Sorgarstundir, sorgarorkusuga sem erfitt getur verið að hrista sig úr.

  Ástæða þessarar færslu er svo sem af ýmsum toga. Þegar maður lendir í áföllum, sorg eða missi ástvina dettum við auðvitað í farveg sem getur verið svo ótrúlega erfitt að ná sér fyllilega aftur úr, sumir jafnvel aldrei. Það eru engar ákveðnar eða gullnar leiðir úr sorginni en tíminn einn getur sannarlega mildað hana - ásamt þeim sem eru samferða okkur í gegnum lífið...

En svo geta náttúrulega bara komið upp dagar þar sem maður er hreinlega orkulaus með öllu - stundum án ástæðu en stundum vegna sorgaratburða sem mér finnst að engin ætti að þurfa að ganga í gegnum - líkt og hún kæra Ragnhildur - að missa barn sitt. Ekkert foreldri ætti að þurfa að upplifa barnsmissi en lífið er undarlegt og óútreiknanlegt. Bænir mínar fylgja henni og öllum foreldrum sem lenda í slíkum missi.

Ætíð þegar ég finn fyrir orkuleysi, er niðurdreginn eða eitthvað bara leiður - þá leita ég orkunnar á þeim slóðum sem ég var staddur áður en ég varð fyrir orkuleysinu.

  Ég reyni að flokka niður það sem olli mér þessu máttleysi og átta mig á því hvað það var sem gaf mér orku áður. Maður getur alltaf fundið eitthvað sem t.d. fyrir ári síðan eða lengra burtu gaf manni kraft til að brosa framan í lífið og tilveruna. Eitthvað sem gæti allt eins gefið af sér mikla orku aftur. Málið er bara að pæla, finna það sem gaf orku áður og draga það til sín þegar maður glímir við erfiðleika og sorg.

  Það sem hjálpar mér t.d. er að finna áhugamál, sport eða námskeið/nám, ritstörf og bulla sögur - ásamt því að hlaupa einu sinni á ári út í auðnina og öskra fullum hálsi og labba svo glottandi til baka vegna þess að ég hræddi alla fuglana á svæðinu. Allt svona hlutir sem maður ósjálfrátt missir sjónar á þegar maður glímir við t.d. áfall eða sorg.

  Ef ég væri staddur í sorg eða áfalli, myndi ég skoða afturfyrir sorgina - leita vandlega og athuga hvort þar sé ekki eitthvað sem ég var að barrdúsa við sem veitti mér ánægju og kraft. Ef ég finn eitthvað sem heillar, þá gríp ég það og dreg það til mín, nýti mér það og beiti því sem vopn á áfallið eða sorgina. Ekki til að eyða áfallinu/sorginni heldur bara til að gera áfallið/sorgina mildari. Sorgin mun alltaf vera til staðar en það er í okkar verkahring að gera hana milda og hugljúfa svo hún verði okkur ekki baggi á baki. Ég þekki það líka sjálfur hvað það getur verið erfitt ef áfall - sorg og söknuður skyggir á okkur hin sem erum ennþá til staðar og þegar þannig stendur á leita ég eins og ég sagði í fyrri orkugjafa, það sem gaf af sér ánægjulegar stundir - og nota það af krafti - til að ég öðlast aftur fyrri kraft.

Hugsið ykkur hve englarnir okkar þarna uppi gleðjast þegar þeir sjá okkur finna ljós, orku og kraft - í okkar nánasta umhverfi og í þeim sem sannarlega eru hjá okkur ennþá tilbúin í að gefa okkur styrk til að halda áfram - og það án þess að gleyma þeim. Hve stoltir þeir eru af okkur þegar við brosum við lífinu sem sannarlega heldur áfram og þeir segja okkur að bretta upp ermarnar og hrista af okkur orkuleysið.

  Auðvitað tekur þetta allt saman tíma og sannarlega á maður ekki að bíða og búast við að tíminn lækni öll sár og láti sorgina hverfa. Sorgin hverfur aldrei en tíminn mildar hana og gerir hana að fallegri minningu sem ætíð verður orkugjafi seinna á lífsleiðinni. Við þurfum að muna að við erum ljós margra í kringum okkur sem bíða eftir því að við lýsum þeim réttar leiðir hingað og þangað. Við þurfum að finna í sorginni okkar leiðbeiningaljós - orkugjafann sem gaf okkur kraft og orku áður en sorgin knúði dyra og skall á og nýta okkur það sem orkugjafa.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert ótrúlega flottur, tigercopper. Hef ég sagt þér hvað þú ert góður bloggari? Segi það þá núna.

Kemur með annað sjónarhorn á sorgina. Takk fyrir þetta.

Sigrún Óskars, 22.2.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Tiger

  Þakka þér Sigrún mín. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og öll eigum við okkur aðferðir til að komast í gegnum lífið og allt sem því fylgir. Það er svo sem líka málið að eitt hentar einum en annað hentar öðrum og ekki víst að allir geti notað sér fyllilega það sem svínvirkar á næstu persónu.

Málið er bara að finna sinn stíg og lesa upp allt það góða sem er á þeim stíg til að villast ekki. Þetta er mín leið - og örugglega margir aðrir sem geta notað sér sömu takta til að styrkja sig. Ef maður villist af leið er ekkert annað en að flýta sér til baka þangað sem manni leið best á gamla góða stígnum og taka upp ljúfa þræði þar og þaðan áfram á góðri leiðinni stráðri ljósi og góðum minningum.

Tiger, 22.2.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið var gott að lesa þetta

Jónína Dúadóttir, 22.2.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið rétt það sem þú fjallar um í pistlinum.  ÉG hef í gegnum tíðina notað fyrri atburði í lífinu til að gefa mér orku og hefur það hjálpað mér til að komast frá einu ári til annars.  Oft hefur verið erfitt en oftar gott og maður reynir að hugsa mest um það góða allavega láta það vera sitt leiðarljós, en sorgin kemur af og til og þá gefur maður henni tíma og þá dofnar hún aftur.   Hafðu það gott minn kæri  Heart Glasses

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ótrúlega góð lesning, aldrei hafði ég hugleitt þetta svona! Takk fyrir mig

Huld S. Ringsted, 22.2.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf gefandi af þér vinur, það er þitt eðli & þú gerir það miklu betur en margir aðrir.  Þú fékkst þetta bara í vöggugjöf & þér er þetta eðlislægt, það þekki ég af þér í persónu.

Mín vegna mættu vera margir fleiri eins & þú, en ég myndi samt alltaf þekkja þig frá þeim, einhvern veginn, held ég.

Ég er ríkur maður bara af því að hafa fengið að kynnast þér...

Steingrímur Helgason, 23.2.2008 kl. 01:19

7 Smámynd: Tiger

   Hjálpi mér nú hvað þið eruð hreint yndisleg. Ekki átti ég nú von á þessu - nema kannski frá Hamz .. Steingrími - svo mjúkur sem hann er þessi ezzga.

Jónína Dúa,  right back to you sweety. Alltaf gaman að skjá þig!

Ásdís, æðislegt að lesa að þú hafir líka notað svona aðferðir til að sækja þér orku og styrk - þetta virkar - svo mikið er víst.

Huld, Mín var ánægjan og þakka þér ennfremur fyrir innlit og kveðju. Ef þú sérð poppa upp einhvern kunningjakubb - þá er það bara ég í heimsókn.

Zteini, þú yndislega mannvera í þínu eigin póstnúmeri - þú er miklu meira metinn í mínu póstnúmeri og ættir að flytja sem fyrst. Segi þér, ég sakna þín og finnst þú líka vera einn af þeim allra ljúfustu og skemmtilegust drengjum sem ég hef rekist á um dagana. Þegar ég kynntist þér og þínum - varð ég voldugri en þú og mun efnaðari. *knús á þig kaddl*...

Kurr, elskan - þú ert ein af þeim fáu sem ég þekki sannarlega og búinn að þekkja lengur en flesta í kringum mig. Ég segi þér - ég hélt alltaf að þú værir englaflugvöllur, það eru alltaf svo margir englar á flögri í kringum þig. Hélt þeir væru að reyna að lenda hjá þér, en þeir eru bara að sækja góðmennsku, il og orku til þín til að halda áfram góðverkum sínum fyrir Guð..

  Jamm, ull á ykkur - nú get ég ekki sofnað vegna þess að hjarta mitt er ofhlaðið af ánægju og gleði yfir orðum ykkar. Fíla ykkur í ræmur, rendur og tætlur...

Tiger, 23.2.2008 kl. 03:30

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.2.2008 kl. 06:56

9 identicon

Gott að lesa þetta, takk fyrir mig.  Góða helgi ...

Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 09:04

10 Smámynd: Ragnheiður

Nei vá..þú ert náttlega flottastur, takk fyrir þetta sjónarhorn. Ég þarf að afrita þennan pistil og setja hann á ísskápinn minn.

Ragnheiður , 23.2.2008 kl. 16:37

11 Smámynd: Adda bloggar

Myspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter Graphics Myspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter Graphics Myspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter GraphicsMyspace Glitter Graphics, MySpace Graphics, Glitter Graphics

Adda bloggar, 23.2.2008 kl. 18:14

12 Smámynd: Tiger

  Þakka aftur ljúf orð.

Maddy: þakka þér og sömuleiðis góða helgi.

Kurr: segðekkert bara .. fer þér best

Ragnheiður: þú ert flottari - og sterkari - hef þokkalega mikla trú á þér! Aðferðafræðin er á mínum ísskáp sko.

Adda: Knúsogknúsogknús.. flottir stafir.

Tiger, 24.2.2008 kl. 04:14

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær og lærdómsrík færsla hjá þér.    Ein tilfinningaheft eftir allskonar áföll í lífinu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2008 kl. 04:17

14 Smámynd: Tiger

  Jóna mín, ég er sannfærður um að þú munt vinna vel úr öllu. En það er skrítið hvað sumir lenda stanslaust í hverju áfallinu á fætur öðru í lífinu - en á einhvern ótrúlegan hátt standa þeir alltaf sterkari og sterkari aftur upp og gefa okkur hinum kraft til að takast á við lífið þegar við sjáum hve sterk þau eru... Guð gæti þín og dætra  þinna!

Tiger, 24.2.2008 kl. 04:23

15 Smámynd: Ragnheiður

Jæja ég er búin að næla mér í þessa færslu og geymi hana vel.

Ég er líka Vog..

Ragnheiður , 25.2.2008 kl. 02:55

16 Smámynd: Tiger

   Elska vogir! Hvað annað... *bros*.

Tiger, 25.2.2008 kl. 14:48

17 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndisleg færsla.  Þú virðist vera ein af þeim persónum sem endalaust geta gefið öðrum.

Takk fyrir mig

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 25.2.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband