Flashback to the past - er verndarvængurinn minn horfinn? Eineltisljótleiki er já - ljótleikinn uppmálaður. Það þarf lítið til að vera tekinn fyrir.

 horse_hair

Crying Mín elskulegasta Kurr er horfin burt af klakanum. Hún hefur nú ætíð verið á þeytingi, en nú hafa lent í hári hennar villihestar sem drógu hana alla leið til Spánar - alfarin - hrakin af landi brott! 

Mér er hugsað núna til þeirra daga þegar við vorum ung - bara krakkar. Hve auðvelt og sjálfsagt það var henni að gæta mín og vernda en hve stríðin og glettin hún var á sama tíma.

bird-mouse

Oft var ég eins og lítil mús í gamla daga - með lítið hjarta og viðkvæmt - mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að gera eitthvað til að laga. Oft lenti ég í aðstæðum þar sem "stóra systir/Kurr" kom haupandi að og skakkaði leikinn eða tók í hnakkadrambið á einhverjum sem voru að "tukta til litla bróður"

Mér var oft strítt þegar ég var barn - enda var ég með frekar stuttan annan endann (skapið) þegar eitthvað misjafnt var í gangi - þó nú hafi sæmilega ræst úr skapi manns í dag. Ég var ábyrgur og mjög óvenjulega samviskusamur krakki sem lét fátt fara framhjá mér - síst af öllu einelti ef ég varð vitni að slíku - var skapstór en samt ekki mikill að velli svo oft kom ég mér í aðstæður sem ég komst bara engan veginn út úr aftur..

kitten-monkey

Það þarf stundum ekki mikið til að lenda í hópi þeirra sem lenda í stríðni, öðruvísi föt, öðruvísi áhugamál, öðruvísi viðhorf til lífsins sem og fleira. Ég tók þá stefnu sem barn - að skipta mér af - þegar önnur börn voru að hrekkja þá sem voru ekki alveg eins heppin með lífsgæði og almennt gekk og var - og það var nóg til að ég var bara tekinn með og var lagður í einelti vegna þess.

Mér er minnistætt atvik sem tengist einmitt eineltisfjanda - og Kurr. Ég hafði einmitt skipt mér af því þegar 4 drengir höfðu króað af skólabróður minn sem var með annan fótinn styttri en hinn og haltraði vegna þess. Hann var lagður í einelti og oft króaður af eingöngu til að þessir 4 drengir gætu fengið að svala sinni ljótu eineltisþörf.

Einn þessara drengja var stór að velli og lét ætíð sýnu verst - var í forsprakki og stjórnaði hinum algerlega. Þó það skipti engu máli í sjálfu sér - þá var hann frá fjölskyldu sem var þekkt í bænum fyrir ríkdæmi og leit sú fjölskylda niður á þá sem minna máttu sýn í þjóðfélaginu (ekki mín skoðun heldur alvitað á staðnum).  

Þegar ég sá hvað var í gangi varð ég náttúrulega reiður, enda var um að ræða skólabróður sem var hágrátandi en hinir 4 fræknu voru þarna yfir honum hlægjandi og pikkandi í hann.one_mad_pup 

Þegar ég kom nær gekk ég strax að þeim og spurði þá afhverju þeir gætu ekki fundið sér eitthvað annað að gera en að hrekkja, afhverju þeir væru svona margir að ráðast á einn og hvort þeir sæju ekki að strákgreyið væri grátandi!!!?

Hrekkjalómarnir litu á mig með háðsglotti, snéru sér að mér og gerðu sig illilega.

Ég var barinn illilega í þetta skiptið .. en þó ekki í eina skiptið sem slíkt kom fyrir mig vegna afskiptasemi minnar.

Þegar ég kom heim var ég þokkalega illa farinn, blár og marinn og auðvitað með skæluna á fullu, það sauð á einni stórri systur - Kurr - hún gekk á mig og fékk uppúr mér hvað hafði gerst - svo hvarf hún eins og stormsveipur en á að sjá eins og eldfjall sem var að byrja að gjósa. 

Í skólanum daginn eftir sá ég þessa 4 drengi aftur - en þeir gáfu mér bara puttann og fóru svo brott, létu mig bara alveg í friði - og gerðu mér ekkert mein aftur þó oft fengi ég putta eða ljóta orðasendingu. Ég gat þó ekki betur séð en að forsprakkinn hafi verið með fallega sett upp glóðaraugu og nokkuð rispaður - hann haltraði eitthvað. Ég fékk það aldrei staðfest frá Kurr að hún hafi tekið í hann - en ég heyrði af því á örðum vettvangi að systir mín væri sko svaka gella, gæti sko tuktað til ruddana í hverfinu - maður getur nú lagt saman tvo og tvo og fengið út allavega sjö ef út í það er farið.

insane_tree_house 

En, nú er Kurr mín farin af landinu og nú hef ég bara engan til að berja fyrir mig þá sem eru ekki alveg að standa sig vel í þjóðfélaginu.

Ég verð bara að vona að hún hafi verið heppin með húsnæði þarna suðurfrá - maður hefur nú séð undarlegustu hús þarna og sum hver hreint ekki íbúðarhæf.

Ég fer reyndar sennilega í lok Ágúst sjálfur út og þá kem ég til með að sjá hvernig skottan mín hefur það. Hún þarf að huga að mörgu þegar hún kemur út - koma stúlkunum litlu í skólann og íþróttir og allur sá pakki sem fylgir því að vera með börn. En næsta víst er að hún mun hafa það mun betra þarna úti með börnin en hérna heima - má víst segja að hún hafi gerst landflótta og verið flæmd af landinu vegna ömurlegs ástands hérna heima.

photoshop-movies-01Ég veit nú reyndar ekki alveg hvað hún ætlar sér að fara að gera úti - vinnulega séð - en ég verð bara að vona að hún taki ekki uppá því að standa á "hringtorgunum" á spáni!

Reyndar er hún nú alveg nógu glæsileg kona og eggjandi til að geta það - en halló - systir mín fær ekki leyfi frá mér til að standa úti alla daga og nætur. Ef hún verður með stól eða bekk þá er það í fínu lagi samt - en chommooonnn - engin á að þurfa að standa svona úti - en það er önnur saga. 

En, nóg um það. Ég hef lítið verið á netinu síðustu daga, mikið að gera og mikið um að vera svo ég hef ekki haft tölvutíma á lausu - og svo bara varla nennt að setjast við tölvuna á nóttunni.

Mun vera á ferðinni í kvöld til að lesa bloggvini og kvitta á þá sem hafa verið á ferðinni hjá mér undanfarið. Hafið yndislegan dag - enda sjóðheitur - og dásamlega helgi öll - sama hvar þið eruð og hvað þið takið ykkur fyrir hendur.

Ljúfar kveðjur í loftið.


mbl.is Flæmdur frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú er svo sannanlega ríkur maður að eiga góða að!

knús og Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:50

2 identicon

Þú ert flottastur, og Kurr er heppin að eiga þig fyrir bróður.  Ég hefði líka lamið alla fyrir þig gullið mitt.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thú ert sannarlega manneskja med  hjartad á réttum stad  og thid systkin bara heppin ad hafa átt hvort annad ad, efast ekki um ad thú hefdir gert thad sama fyrir stóru systur  Greinilega gott á milli ykkar og stórt skard væntanlega i thinu lifi nú  en gott thú kikkar á sys seinna og athuga hvort allt sé nú i orden

knus og krammar á thig gódi madur

María Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Helga skjol

Ekki amalegt að eiga góða systir þegar eitthvað bjátar á. Þið eruð yndislegust bæði tvo.

Knús á þig ljúfurinn minn

Helga skjol, 25.7.2008 kl. 16:17

5 Smámynd: Hulla Dan

Alltaf gott að eiga stórt syskyni.
Svo skellir þú þér í frí til Kurr og ákveður að vera þar fastagestur.
Ég nýt þess miklu meira að fá gesti hingað út til mín, þó það sé ekki í hverri viku, heldur en hálftíma kaffi hér og þar um bæinn eins og maður gerði þegar ég bjó heima.

Njóttu kvöldsins snúlli

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert gull af manni og systir þín líka

Jónína Dúadóttir, 25.7.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Angelfish

Ég held svei mér þá að svona lagað gangi í erfðir. Því minn litli bróðir er nú fluttur út með Kurr og hef ég nú engan til að berja. (Þurfti að gera dáldið af því í denn) Það er spurning hvort ég taki þig ekki bara að mér. Hvernig líst þér á það.?? Ohh hvað mér langar með þér í ágúst.

Angelfish, 25.7.2008 kl. 17:34

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú hefur sýnt það og sannað hvað þú ert góður og hlýr svo áttu góða systur.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2008 kl. 17:47

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er sko hlutverk að vera stóra systir, og greinilegt að þín systir tók því alvarlega! Þið heppin að eiga hvort annað, og ég er viss um að verndarvængurinn nær yfir hafið ef á þarf að halda  Það þarf svona hjartahlýja einstaklinga eins og þig, sem "fórna" sér fyrir þá sem minna mega sín. Hafðu góða helgi.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.7.2008 kl. 17:59

10 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég er með á hreinu að systir þín er ekki komin í slagtog við austurtjalda hringtorgs dömurnar á Spáni. En gott var nú að eiga stóru systir, sem að lúskraði á heimsku strákunum fyrir þig. Ég vona innilega að síðasta myndin sé ekki af stóru systir.

Eigðu góða helgi hjartað

Heiður Helgadóttir, 25.7.2008 kl. 18:46

11 Smámynd: JEG

Já það er vonandi að allt gangi upp hjá henni blessaðri. En ég á ekki lítinn bróðir bara litla Stóra systir hehe. En það er svo langt á milli að það var ekkert samband hér áður en er meira núna.

En mikið hef ég nú spáð í það hver fann eiginlega upp Eineltið ?????????????

 Skil þig svo vel að vera verkefnum hlaðinn. Þetta er fáránlega annasamur tími. Afmæli og heyskapur og bara úffff........

Knús á þig sæti (sjóðheiti) en hér er bara þoka og rok, enginn þurrkur ekki einu sinni hægt að þurrka á snúrunni.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 25.7.2008 kl. 19:04

12 Smámynd: Helena Bjarnþórsdóttir

Til lukku með það að eiga svona yndislega systir

Góða skemmtun um helgina ekki gera neitt sem ég mundi ekki gera heehe

Helena Bjarnþórsdóttir, 25.7.2008 kl. 20:38

13 identicon

Þið eruð örugglega mikill mannauður þið systkynin

Ég þekki einelti, því að dóttir mín hefur orðið fyrir slíku og það er ömurlegt, ég get sokkið alveg heillangt niður þegar það er slæmt og hún ennþá lengra niður. Það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru mikið verndaðir sem stunda eineltið og fá að gera það ár eftir ár oft. Svo er þetta oft foreldravandamál þetta einelti, þ.e. eitthvað að heima hjá gerandanum.

Vona að systir þín plummi sig úti í sólinni og hitanum.

Góða helgi væni maður.

alva (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 20:46

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn ég skal vera verndari þinn á meðan Kurr er í burtu, láttu mig bara vita hvern ég á að berjasko ég meina það, ég gæti það alveg.
Ég er nefnilega elst á fjóra bræður, aðallega var ég í því að ala þá upp er yngri var, enda voru þeir óttalegir villingar, en ég elska þá samt.
Hlakka til að heyra í Kurr er hún er búin að koma sér fyrir.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 21:00

15 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ég gæti nú alveg lamið á einum eða fleirum, er vön, elst af sex systkinum

Hafðu það gott um helgina, ljúfur!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 25.7.2008 kl. 22:22

16 identicon

Einelti er með því verra sem börnin okkar lenda í,  en því miður er oft á tíðum sama hvað gert er,   t.d innan skóla, þegar foreldrar gerenda neita svo algjörlega að viðurkenna vandan, og segja bara, mitt barn gerir ekki svona og neita að ræða málin og snú sér í hina áttina.      Svo er það aftur einelti hinna fullorðnu, sem eiga svona í flestum tilfellum að vita betur, það er ógeðslegt og ekki síður erfitt við að eiga,  ef t.d er um vinnustað að ræða, nú eða bara nágranna.   En mikið ferlega hefur þú verið hugrakkur sem barn,   já  og takk fyrir skemmtilegu skrifin þín kveðja úr sólinni. SG

Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:00

17 Smámynd: Lolitalitla

En sætt. Ég væri vel til í að hafa dálítinn verndarvæng. Einelti er ljótt, alltaf.

Lolitalitla, 26.7.2008 kl. 01:48

18 identicon

Tek undir með henni Sigurlaugu hér að ofan, einelti á meðal fullorðinna er svívirðilegt.

alva (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 01:55

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

TíCí minn einhvernveginn kemur þessi lýsing þín mér ekkert á óvart.  Ég geri mér alveg grein fyrir því hverslags ljúfmenni þú ert og uppfullur af réttlætiskennd.  Þetta er falleg færsla og segir svo ótalmargt um yndislega mannveru.  Og til lukku með að eiga svona góða systur, sem var til staðar fyrir lítinn kút, sem setti allt í sölurnar til að bjarga vinum sínum.  Knús á þig minn kæri, og mér þykir jafnvel ennþá vænna um þig en áður fyrir þessa færslu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 10:56

20 Smámynd: G Antonia

æi þú ert svo fallegur inside out.... fallega þenkjandi maður.  Ég get nú sagt þér að þær eru nú farnar að taka með sér sæti hérna á hornunum og hringtorgunum (já þær eru komnar aftur) .. og nú eru þær barasta hættar að vera í pilsi nema sem hylur að rassinum, svo þeir sjái betur hvað þeir kaupa
Ég bið að systir sín komi sér vel fyrir hér úti, er ekki í vafa um að það mun allt ganga hjá henni og hringtorgin henta henni ekki... kaupið ekki nógu gott þar sko- miðað við næturvinnu

vildi bara segja þér að það er alltaf mannbætandi að koma hér við hjá þér Tigercopper minn, og vildi ekki missa af því fyrir nokkurn mun.
Góða og heila helgi sæti og stór knús á þig ...

G Antonia, 26.7.2008 kl. 11:26

21 Smámynd: Tína

Þegar þú lýsir sjálfum þér sem krakka þá finnst mér ég vera að lesa lýsingu á Kristjáni mínum sem er 15 ára. Hann hefur hjarta úr gulli eins og þú og vill allt fyrir alla gera, en kveikjuþráðurinn er akkúrat enginn, enda ávallt í varnastöðu sökum mikils eineltis.

Ef svo skemmtilega vill til að þú verðir eitthvað á ferðinni fyrir austan fjall, þá verð ég í búðinni fram á fimmtudag hrúgan mín með heitt á könnunni as usual.

Eigðu svo ljúfa helgi yndislegi maður og takk fyrir kvittið. Athugasemdirnar frá þér ylja mér ávallt um hjartarætur

Tína, 26.7.2008 kl. 12:39

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef heyrt sagt að hvers drengs böl sé að eiga eldri systur. ég blæs á það.

þín stóra systir er greinilegur gullmoli. þær eiga það nefnilega til þessar elskur að bera kærleika til okkar yngri bræðranna.

ég á eina stóru systur. yndislegust. ég er reyndar örverpi svo meðan ég var að pjakkast og pottormast var hún farin að eltast við einhverja hundleiðinlega unglingsstráka  hún lamdi allavega aldrei neinn fyrir mig. reyndar gerðist þess heldur aldrei þörf. ég var þessi gapuxi sem mikið bar á.

nú erum við bæði hálfnuð í háöldrun. þá verðutr hvert ár veigaminna og því jafningjar hvað aldur varðar þótt nokkur ár beri í milli. hún er bara æði.

eigðu góða daga Tígri minn og skellti þér endilega til Iberíu, að heimsækja Kurr.

Brjánn Guðjónsson, 27.7.2008 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 139733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband