mörkin.....

blikk

Solla Guðjóns, 18.4.2008 kl. 23:20

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég verð nú bara að spurja ?

Ert þú daðrari, nú eða er ég það ?

Er daður ekki bara eitthvað fyrir gamlar konur með kölnarvatn ?

Steingrímur Helgason, 18.4.2008 kl. 23:35

16 Smámynd: G Antonia

Váá skemmtilegt, !!  Ég fékk það sama og Ollasak veit hvað ég vil og hvernig ég fæ það *bros*  Alltaf jafn gaman að kíkja hingað sendi þér stórt knús og ósk um góða helgi *daðrr*

G Antonia, 19.4.2008 kl. 02:01

17 Smámynd: Tiger

  Ohhmæjó ... þið eruð náttúrulega bara æði - daðrararnir ykkar! Hér með lýsi ég því yfir að ég á daðurmestu bloggvini internetsins! Húbbahúllahúll....

Tiger, 19.4.2008 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband