Einkamálabloggerí og pirringur, eða hvað?

 Hjálpi mér ef Bloggheimar minna bara ekki á Einkamál eða álíka stefnumótasíður. Þetta virðist frekar einkenna yngri bloggara, en ekki eingöngu þó. Fór á flakk um helgina á bloggsíður sem ég hef aldrei farið á áður, flakkaði á síðuna hjá fúlum á móti og fúlli á móti - fljótur út þaðan aftur, of neikvætt -, síðuna hennar SigguViggu úti í bæ og síðuna hans SiggaKalla uppi í sveit - allt bara svona til að sjá eitthvað aðeins meira en mína ástsælu bloggvini (maður er nefnilega fljótur að festast í því að ráða ekki við meira en bloggvini sína vegna tímaskorts)... Og viti menn - hvað blasir við? ...

  

Á síðunum hennar SigguViggu (hin almenna skvísusíða) staflast upp hinir og þessir karlkynsbloggarar með sætyrði og daður, leynda gullhamra og allt að því að vera boð um stefnumót með "kertaljós og rómantík" innanborðs.. auðvitað slatti af vinkonum og vinum sem SiggaVigga þekkir in real life, eða sem hún er með sem raunverulega bloggvini - en greinilega heilmargir (karlmenn) sem eru að daðra við fallega unga "displaymynd" sem þeir sjá í glugga höfundar. Svipað er hjá SiggaKalla, nema stúlkubloggarar eru mun dannaðri og flétta fram mun óljósari daðri sem þó er sjáanlegt líka. Mér finnst endalaust fyndið að sjá svona mikið daður í gangi sem er auðvitað ekkert nema gott mál, enda nota ég heilmikið daður á mínar bloggvinkonur - og bloggvini. En það eru nokkrir bloggarar sem ég hef rekist á sem virðast sannarlega vera að daðra í raun og veru þó ég viti ekki hví. Ætli fólk hafi náð saman á rómantísku nótunum hérna í bloggheimum? Það væri forvitnilegt að heyra í einhverjum sem hefur t.d. kynnst ástinni sinni í gegnum bloggheima...

En í aðra sálma - fúla sálma kannski.  Æjá, ég gruna að fúl/l á móti sé komin/n í ljós - en sennilega hefur fúlt alltaf verið einhvers staðar á ferli þó en tók bara ekki eftir því fyrr en því var skellt í andlitið á mér með hroka og dónalegum hætti, í stað þess að vinsamlega biðja mig um að hætta. Nágranna kerlan mín er sem sagt fúl á móti núna þessa dagana, hefur kært mig - hótar mér lögsókn - surprise me - allt vegna veggjakrots á húsið mitt, reyndar fóru nokkrar litlar teikningar yfir á hennar hús - en það voru bara litlir og yndislega skemmtilegir broskallar.. þvílíkt og annað eins - að láta smá upplífgun á umhverfinu trufla geðið á annars yndislegum vettvangi. Rofl (skellihlátur sko). En þetta truflar svo sem ekki mitt daglega blogg, held ég - er ekki fúll á móti sjálfur heldur lít undan þegar ég rekst á eitthvað sem ekki er alveg inn hjá mér. Ég læt ekki hluti sem skipta nákvæmlega engu máli pirra mig, hvað þá væla yfir því... Ónei - eða hvað - er ég ekki nú þegar byrjaður á því að kvarta yfir fúlli á móti?

  Jihaaa... Páskarnir nálgast eins og óð fluga. Ég elska svona hátíðar og tyllidaga, nóg af góðum mat og nammsí - og frídagar og páskaegg og steik (að vísu ekki gæsir því Maddý neitar að afhenda þær)... Æi já, ég hlakka mikið til. Svo er líka alltaf svo skemmtilegt sjónvarpsefni á svona hátíðardögum, góðar sögulegar myndir - skemmtiefni sem og hið skemmtilegasta barnaefni, elska góðar teiknimyndir t.d. ... Auðvitað er það þó Páskaeggjaátið sem ég sleppi mér alveg í - fæ alltaf tvö til þrjú stór egg - en kaupi mér oft eitt til tvö svona til vara. Rétt hjá sumum að maður minnkar sannarlega ekki þegar svona gósentíð er í gangi.

  Jæja, svona að lokum. Ef ykkur leiðist kæru bloggvinir, broskallar og hreyfimyndir í athugasemdakerfi ykkar - á bið ég ykkur vinsamlegast um að benda mér endilega á það frekar en að láta það pirra ykkur að óþörfu. Ég virði það miklu meira ef fólk segir bara það sem það meinar eða lætur mann bara heyra það - frekar en að kasta því fram undir einhverri rós. Það er ekkert virðingaverðara en það að skella fram í lok pistla sinna setningum eins og "Kæru bloggvinir & aðrir bloggarar, vinsamlega ekki nota stóra hreyfikalla eða setja inn stórar myndir í athugasemdakerfið hjá mér, mér leiðist slíkt". Það myndu auðvitað allir virða það og fara eftir því, gruna ég - og allir sáttir og ánægðir - ekki satt? Ég elska nefnilega skemmtilega broskalla og hreyfimyndir sem fara ekki yfir strikið og eru notaðir á réttan hátt. Mér finnst þeir lífga uppá bloggið og setja skemmtilegan svip á það sem maður vill koma á framfæri - ef þeir eru notaðir rétt. En aftur á móti leiðist mér þokkalega mikið þegar stórar myndir eru settar í athugasemdakerfið og bið alla mína vini og aðra bloggara um að setja ekki stórar myndir í mitt athugasemdakerfi.

  Ég hvet ykkur til að eiga góða viku og hvet ykkur til að láta ekki litla saklausa hluti í lífi ykkar pirra ykkur, okkar er valið og okkar að hafa orð á því sem ekki hentar okkur - til að forðast leiðindi og útrýma óþarfa pirringi úr kolli okkar og umhverfi. Framtíðin er óskrifuð bók og engin getur skrifað okkar ævintýri í bókina - nema við sjálf. Vöndum efnisval og skreytum sögu okkar - okkur til ánægju og yndisauka. Knús á ykkur sem pirrist ekki yfir mér - þið hin - megið pirrast mér og mínum að meinalausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er pirr-free... í alvöru

DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hey! ertu að segja að snúðasvallið hafi verið blásið af?

annars er það nú þannig að þar sem fólk kemur saman, þar er daðrað. það er bara hluti af tilverunni. daðrið getur vitanlega verið á allan máta. saklaust eða af meiri alvöru. bloggið, eða aðrir staðir netsins eru þar hvergi undanskildir. meðan allt er á góðu nótunum gefur það bara lífinu lit.

blos- eða fýlukarlar bögga mig ekki, svo lengi sem þeir gefa ekki frá sér hljóð. þessi síðasti í færslunni þinni er flottur. hann hefur verið of lengi á of stórum skammti af ginseng.

Brjánn Guðjónsson, 10.3.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Tiger

  Lol... ég er líka mjög léttur á því og pirrast mjög seint - en elska það þegar ég get pirrað aðra - NOT.

DoctorE: Frábært lífsnesti, að vera pirr-free - u rock.

Tiger, 10.3.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Tiger

  Skál og syngjum ... lifi snúðabiltingin.

Brjánn minn góður: Ég myndi aldrei slá af gott kanelsnúðaorgíuparty, frekar bæta bara við snúðum og vínarbrauðum til að krydda uppá matarsukkið. Já, satt - þar sem fólk kemur saman - þar er daðrað og duflað - og ekki er ég síðri í því en aðrir... Knús á þig kaddl.

Tiger, 10.3.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hreyfikarlarnir þínir eru bara skemmtilegir, ég fer bráðum að koma inn með eitthvað hjá mér, en er bara komin svo langt sem á Favorits, það er allavega byrjunin. er ekki í pirraliðinu og segi það sem ég meina og guð hjálpi ykkur ef ég verð reið, en það er bara á 20 ára fresti.það er alveg satt.
                                  Kveðja Milla.
Ps. Brjánn verður maður svona upp og niður af gingseni
      væri kannski reynandi að benda þeim gömlu á það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: G Antonia

Ertu ekki að grínast  leiðist einhverjum eitthvað við þig (ég tek það fram að ég er ekki að daðra við þig) hm  Í mínum "augum" ertu einn sá skemmtilegasti sem ég hef "hitt" hér í bloggheimum undanfarið og ekki skemma broskallarnir- nix!! Þú lífgar svo sannarlega upp á tilveruna Tigercopper, með skemmtilegu bloggi, commentum og flottum "brosköllum/myndum" .....thanks *

G Antonia, 10.3.2008 kl. 16:21

7 Smámynd: M

Ert sko alls ekki farinn að pirra mig enn    Læt þig vita ef það gerist.

Eigðu gott kvöld. 

M, 10.3.2008 kl. 16:47

8 Smámynd: Tiger

  Ómigauman ... ég elska að daðra við bloggvini mína og ófeiminn við það...

Milla mín: Ég er handviss um að reiði þín á 20 ára fresti er hálfgert bros eða allavega minni en lítill broskall. Mér finnst broskallarnir endalaust skemmtilegir en vil alls ekki troða þeim inn á neinn sem ekki fílar þá. Ég, rétt eins og þú, segi líka meiningu mína og ligg ekki á skoðunum mínum. Er óhræddur við að segja það sem mér finnst og tjái líka tilfinningar ófeiminn, enda alger töffari innvið beinið.. p.s. gingsen er örugglega gott fyrir mann, trúi boxaranum sko tótallý.

Guðbjörg Antonia: *Daðððrrr*.. Nei, veistu - ég gruna nú að ég sé ekki að pirra mikið, en broskallarnir geta samt gengið langt í að pirra þá sem hafa ekki húmor í lagi fyrir þeim. Þakka þér ljúf og daðrandi orð til mín ljúfan, ekki ert þú nú verri eins hugljúf og þú ert... *daðððrr*.

EMM: Bíddu nú bara sko, þú ert bara rétt nýkomin í hópinn sem ég reglulega mun pirra í framtíðinni. Luv ya og eigðu góða vinnuviku..

Tiger, 10.3.2008 kl. 16:59

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er fullt af liði hérna á blogginu sem pirrast yfir hinu og Þessu og setur út á aðra bloggara, af hverju skoðar það lið þá þessi blogg til að byrja með?  

Annars finnst mér þessir kallar þínir, sérstaklega þessi sem er búin að overdósa á ginseng, bara skemmtilegir og þú ert skemmtilegur bloggari, reyndar einn af þeim skemmtilegri sem ég hef rambað á (og ég er ekki að daðra)

P.S. ég veit um eitt par sem kynntist á blogginu, þekki þau ekki en hún er bloggvinkona mín. 

Huld S. Ringsted, 10.3.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

You’re The BestHvað er lífið án smá daðurs  Finnst broskallar, bæði litlir og stórir lífga upp á bloggheima  Skil ekki hvað fólk er að láta svona atriði pirra sig!   Sammála því að fólk á að segja hvað því finnst

Thank YouBig HugHello

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.3.2008 kl. 17:02

11 Smámynd: Tiger

  Ójá, þessi er sannarlega uppörvandi og æsandi - enda líkt og Brjánn segir - uppfullur af gingsen og þvílíkur hvetjari.

Huld mín: Það er sannarlega satt hjá þér að það er fullt af fólki hér á blogginu, líkt og í lífinu alls staðar, sem pirrast á hinum smæstu hlutum - en svona er lífið - það sem pirrar einn gæti kætt og bætt næsta mann. Mér finnst daðurtækni þín geggjuð, svona undir rós - i so much like it. Já, ég er viss um að það eru margir sem hafa "fundist" hérna á blogginu og náð fallega saman.

Ragnheiður Ása: Daður er yndislegt ef vel er með það farið. Ég er auðvitað algerlega sammála því að broskallar, stórir og smáir, lífga uppá bloggheima. Big hug á þig dúlla og eigðu góða vinnuviku..

Tiger, 10.3.2008 kl. 17:38

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jæja.    Á ég þá að koma út úr skápnum ? 

Sko..... nú er ég búin að blogga í ár.  Í maí s.l. eignaðist ég bloggvin sem mér finnst alveg sérdeilis skemmtilegur og hann varð fljótlega algjör uppáhaldsbloggvinur minn.  Mér fannst hann samt ekki vitund sætur á mynd og hugsaði einungis um hann sem vin..... og okkar samskipti voru alveg án daðurs en þeim mun meiri húmor í gangi.  Endalaust hlegið.     Síðan hittumst við fyrir hálfu ári, ásamt hóp af öðrum bloggvinum.  Maðurinn reyndist bráðmyndarlegur og svakalega skemmtilegur, neistaflug..án þess að við værum saman, hittumst aftur dálítið síðar, erum núna óaðskiljanleg.   

Það er gott að byggja samband upp á vináttu... þekkja persónuna áður en þú byrjar með henni.    Mæli með þessu.

Anna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 18:14

13 Smámynd: Tiger

  Á þig Anna... u rock.

Mikið rosalega er ég sammála þér með að gott sé að byggja upp samband með vináttu og því að kynnast persónunni á undan frontinum. 

Það er náttúrulega þannig að fronturinn skiptir mjög marga máli, skiljanlega auðvitað, en mjög margir ná ekki að sjá persónuna á bakvið "fallega/ekkifallega" skelina. Þegar maður kynnist perónu t.d. á blogginu eða netinu yfir höfuð - án þess að sjá viðkomandi - þá byrjar maður einmitt á því að kynnast hinni raunverulegu persónu, hitt er bara kassi en persónan er það sem skiptir öllu. Oft er það mikill þröskuldur fyrir fólk að koma frá sér góðum hliðum sínum í persónu, bæði vegna feimni og líka vegna þess að sumir eiga bara ekki gott með að opna sig í persónu. Þá er gott að fá tækifæri til að kynna sig og persónu sína á bakvið tjöldin, sýna hið sanna sem býr innra með okkur.

Þú ert frábær Anna, gaman að fá þína hlið hérna. Stórt knús á þig og þakka þér að leyfa okkur að gægjast á bakvið sætu myndina þína *daððrr*.

Tiger, 10.3.2008 kl. 18:23

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er bloggvinkonan sem ég var að tala um, mér finnst þeirra saga svo krúttleg sammála með hvað það er mikils virði að kynnast persónunni áður en farið er að flækja málin meira.

Huld S. Ringsted, 10.3.2008 kl. 20:17

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kitty 4Ég er sammála Guðbjörgu og Huld, þú ert ansi skemmtilegur bloggari og flottur og broskarlarnir þínir  eru bara flottir,þeir lífga uppá stemminguna,að mér finnst,ég er reyndar svo til ,ný í þessum blogg vina hópi (heimi)og er að fikra mig svona hægt áfram,en ég skrifa  ekki mikið,heldur kvitta undir komuna og þakka fyrir mig.kv.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:43

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Broskallar eða myndir pirra mig ekki neitt.  Ég er yfirleitt ekki að pirra mig á einu eða neinu hér.  Maður er hér sér til gamans, og það er bara fjölbreytni í ólíkum bloggvinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 21:20

17 Smámynd: Ragnheiður

Veit ekkert um daður á blogginu, tek yfirleitt ekki hlutum þannig enda bý ég með bestasta besta vini mínum. (hann að vísu stendur hér á miðju gólfi og rekur við í augnablikinu)

Mér finnst myndirnar þínar skemmtilegar og þær lífga upp á kommentin þín og bloggin sjálf. Þú ert líka nokkurnveginn sá allra ljúfasti hérna á moggablogginu.

Hafðu það gott Tigercopper

Ragnheiður , 10.3.2008 kl. 21:31

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér er stórlega misboðið með það að þú vaðir uppi með þessa ólýsandlega pirrandi auglýsíngarbroskalla á mínu bloggplássi, sérstaklega vegna þess að ég borga aukalega til moggerísins fyrir að mitt bloggerí sé auglýsíngarfrítt.

Svo mæta svona dónaKONUR eins & þú, Hallgríma, & stútfylla mínar menníngarsíður & Guð okkars DoktorsAlsælu með einhverjum skrípómyndum, á skítugum hælaháum fjólubláum kanínuleðurskinnsstígvélum ?

Með þessu áframhaldi er alveg út úr eyfirskri innfluttri Gallowaykú að þú fáir að prófa snjósleðann minn.

Ezzgan  ....

Steingrímur Helgason, 10.3.2008 kl. 23:00

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, veistu dúllan mín að mér finnst þú æðislegur, gleður alla, nema fílupúka.  Bara gaman að lesa hjá þér og sjá komment frá þér, líf og fjör í gangi og ekkert annað.  Góð kveðja til þín   Laughing  Laughing Laughing 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 23:11

20 Smámynd: Sigrún Óskars

Kallarnir eru bara flottir og upplífgandi, sumir dálítið krúttlegir. Það er ekki hægt að verða pirraður yfir þeim, þegar maður les skemmtilegu bloggin þín. Knús til þín

Sigrún Óskars, 10.3.2008 kl. 23:19

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert óborganlegur og ég eeeeeelska kallana þína Þú mátt engum segja, en ég mundi ekki þekkja daður þó ég væri lamin í hausinn með því..... En þú ert hress og glettinn og skemmtilegur og hrikalega góður penni og svo framvegis og svo framvegis og það er allt jákvætt Ég pirra mig aldrei yfir smámunum og ég er að blogga til að skemmta mér og jafnvel tekst mér að skemmta öðrum líka.... en það er í eintölu samt held ég Góða nótt, "skjáumst" á morgun amma mín

Jónína Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 23:39

22 Smámynd: Brynja skordal

Ekki kann ég að nota þessa stóru sætu broskalla eða ná í þá það er einmitt svo æðislegt og gaman að sjá hvernig þú notar þá í þínum færslum lífgar bara upp á tilveruna hér og þar og allstaðar Er reyndar ekki mikið fyrir að láta einhverja bloggara pirra mig fynnst lífið of skemmtilegt til þess hér í bloggheimum ert þú æðislegur og mátt þú alveg vera montin af því með alla þína smælí kalla og ferlega skemmtilegar færslur Daður hefur fylgt mannkyninu um ár og aldir í allskonar myndum hafðu góða vinnuviku Broskallinn minn kæriGóða nótt

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 00:14

23 identicon

þú ert bráðfyndinn..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:47

24 Smámynd: Tiger

  Úff... maður verður eiginlega hálf vandræðalegur þegar maður les svona mikið af yndislegum glósum sem beint er í áttina að manni... Knús á ykkur sko!

Huld mín: Bara frábær þessi bloggvinkona þín þarna, og svona líka skemmtileg. Gott að fá hennar sýn á þessi mál hérna.

Linda Linnet: Takk skottið mitt og vittu til, áður en þú veist af verður þú orðin stórsjóuð í bloggmálunum - þú ert á góðri leið sko..

Ásthildur: Ég er sammála þér, broskallar eru bara skemmtilegir séu þeir notaðir rétt. Læt heldur fátt pirra mig og elska lífið - líka blogglífið.

Ragnheiður mín: Takk ljúfust. Gott að vita að sá allra allra allra bestasti er mannlegur og rétt eins og flestir - láta líkaman tala þegar hann þarf.. hehehe. Knús á þig og hafðu það líka gott.

Tiger, 11.3.2008 kl. 13:40

25 Smámynd: Tiger

  Hóhóhó, I say - hæhæhæ.. Zteini. I so much luv ya too! Kannski maður ætti að borga þér fyrir það að fá að setja eins og einn broskall eða svo á þína háæruverðu zíðu, svona uppá vinskapinn.. Dónakonur eru alltaf æði, sérstaklega þegar þær bruna um á snjósleða á háhæluðum bleikum kanínuböömmsum, held ég.. Knús á þig ljúfastur.

Tiger, 11.3.2008 kl. 13:43

26 Smámynd: Tiger

  Hugsa að bloggið væri skemmtilegra ef fleiri væru á jákvæðari nótunum, en hitt er líka nauðsyn til að það verði ekki einsleitt, staðnað og leiðinlegt... fúll á móti verður líka að fá að tróna rétt eins og hinir.

Ásdís mín: Þú mesta dúllan, líf og fjör er sannarlega eitthvað sem ég hef að leiðarljósi hérna, sem og í lífinu almennt. Mér finnst dásamlegt þegar fólk er glatt og hamingjusamt í kringum mig og ég geri sannarlega allt sem á mínu valdi stendur til að svo megi vera. Knús á þig dúlla.

Sigrún: Æði bara að sjá þig alltaf - og stærðar knús á þig líka!

Kurr: Takk fyrir blómið sko, en hefðir ekki þurft að koma með það - mér nægir ætíð bros þitt sem er svo fallegt og einlægt. Knúserí á þig.

Tiger, 11.3.2008 kl. 13:49

27 Smámynd: Tiger

  Ömmur eru sko flottastar. Þær eru stanslaust að kenna manni og sé maður tilbúinn að læra og hlusta - þá fær maður í hendurnar fjársjóð sem engin annar getur gefið manni.

Jónína Dúa: Ohh.. daðrarinn þinn! Það er náttúrulega allt í lagi þó, enda ég svona hálfgerð-ur Amma þín, ekki satt? Þér tekst alltaf að skemmta mér á þinni síðu og ég fer nú alltaf brosandi þaðan - knús á þig - þín Amma.

Brynja Skordal: Þú sæt í þér sko! Já lífið hefur verið daðurslegt í gegnum aldirnar í öllum myndum, bara yndislegt. Broskallar eru sannarlega gleðigjafar á réttan hátt. Knús á þig ljúfust, þinn broskall...

Guðrún B: Ohh.. ég hef sagt það frá upphafi, elska display myndina þína - á svo góðar minningar með henni í denn *roðn* .. alltaf sama daðrið í manni. Lot´s of luv to Færeyja. Veit að ég myndi fá lambasteik ef ég kæmi - en þá náttúrulega yrðir þú einni vinkonunni fátækari.. *glott*.

Tiger, 11.3.2008 kl. 13:55

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég þoli ekki þessa stóru broskalla og myndir í kommentakerfum... held ég hafi komið því ágætlega til skila með því að segja einhversstaðar eitthvað á þessa leið "djöfull fara þessir broskallar sem tröllríða kommentakerfum um allt bloggið í taugarnar á mér"
Með því benti ég á það um leið og ég pirraði mig á því. Tek mér fullan rétt til að pirra mig á hlutum eins og mér sýnist... enda ristir það oftast grunnt og fær bara blóðið til að renna hraðar.. þ.e mitt blóð

Og ég daðra við ljósastaura suma daga.... eflaust líka ljósastaurana á blogginu ef þannig liggur á mér. Daður er bara hluti af mannlegum samskiptum...svona rétt eins og pirringur

Heiða B. Heiðars, 11.3.2008 kl. 21:30

29 Smámynd: Tiger

  Á þig Heiða. Auðvitað höfum við öll rétt á því að þola ekki hitt og þetta, pirra okkur og láta illa ef okkur sýnist svo. Ég get t.d. sagt að ég þoli alls ekki stórar myndir í athugasemdakerfinu, en ég er algerlega kolfallinn fyrir þessum dásamlega skemmtilegu brosköllum og smælí dóti.

  Hvað ég myndi eyða öllum athugasemdum í mínu kerfi ef þar myndu poppa upp slatti af stórum myndum sem ég vil ekki. Ég myndi auðvitað biðja viðkomandi um að hætta að bögga mig með myndum, en eyða svo ef hann heldur áfram - og banna viðkomandi ef það gengi ekki heldur.

  Ástæða þessarar færslu minnar um broskallanotkun er m.a. vegna þess að maður áttar sig stundum bara ekki á því þegar maður kolfellur fyrir svona stúffi - að það eru ekkert allir sem fíla þetta. Ég á góðan hóp af bloggvinum sem ég vil síst af öllu bögga með svona dóti, því þó ég fíli það - er einmitt ekkert víst að neinn annar af mínum vinum kæri sig um þetta. Því vildi ég fá það á hreint nákvæmlega hvort það væri einhver sem ég sendi á athugasemdir (er hálf ofvirkur í að skrifa athugasemdir sko) sem ekki vildi fá broskallanna með.

   for your comment Heiða. Ef ég verð í athugasemdakerfi þínu í framtíðinni mun ég aldrei nota broskalla - nema kannski bara svona ---> :) - í mesta lagi. Gott að fá þína hlið á broskallabakteríunni sem sannarlega er mikil.

P.s. Veistu, suma daga daðra ég líka við ljósastaura, þannig lagað séð. Það er til ótrúlega mikið af daðri í öllum myndum útum allt - og við erum að nota daður í langflestum samskiptum okkar daglega. Knús á þig...

Tiger, 12.3.2008 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 139770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband