Hvort telur þú að raunverulegur koss sé eingöngu munnur við munn - eða munnur við alla aðra líkamsparta - nema annan munn, ja .. fyrr en í "lokin"?

kossar

Vinsamlega ath; Eftirfarandi færsla gæti sært blygðunarsemi viðkvæmra bloggara - svo þið farið hingað inn á eigin ábyrgð! 

"Vísindamenn sem rannsakað hafa kossa segja að flókin, efnafræðileg ferli fari af stað þegar fólk kyssist. Stundum geti misheppnaður koss dugað til að kæfa í fæðingu efnilega ást."

Ég myndi nú segja að ef ástin er raunverulega efnileg - þá myndi hún duga til að yfirstíga vandræðalega kossa. Efnileg ást myndi sannarlega taka áskorun, fikra sig áfram og æfa sig - og bæta sig með hverjum kossinum þar til kossarnir væru óaðfinnanlegir. En hvað er svo sem "óheppilegur eða misheppnaður" koss?

 ,,Koss er aðferð sem notuð er til að meta hugsanlegan maka," segir Helen Fisher sem er mannfræðingur við Rutgers-háskóla í New Jersey. Kossinn þekkist í meira en 90% samfélaga sem þekkist á jörðinni en stutt sé síðan farið var að rannsaka athöfnina á vísindalegan hátt. Fræðigreinin er nefnd philematology á ensku."

Kissing Mér finnst það algert bull að kossinn sé aðferð til að meta hugsanlegan maka. Kossinn er bara aukaplúss - aðferð til að verða nánari og innilegri - til að sýna maka sínum meiri blíðu, ást og ljúfleika. Kossinn er eitthvað sem maður notar til að ná betra sambandi við maka sinn en ekki til að meta hann - mæla hann út - athuga hvort hann sé heppilegur eða ekki í framtíðarsamband.

rontgeneroticEða, bíddu við .. þú kannt ekki að kyssa, þú hefur greinilega aldrei kysst neinn, ég get ekki hugsað mér að eiga í meira sambandi við þig. Æfðu þig og lærðu að kyssa - kysstu fjöldann allan af fólki til að verða "master" í því að kyssa - og þá kannski skal ég skoða það hvort þú sért heppilegur maki handa mér... nei þetta virkar ekki svona! Pinch

 "Kannað hefur verið með tilraunum á háskólastúdentum á aldrinum 18-22 ára hvernig magnið af hormóninu oxytocin, sem tengist kynferðislegri nautn, breytist við kossa. Kom í ljós að það jókst hjá körlunum en minnkaði hjá konunum."

๑۩۞۩๑๑۩۞۩๑๑۩۞۩๑๑۩۞۩๑๑۩۞۩๑

Uss, með fullri virðingu fyrir bæði vísindamönnum sem hafa rannsakað kossa - og 18 til 22ja ára ungmennum - þá virkar þetta bara ekki alveg svona að mínu mati.

Kossar eru nefnilega svo mismunandi. Þessi blessaða vísindarannsókn hefur örugglega miðast við að unglingarnir hafi verið "slefandi með tunguna uppí hvert öðru" en allir vita að það eru ekki raunverulegir kossar heldur ákveðin kynferðislega tengd aðferð sem notuð er til að fá meiri unað og örva endorfinið í kroppnum. Kossar í þeim skilningi eru kynferðislega tengdir bara tel ég.

fantasy_art Raunverulegir kossar eru langt um heitari, munúðarfyllri og miðast alls ekki endilega við að vera frá munni til annars munns. Það eru kossar sem maður gefur maka/elskhuga í tíma og ótíma þegar maður grípur hann/hana í fangið - kossinn leikur við gagnaugað, kossinn kitlar augun, nefbroddinn og kossinn nartar í eyrað ..

Raunverulegur koss rennur niður hryggsúluna á bakinu, gælir við hnakkann og niður á herðar - virkilega raunverulegur koss rennur ljúflega af nefbroddinum og niður á hökuna, þaðan niður á hálsinn og leikur um barka eða hálskotið með léttum blæstri og léttum tungubroddinum.

Sannur koss hittir oftast síðast af öllu annan munn - en þegar það loks gerist - þá er hann orðinn sjóðheitur erótískur koss. Þá er raunverulegur kossinn búinn að vera að gæla við alla parta líkama makans/elskhugans - án þess að snerta munn hans/hennar - en þess í stað er kossinn búinn að vera að espa upp í líkama beggja allan þann funa sem gerir raunverulegan koss, munn við munn, að þeim eldi sem slíkur koss raunverulega á að vera.

Ég efast einhvern veginn um að vísindamenn hafi haft eitthvað þessu líkt í huga þegar þeir frömdu þessa vísindalegu aðgerð - og því er næsta víst að niðurstaðan er algerlega óásættanleg - að "misheppnaður" koss geti eyðilagt eða kæft í fæðingu efnilega ást.

W00t En, hvað veit ég svo sem .. ég sem kyssi bara alla sem ég næ í - alveg hægri vinstri og skiptir mig þá engu máli hvort tunga sé að þvælast fyrir eða ekki ... muhahaha! Njeee .. segi bara svona sko.

P.s. Undirritaður tekur enga ábyrgð á ofanrituðu sem eingöngu er byggt á hans eigin reynsluheim. Því er öllum misheppnuðum tilraunum - eftir ofanskrifaðri uppskrift vísað á tilraunadýrin sjálf.

Over and out .. Kisskiss .. Tiger!


mbl.is Flókin efnafræði kossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Kossar eru náttúrulega margsskonar, það fer eftir hvern maður kyssir og til hvers   Ég held að þeir séu vanmetnir í þessari rannsókn.  Kisskiss

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Tiger

  Já Jóna, ég er algerlega á því líka að kossar eru svo margslungnir að svona rannsókn er ekki hægt að gera án þess að rannsóknin misheppnist eða í það minnsta verði ómarktæk.

Satt að kossar geta sannarlega - og eru - misjafnir eftir þyggjandanum og til hvers kossinn er ætlaður. Grrrr ....

Knús Jóna mín ..  og koss .. í tilefni færslunnar!

Tiger, 18.2.2009 kl. 02:16

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nohnoh...kysserí er thad i dag en já,audvitad eru thetta svo margskonar kossar ad ekki held ég ad hægt sé ad setja thá alla undir sama hatt..svo hrikalega mismunandi tilgangur med mismunandi kossum.

Hrikalega gód lýsing hjá thér, manni bara daudlangar ad rjúka á einhvern og reka rembings sko  enda hvad er betra en ad kyssa?? hvort sem thad er makinn( thessi eldheiti sko) ,børnin,køtturinn eda bara vinir.

Hafdu gódan dag minn kæri...knús og KOSSAR hédan

María Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 06:08

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessi færsla hrærir ekkert við neinni blygðunarsemi hjá mér... kannski er ég bara orðin svona GÖMUL... að ég hef enga lengurÞetta er flott færsla hjá þér og fær mann virkilega til að pæla...Segi það enn og aftur og stend við það, þú ert uppáhaldsfréttaskýrandinn minn

Jónína Dúadóttir, 18.2.2009 kl. 06:47

5 Smámynd: JEG

Enginn er eins og því eru kossar misjafnir eins og við erum mörg.  Auðvitað er það + ef maki þinn kyssir þér að skapi.  S.s. þarf enga kennslu að þínu mati ....þýðir að þið smellið ......í flestum tilfellum.  *hóst*  En fátt er hræðilegra en að lenda á manneskju sem kyssir eins og viðundur *hrollur* kann sig ekki hvað allt varðar.  En ég held að kossinn segi helling um viðkomandi.

Knús og kossar á þig krúttlingur. 

JEG, 18.2.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Tiger

 María Guðmunds; Ójá, það er satt - hvað er betra en góður koss - hvort sem það er til maka, barna eða dýranna okkar. Mismunandi kossar en hver og einn myndi segja sitt fyrir þann sem hlýtur .. kossar eru æði náttla!

Jónína mín, gamla skrukka; Þú ert bara svo góð í þér svo þú lætur sem ekkert sé - viss um að þú sért sótrauð út að eyrum núna sko.. haha! Takk fyrir mig skottið mitt og segi það sama að þú ert uppáhalds ruglarinn minn!

Búkolla mín; Knús sem ég vil meina að eigi að vera Koss ... koddu meðann addna! Kisskiss ...

JEG; Ég gruna að það væri ekki beint ljúft að lenda á einhverjum sem ekki kann að kyssa. Kossar eru svo rosalega stór þáttur nefnilega í samskiptum fólks og lífinu almennt bara. Það er gott að hitta á maka sem kann að kyssa - eða sem tekur góðri leiðsögn og lærir að kyssa rétt eða vel. Nú auðvitað er frábært líka ef maður hittir á maka sem kennir manni sjálfum að kyssa því það er ekkert sjálfgefið að maður kunni það sjálfur skko ... hahaha!

Tiger, 18.2.2009 kl. 12:15

7 Smámynd: Ragnheiður

Fullkominn koss getur ekki orðið til á rannsóknarstofu, hann er nefnilega svo margt og tekur mið af enn meiru.

Ég er gríðarlega upptekin við að tækla kreppuna þessa dagana, kær kveðja Tiger minn.

(gætirðu nokkuð passað kertasiðuna hans Himma ögn fram yfir helgina?)

Ragnheiður , 18.2.2009 kl. 12:18

8 Smámynd: Tiger

  Alveg sammála þér Ragnheiður mín, fullkominn koss mun aldrei verða framleiddur á rannsóknarstofu - til þess er hann alltof margslunginn!

Gangi þér vel með krepputæklingar - var einmitt að reyna að komast inná síðuna hans Himma í gær en komst ekki. Mun fara núna aftur og verð þar svo lengi sem síðan er til ljúfan. Knús á þig ..

Tiger, 18.2.2009 kl. 12:39

9 Smámynd: Auður Proppé

Það er nú meira kossaflensið á þér Tiger minn   Knús á þig

Auður Proppé, 18.2.2009 kl. 12:46

10 Smámynd: Tiger

  Uss jámm Auður, verð víst að viðurkenna að ég er nú dálítill kysslover! Enda, hver fílar ekki góða kossa með heitum maka eða ástinni sinni? Wúhaaa ....

Knús .. og koss!

Tiger, 18.2.2009 kl. 13:15

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tek undir með Maríu....... þessi færsla argar á kossa í allri sinni fjölbreyttu mynd :)

Heiða B. Heiðars, 18.2.2009 kl. 13:15

12 Smámynd: Tiger

  Haha .. Heiða mín, spurning um hvort ég hafi bara hreinlega farið yfir strikið og sé kominn uppá ... Ellý-ar level. (eða er það Ellyjar)? ..

Uss, maður á bara að rjúka til og kyssa like there is no tomorrow! Enda - svona mitt í kreppunni veit enginn hvað verður á morgun svo það er eins gott að nýta vel það sem kostar ekki mikið meira en að hreyfa við nokkrum taugaendum í kringum munninn til að mynda Kyssustút .. hahaha! Knús og jamm .. fulltaf kysseríi á þig Boníta ...

Tiger, 18.2.2009 kl. 13:26

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Veit ekki hvort þú fórst nokkuð yfir strikið... en þetta var nú alveg svona "hot´n bothered" færsla! Verst hvað það eru ókyssilegir menn hérna í kringum mig í augnablikinu :D

Heiða B. Heiðars, 18.2.2009 kl. 14:34

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sé ástin fyrir hendi held ég að meira þurfi til en slakan koss til að tortíma henni.

hinsvegar getur unaðslegur koss breytt ástarblossa í bál. það hef ég upplifað sjálfur.

Brjánn Guðjónsson, 18.2.2009 kl. 15:13

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kossar eru yndislegir, ekki bara á munn, það er gott að fá allt í einu koss á hnakkann og niður svo snýr maður sér við og fær marga á munn.
Knús í krús til þín Tiger míó míó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 15:55

16 Smámynd: Tiger

 Bonita, komdu bara hingað og ég skal svífa á braut kossa og hamagangs með þig addna ... minn er ágætlega kyssilegur sko!

Boxari Brjánn; Þar er ég algerlega sammála - tel að slakur koss geti ekki grandað ástinni sé hún til staðar. Ástin myndi sjá til þess að kossar þroskist og verði bara betri og betri þó þeir séu hugsanlega slakir í upphafi.. Satt að unaðslegur koss getur sko kveikt elda!

Millan mín; Satt og rétt, kossar eru bara yndislegir og ekki endilega á munninn þó það sé sannarlega líka af hinu góða sko ..

Tiger, 18.2.2009 kl. 16:37

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

.................lögð af stað

Heiða B. Heiðars, 18.2.2009 kl. 17:31

18 Smámynd: Tiger

  Er búinn að kveikja á (rómantískum) kertaljósum, stilla úðunarkerfið (svo við verðum örlítið "vot&rennileg") og auðvitað er ég kominn með stút á varir ... *Kisskiss*.

Tiger, 18.2.2009 kl. 20:48

19 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sendi hérna  fullt af  kossum  á þig    kyssilegi kaddl  Svo satt að fátt er ljúfara en kossar..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.2.2009 kl. 00:56

20 Smámynd: Tiger

  Ohh .. ég verð bara að loka augunun því ég er að fara að sofa og það er ekki gott fyrir mig að horfa uppá svona marga kossa fljúga um allt ... minn verður bara andvaka sko!

En, tek við öllum kossunum og sendi marga til baka Sigrún mín.

Tiger, 19.2.2009 kl. 01:41

21 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.2.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 139733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband