Á ég að flengja köttinn, sætta mig við uppnefni eða draga fyrir svo nágrannakonan sjái mig ekki?

 Jæja, þá er komin tími til að koma sér í rúmið - til að sofa sko!

No spanking this time, enda alone home - eða þannig. Kötturinn er að vísu hérna einhversstaðar en ég nenni ekki að elta hann, eða hvað?

Allavega er maður betur upplagður í að fara að sofa en að fara í einhvern kattaslag.

 

  Fékk sendan tölvupóst í dag frá Kosovo eða eitthvað. Það var verið að þakka mér fyrir að lýsa yfir sjálfstæði þeirra nú um daginn, halló! Ég svaraði um hæl og sagði að ég hafi bara alls ekki gert það, hefði sennilega verið Landspabbi sem gerði það - gaf upp póstfang Landsbankans svo kosovobúar geti send lánaumsóknir til Dabba Landspabba.

 

 

 

 

Nágrannakona mín kemur og kíkir á gluggann minn þegar ég er að blogga, gruna að hún sé að næla sér í bloggefni. Hugsanlega er hún með bloggstíflu og telur að ég, píparinn sjálfur, geti veitt henni stíflulausn. Það er auðvitað ekki í myndinni, nema gegn greiðslu - vantar nefnilega kanelsnúða til að borða í nótt og veit að hún er snilldarsnúðagerðakona.

  Félagar mínir úr heita pottinum fóru út að borða um helgina. Fóru á Tælenska staðinn sem er þarna úti á Álftarnesi, góð orð fuku um þann stað í heita pottinum í dag. Þetta er víst frábær staður, verð að skella mér þangað eftir ár - ár er biðtíminn eftir borði þar skilst mér.

  Ásthildur, ein af bloggvinkonum mínum, gaf mér gælunafn í dag. Það vildi nú svo ótrúlega skemmtilega til að hún kallaði mig "TíCí!. Málið er að ég á mér uppáhaldsteiknimyndaseríu sem er um ketti, höfðupaurinn þar er Top Cat - en hann er alltaf kallaður TíCí.. snilld. Og önnur bloggvinkona mín, Huld, benti mér á tící-ið - annars hefði ég misst af því. Þið eruð alveg snillingar upp til hópa kæru bloggvinir. Já, svo á Solla dóttir hennar Ragnheiðar afmæli í dag - endilega sendið henni afmæliskveðju.

  Góða nótt kæru bloggvinir og aðrir bloggarar. Fallega drauma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vona þú hafir sofið vel

Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 06:26

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag TiCi! .. Þú virðist vera B manneskja = ferð seint að sofa zzzz.. ég vakna snemma og flokkast því undir A! .. Vaknaði þó extra snemma í þetta skiptið þar sem fimmáringurinn á heimilinu kom uppí (aldrei þessu vant) og eiginlega sparkaði mér útúr. Er gjarn á að koma úppí og sparka mér út úr rúminu. Svona er erfitt að vera stjúpa! Held þetta séu fyrirmæli frá mömmu hans - ekki segja neinum - og vonandi les hún ekki bloggið þitt! hehe  ... Æ hvað ég væri annars til í að vera heima í dag - mála myndir með áðurnefndum fimmáringi, taka úr þvottavélinni .. hlusta á góða tónlist .. Draumur allra hlýtur að vera að vinna styttri vinnudag .. svona 60% .. (þetta var nú bara í tilefni að ,,konurnar heim".. )

Eigðu góðan dag, og afsakðu bullið! ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.3.2008 kl. 06:29

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn það hressir, bætir og kætir að lesa þig, ég meina síðuna,
þína á morgnanna, vona að þú hafir fengið snúða fyrir nóttina hjá nágrannakonunni Já TiCi flott nafn, enda Ásthildur flott kona.
ja bara eins og við allar hinaVið erum æðisleg, verðum að segja það sjálf,
engin gerir það fyrir okkur.
                                                      Knúsý kveðjur ínn í þinn dag
                                                      Tiger minn Milla.
                                                  

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2008 kl. 07:51

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú ert nú meiri nátthrafninn! Ég mundu draga fyrir, það gengur ekki að hafa tvo eðalbloggara eins og þig

Eigðu góðan dag Tící

Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 08:04

5 Smámynd: Brynja skordal

Góðan daginn Tící ah ég er nú voðalegur nátthrafn líka þó ég þurfi að að vakna snemma Ásthildur sniðug að hitta á þetta nafn hjá þér margt sniðugt skeður í bloggheimum hafðu góðan Stíflulausan dag Dúlla

Brynja skordal, 6.3.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég mun bara áfram kalla þig Tígra, enda veit ég um annan kött sem heitir því nafni.

ertu ekki annars svoddan köttur? hvaða kött ætlaðirðu annars að flengja? áttir kannski við að flengja apann?

Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 10:16

7 identicon

Takk fyrir bloggið í nótt!

Ótrúlegt hvað þú ert duglegur að blogga, kannski gætu landsfeðurnir eitthvað lært af þér þ.e. Þetta með afköstin og vinnusemina!

kveðja:)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: Adda bloggar

Baby Floss - Cute MySpace Layouts, Graphics and Glitters!

Adda bloggar, 6.3.2008 kl. 10:58

9 Smámynd: Ragnheiður

TiCi mesta krúttið...pípari segirðu, það er snilld.

Ég bý hér steinsnar frá þessum stað á Álftanesi og ég hef ekki þorað að gá hvort ég geti borðað þar, dálítið hrifin af tælenskum mat.

Takk fyrir kveðjuna til hennar Sollu minnar

Ragnheiður , 6.3.2008 kl. 12:58

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm TíCí minn, þú ert bara flottur.  Og skemmtilegur líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 13:24

11 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk fyrir frábært blogg að venju

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.3.2008 kl. 13:47

12 Smámynd: Tiger

  Ohh .. ég verð alltaf svo kátur - kátur sem slátur þegar ég sé bloggvini kasta á mig kveðju og skrílslátum, elska það.

Jónína Dúa: Þakka, jú ég svaf mjög vel og er kátur - en ekki víst að þú verðir kát þegar þú skoðar "þetta" .. hehehe.

Jóhanna M. & V.: Æi, það er svo gott að bloggast aðeins fyrir svefninn. Ég fer þó reyndar ætíð frekar snemma á fætur - sef stundum bara stutt, enda fljótur að vinna upp orku og kraft fyrir langan dag. Hvernig láta annars annarra fimmeyringa mömmur sko..? En kannski er fimmeyringurinn bara svona ánægður með þig, vill hafa þig rúllandi um allt frekar en að þú sofir af þér hamaganginn... Amanneskjur eru toppurinn í dag.

Milla mín: Morgunstund gefur gull í ... eitthvað. Alltaf gott að sjá þig og eins gott að þú farir ekki að lesa mig heldur látir nægja að lesa bloggið sko. Já, rétt hjá þér - Ásthildur er æði - þið eruð öll æði - þið eruð stórkostleg, munið það!

Huld: Krúnk krúnk.. Næturkrummar eru nú betri en engir krummar, spurðu bara Ragnheiði okkar - sem grýtti brauði í einn og sá hann ekki aftur. Gardínurnar eru límdar fyrir og nú er ekki hægt að kíkja á mig í næturbloggi, en snúða fékk ég ekki.. *grát*.. lov u.

Brynja Skordal: Ójá, margt skrítið sem gerist í bloggheimum, satt er það. Ég mun sannarlega eiga stíflulausan dag - kannski annað að segja um nágranna mína.. hehe.

Tiger, 6.3.2008 kl. 15:05

13 Smámynd: Tiger

  Hjálpi mér sko ...

Brjánn: Hot damn, læðan slapp en apinn ekki.. *flaut*. Tígri er bara flott sko, en passaðu þig á því að Tígri læðist ekki að þér og flengi þig - apinn þinn. *glotterí*.

Móðir í hjáverkum: Ójá, þú myndir fljótt þreytast á að elta páfagaukinn með svipuna á lofti, og örugglega sofna vel. En kannski er málið að gefa honum bara ristað brauð - þá lagast hann örugglega.

Guðbjörg E: Ekkert að þakka ljúfust. Já, ég er sannfærður um að landsfeður gætu lært heilmikið af því að fylgjast með bloggheimum. Kveðja og knúsumst later sweety.

Adda mín: Meowww á þig líka, ertu kannski að leita eftir smá flengingu? Veist að ég á písk sko - til léttra verka góðan.. *flaut*.

Tiger, 6.3.2008 kl. 15:11

14 Smámynd: Tiger

  TíCí .. the wonderfúl cat - but not with the hat.

Ragnheiður mín: Ég held að þú sért mun meira krútt en ég, og mun þokkafullari að auki, *dæs*... Ég er líka hrifinn af Tælenskum mat, mætti alveg vera meira af honum sko - en gruna að það sé rétt að langur biðlisti sé þarna á Nesinu þó. Ekkert að þakka fyrir Solluna - kveðjur og knúserí á þig og hana í tilefni dagsins.. *knús*.

Ásthildur: TíCí er svo mikið inn hjá mér að það hálfa væri hellingur. Þakka kærlega fyrir það! Þú ert stærðar snillingur - og flottust eins og margir segja! Knús á þig (mæli með þér í mannanafnanefnd)...

Tiger, 6.3.2008 kl. 15:16

15 Smámynd: Tiger

  Ragnheiður Ása: Knús til baka skottið mitt...

Tiger, 6.3.2008 kl. 15:17

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ertu ofvirkur?   Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2008 kl. 02:15

17 Smámynd: Tiger

  Jóna mín: ég er ekki orðinn ofvirkur ennþá en stefni á það að verða ofurvirkur bloggari sko! Lov u sweety.

Tiger, 7.3.2008 kl. 03:30

18 Smámynd: Solla Guðjóns

TíCíFlottergotter

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 139769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband