Fríða Hamztur, móðurborð og fleira ... en ekki allt gefins þó!

ljugdugosiJú, þá er tölvan blessuð komin aftur í hús. Auðvitað hlaut eitthvað að vera að greyinu fyrst hún hefur alltaf látið eins og frostpinni og þvílíkt verið að gera mig gráhærðan (ekki að ég sé orðinn svona gamall, bara pirrgrámi) ..

Móðurborðið í tölvunni hrundi, en fyrir einhverjum mánuðum var það stýrikerfið og guð má vita hvað.

Rétt ætla að vona að nú sé græjan komin heim til að vera heima - ekki til að staldra stutt við, gera mig ennþá grárri og heimta svo bara viðgerðarferð. Þá harðneita ég og hendi henni í þá og sest á einhvern þar til ég fæ alveg splúnkunýja vél .. og hana nú! Hefði auðvitað átt að gera það strax náttla en svona er þetta ...

hamstur 002

Fríða litla hamstrastelpa er ennþá hérna hjá mér í góðu yfirlæti. Ætlunin er samt að finna henni nýtt heimili sem fyrst svo ef einhver les þetta núna sem langar í litla hamstrastelpu þá fæstu hún hérna gefins ásamt búrinu og öllum fylgihlutum.

Annars er kisinn minn eiginlega búinn að taka nagdýrið í fóstur - dúllast í kringum dýrið dag og nótt, liggur og sefur við hliðina á búrinu og þegar dýrið hleypur á gólfinu þá eltir kisi - en snertir Fríðu litlu aldrei þó. Segi það satt .. Hamsturinn hljóp að kisunni, klifraði yfir hana og niður hinu megin, en kisi bara snéri haus og fylgdist ánægð með aðförunum. Spurning um hvort kisa sé farið að langa aftur í kettlingabúnt .. en glætan að hún fái að geraða aftur í bráð Pinch ónei..

Annars er ég bara góður og glaður.

Er búinn að finna einhverja skemmtilega bloggara á Feisbúkk, er reyndar ekkert rosalega mikið þar en samt ... svolítið þó.

Þið megið alveg adda mér á feisbúkkið ykkar ef þið viljið - fulltaf myndum og gúmmilaði .. GetLost yeah, right.

En, over and out into the night. Sé ykkur bara um helgina - good night!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mínar kisur gerðu uppreisn í kvöld, þær stækkuðu um helming og létu ófriðlega.  Dóttir mín kom í heimsókn með ótrúlega sætann hund Papillion.  Hundurinn minn var spenntur að fá hund í heimsókn en kisurnar brjálaðar.  Það var hvæst, kryppur settar upp og svo var urrað.  Ég henti öllum kisunum út, þá gat hundurinn slappað smá af.  En ég hló þegar þessi litli hundur hoppaði upp í sófa, svipurinn á hundinum mínum var kostulegur.  Hundurinn minn var hneykslaður á því að hundur færi upp í sófa  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2009 kl. 01:03

2 identicon

það kemur mér virkilega á óvart að þú skulir vera "góðglaður" hélt að þú værir bindindismaður.

(IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Tiger

  Haha ... Jóna, veistu - ef hundur kemur nálægt mínum dyrum - þá er miss Mjöll búin að hreinlega klæða hann úr feldinum sko .. hún veður í stóra Sheffer hunda ófeimin og tætir þá í sig. Uss, uppí sófa sko .. sumir kunna sig greinilega þó gestirnir kunni það ekki .. :)

Sigurlaug, rakkatið þitt ... gæti drukkið þig undir borðið anytime sko! (ábyrgist svo ekki framhaldið - undir borðinu - ef út í þá sálmabók væri farið)  ..

Reyndar sirka fimm ár síðan ég fékk mér í glas síðast hér heima sko, fæ mér stöku bjór erlendis en ég er léleg fyllibytta ..

Tiger, 21.3.2009 kl. 01:25

4 identicon

Vonandi verðum við heppin með borð þegar þar að kemur

(IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:28

5 Smámynd: Tiger

  Iss .. skítt með boðið, svo framalega sem það er pláss fyrir okkur bæði þar undir sko .. *flaut*.

Over and out.. im into bed now! *blikk* ..

Tiger, 21.3.2009 kl. 01:36

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að þú ert komin með tölvuna í lag ég held að ég mundi bila sjálf ef hana ég missti.
Knús í helgina þína sæti minn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2009 kl. 09:03

7 Smámynd: JEG

 Vá það er ekki lítið sem ein talva getur verið gölluð hehehe...... En þetta er nú ekkert smá krúttlegt að með kisu og hamsturinn hahaha....Knús og kossar og já ég adda þér eflaust ef ég sé þig á Fésinu

JEG, 21.3.2009 kl. 10:26

8 Smámynd: Tína

Það er sko staðreynd að öll dýrin í skóginum geta verið vinir. Ég á hérna 2 tíkur og einn kött og semur þeim öllum prýðilega. Í fyrra átti ég aðra tík (það var keyrt yfir hana greyið) en hún beit í hálsólina hjá kettinum og dröslaði honum síðan út um allt hús og kettinum gat ekki staðið meira á sama. Hrikalega fyndið að fylgjast með þessar aðfarir. En svo kom ný tík inn á heimilið og kötturinn var alveg ákveðinn í að leyfa henni ekki að komast upp með svoleiðis aðfarir.

Sjálf er ég aldrei inn á facebook nema þá til að samþykkja vinabeiðnir eða bæta þeim við. Það eru svo miklir vírusar í gangi á þessu að ég þori ekki að gera neitt annað en þetta og svo að senda kveðju eða tölvupósta.

Knús á þig elsku vinur.

Tína, 21.3.2009 kl. 10:29

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gott ad vélin er komin heim  já og allt bara farid i hund og køtt! hér er thad reyndar alla daga..en nota bene..ef Mollýkisa sér annan hund en okkar thá fer allt i brjál og brand...ekki sama med sérann og hinn addna... thad sama gildir reyndar um hundinn...sér hún adra ketti á gøngu fer hún á fullt sving ad elta..eru doldid snidug thessi blessudu dýr  

Hef ekki séd thig á fésinu, en thad er ekkert ad marka..ég er soddan saudur..leita ekkert ad fólki..bid bara eftir ad thad finni mig  hef bara ekki svo mikinn tima i thetta...geri of mikid af tølveríi nú thegar  en hafdu góda helgi, knús og kram i kotid thitt

María Guðmundsdóttir, 21.3.2009 kl. 10:52

10 Smámynd: Ragnheiður

Jæja, hrædd er ég um að Rómeó fjöldamorðingi yrði ekki svona góður við hamstrastelpuna. Hann er eins og lítill einræðisherra hér, ræður öllu.

Mínir hvuttar *hóst* eru svo illa upp aldir að þeir eru upp í sófa.

Vonandi er þínu tölvubasli þar með lokið, það er glatað að vera með bilaða tölvu..

Sjáumst á Móbló eða fésinu...

Ragnheiður , 21.3.2009 kl. 11:29

11 identicon

Gott að þú og tölvan eruð í lagi (“,)

Ofurskutlukveðja og knús.......

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 11:43

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Allavega annað ykkar verður nú að vera í lagiKisi minn mundi örugglega ekki gera hamstri neitt... hann er of latur til þess, hann mundi frekar vilja panta sér pizzu

Góða helgi Högni minn

Jónína Dúadóttir, 21.3.2009 kl. 11:56

13 Smámynd: Sigrún Óskars

gott að tölvan er í lagi og að þú fáir þinn rétta lit aftur  (hættir að vera grár)

stór helgarkveðja með knúsi til þín

Sigrún Óskars, 21.3.2009 kl. 15:57

14 Smámynd: egvania

Sko minn ljúfur ef tölvan þín bilar aftur þá áttu ekki að setjast ofan á einhvern þú vilt bara nýja tölvu og auðvita neita þeir þá er um að gera að tala svo hátt að aðrir kúnnar heyri og láta í ljós vandlæti yfir þeirri þjónustu sem í boði er vinur minn vertu það lengi á staðnum nöldrandi og taustandi á milli rekka þá efast þeir upp.

Fyrir nokkrum árum gerði ég þetta ásamt því að vara fólk við sem inn í búðina kom og ég fékk það sem ég vildi ekkert er verra en einhver sem nagast yfir vöru og þjónustu sem í boði er.

egvania, 21.3.2009 kl. 17:19

15 Smámynd: egvania

Á að vera gefast þeir upp en ekki " efast ".

egvania, 21.3.2009 kl. 17:20

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vonandi að tölvuhallærinu sé nú lokið hjá þér, kúturinn minn.

annars er borðstofuborðið mitt, sem hún móðir mín smíðaði um árið af sínum alkunna hagleik, allra besta móðurborð sem ég hef átt.

Brjánn Guðjónsson, 21.3.2009 kl. 18:23

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur .0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:38

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Suma á náttúrlega bara að svipta umráðarétti & umsagnarhjali um rafreiknibúnað þann er þeir kjóza að brúka.

Er það ekki, sumur ?

Steingrímur Helgason, 22.3.2009 kl. 00:37

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 22.3.2009 kl. 20:33

20 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Krúttin  Það hefur verið gaman að fylgjast með Fríðu skoppa yfir Mjöllina. Ég vildi að mínir kettir færu að semja frið. Geta sko alveg kúrt saman, en að leika, það er eitthvað sem er fyrir neðan virðingu míns háeðalborna..

Gott að tölvan sé komin í lag hjá þér. Vonandi verður hún bara til friðs framvegis. Knús á þig addna gráhærði töffari

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband