So Much Missing Jenný Anna Baldursdóttir 2...

  Það er skrítið þetta blogglíf. Núna um allnokkurt skeið hef ég flakkað um bloggið og skoðað bloggara, lesið og fundið mér nokkra góða sem eru í favorit hjá mér. Ætíð þegar ég kem á netið byrja ég alltaf á því að fara í favorit, smella á mín ædol þar, lesa ædolin og skella inn kvitti og kveðjum (eða hreinlega blogga bara inni hjá þeim).

Núna er einn af mínum fyrstu bloggfavorit í stuttu bloggfríi. Bloggarinn að tarna er sá bloggari sem ég dvaldi oftast lengst inni hjá, las og naut ánægjulegra stunda með "henni" í hennar daglegu frábæru færslum. Þessa dagana er ég alltaf fljótur að fara yfir mína favorit og stoppa ætí eins og venjulega síðast hjá Jenný, sem er nú einn af okkar skemmtilegust bloggurum að mínu mati. Málið er bara að núna veit ég ekkert hvað ég á að gera því engar færslur eru náttúrulega hjá henni þar sem hún er í stuttu fríi. Ég er búinn að skoða gamlar færslur frá því er ég byrjaði fyrst að lesa hana Jenný - allt frá því er ég tók fyrst eftir þessum skemmtilega bloggara - frá því lööööngu áður en ég byrjaði að blogga sjálfur, og sakna þess að sjá engar færslur frá henni daglega. Æi, ég vona að henni gangi vel og að gæfan sé henni fylgjandi í því sem hún er að gera - og hlakka mikið til þegar hún kemur aftur stelpurassgatið.

  Já, sannarlega big hug til ykkar kæru bloggarar sem eruð að kíkja á mig af og til. Mér þykir mjög vænt um allar ykkar heimsóknir og enn vænna þykir mér um þá sem skilja eftir sig spor til að ég geti líka kíkt á ykkur og bloggað inn í ykkar bloggi.. Whistling

Ég hafði ákveðið - þegar ég byrjaði um daginn að blogga - að setja ekki inn "bloggvini" eins og allir eru með heldur setja mína uppáhalds í favorit. Nú er svo komið að ég er að spá í að breyta þessu og setja inn bloggvini þannig að mun auðveldara er að kíkja á ykkur sem þar yrðu. Ég hef þegar hafnað þónokkrum vegna fyrri ákvörðunar en sendi viðkomandi alltaf ákveðin skilaboð þar sem ég útskýrði málið. Nú mun ég aftur senda sömu aðilum skilaboð með von um að þeir heiðri mig með "vináttu" sinni og gerist mínir bloggvinir.

  Þið sem hafið áhuga á að vera bloggvinir hjá mér - endilega sendið mér skilaboð því ég mun bæta ykkur inn. En, ég vil endilega minna ykkur á, eins og ég hef sagt annarsstaðar, að þó ég hafi ykkur sem bloggvini og hreinlega bloggi inni í ykkar bloggi - þá ætlast ég alls ekki til að þið séuð daglegir gestir hjá mér eða séuð stanslaust að skrifa athugasemdir í mínu bloggi. Auðvitað er ég alltaf glaður þegar ég sé hver er á ferðinni - en ég er líka glaður þegar ég bara sé fléttingabreytingar hjá mér.

Það geta allir kvittað sem vilja hjá mér, er ekki með nein skilyrði á það sem fólk vill segja og áfram mun ég ætíð reyna að kvitta hjá ykkur sem sendið mér kveðju. Munið samt að ég fer ekki fram á það að þið séuð alltaf að skrifa comment hérna.

  Need to go into my favorit and sort out my ædols and add some blogging friends.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég segi það með þér, ég sakna Jennýar líka!

Kolgrima, 20.2.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Það er best að gera vart við sig, ég hef oft lesið hjá þér og kom einmitt frá Jennýju til þín. Mér finnst síðan þín fín og margt til í því sem þú skrifar. Ég er að spá í að beiðast bloggvináttu og geri það um leið og ég hef lokið þessu kommenti.

Takk fyrir hlý orð á síðunni minni

Ragnheiður , 20.2.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Tiger

Kolgríma: já, ekki hægt annað en sakna hennar og skemmtilegra færsla hennar.

Ragnheiður - mér er það heiður - að fá þig sem bloggvin, velkomin.

  

Tiger, 20.2.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Adda bloggar

innlitskvitt frá öddu og kristófer

Adda bloggar, 20.2.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Angelfish

  Ohh hvað er notarlegt að vera efst í vinalistanum

Angelfish, 20.2.2008 kl. 18:54

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenný Who ?

Ég veit hverjir Jeff Who eru en ....

Jájá, ég sakna hennar líka smotterí, en þú lofar mér að segja henni ekki frá því síðar, bloggvennzli..

Steingrímur Helgason, 20.2.2008 kl. 21:21

7 Smámynd: Tiger

Takk takk Adda og Kristófer, kveðjur til baka.

Angelfish: behave or i eat you.

Zteini.. you are tha man. Ég lofa að segja ekkert, allavega ekki mikið - kannski bara smá svona svolítið kakóblaður sko - er nefnilega svo léttur á leyndarmálum þegar ég er kominn í kakóglasið... love you too.

  you allllll .....

Tiger, 20.2.2008 kl. 23:37

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég las einmitt oft bloggið hennar Jennýar, hún hefur svo skemmtilegan húmor. En ég les þitt blogg líka og væri til í að hafa þig á listanum mínum, þú ert svo ansk.....góður.

Sigrún Óskars, 21.2.2008 kl. 00:43

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég sakna líka Jennýar bloggvinkonu minnar, en ég bíð róleg, hún kemur aftur áður en við vitum af

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 09:45

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Tek undir þetta - um leið og ég þakka þér tilboð um bloggvináttu. Ég vil gjarna vera bloggvinur þinn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.2.2008 kl. 12:17

11 Smámynd: Tiger

  Jayyy.. þið eruð endalaust sætari en sykurpúðar. Þakka ykkur kærlega og verið velkomin.

Sigrún: Vertu velkomin og þakka þér. Gott að hafa þig sem bloggvin.

Jónína Dúa: Ójá, hún kemur aftur stúlkukindin. Hlakka til þegar hún byrjar að hella úr viskubrunni konu sem hefur verið að taka alla á beinið í fríinu sínu. Öruggt að hún á eftir að koma með skemmtilegar sögur þaðan og eins gott að vera vel nestaður þegar hún byrjar..

Ólína: Þakka þér kærlega fyrir að taka við mér sem bloggvin. Þú ert ein af þeim sem ég er búinn að vera með í favorit hjá mér í langan tíma og les reglulega. Nýbyrjaður að blogga/bulla sjálfur og farinn að commenta sem slíkur (vildi ekki commenta áður í algeru nafnleysi og án bloggs á bakvið athugasemdir).

  

Tiger, 21.2.2008 kl. 12:42

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Takk

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 139773

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband