Betra er að sjá fyrir og geta varið sig - en liggja í móki á meðan ráðist er á mann með kjafti og klóm. Hvað gera einmanna ljóskur ef internetsins nýtur ekki?

Það er næsta víst að fólk sem situr fyrir framan tölvuna á eftir að lenda í miklum vandamálum áður en Júnímánuður er úti. Nýjustu fregnir eru nefnilega ákaflega sorglegar og reyndar mjög truflandi, þannig séð. Ég mun sannarlega gera mitt til að lenda ekki í hremmingum en auðvitað mun ég líka lenda í þessu! En, er þetta svo alvarlegt - eða er þetta bara bóla?

stopcomputering

Hvernig væri það ef við lentum á allra síðustu netsíðu internetsins? Er hægt að fylla internetheiminn þannig að ekki sé hægt að setja fleira inn - engar fleiri heimasíður og engin blogg í viðbót? Hvað ef einungis væri hægt að uppfæra síður sem þegar eru komnar á netið en ekkert hægt að bæta við. 

En, sem betur fer er þetta líklega algerlega óhugsandi - tækninni fleygir fram og endalausu gagnamagni er hægt að troða í þennan stórkostlega heim sem er þarna inni í tölvunni okkar. Alltof margir eru háðir netinu og margir hafa jafnvel engan að nema internetvini og internetvandamenn. Endalaust skrýtið hvað maður finnur fyrir því ef maður er tölvulaus smá tíma, fráhvarfseinkennin láta alls ekki á sér standa og maður sefur varla af áhyggjum ef maður kemst ekki á netið stundum. Er netið einmannaleika-bani?

funnynabor

Jæja, ég fékk staðfestinu á því í dag að nágrannakonan mín er með mig á heilanum. Hún er stalker, ég segi ykkur það satt! Fyrir utan það að hafa dregið frá á kvöldin - sér í lagi þegar er myrkur og hún sér að ég er heima - þá er hún að dingla sér hálfnakin fyrir framan gluggann til að sýna mér - en auðvitað er ég siðprúður kappi sem læt sem ég sjái ekkert og einbeiti mér að kanelsnúðunum sem hún tróð í póstkassann minn í gærkvöldi.

Í dag kom hún angandi af hinum ýmsu forboðnu ilmolíum - hafði greinilega eytt heilmiklum tíma fyrir framan spegil - í baði - með rúllur í hárinu og hellt svo tveim lítrum af "Angel" yfir sig í þokkabót sem þó gerði ekkert annað fyrir hana en að vara mig við komu hennar þar sem ég lá í makindum í sólbaði - fann nefnilega heiftarlega mikið fyrir ilmfljótinu sem hún sturtaði yfir sig - löngu áður en hún kom að pallinum mínum.

LilystoraÉg fékk staðfestingu á því að hún er að lesa bloggið mitt í dag.

Hún birtist fyrir utan sólpallinn - en ég hef pallinn "læstan" innanfrá til að forðast óvæntar innrásir ef ég skildi sofna værum blundi í sólbaði, vil ekki vakna með óðan páfagauk sitjandi ofaná mér - if you ketzh mæ drift. Hún var útlits eins og tígurynja í veiðihug og ham.

Hún krosslagði hendur ofan á pallavegginn og hallaði sér yfir hann með nýrúllað hár og augnhárin rúlluðust líka langt aftur fyrir hnakkann. Hún blikkaði þeim í sífellu - en hefði sennilega ekki átt að gera það því frá öðru auganu skoppaði augnhár eins og gormur út í loftið og hvarf. Stuttu síðar lenti það með soghljóði á bringunni á mér, hún afsakaði sig samt ekkert ..

"Ég veit hvað þú heitir - hvernig fannst þér kanelsnúðarnir sem ég gaf þér í gær?" óð út úr henni og hún teygði hendina inn fyrir pallvegginn til að taka við augnhárunum sem ég hafði með erfiðsmunum náð að slíta af bringunni á mér, hugsa að hún hafi notað kennaratyggjó til að festa þetta drasl upp.

"Ha, veistu hvað ég heiti" hváði ég undrandi - nafnið mitt er náttúrulega á póstkassanum.

"Jamms, veit sko gælunafnið þitt - veit að það er Högni" sagði hún sigri hrósandi því ég hafði ætíð verið bara kurteis við hana en aldrei sagt henni neitt annað en fullt nafn en ekki gælunafn - enda er það ekki ætlað nema fjölskyldu og vinum - en hún var hvorugt.

donkyintheair

Ég skellti uppúr, horfði á hana og svei mér þá ef hún varð bara ekki eins og Asni í lausu lofti - enda vissi hún ekkert af hverju ég hló.

"Ég er ekki kallaður Högni, hef aldrei verið kallaður Högni" sagði ég og hugsaði með mér að engin nokkur manneskja hefur ever kallað mig Högna - nema ein - Jónína Dúa, bloggvinkona mín sem ég hef víst verið dálítið óþekkur við og bullað mikið í kommentakerfinu hennar, og hún kallar mig Högna Hrekkvísa fyrir bragðið. Nú vissi ég því að annaðhvort er þessi skrýtna nágrannakona mín - Jónína Dúa - eða þá að hún hefur lesið bloggið mitt, en í síðustu færslu eða þar síðustu - kallaði Jónína mig einmitt Högna í athugasemdakerfinu mínu.

"Víst eru kallaður Högni - hef áreiðanlegar heimildir fyrir því" sagði hún og glotti eins og hún væri að taka þátt í einhverju plotti um að "koma upp um mig" - og greinilega sást nú eftirvænting um verðlaun í augnráði hennar fyrir dugnaðinn.

"Þú ættir ekki að trúa öllu sem þú ert að lesa á netinu, það þarf ekki endilega að vera rétt og satt" sagði ég við kerlinguna og fylgdist vel með vandræðalegum svipnum sem birtist á henni - ég skellti uppúr en hún varð aftur eins og Asni.

"Ég var ekkert á blogginu þínu að lesa" sagði ljóskan! Bingó - þarna kom staðfestingin - hún er að lesa bloggið mitt. Enda hafði það löngu komið fram að hún er að troða inná mig kanelsnúðum öllum tímum, ekki sagði ég henni að ég elska slíka - hún las það náttúrulega á blogginu mínu.

bill-i-heimsoknEn ég hætti að brosa því ég áttaði mig allt í einu á því að þessi kona gæti vel verið hættulegur óvinur ef út í það er farið. Ég hugsaði um aðfarir hennar við að komast að mér - og svo hugsaði ég um það hvernig frúin leggur bílnum sínum. Á meðan venjulegt fólk leggur í venjulegum bílastæðum þá eru bílarnir hennar ætíð upp um allar tryssur.

bill-i-heimsokn2

Hún er þessi fullkomna ljóska sem finnur ekki leiðarvísinn að því hvernig maður á ekki að leggja bíl - og hvar ekki. Ég ákvað að hætta ekki á það að hún kæmi einn daginn bara á bílnum - inná sólpallinn til mín. Ég brosti til hennar og bauð henni að koma innfyrir - ég hafi verið að laga kaffi rétt áður og hvort hún vildi ekki kaffi - og kanelsnúða.

Hún gerði sig alla til og reyndi að festa aftur á sig kolsvarta krulluna sem áður skaust af augum hennar. Síðan tipplaði hún á háum hælum inná pallinn minn og settist dömulega við borðið en ég flýtti mér að ná í kaffið. Síðan áttum við saman nokkuð langan og undarlegan tíma þarna á sólpallinum - í sjóðandi hita og sól - hún ætlaði sér greinilega eitthvað annað og meira en kaffi og kanelsnúða. En það er önnur saga.


mbl.is Einsemd internetsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Ég veit ekki hvernig ég færi að ef ekkert internet væri, ég á flestar mínar  samræður á veraldarvefnum.  Ég er bloggari, irkkari, ég er á msn og skrifa tölvupósta til vina minna í Finnlandi nokkuð reglulega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.6.2008 kl. 02:23

2 identicon

Sæl TIGER!

Póstkassi og kanelsnúðar,sólpallur og TIGER allur.

Nei ekki segja mér að hún hafi brætt þig,--frekar að hún hafi hrætt þig.

Góðar ilmolíustundir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 02:34

3 Smámynd: Tiger

 Sammála Jóna mín, væri líklega mjög slæmt ef heimurinn væri internetlaus - eða hvað? ... jú líklega.

 Þórarinn; Sko.. kanski er bara lítil dónasaga á leiðinni. Kanski hún hafi bara hvorki brætt mig né hrætt mig - heldur snætt mig ...

Tiger, 23.6.2008 kl. 02:58

4 identicon

Sæll aftur Tigercopper.

Var það supper eða dinner?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 03:31

5 Smámynd: Tiger

   Perhaps I was only a "Nightsnack" in her eyes ...

Tiger, 23.6.2008 kl. 04:17

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 hahahaha....kannski verid svona svipur á henni? 

En netlaus,tølvulaus eda whatnot,uss thad gæti ég ekki høndlad. Tølvan min er besta vinkona mín færi heljarstøkk aftur á bak ef ég hefdi ekki netid. Frábær leid ad vera i sambandi vid vini og ættingja,svona thegar madur getur ekki kikt í kaffi og kanelsnúda 

Knus i daginn thinn, eigdu góda viku 

María Guðmundsdóttir, 23.6.2008 kl. 04:43

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Njóttu athyglinnar og kanelsnúðanna!  .. Ég  fæ verk í nefið af ,,ANGEL" .. lyktinni og hún myndi eflaust virka á mig eins og piparúði. Það gildir að vísu um fleiri sterkar ilmtegundir. Ertu fróður um fleiri ilmvatnstegundir kvenna?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.6.2008 kl. 05:52

8 Smámynd: Hulla Dan

Muhahaha.
Þetta var gott að lesa með morgunnkaffinu
Ég reyndar man eftir að hafa séð nafnið Högni, og hélt bara að það væri nafnið þitt... En ekki hvað

Njóttu komandi dags gæskurinn...

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 05:58

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Fardu varlega um gledinnar dyr minn kæriSkemmtleg lesning í morgunsárid....Ég nota netid alla daga gæti hreinlega ekki án tölvunnar verid.Hef samband vid fólk um allann heim og sækji efni og allt eiginlega sem mig vantar á netid nema kannski ekki fatnad..OG tó kemyr fyrir.Tjódverjinn minn sem vill vera dani tók einusinni tímann á mér í tölvunni um helgji hann segir mig hafa verid  rúma ¨9 tíma tessa umræddu helgi...Tví trúi ég ekki...Madur getur jú gleymt stund og stad  í skemmtileg heitunum á netinu.Og hvad med tad?????Hvad er fólk ad taka tímann á manni tegar madur er ad hygge sig????

Knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 23.6.2008 kl. 07:08

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ, æ. passaðu þig annars held ég að þú þolir ekki svona Angel ilm svo held þér sé óhætt, en allt í lagi að þiggja kanilsnúðana.

Án Internets, Back to the god old days, já en maður er bara svo lengi að venjast af öllu góðu sem gerist, ég tel til dæmis bloggið vera hinn gamli góði sveitasími, nema hér máttu alveg hlustaog getur tjáð þig að vild, eða þannig.
                             Knús Tiger míó
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 08:19

11 Smámynd: Tína

Enn og aftur tekst þér að segja þannig frá að maður bókstaflega lifir sig inn í atburðarásina . Netlaus gæti ég ekki verið. Sérstaklega ekki núna þegar ég er farin að nota mitt blog til að létta á hjartanu og kjaftagleðinni.

Annar sólríkur dagur í vændum. Njóttu hans nú sem allra allra best.

Knús á þig minn elskulegi.  

Tína, 23.6.2008 kl. 08:36

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtulegur pistill þú er góður

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2008 kl. 11:04

13 identicon

Netrið er alveg þrusugott, sérstaklega hérna sem ég bý, erfitt að kynnast lokuðum Blönduósbúum! Og ekki hlaupið að því að komast út á kvöldin svona ein með þrjú ung börn. Þetta er live saver fyrir mig og ég elska alla mína bloggvini  bloggið er minn vettvangur til að hafa samskipti við fólk sem ég fíla.

Skemmtilegt blogg hjá þér, hvernig hafa þá draumafarirnar verið hjá þér eftir þessa óra....

massaknús

alva (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 12:44

14 Smámynd: Tiger

 Já, það er þokkalegt þegar flugurnar og skordýrin hætta að bögga mann í sólbaðinu - og nágrannar taka við...

María Guðmunds; Já, svo satt að það er meiri háttar að hafa netið til að spjalla við alla - þegar maður hefur ekki nágranna með kanelsnúða og góðgæti ..

Jóhanna M&V; Svo er líka málið að ef of miklu er úðað á sig - þá virkar það sannarlega eins og piparúði, þannig séð. Nei, veistu - ég þekki bara ekkert af konu ilmum - þekki bara Angel vegna þess að ég kaupi slíkt alltaf erlendis handa einni kærri vinkonu minni sem notar það.

Hulla Dan; Jamm sko - Högni hvað? Jú eitthvað hefur því verið kastað hérna um slóðir.. eigðu ljúfan dag líka skottið mitt.

Jyderupdrottningin; Svo satt að það er heilmargt að sækja á netið, en ótrúlegt hve mikill tími getur farið í það að sitja fyrir framan tölvuna í raun og veru - maður hreinlega getur gleymt sér bara..

Bukollabaular; Jamm, kanelsnúðapallasamband er svo sem gott mál sko - en hefði alveg viljað vera án þess í sumarblíðunni - væri frekar til í að eiga það á myrkum vetrakvöldum fyrir framan arineldinn. Eigðu líka ljúfa daga rúsínan mín.

Milla mín; Jú, ég þoli svo sem ágætlega Angel - en bara ekki í lítratali hellt yfir einu og sömu manneskjuna. Svo satt að sveitasímastemningin er yfir vötnum hérna á blogginu, allir geta hlerað það sem fram fer á blogginu án þess að láta vita af sér.. knús á þig Millan mín.

Tína; Netið er einmitt góður staður til að losna við bakþanka og hugrenningar - bara ef maður passar að "Tína" (ý) sér ekki og gleymir hinum heiminum. Það eru nefnilega margir sem eru einmanna og hella sér í tölvuna - en gleyma að lifa hinu megin. Sólríkir dagar að baki og vonandi margir framundan líka - knús og kram á þig snúðurinn minn.

Katla; Takk fyrir skottan mín - sömó!

Mín kæra Kurr; Hver veit nema það sé önnur nágrannakona vaðandi um allt með vínarbrauð - og önnur með eplakökur og svo frv. Leiðin að karlmanninum er jú í gegnum magann og það er greinilega leiðin sem sumir velja til að ná athyglinni - svo gaman - fyrir svangan karl sko! Já, maður á orðið vini um allan heim sem leitt væri að missa samband við. Ef netsins nyti ekki væri erfiðara að halda samböndum svona langt frá. Knús á þig ljúfust og eigðu góða daga.

Tiger, 23.6.2008 kl. 12:53

15 Smámynd: Tiger

A.K.Æ; Segðu, stundum er erfitt að kynnast fólki in real - og þá er nú gott að nota tölvuna til að framleiða nýjan heim af vinum. Enda eru góðir netvinir í glimrandi fínu lagi á meðan maður gleymir ekki þeim sem eru fyrir utan netið. Draumfarir mínar eru ætíð heilmikil saga út af fyrir sig - heilmikið efni þar á ferðinni... knús í daginn þinn sweetypie.

Tiger, 23.6.2008 kl. 12:56

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

angry kity -Þarf ég að fara að koma og "eiga orð" við þessa dömu??! 

En án gríns, svona dæmi væri maður frekar smeykur við hér í útlandinu en liti sennilega eitthvað mildari augum heima. Ég veit ekki með aðra, en mér fannst þetta frekar óþægileg lesning. Ég myndi alla vega ekki borða neitt sem svona manneskja færði mér. Farðu varlega dúllan mín!  Jú ar mæ pressjus tægerbeib!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.6.2008 kl. 16:12

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Ekki séns að vera netlaus.....

En hérna Högni hefur þú pælt í að gefa út smásögur eða eitthvað svoll.....Okey var bara að reyna hugsa um þig sem Högna en alveg ómögulegt...þú ert Tigercooper

Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 18:16

18 Smámynd: JEG

Ekki er nú langt síðan ég fór að nota "netið" en er orðin alveg háð því að nota það á margan hátt. Jú blogga út um allt *hóst* og nota e-malið skoða síður ja svona þær sem vit er í og segja mér það sem ég leita eftir. En netið er líka ekki alltaf hliðhollt og margir sem gera lélegar heimasíður sem ekkert gagn er í.

Knús á daginn þinn sæti.

JEG, 23.6.2008 kl. 18:23

19 Smámynd: M

Kellan er auðvitað bara með góðan smekk og gott auga fyrir góðri sál. Ekki von að hún hangi yfir girðinguna hjá þér Tiger minn.

M, 23.6.2008 kl. 19:42

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert bara umsetinn. Um að gera að njóta athyglinnar, svo færðu kannski fleiri kanilsnúða ef þú ert góður.

Helga Magnúsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:47

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Víst heitir hann Högni

Jónína Dúadóttir, 24.6.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband