Launagreiðendur í landinu ættu að hugsa sinn gang áður en þeir tapa öllu erlendu starfsfólki frá sér.

  Það kemur nú líklega engum á óvart þó fólk af erlendum uppruna sé að flosna út úr óvistvænu umhverfi. Útlendingahatur og misnotkun á erlendu vinnuafli gengur auðvitað aldrei til lengdar, hvenær ætla íslenskir athafnamenn/konur að átta sig á því að erlent vinnuafl er nákvæmlega eins og íslenskt vinnuafl - flestir frábærir starfsmenn en slatti af lúðum sem helst vilja fá kaupið í áskrift án þess að lyfta fingri í staðinn. Þetta á bæði við okkur sjálf sem og útlendinga. Því fyrr sem stóri Íslendingurinn áttar sig á því að með illri meðferð tapar hann erlendu vinnuafli, engin lætur endalaust vaða yfir sig og misnota.

En, hey - á ekki Ísland að vera bara hreint og útlendingalaust? Kommon, hvers vegna ekki bara spúla dálítið út af klakanum?

  Hvað myndi gerast ef útlendingahatursfólki tækist að taka þessi rúmlega 21 þúsund manns sem eru að vinna hérna - og senda það fólk heim? Ég er ansi hræddur um að mjög mörg fyrirtækin í landinu færu beint á hausinn því mjög mikið skarð myndi myndast í hópi þeirra sem eru á vinnumarkaðinum og seint og illfært væri að manna þau 21 þúsund störf með íslensku letiblóði. Þeir sem eru haldnir mesta útlendingahatrinu ættu að hugsa sig aðeins um, við erum fámenn og ráðum ekki við öll þau störf sem væru í boði ef gott fólk frá öðrum löndum væri ekki hérna að gera góða hluti. Við þurfum á þeim að halda og ættum frekar að einbeita okkur að því að gera vel við erlent starfsfólk og huga að því hvernig má bæta samskipti frekar en að fókusa í kolranga átt. Virðing, réttlæti og sömu laun fyrir sömu/svipaða vinnu - á að ganga yfir alla jaft - bæði Íslendinga og fólk af erlendu bergi brotið.


mbl.is Samkeppni um erlent starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

amen

Brjánn Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: M

Verður hugsað til Spaugstofunnar á laugardaginn.  Verðum við þá að fara að vinna sögðu íslendingarnir þegar"úglendingarnir" fóru úr landi
 

M, 11.3.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef oft komið inn á þetta og fengið bara leiðindahakkara á mig,
en hvernig vilja þessir menn láta koma fram við Íslendinga erlendis.
Eins og komið er fram við útlendingana hér, nei það vilja þeir ekki.
Frábær skrif hjá þér Tiger.
                                           kveðja inn í góðan dag
                                                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Tiger

  Kæti laðar að sér kæti, góðmennska laðar að sér góðmennsku - góð laun laða að sér góðan starfskraft .. og svo framvegis.

Brjánn minn: U said it so well! Amen.

EMM: Svo mikið til í þessu. Spaugstofumenn koma ætíð inn á það sem er í gangi - og koma oftar en ekki með góða punkta varðandi það sem gæti gerst ef við gætum okkar ekki.

Milla mín: Já, þú hefur sannarlega rétta viðhorfið og hjartað varðandi svona mál. Ég er svo sammála þér, hvernig í ósköpunum viljum við láta koma fram við okkur erlendis? Ekki á sama máta og útlendingahatarar hérna koma fram við okkar gesti, svo mikið er víst. En samt berja sumir launagreiðendur hausnum við steininn og þrjóskast við að greiða sanngjörn laun fyrir vel unnin störf erlends vinnuafls, hvenær verður ljóst að þrjóskan þeira er orðin að heimsku? Knús á þig Milla mín. P.s. ég stilli bara bloggið mitt þannig að eingöngu innskráðir notendur geta skrifað athugasemdir, þannig minnkar skítkast nafnlausra alveg út.

Tiger, 11.3.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: G Antonia

Haleeelújá !!!! Nú hittir þannig á að ég er atvinnurekandi og..... er með nokkra útlendinga í vinnu þeas Pólverja ... og að sjálfsögðu höfum við haft það þannig að þeir fá sömu laun fyrir sömu vinnu , en ekki hvað!! 
Og ég veit ekki hvað við gerðum ef við hefðum þá ekki, það fást bara ekki  Islendingar í þessi störf sem við höfum í boði......eða allavega mjög erfitt að finna þá ...  

Við vitum það öll að útlendingar verða fyrir fordómum og mismunun hér á landi, og er það MIÐUR" .  Því "inn við beinið" erum við öll eins !!!! ... semsagt fólk  HUMAN BEING sem er gott og vont - fallegt og ljótt,- feitt og mjótt,- greind og heimsk,- skemmtileg og leiðinleg,- löt og dugleg  -og meira að segja "bófar" og löggur ........ (er ég að gera stutt mál langt eða )
 Nei,,Komum fram við náungann  (af hvaða stofni sem hann er) eins og við viljum að komið sé fram við okkur!!!!!   

G Antonia, 11.3.2008 kl. 17:36

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Auðvitað eigum við að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.  Það er bara skammarlegt hvernig sumir vinnuveitendur koma fram við innflytjendur, þeir ættu að prófa að flytja erlendis og fá svipaða meðferð

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 21:40

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Innilega sammála, eins og skrifað út úr mínu hjarta

Jónína Dúadóttir, 11.3.2008 kl. 22:02

9 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Heyr! heyr!Thumbs Up

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:22

10 Smámynd: Angelfish

  Mér finnst ekkert að því að fólk fari milli landa og vinni. En tventísomþing þásend píbol er mikil fjöldi fyrir ísland, er ég samt ekki að segja að það eigi að sparka þeim úr landi heldur að taka svolítið í taumana áður en þeir verða fleiri en við...

Angelfish, 12.3.2008 kl. 01:12

11 Smámynd: Tiger

  Ójá, það er nú svo að oft lenda blessaðir gestirnir okkar í hremmingum í íslenska launavelfeðakerfinu.

Guðbjörg Antonía: Svo mikið satt hjá þér að útlendingar verða oft fyrir fordómum og mismunun í okkar yndislega þjóðfélagi, en eins og þú segir þá verðum við að hugsa - og koma fram við náungan eins og við viljum láta koma fram við okkur sjálf. Gott að fá innlegg frá atvinnurekanda með erlent vinnuafl, takk fyrir það!

Móðir í hjáverkum: Sammála, ég hafði hugsað mér að skreppa í framtíðinni á erlenda grundu til að vinna og prufa grasið hinu megin - og væri sannarlega þakklátur ef mér væri sýnd sú velvild sem við sannarlega eigum líka að sýna okkar gestum.

Huld: Já, ef sumir af þessum yndislegu launagreiðendum færu nú erlendis - og lentu í því sem þeir sjálfir bjóða uppá hérna, væru þeir ánægðir? Hahaha... nei auðvitað ekki. Svo mikið til í þessu ...

Linda Linnet:  Sömuleiðis ljúfan .. knús á þig.

Jónína Dúa: Úff hvað dúfur eru með lítið hjarta - hér er eitt stórt handa þér dúllan mín - ekki það að mér finnist neitt að þínu - bara finnst þitt löngu sprungið af góðmennsku og ljúfmennsku - svo þér veitir ekki af þessu hérna í lokin ---->   

Ragnheiður Ása: Jeyjey -- we say whoo whoo - knús á þig skottið mitt.

Angelfish: It´s spankingtime... auðvitað verðum við að passa það að ekki flæði óheft inn í landið fólk sem vill koma hingað bara til að koma hingað - eða í einhverri gróðafíkn. Mikið af  þessu fólki sem flæðir yfir evrópu sýnir okkur að við verðum að gæta okkar - en engu að síður verður að sína þeim sem hér eru í vinnu og sannarlega að standa sig sömu virðingu og við myndum sjálf vilja fá.

Tiger, 12.3.2008 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 139770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband