Drykkjulæti á Tjaldhýsasvæðum, fiskur á grillið eða var öngullinn bara í rassinum? Myndir af herlegheitunum kannski ...

Jæja, hún er bara búin að vera æði þessi helgi. Maður er búinn að gera meira af sér en í háu herrans tíð. Fór aðeins inn á hestamannamótið - fór á Selfoss, kom við hjá bloggvin - en þorði ekki að spyrja um bloggvininn svo ég hitti bara engan bloggvin. Fór að Úlfljótsvatni - fór að veiða W00t en aftur í fellihýsabúðir með öngul í rassi.

Set eitthvað af myndum inn þegar ég er kominn aftur heim.

Það voru teknar myndir af mér þar sem ég var að reyna að leysa öngulinn úr rassinum á mér - og eitthvað fleira er á vélinni sem kannski fær að fljóta með seint í kvöld eða á morgun.

Kíkti hérna inn hjá frænda mínum og fékk leyfi til að færslast örstutt til að segja hæhæ við ykkur. Verð að segja það - þó ég hafi nú saknað bloggrúntarrútínunnar - þá er búið að vera æði að hafa ekki tölvu núna. Veðrið er búið að vera yndislegt, spáin dásamleg áfram og ekkert nema gott um það að segja.

Það var mikið grillað og húllumhæjast í gærkvöldi, hamborgarar, svínasteik og lambasteik á grillið - og pylsur - kartöflur - rif og gudda mía má vita hvað var ekki sett á grillið - og jú - nýveiddur fiskur úr Úlfljótsvatni líka!

Svo var sallat með þessu öllu og gos. Systkyn mín eru svo vel af guði gerð að þau hafa aldrei áfengi með í för þegar börnin eru með - enda á áfengi aldrei samleið með sumarferðalögum, börnum og ánægjulegum stundum með fjölskyldunni. Mér þótti það ljúft - að njóta gleði og hamingjulegra stunda í heilmiklu fjöri og æslagangi, mínus vín - en sama saga var ekki um mjög marga á tjaldhýsasvæðinu. Margir með börn, sum mjög ung - og allir fullorðnu meira og minna drukkin, börnin afskipt við vatnið eða um allar tryssur. Ljóttljóttljótt ..

En, þakka fyrir mig núna hérna - tek ykkur í gegn í kvöld eða tomorrow sweetypies. Ljúfleiki í loftið og knús á línuna ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur verið gaman hjá ykkur og ekki skemmir að hafa góðan mat, engar smá kræsingar sem þú telur upp.
Hvað segir þú, ert ekki að djóka? þorðir þú ekki að spyrja eftir bloggvin, nei þessu trúi ég ekki á þig, snúður ertu svona feiminn?
Vill fá mynd af þér með öngulinn í rassinum.
Knús knús tiger míó míó.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sat heima í allan gærdag, því komstu ekki við hjá mér??  Heidi kom til mín og þú hefðir sko verið velkominn í kaffisopa, ertu hræddur við bloggvíni þína eða hvað? ég hélt þú værir hetja.  Myndir a.s.a.p.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman hjá þér en er alveg sammála þér vín og börn eiga ekki saman.  Stórt knús á þig ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 13:53

4 identicon

já, útilegur með börn+vín í óhófi ekki gott.  Mér finnst þó allt í góðu að fá sér einn fyrir svefninn svona til að hlýja sér

Það hefur verið aldeilis fjörið á þér, hlakka til að sjá myndir.

alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: JEG

Já það er virðingarvert að foreldrar skuli halda víni frá svona familý útilegum.

Gott að helgin var góð.  Æjjj er kallinn feiminn?

Knús og klemm á þig sæti mann.

JEG, 6.7.2008 kl. 14:32

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Börn og áfengi eiga alls ekki samleið. Margir ætla bara rétt að fá sér í glas, hva, en enda svo sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:37

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta hefur verið æðisleg fjölskylduhelgi hjá ykkur, svona eins og mini ættarmót þar sem bara þeim skemmtilegustu er boðið..  Annars er ég sammála henni Músu minni (AKÆ) eins og oft áður; ekkert að því að gamla settið fái sér smá yl í kroppinn eftir að ungarnir eru sofnaðir.. "ennþá-betri-ylur" er líklegri til að vekja smádýrin, sem væru þá allt eins vís til koma með miklu erfiðari spurningar en "mamma, -hvort er þetta hvítvín eða eplasafi?"

*Risafastogobbosslegasjóðheitt keliknús* til þín í helgarlok, jú sexí bíst!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.7.2008 kl. 16:20

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég sammála ykkur systkynum að áfengi eigi ekki að hafa um hönd þar sem börn eru, veit ekkert ömurlegra en að horfa upp á fólk veltast um dauðadrukkið nálægt börnunum sínum

Hlakka til að sjá myndir hjá þér

Huld S. Ringsted, 6.7.2008 kl. 17:31

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott að sleppa áfenginu þegar börnin eru með, næg önnur tækifæri þegar þau eru ekki nálægt. Börn og áfengi eiga alls ekki saman, það eru bara ekki allir sem fara eftir því... Hlakka til að sjá myndina af önglinum

Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 17:41

10 Smámynd: Gunna-Polly

mikið er ég sammála með að sleppa áfengi þegar börn eru með , gleymi aldre þegar ég gekk í tvíburafélagið og fór með stelpurnar litlar í tvíbraútilegu ( þurfti að fara ein þar sem kallin var að vinna) það sem allir tvíburforeldrarnir þarna höfðu ágyggjru af var að ég var ein með þær í útilegu (guð minn góður hvernig fór ég að að vera með þær ein á daginn) og að ég var ekki með áfengi með mé það var mikið gert til að ota að mér áfengi þessa helgi , ég sem í sakleysi mínu hélt að þetta væri fjölskylduútilega !

sagði mig úr þessu fæelagi eftir þessa helgi

Gunna-Polly, 6.7.2008 kl. 17:58

11 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Auðvitað á ekki að vera að þamba brennivín í barnaútilegum

Heiður Helgadóttir, 6.7.2008 kl. 19:20

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið lifandis skelfing er þetta útilegulíf erfitt,  sumu fólki. -  þegar barnafólk getur ekki látið svo lítið og sleppt drykkju í útilegu með börnum sínum, -  vitandi það að 28 ára barnlausu fólki sem aldrei smakkar vín er vísað frá, hverju tjaldstæðinu af öðru, vegna þess að þeim er ekki treystandi til að hegða sér almennilega sökum of ungs aldurs (26 - 28 ára )  - og barnleysis.  - Þetta þarf nú að endurskoða. 

Semsagt "börn eru engin vörn" gegn drykkju foreldra og eldri ferðamanna. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:31

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 21:00

14 identicon

Börn og áfengi eiga ekki samleið.  Því er ég sammála, enda drekk ég aldrei með börnin mín einhverstaðar.  Mér finnst það ljótt gagnvart þeim.

Knús á þig Tici minn

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:45

15 identicon

Nú erum við sammála öl er böl þegar börn eru með í för og svo auðvitað miklu oftar en það er nú önnur saga minn kæri :)

knús og ofurskutl

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:09

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fer aldrei í útilegur, og nenni sjaldnast að fara að heiman.  Ég hef fullan aðgang að sumarbústað foreldra minna í Grímsnesinu, þangað nenni ég yfirleitt ekki að fara.  Ég er svo heimakær að ég fer yfirleitt ekki neitt, nema til Finnlands einu sinni á ári.  Þá hef ég mikla heimþrá allann tímann

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.7.2008 kl. 02:06

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gaman ad heyra ad helgin var gód og vedrid ennthá betra. Mikid sammála med áfengid,alveg ømurlegt ad sjá foreldra drukkna og jafnvel ad reyna ad sinna børnunum á sama tima á bara ekki ad eiga sér stad. Annadhvort er madur i fjølskylduferd eda ekki sko!

eigdu gódan mánudag og knus og krammar til thin

María Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 04:35

18 Smámynd: JEG

þetta er magnað !

ÉG get ekki kommentað á færsluna hér á undan eða ofan bara þessa *findið*

Hvað er kallinn bara búinn að loka á mig ??? Já nú skil ég snúðarnir eru ekki komnir hihihi.... þá verð ég bara að fara að baka.

Knús sæti held áfram að reyna.

JEG, 7.7.2008 kl. 21:49

19 Smámynd: JEG

Elsku dúllan mín það er ekki séns hjá mér að kommenta á síðustu færslu svo ég bulla bara hér. Vona að þér sé sama. En það er einhver villa og yfirhleðsla varðandi myndina eða eitthvað sem orsakar að ég fæ bara Error og fínt og nó ken dú a komment.

Knús sæti og vona að þetta lagist við næstu færslu og ég geti tjáð mig þar.

JEG, 8.7.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 139762

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband