Aldrei í Tölvulistann aftur for sure. Hrakfarir virðast einkenna vörur þaðan .. eða er ég bara svona óheppinn? Nahhh...

Ótrúlegar hrakfarir mínar í tölvumálum eru bara ekki einu sinni fyndnar. Fyrir réttu ári fékk ég mér nýja tölvu í Tölvulistanum. Fínt, æðislegt ...

Tölvan sem ég átti áður hafði lifað í tíu ár í það minnsta - án þess að klikka - en var orðin anzi elliær samt. Þess vegna var ég svakaglaður þegar ég náði mér í þessa líka kraftalegu flottu borðtölvu og nú var maður bara kominn í elítuna sko.

Tölvan var þó ekki betri en það að hún byrjaði strax að vera með einhver smá hikst og pústra sem endaði eftir einhverja fjóra mánuði í viðgerðarpakka hjá Tölvulistanum.

Ok, fékk tölvuna aftur eftir smá tíma og læti en svei mér þá bara ekkert betri - heldur verri ef eitthvað var. Nú, sirka 4 mánuðum síðar endar hún aftur á skurðarborðinu hjá Dr. óskammfeilnum hjá Tölvulistanum - sem bauð mér svo bara uppá móðganir og jafnvel lygar þegar á reyndi og endaði það með því að minn varð fjúkandi - og lét bróður minn sækja helv ... kassann til þeirra!

Nú var tölvan bara straujuð og virkað fínt eftir það í nokkurn tíma - en í dag er tölvan komin til Keflavíkur í viðgerð - eftir nokkrar straujanir, heilmikinn pirring og skapvonsku sem og svakalegt basl og vonbrigði með blessaða vöruna frá Tölvulistanum...

Nú hefur tölvan verið í Keflavík síðan á sunnudag - hef verið að bjarga mér á gömlum lappa sem ég hef í láni - en hann er margra ára gamall en klikkar þó ekki, er bara virkilega seinfær og sniglakenndur ...

Díssess .. me and computers! Not best friends for sure!

Over and out ... með takmörkuðum commentum á blogginu fram að heimkomu tölvunnar - sem vonandi verður sem fyrst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Þetta er nú ekki eðlilegt öll þessu tölvuvandamál sem þú lendir í.  Ég keypti mér borðtölvu og er ánægð með virknina en allt í einu er hún orðin mjög hávær.  Er alltaf á leiðinni með hana í viðgerð en er hrædd um að missa hana í of langan tíma eftir sögunum sem ég hef heyrt um biðtíma að fá þær til baka.

Vona að Keflavíkin geti lagað þetta hjá þér.  Knús á þig

Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Tiger

  Auður, þeir hjá Tölvulistanum bjóða uppá "flýtimeðferð" ... verst er að sú meðferð skilar engu að því er virðist.

Spurning um samt fyrir þig að óska eftir slíkri hraðferð ef þú ferð með tölvuna eitthvert í viðgerð - þá áttu að fá hana til baka samdægurs eða strax daginn eftir skilst mér. Kostar yfirleitt einhvern 3 - 5 þúsundkall + kostnaður ef einhver er vegna viðgerðar ...  knúsknús!

Tiger, 18.3.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Ragnheiður

Oj..ég hef sloppið við tölvuvesen ef frá er talið þegar Keli hljóp yfir hana og f flaug undir sófa. Ég náði í f og fór með vélina til hjálpsams tölvugaurs sem smellti því á aftur, mér að kostnaðarlausu en Keli var áfram í skammarkróknum (nei djók).

ég er hinsvegar búin að læsa blogginu mínu en þú kemst inn Tiger minn. Sjáumst þar eða á feisbúkk...

Karlar á bloggi eru fínir ! Til að fyrirbyggja misskilning skoh !!

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Tiger

  haha .. Ragnheiður mín, var einmitt að taka eftir því að þú varst búin að læsa - en ég er með kertasíðuna í favorit - bæði í borðtölvunni og í lappanum svo ég kemst alltaf þangað inn sko .. vinur minn þar læsir ekki á mig haha!

Gott að karlar eru líka góðir sko .. haha. Sjáumst ljúfust á blogginu eða feisbúkkinu! knúsknús ..

Tiger, 18.3.2009 kl. 14:03

5 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ekki ertu að borga fyrir viðgerðina?  Er tölvan ekki í ábyrgð?  Þú hefur lent á einhverju mánudagseintaki.  Menn verið hræðilega timbraðir að setja hana saman.  Ég var svo heppin að ná að kaupa tölvu fyrir hrun.  Maður mælir ekki lengur tímann í mánuðum, heldur viðburðum,  fyrir hrun, eftir hrun.  Minnir að það hafi verið í Tölvulistanum, greinilega miðvikudagsvél, menn búnir að jafna sig eftir helgina en ekki orðnir of spenntir fyrir komandi helgi.  Hún hefur alla vega ekki bilað og er í fínu lagi.

Annars hef ég lent í svona mánudagseintaki, það var hjá BT, en viðgerðaþjónustan var alla vega góð og ég fékk tölvuna í eðlilegu standi eftir viðgerð (þurfti þó að fara tvisvar með hana, þeir hafa kannski skipt tölvunni út eftir seinna skiptið, ég var ekki búin að setja nein persónuleg gögn inn á)

Hjóla-Hrönn, 18.3.2009 kl. 14:06

6 Smámynd: egvania

Það er nú aldeilis óheppni hjá þér þetta með með tölvuna þína ég segi bara ekki " TÖLVULISTINN " og ekki orð meira um þá verslun.

Annars er gott að þú ert hér inni núna.

egvania, 18.3.2009 kl. 15:00

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þú hefur aldeilis verið óheppinn með þitt eintak. Vonandi kemst garmurinn fljótt í lag. Þú veist allavega hvar þú kaupir ekki tölvu næst  Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.3.2009 kl. 15:28

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

oh ég er svo heppin ad vera gift einum tølvugúru svo ég arga bara á hann ef min lætur illa  en mikid skil ég thig vel ad vera threyttur á thessu rugli..man nú eftir tharna fordum thegar thú misstir tølvuna i margar vikur , vonandi gengur betur hjá theim i Keflavik..en skitt ad thurfa alltaf ad vera ad leggja út fullt af pening til thess eins ad thetta bili svo stuttu sidar aftur.

Knús og kram til thin, vonandi færdu vélina sem fyrst tilbaka.

María Guðmundsdóttir, 18.3.2009 kl. 15:47

9 Smámynd: JEG

ÆÆÆjjjjj

JEG, 18.3.2009 kl. 16:15

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heimtaðu nýja tölvu maður...

Jónína Dúadóttir, 18.3.2009 kl. 17:41

11 identicon

Kaupa Dell eða eitthvað í svipuðum klassa... sparar tár og peninga.
Aldrei kaupa eitthvað noname.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:40

12 Smámynd: Sigrún Óskars

ég hef verið heppin með mína borðtölvu - enda hefði ég ekki þolinmæði í svona bilerí.  Er hún ekki í ábyrgð??

sem betur fer gerir Dr. óskammfeilinn ekki skurðaðgerðir á "minni" skurðstofu

knús til þín Tiger

Sigrún Óskars, 18.3.2009 kl. 22:46

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:50

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að klepra vegna nýju fartölvunnar minnar.  Hún er 3 mánaða gömul í dag og er að gera mig vitlausa.  Explorerinn er alltaf að frjósa (not responding)  vegna þess að örgjörfinn er í 100% vinnslu og ég bara á netinu með einn glugga opinn.   Tölvan fer í hægagang og ég má ekki vera að því    Ég ætla að tala við einhvern sem vit hefur á tölvum og Windows Vista. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2009 kl. 01:57

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jahérna ég kallaði í son minn og hann sagði sæktu firefox eða opera.  Ég sótti firefox og tölvan svínvirkar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2009 kl. 02:41

16 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já, Explorer er afkvæmi djöfulsins.

Páll Geir Bjarnason, 19.3.2009 kl. 03:07

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Alveg örugglega gallað minni eða örgjörfi, keyrðu memtest á vélina þegar þú færð hana.

Sævar Einarsson, 19.3.2009 kl. 07:51

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég keypti mér nýja tölvu fyrir rúmu ári síðan og hún hefur ekki slegið feilpúst 7-9-13 en ég er ennþá með gamla takkaborðið og skjáinn, allt í góðu.
Hafði líka séní til að kaupa turninn fyrir mig.
Knús til þín elskan

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 08:07

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Það getur nú tekið tíma fyrir hann að fara með málið lengra, TL er rekið uppúr þrotabúi og ég held að það sé verið að nota allan gamla lagerinn til að setja saman tölvur og selja og ég er ekki að fullyrða það en ég held að það sé verið að koma út dóti sem hefur verið skipt út vegna galla.

Sævar Einarsson, 19.3.2009 kl. 08:46

20 Smámynd: Benedikt Sveinsson

jamm, þetta er gallinn við samsettar tölvur t.d. frá tölvulistanum

 Þetta getur verið allt frá lélegri samsetningu, hitavandamál, powersupply, móðurborð, minni,  skjákort... eða lélegir/gamlir reklar

og svo geta þeir alltaf coverað sig að þú hafir gert eitthvað vont við stýrikerfið.

 Það er hægt að gera memtest og þannig próf en þetta endar yfirleitt í svona trial and error..prófa að skipta út einum component og sjá hvað gerist.

Þú þarft að fá einhvern harðkjarna PC hardware kall til að hjálpa þér og rífast við þá í tölvulistanum, þar sem þú átt heimtingu að fá þá til að finna út úr þessu.

Mæli með FireFox, það er alveg undantekning  ef síðu koma ílla út í FF,  ég hef allavega ekki lent í því lengi. Mæli með FF pluggini sem heitir IE TAB, þá getur þú látið FF "rendera" síðuna með IE browsernum ef einhver "vandamál" koma upp. 

Benedikt Sveinsson, 19.3.2009 kl. 11:04

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nú Legg ég á og mæli svo um að tölvuvandræði þín séu brátt á enda! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 21:06

22 Smámynd: Tiger

  Takk allir fyrir innlitið og góð ráð og fleira. Gaman að lesa ykkur hér og blessi ykkur gormarnir mínir.

Ný andlit, Júlíus, Benedikt, Sævarinn, DoktorE, Páll Geir - þakka ykkur góð innlegg og ráð og þakka ykkur innlitið!

Knús & kveðjur á ykkur öll!

Tiger, 21.3.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband