10.7.2008 | 14:49
Geta bloggsamfélög eða álíka samfélög á netinu haft áhrif á líf og limi okkar eða þeirra sem eru okkur samferða á netinu – jafnvel valdið dauða?
Getur gagnrýni á stafsetningu okkar, málfar, orðalag eða þau persónulegu málefni sem við erum að tjá okkur um orðið þess valdandi að við verðum fyrir þvílíkum áföllum að við föllum í djúpt þunglyndi eða jafnvel tökum eigið líf, allt vegna óvæginna athugasemda eða heiftarlegrar gagnrýni á það sem við erum að skrifa á netið?
Hvernig er það með þá sem eru mjög alvarlega þunglyndir fyrir eru kannski að deila með okkur mjög erfiðum málefnum á netinu, á blogginu eða líkum vetvangi þar sem allir geta lesið okkur, svarað því sem við segjum eða geta sent inn athugasemdir við því sem við erum að skrifa?
Við sem sitjum fyrir framan tölvuna og erum að taka þátt í slíku samfélagi sem t.d. bloggið er höfum ótrúlega mikið vald og getum haft gífurlega mikil áhrif á þá sem sitja hinu megin við skjáinn okkar. Hvernig við notum þetta vald er í raun og veru vitnisburður um uppeldi okkar, að mínu mati.
Sýnum við umburðalyndi og kærleik eða erum við óvægin við þá sem stafsetja flest orð vitlaust, hafa kolrangt orðalag eða segja frá hlutum sem mörgum finnst vera eitthvað sem betur hefði verið ósagt eða ætti ekki að eiga heima á síðu þar sem allir geta lesið?
Jú, líklega reynum við vel flest að vera umburðalynd og vel flest erum við full af kærleika þegar við rekumst á einhvern af samferðafólki okkar á netinu sem hefur glímt við mikla erfiðleika eða ástvinamissi eða álíka.
En, það er til vetvangur þar sem allt annað er uppi á teningnum. Það eru til síður þar sem börn og unglingar eru alls ráðandi og þar grasserar oft ýmislegt misjaft.
Öll vitum við að börn og unglingar hafa stundum ekki þroska og vit til að sýna aðgát í nærveru sálar, sýna umburðalyndi og kærleika sem og skilning ef einhver er að tjá sig um það sem viðkomandi telur vera sér mikilvægt setur fram í von um smá skilning eða jafnvel ákveðnar ráðleggingar og úrlausnir við því sem hann/hún skrifar.
Vegna þroskaleysis geta börn og unglingar oft verið anzi óvægin og grimm ekki endilega viljandi við hvert annað, sérstaklega á netinu. Ég vil nota hér tækifærið til að biðja fólk endilega um að það opni augu sín fyrir því hvernig börn þeirra og unglingar koma fram við aðra á netinu. Talið við börn og unglinga og segið þeim hve mikilvægt það getur verið að vera fullur af kærleika og virðingu á netinu gagnvart öllum þeim sem virðast ekki eins heppin og þau sjálf.
Það sem þau telja vera hipp&cool getur verið banvænt í augum annarra sem eiga um sárt að binda. Þau gagnrýna grimmt þá pisla eða greinar sem sendar eru inn af einhverjum - ef eitthvað er misjaft í stafsetningu, uppsetningu eða orðalagi hjá höfundi áður en þau segja eitthvað um raunverulegt innihald greinarinnar.
Nýlega las ég einmitt slíka grein senda inn af ungum manni inná síðu þar sem börn og unglingar ráða ríkjum þar sem hann sagði stutt frá lífi sínu, erfiðleikum og ástarsorgum. Heilmikil runa af leiðinlegum athugasemdum ringdi inn um málfar og villur í texta og Guð má vita hvað, en mest lítið var um raunverulega umræðu um það málefni sem hann setti fram í von um smá ráðleggingar eða hjálp.
Sirka 10 dögum síðar tók þessi ungi maður líf sitt.
Í ljós kom að þessi viðkvæmi drengur átti við erfiðleika að stríða, sennilega þunglyndur á háu stigi og átti í mikilli ástarsorg - hann var lesblindur sem skýrir villur í texta og hugsanir hans voru ruglingslegar og að því er virðist í skrifum hans - þegar komnar út í sjálfsmorðshugleiðingar. Hefði hann tekið líf sitt ef yfir hann hefði ringt góðum hugsunum, góðum ráðleggingum eða ljúfum og kærleiksríkum athugasemdum við grein hans? Hugsanlega ekki, en kannski hefði slíkt engu skipt ef hann hefur þegar verið búinn að gera upp hug sinn varðandi líf sitt.
Auðvitað getur engin ætlast til að við séum skyggn og bara áttum okkur á því hvað liggur á bakvið skrif hvers og eins sem við mætum á netinu en það er í okkar hendi að leggja þeim lið sem líður illa, við höfum vald til þess!
Það kostar ekkert að vera jákvæður og ljúfur í skrifum & samskiptum við aðra á netinu, setja fram góða og kærleiksríka athugasemd með hjálp í huga eða bara velvilja frekar en að setja eitthvað neikvætt bara til að segja eitthvað. Frekar ættum við að fara af síðunni án orða og leiðinda en að henda einhverju fram sem ekkert gerir annað en særa!
Með því að kasta fram neikvæðum og illa hugsuðum athugasemdum þar sem slíkt hefði ekkert endilega þurft eða án þess að við endilega höfuðum eitthvað að segja yfir höfuð um það sem við vorum að lesa, getum við sært gífurlega mikið viðkvæmar sálir. Með því að setja fram góðar og jákvæðar athugasemdir sem miða að því að peppa upp viðkomandi höfund getum við stuðlað að bættri líðan einhvers, sett bros á kannski tárvott andlit eða jafnvel bjargað mannslífi þess sem er kannski á síðasta strái að henda fram erfiðleikum lífs síns í von um skilning og vinsemd þeirra sem lesa grein eða pistil hans.
Við sem núna sitjum við skjáinn stoppum við og hugsum!
Ef við lesum eitthvað sem snertir okkur ekkert, kemur okkur ekkert við eða við höfum ekkert gott að segja um þegjum frekar og förum áfram frekar en að stoppa við og eyða tíma í að skrifa eitthvað leiðinlegt og kannski særandi! Sýnum velvilja og aðgát, sýnum vinsemd og kærleika og kennum börnum okkar slíkt hið sama, það skilar sér til framtíðar. Það sem okkur hefur verið kennt það er leiðarljós okkar núna og verður leiðarljós barna okkar ef við kennum þeim og ölum þau upp í slíkum kærleik og vinsemd gagnvart öllum þeim sem við mætum á lífsleiðinni!
Við uppskerum eins og við sáum í börn okkar, vald okkar er mikið nýtum það til að gera okkar í því að fegra internetið. Munið margir smáir og fallegir hlutir geta gert svo óendanlega mikið gott. Falleg orð hér og þar, umburðalyndi og skilningur við þá sem eru ekki alveg eins fullkomnir og við sjálf þetta skilar sér allt. Hafið það ætíð hugfast að allt sem þið skrifið á netinu gæti orðið til þess að setja bros á sorgmætt andlit eða sett tár í augu viðkvæmra sem áður voru brosandi.
Eins og máltækið segir svo vel Penninn er máttugt vopn /penninn er máttugri en sverðið þetta máltæki er hægt að yfirfæra á lyklaborðið ykkar þar sem þið sitjið nákvæmlega núna!
Foreldrum og aðstandendum unga mannsins sem hvarf á braut alltof ungur vil ég votta mína innstu samúð ef eitthvert þeirra leggur leið sína á Moggabloggið og les þetta. Ég skrifaði þennan pistil í hans minningu og veit að þau átta sig á því ef þau lesa þetta hérna! Guð veri með ykkur!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
blekpenni
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
lehamzdr
-
skessa
-
brjann
-
jodua
-
ringarinn
-
hross
-
jogamagg
-
gurrihar
-
christinemarie
-
roslin
-
jeg
-
hneta
-
majaogco
-
madddy
-
eddabjo
-
lillagud
-
angelfish
-
skjolid
-
stebbifr
-
heidistrand
-
sigro
-
laugatun
-
ollasak
-
rasan
-
skordalsbrynja
-
antonia
-
lindalinnet
-
emm
-
svala-svala
-
kiza
-
hran
-
gellarinn
-
katlaa
-
danjensen
-
snar
-
tofulopp
-
janey
-
heidihelga
-
skattborgari
-
ellasprella
-
icekeiko
-
pollyanna
-
perlaoghvolparnir
-
bifrastarblondinan
-
storyteller
-
handtoskuserian
-
strumpurinn
-
siggathora
-
jari
-
disadora
-
egvania
-
um683
-
veland
-
sisvet
-
wonderwoman
-
brandarar
-
borgarfjardarskotta
-
jakobk
-
gudrununa
-
sp
-
must
-
jyderupdrottningin
-
hrannsa
-
einari
-
engilstina
-
manisvans
-
himmalingur
-
agny
-
almaogfreyja
-
gattin
-
dittan
-
dora61
-
draumur
-
gelin
-
lis
-
ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góður pistill EN
Sko, ég held að það sé svo mikið búið að gerast þegar málin eru komin á þann stað að þeir endi eins og með þennan einstakling. Mér finnst hæpið að segja fólki hvernig það á að bregðast við skrifum fólks á opinberum vettvangi. Flestir hljóta að gera sér grein fyrir því að um leið að þeir birta eitthvað á opinberum vettvangi eru þeir að gefa fólki leyfi til að krítisera það sem þeir segja og hvernig þeir segja það.
Hitt er svo annað mál að fólk á að kunna mannasiði og hafa almennar reglur um mannleg samskipti að leiðarljósi.
Andrea, 10.7.2008 kl. 15:03
Frábær grein hjá þér og full af kærleika
Ég verð að viðurkenna að ég er komin með harðari skráp núna en fyrst þegar ég var að blogga.
Blessuð sé minning þessa unga manns.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.7.2008 kl. 15:04
Ofsalega ofsalega sammála thér, og frábær pistill i dag.
Hef sjálf thad ad leidarljósi ad ef madur hefur ekkert gott ad segja thá á madur ad thegja. Oft eru jú málefnalegar umrædur i gangi og margir ósammála,en ég tholi bara ekki thegar fólk tharf ad skita adrar manneskjur út fyrir thad eitt ad segja skodun sina. Hef sjálf lent i thvi ad litid var gert úr mér persónulega vegna komments sem ég lagdi inn hjá bloggara,tók thad fyrst voda nærri mér..en segi eins og Jóhanna,er nú med hardari skráp en ádur.
Enn,thad eru ekki allir med hardan skráp og adgát SKAL høfd i nærveru sálar,. En ég eiginlega trúi ekki ødru en ad thad hafi verid svo ástatt um hjá thessum unga manni ádur en hann skrifadi sin mál á bloggid/netid ad svo fór sem fór. En ømurlegt engu ad sidur ad fólk hafi brugdist svona vid skrifum hans. Blessud sé minning hans.
María Guðmundsdóttir, 10.7.2008 kl. 15:18
Andrea; Sannarlega höfum við gefið skotleyfi á okkur um leið og við setjum eitthvað á netið þar sem allir geta lesið, en við getum sannarlega líka stuðlað að því að viðbrögðin verði jákvæðari. Með því að t.d. tala við börn okkar og segja þeim hve ótrúlega mikilvægt sé að vera jákvæður og kærleiksríkur á netinu - ölum við upp í þeim meiri líkur á að eitthvað jákvætt komi frá þeim í samskiptum þeirra við aðra.
Við getum auðvitað aldrei séð fyrir hvað er að baki því sem aðrir skrifa á netið - en í öllum tilfellum getum við borið ábyrgð á því sem við látum frá okkur í áttina að hverju því sem við lesum eftir aðra. Því jákvæðara og kærleiksríkara - því meiri líkur eru á að tárvot augu þerrist eða bros birtist þar sem grátur og óhamingja áður ríkti. En samt satt, við opnum sjálf fyrir því sem við fáum á okkur með því að setja eitthvað fram þar sem aðrir hafa aðgang að sama efni.
Jóhanna M&V; Sannarlega þurfum við öll að þróa með okkur harða skel ef við ætlum að lifa af netnotkun okkar. Enda er netheimurinn oft á tíðum svo ótrúlega miskunarlaus að það hálfa væri nóg til að hinir minna hörðu falli í niðdimman dal sem engin leið er úr aftur.
Takk báðar fyrir góð innlegg ..
Tiger, 10.7.2008 kl. 15:22
María Guðmunds; Satt að eru oft góðar og málefnalegar umræður - en eins og þú segir eru oft margir sem ráða ekkert við sig og byrja með leiðindi og persónulegt skítkast þó slíkt hefði alls ekki verið nauðsynlegt.
Ég segi það sama og þú, ég segi ekkert þar sem ég tel mig ekki hafa neitt að segja - en reyni oftar en ekki að láta eftir mig liggja eitthvað sem ég persónulega myndi sjálfur vilja fá frá öðrum, sem sagt eitthvað jákvætt eða ljúfa kveðju.
Samkvæmt því sem ég las úr skrifum þessa unga manns hafði hann þegar ákveðið eigin örlög áður en ýmislegt versnaði hjá honum blessuðum ljúflingnum. Sannarlega getum við sjaldnast eitthvað gert ef við ekki sjáum fyrir óorðna hluti - við erum sannarlega ekki forspá og á engan hátt Guðir sem geta gripið inn í örlögin til að laga eða breyta hlutum.
Takk fyrir þitt ljúfa innlegg eins og ætíð.
Tiger, 10.7.2008 kl. 15:28
Veistu það ég er svo þakklát fyrir allt sem þú segir og þetta er svo rétt hjá þér,og góð grein að ég bara táraðist takk fyrir kæri Tiger
Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 15:35
Katla mín; Ekkert að þakka - þetta eru bara hugleiðingar um hvað við getum gert - öllsömul - til að gera sambúðina á netinu aðeins ljúfari. Öll getum við lagt litið eitt á vogaskálarnar til að svo megi verða. Eigðu ljúfar stundir skottið mitt ..
Tiger, 10.7.2008 kl. 15:47
Því miður er of mikið um það að fólk sé vont við hvort annað á netinu. Síðan Barnaland.is er líklega sú alversta sem til er, ansi margir brennt sig á henni.
Þetta er fallega skrifað minn kæri, þú ert sneisafullur af kærleik, og það er greinilega stutt í hjartaræturnar þínar.
Þakka þér fyrir að vera til, heimurinn er ríkari með þig í honum
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:03
Guðrún mín B; Þú ljúfa, blíða og fallega vinkona - takk fyrir falleg orð.
Hef einmitt heyrt af því að mikið gangi stundum á þarna á Barnalandi.is - að ýmislegt misjaft grasseri sem betur væri ekki. Viðkomandi síða á að vera barnvæn og um börn og fjölskyldur - en er oft ekkert annað en stríðsvöllur þar sem skít og skömmum er kastað hægri og vinstri - að því er ég hef heyrt. Það eru til fleiri svona síður sem ekki eru betri hvað skítkast varðar, en það er ótrúlegt þegar maður hugsar um það hversu mikið getur gengið á sumstaðar án þess að neitt sé við því gert.
Valdið sem felst í skrifum á netinu er svo ótrúlega víða misbeitt og misnotað, því miður. Þess vegna er það svo mikilvægt að við tökum okkur til og skoðum hvað börnin okkar eru að gera, hvar þau eru að vafra, við hverja þau eru að eiga samskipti við og láta það okkur skipta máli.
Knús á þig yndislegi Færeyjanýbúi..
Tiger, 10.7.2008 kl. 16:13
Þú ert góður maður og kannt að koma því frá þér á eðlilegan hátt
Ég vil líka votta fjölskyldu þessa unga manns innilega samúð mína
Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 16:48
Jónína mín; Takk fyrir falleg orð til mín ljúfa kerfisvillan mín! Þú ert nú ekki lakari engill sjálf verð ég að segja, svo óendanlega uppátektarsöm og óútreiknanleg - er haggi? Jújú ... knús yfir heiðar og beint á þig rúsínan mín!
Tiger, 10.7.2008 kl. 16:56
Strákurinn minn hefur stundum lent í svona umræðum við krakka á netinu og kemur alltaf og spyr okkur hvað hann eigi að segja. Stundum reynum við að ráðleggja honum en oft er þessi umræða á þann veg að við höfum sagt honum að segja ekki neitt. Við erum mjög fegin því að hann skuli spyrja okkur.
Helga Magnúsdóttir, 10.7.2008 kl. 17:57
Helga mín; Þinn drengur er greinilega ljúfur og vel alinn fyrst hann kastar ekki bara einhverju út í loftið án þess að spyrja þá sem hann veit að hafa vit á hlutunum fyrst ...
Málið er einmitt eins og þú segir - stundum er alls engra orða þörf - stundum er betra að þegja frekar en að kasta fram óþarfa leiðindum.
Takk fyrir þitt innlegg hérna mín kæra.
Tiger, 10.7.2008 kl. 18:01
Þessi pistill er yndislegur eins og þín er von og vísa. Það er ekkert eðlilegt við sum samskipti á netinu. Þó að fólk opinberi einhverja hluti þá er ekki sjálfkrafa komið eitthvað veiðileyfi á viðkomandi. Ég hef þetta yfirleitt eins, ég vel hvað fer í mig og fer með það burt og gref það þar. Ég eys ekki yfir fólk einhverjum ömurlegum athugasemdum sem engu skila nema sárindum og leiðindum
Takk fyrir frábæra færslu
Ragnheiður , 10.7.2008 kl. 18:23
Fallegur pistill og umhugsunarverður fyrir okkur öll. Þú ert með fallega sál Tiger, það kemur svo bersýnilega í ljós með skrifum þínum hér á blogginu.
Fólk er svo misjafnlega tilfinningaríkt og er bloggið góður vettvangur fyrir ýmist skítkast. Einnig er hægt að misskilja helling hér. Man ég var dálítið viðkvæm hér til að byrja með, en er öll að koma til og farin að rífa kjaft
Knús á þig, þó ég knúsist eiginlega aldrei hérna
M, 10.7.2008 kl. 18:25
Ég hef bara kíkt inn á Blabla, og þar virtust unglíngar gefa hvort öðru ráð, auðvitað mest í feimnismálum, lá við að ég kellingin roðnaði þegar að ég las sum umræðuefnin. Barnaland hef ég heyrt talað um sem versta slaðurstað Íslands, og er leiðinlegt þegar að fólk er með skítkast út í hvort annað á netinu
Heiður Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 18:33
Og auðvitað votta ég foreldrum unga mannsins samúð mína.
Heiður Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 18:41
Mín ljúfa Ragnheiður; Ég er sammála því í raun og veru - sjálfkrafa veiðileyfi er ekki gefið - en fólk tekur því miður oft þannig í pólinn. Líklega bjóðum við hættunni heim þegar við skrifum á netið - en sannarlega er valdið okkar sem lesum netið að sýna þroska og virðingu, umburðalyndið og kærleikann þegar og ef við finnum fyrir þörf á því að svara höfundi. Þú ert ljúflingur mín kæra og ætíð hægt að ganga að vísum fallegum og ljúfum orðum hjá þér!
EMM mín; Takk ljúf orð, auðvitað gerum við okkar besta á netinu - enda nóg af öðrum sem telja sig ekki geta það sama. Bloggið er einmitt kjörinn skítkastsstaður þar sem nafnlausir óinnskráðir geta leikið sér. Við sjóumst þó öll með tímanum, þannig séð. Knús á þig til baka skottið mitt..
Heidi Helga; Já, það er víða sem unglingarnir eru alls ráðandi - og þeir geta oft verið sjálfum sér hvað verstir. Frá 10ára til 20ára geta verið ótrúlega kjaftfor og óvægin í gagnrýni sinni - en yfirleitt eru þau þó yndisleg. Stundum er þó þroskanum ábótavant og sum virðast ekki eiga heima með lyklaborð fyrir framan sig því miður. Endalaust skítkast er mjög hvimleitt til lengdar - en lagast seint ef við reynum ekki að miðla kærleika og fleiru góðu í börnin okkar ..
Tiger, 10.7.2008 kl. 18:46
Virkilega góð færsla hjá þér Tigercopper. Flestir fullorðnir hafa þroska til að taka einhverjum misjöfnum orðum á netinu, allavega án þess að það fari á sálina hjá fólki. En þegar um er að ræða börn og unglinga er málið allt öðruvísi. Þau eru miklu viðkvæmari og hafa ekki þroska til að skilja sumt. Þetta getur orðið eins og einelti, bara á netinu, sem allir geta séð það. Það er alltaf verið að minna foreldra á að fylgjast með netnotkun barna sinna og auðvitað verðum við að kenna þeim umburðarlyndi og að sýna kærleika til náungans. Það kostar ekkert að brosa, það kostar heldur ekkert að setja jákvæð orð í stað neikvæðra á netið.
Kærleiksknús til þín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.7.2008 kl. 19:08
Sigrún Þorbjörnsdóttir; Já, það er svo óendanlega satt að það kostar nákvæmlega ekkert að skrifa niður ljúf og jákvæð orð í stað neikvæðra - en uppskeran verður langtum yndislegri fyrir þann sem fær slíkt til sín.
Fullorðnir eru jú þroskaðri og ættu að ráða betur við það þegar þeir eru gagnrýndir - en næsta víst er að við erum öll mismunandi viðkvæm og sannarlega eru til margir fullorðnir sem eru svo viðkvæmir að þeir ráða með engu móti við þann mótbyr sem leggur að þeim á netinu og flýja því af hólmi.
Við erum eins misjöfn og við erum mörg - missterk og mistilbúin í þá baráttu sem netið gæti reyst okkur þegar við erum að skrifa þar. Þess vegna er það svo mikilvægt að bera meira af kærleika út á meðal okkar. Það er aldrei of oft hamrað á góðum hlutum.
Takk fyrir gott innlegg Sigrún.
Tiger, 10.7.2008 kl. 19:18
Svo hárétt hjá þér. Súna öllum skoðunum umburðarlyndi og svara öllum með kurteisi. Sumt fólk er viðkvæmara en annað.
Skattborgari, 10.7.2008 kl. 19:49
Skattborgari; Já, í það minnsta ætíð að sýna virðingu þegar við svörum á netinu - alveg sama hver á í hlut, einhver sem við teljum viðkvæman eða sterkan - virðingin á ætíð að vera hluti af svari okkar.
Ekki mun svar okkar versna þó við bætum smá umburðalyndi og kærleika við það, með smá slettu af kurteisi og bunka af brosi ...
Takk fyrir þitt framlag Skattborgari ..
Tiger, 10.7.2008 kl. 19:56
Frábær pistill hjá þér Tiger eins og svo oft áður það er alltaf gaman að koma og lesa hjá þér,þegar ég var að lesa husaði ég lesblindir..ég er ein af þeim lesblindu og ég get lesið svo hrikalega tóma vitleisu sem er auðvita ekki fyndið en ég fíflast stundum með þegar ég er að lesa vitlaust ég er líka ég og það er alls ekki þannig að allir geta það...og svo er oft sem fylgir ritvillur og ég veit að ég skrifa stundum vitlaust og það er allt í lagi fyrir mig en ég get líka sagt það síðan ég fór að bulla hér um mig og mitt á blogginu það hefur veitt mér mikið traust á að koma því frá mér sem ég vil eða langar eða þarf...
Eigðu góðan dag kæri
kveðja inn í daginn til þín.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.7.2008 kl. 20:00
Heiður Þórunn; Takk fyrir. Svo satt að lesblindir geta bæði lesið vitlaust úr skrifuðu máli og einnig skrifað mikið af villum. Oftar en ekki verður það til að aðrir sem telja sig mun fullkomnari - álíti að þar með hafi þeir leyfi til að gagnrýna og jafnvel nýða niður allt í pistli höfundar - án þess að koma nokkurn tíman inná innihald eða efni það sem höfundur er að skrifa um.
Slík framkoma sýnir mikinn vanþroska og heilmikla óvirðingu - því við vitum ekki hvað liggur að baki villunum eða skrítnu orðalagi stundum.
Ef texti skilst, þá á maður skilyrðislaust að kommenta á efnið en ekki eyða tíma í að vera með leiðindi og grimmar aðfinnslur vegna uppsetningar eða villna! Traust og trú á sjálfan sig kemur alltaf smá saman ef maður tekur gagnrýni með jákvæðu hugarfari og treystir sér til að horfa framhjá þeim kjósa að vera með leiðindi á netinu.
Hafðu líka ljúft kvöld mín kæra og njóttu kvöldsólar ef hún býðst ...
Tiger, 10.7.2008 kl. 20:07
Takk fyrir þennan frábæra pistil TíCí, ég er svo sannarlega sammála þér, - eina sem ég vildi bæta við, er, að stundum þarf ekki börn og unglinga til að skrifin verði óvönduð og rætin, s.s. mörgum er tamt að gera þótt fullorðin sé. - En takk enn og aftur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:20
Lilja Guðrún; Veistu, ég hef sannarlega rekist á fullorðna einstaklinga sem hvorki hafa vit né þroska til að vera á netinu. Það er satt hjá þér að það þarf ekki endilega börn eða unglinga til að vera með skítkast.
Skítkast þeirra yngri eru meira svona "ósjálfráð" eða "óhugsuð" - en frá þeim fullorðnu eru skotin rætin og grimmari því þau eru sett fram af einstaklingum sem skilja nákvæmlega merkingu og afleiðingu orðanna sem þau setja fram. Fullorðnir eiga betur með að sjá á skrifum fólks hvort um sé að ræða viðkvæma eða jafnvel óþroskaða manneskju sem setur fram eitthvað sem er ábótavant - og því eru skítköst frá þeim enn grimmari og rætnari þegar þau poppa upp í athugasemdakerfi þeirra sem senda frá sér misgott efni.
Takk fyrir þitt góða innlegg eins og ætíð ..
Tiger, 10.7.2008 kl. 20:29
Ææææjjj þú ert svo indislegur og þessar hugleiðingar þínar eru svo hreinar og beinar. Þetta er nefnilega málið að það kemur ekki allt fram hjá þessum einstaklingum sem rita sína djúpu sorgir á netið og við getum ekki vitað allan sannleikann. Því eins og sagt er hér að ofan "aðgát skal höfð í nærveru sálar" og kurteisi kostar ekkert aukalega en skilar oft heilmiklu til baka.
Barnaland og ER já það er nú heimur útaffyrir sig. Þar virðast nokkrir einstaklingar hanga allan daginn - alla daga og þrasa - snobbast og smajtta á hinu og þessu sem skiptir varla máli. En það er fljótlegt að lesa út þessar manneskjur og sjá að þær eru ekki að nota neitt nema umræðuna á síðunni til að glenna sig (sorry en svona sé ég BL og ER)
Komum fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.
Knús og klemm á þig sæti og indislegi maður.
P.s. Votta mína samúð til fjölskyldu unga piltsins.
JEG, 10.7.2008 kl. 22:14
Frábær og þarfur pistill og kemur mér ekki á óvart að þú minn kæri skrifar hann með þinni hjartagæsku þar sem ég á nú 6 börn hef ég verið mikið í því að fylgjast með hvað þau brasa á netinu í gegnum tíðina og reynt að kenna þeim að nota það sér til sóma er meiri seigja svo frökk að skoða msn hjá þeim yngri og hverjir eru tengdir þar 3 af mínum eru lesblind og hafa fengið skömm í hattinn fyrir sum skrif og tekið inn á sig en við höfum nú rætt það svo allt í góðu svo er alveg merkilegt hvað "sumir" hafa þörf fyrir það að koma með skítkast á sumar bloggsíður hjá krökkunum ótrúlegt bara sorglegt ef ég einhverntíman myndi sjá svona hjá mínum krökkunum þá færu þau beina leið í net bann en tel mig nokkuð meðvituð um hvað er að ske í þeirra skrifum.....En já talandi um Barnaland þar er fullorðið fólk úff nenni einu sinni ekki að tjá mig um það....En ætla sko að láta mína púka lesa þína góðu færslu held að margt komi til skila þar þú ert yndi Tiger minn Gullmoli í bloggvinahóp
Brynja skordal, 10.7.2008 kl. 22:17
Ég er 100% sammála henni Brynju, ég hef fylgst með netnotkun minna barna. Ég á líka börn sem eru lesblind og skrifa ekki alveg fullkomna íslensku. Ein dóttir mín lenti í svona Barnalands slúðri og leiðindum, sem betur fer hætti hún að fara á þá slúðursíðu. Þessi pistill þinn ætti að birtast í blöðunum, hann er mjög þarfur. Ég sjálf er með svo harðan skráp, bæði vegna vinnu minnar og þess sem ég hef lært í lífsins skóla. Ég tek ekki nærri mér það sem aðrir segja um mitt blogg, ég er með athyglisbrest og gleymi stundum að lesa yfir það sem ég hef skrifað. Ég var samt smá pirruð þegar einhvert "fíflið" var að kommenta við mynd af börnunum mínum!!! Arg garg
En ég veit að sá á bágt þar sem mín börn eru flest fullkomin, svona næstumþví
Ég óska þér yndislegrar helgi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.7.2008 kl. 01:31
Góður að vanda TC!! Það er alveg á hreinu að uppeldið hefur ekki klikkað hjá henni mömmu þinni
, fallegur að innan sem utan!!
Hörmulegt að heyra með drenginn
Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð, ég held að ekkert sé til verra en að missa barnið sitt.
Alveg sammála þér, fólk mætti aðeins stoppa og hugsa áður en það hendir svívirðingum og lítilsvirðingum út í loftið, hryllingur að lesa stundum t.d moggabloggið og athugasemdirnar þar. Ég mundi aldrei hætta mér á barnalandið, not my cup of tea.
Ég á ættingja sem eru les og skrifblindir og margir þeirra hafa liðið fyrir það, hörmulegt alveg og svo sárt að það tekur engu tali, hræðilegt að fólk sé að álíta þennan hóp heimskan, þegar þetta kemur gáfum ekkert við :( Þau hafa orðið fyrir miklu aðkasti, einmitt á netinu sum.
Ég segi bara, eins gott að vakta börnin sín þegar þau fara að fá að fara á netið, ég hef ekki leift minni elstu það ennþá, nema leiki og til að vera í sambandi við pabba sinn og afa og ömmu. Ég skil ekki alveg hvað t.d allt niður í 6 ára krakkar eru að gera með t.d msn...
Mig langar til að benda þér á þetta: http://eddabjo.blog.is/blog/eddabjo/ fannst þetta svo sætt. En leggja þarf meiri áherslu á mannleg samskipti í skólum, af því að stór hópur barna og ört stækkandi virðist bara ekki vera að læra þetta heima hjá sér...kannski börn sumra barnalandsfólksins...hmmm...sem kunna einmitt alls ekki mannleg samskipti og svo gengur þetta svona kynslóð eftir kynslóð eftir kynslóð...þangað til við verðum öll orðin alveg kúkú..
...þú ert gulldrengur
..eigðu góða nótt!!
alva (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:40
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.7.2008 kl. 05:07
Yndisleg og þörf færsla hjá þér ljúfurinn mínn, ég vona bara að sem flestir lesa þetta því það er svo mikið satt í þessu hjá þér.
knús á þig inní daginn ljúfur
Helga skjol, 11.7.2008 kl. 07:21
Takk fyrir þennan yndislega og þarfa pistil Tící minn. Þú hefur greinilega hjartað á réttum stað, það skín í gegnum þessi skrif hjá þér
Það er svo satt að ansi oft er skelfilegt að lesa hvað fólk lætur út úr sér á netinu og ekki eru það alltaf unglingar en við vitum líka að unglingar hafa veikari skráp til að taka við skítkasti á netinu. Þekki það þar sem dætur mínar hafa ansi oft fengið gusuna yfir sig frá skólafélögum, svo mikið ógeð stundum að ég er ekki alveg að skilja hverskonar uppeldi er á þeim börnum. Ég hef hins vegar alltaf sagt þeim að svara ekki svona leiðindum og einfaldlega loka á þá sem geta ekki sýnt almenna kurteisi.
Ég votta fjölskyldu þessa drengs samúð mína
Huld S. Ringsted, 11.7.2008 kl. 07:47
En hræðilega sorglegt

Ég votta fjölskyldu þessa unga manns mína dýpstu samúð.
Og þér sendi ég
Börn geta verið skelfilega grimm og sagt ýmislegt ljótt í umhugsunarleysi. Málið er bara að það geta fullorðnir líka og þá finnst mér það ekki umhugsunarleysi heldu illkvittni.
Ég á BARA góða bloggvini og hef bara séð uppörvun og falleg orð hjá þeim.
Þú ert algjör perla og ég er stolt af að hafa þig sem vin
Hulla Dan, 11.7.2008 kl. 10:15
Orð í tíma töluð. Orð geta einmitt verið beitt, Hitler byrjaði sína herferð með orðinu einu saman. Allir bloggarar þyrftu að lesa þennan pistil.
Þú ert með hjartað á réttum stað Tc og ég sendi þér
og knús inní helgina.
Ég votta fjölskyldunni samúð mína.
Sigrún Óskars, 11.7.2008 kl. 11:10
Mikid ertu med stórt og fallegt hjarta Tiger minn....Tad er yndislega gefandi ad lesa bloggid titt....hreædilega er sorglegt med tennann unga mann.Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúd og takk fyrir ad gefa okkur tennann hlýja og óeigngjarna pistil.
Knús á tig megir tú njóa vel góds dags.
Gudrún Hauksdótttir, 11.7.2008 kl. 11:10
Því miður er það eins á blogginu og annars staðar að sumt fólk (ekki bara börn) kann sig ekki. Þegar Gemsarnir voru fyrst að verða algengir var algengt að þeir væru notaðir til að áreita fólk og leggja það í einelti. Éin af dætrum mínum fékk hvað eftir annað alls konar niðurdrepandi og dónaleg skilaboð og símhringingar. Nú er netið orðið algengasti vettvangurinn fyrir svona niðurdrepandi og mannskemmandi framkomu. Stundum eru þetta börn og unglingar sem því miður gera sér ekki grein fyrir því hvað þau eru að gera, en ansi oft er þetta bara hrein illgirni!
Takk fyrir góða lesningu eins og oft áður, minn kæri boggvinur!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:33
Takk takk elsku minn ljúfur og bestu óskir um góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:22
Góð grein hjá þér minn kæri. Það er erfitt að rata milliveginn, en fólk skal ávallt gæta orða sinna ekki spurning. Knús og helgarkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 16:13
veit ekki dæmi þess að nokkur hafi dáið af völdum rangra beyginga eða stafsetningavillna, en hvað veit ég susum?
Brjánn Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 20:08
Elsku TíCí minn þakka þér fyrir þessa frábæru færslu, svo sannarlega orð í tíma töluð. og þetta er alveg hárrétt sem þú segir, aðgát skal höfð í nærveru sálar, við verðum alltaf að gera ráð fyrír því að fólk sé viðkvæmt og að það sem við leggjum til, geti sært og meitt. Þess vegna þarf að umgangast þennan miðil með varúð, og hafa bak við eyrað að vera jákvæður og kærleiksríkur fyrst og fremst, sérstaklega við fólk sem við þekkjum ekki, og vitum ekki hvernig bregst við innleggjum okkar.
Þú ert frábær manneskja. Og innilega takk fyrir þessa hugvekju. Blessuð sé minning þessa unga manns, og ef til vill dó hann ekki til enskis, ef þessi færsla fær fólk til að hugsa sinn gang.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 21:39
Það læra börnin er fyrir þeim er haft, eins og þar stendur!
Umhugsunarverð færsla hjá þér minn kæri,
knús og kveðjur
Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 11:41
Flottur pistill hjá þér. Hann fær vonandi einhverja til að hugsa aðeins fram fyrir nefið á sér.
Halla Rut , 12.7.2008 kl. 12:57
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir góðar athugasemdir og góð orð til mín, sem og þakka ykkur fyrir að votta fjölskyldu unga mannsins samúð og virðingu með því að setja hérna inn athugasemd! Þið eruð sannarlega gullmolar hvert og eitt!
Tiger, 12.7.2008 kl. 14:41
Þarfur og góður pistill
Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 01:54
Tigercopper þakka þér fyrir falleg og kærleiksrík skrif.
Svo sannarlega megum við gæta okkar á skrifum þeim er við birtum opinberlega. Ég vissi ekki um að svona sorglega hafði farið fyrir ungum dreng, sem er ekki bara einhver drengur heldur er hann ástkært barn foreldra sinna sem nú ásamt ættingjum og vinum eiga um sárt að binda.
Tigercopper þú ert gullmoli sem lætur skína úr skrifum þínum elsku á öllu og öllum.
egvania, 13.7.2008 kl. 20:06
Ásgerður; takk fyrir falleg orð til mín og takk fyrir innleggið þitt.
Tiger, 13.7.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.