Er sjálfstæðismönnum sama hverju er fórnað - eingöngu með það í augum að þeir komist aftur að valdastólum sínum? Vil kjósa menn en ekki flokka .. gömul lumma!

Það er aumkunarvert að fylgjast með því þegar stjórnmálamenn kunna ekki að taka ósigri eins og menn. Það er aumt þegar þeir byrja að ausa frá sér drullu og skít, rífa menn og málefni niður og vita ekki hvar þeir eiga að stoppa - og í raun sýna loks sitt rétta viðmót og andlit.

Einar Guðfinns ætti sýst að vera með grjótkast úr sínum glerturni. Maður sem reynir á síðustu metrum veru sinnar í ráðherrastól - að veiða sér atkvæði í komandi kosningum með því að heimila hvalveiðar án þess að bera það undir kóng eða prest - eða kannski er þetta búið að vera í startholunum lengi en tímasetningin hafi verið valin af yfirmanni og meistara hans - Davíð Oddsyni.

Hvað eru sjálfstæðismenn að reyna að segja? Það kemur þeim væntanlega "óþægilega" á óvart hve langan tíma stjórnarmyndunarviðræðurnar taka - enda er það þeirra heitasta ósk og von að allt gangi óraunverulega hratt fyrir sig - svo hratt að sem flest gleymist að skoða - svo "nýja" stjórnin geri sem flest mistökin og sem flest gangi á afturfótunum - svo þeir geti staðið uppi sigri hrósandi með látum sagt; "Sko, ykkur er nær skríll - þetta vilduð þið - ykkur var nær að bola okkur burt!"...

Þeim er sem sagt algerlega sama þó vel sé vandað til verka hérna - þeim er sama hversu miklu þarf að fórna - þeir hafa bara áhuga á að öllum öðrum mistakist svo þeir komist aftur í feitu stólana sína...

**********

Hvað finnst fólki um það að toppar banka og stórra fyrirtækja séu að yfirfæra eignir sínar á eiginkonur eða ættingja? Er það ekki hrein og klár ávísun til þess að þeir hafi sannarlega gert eitthvað misjaft - að þeir hafi eitthvað að fela? Eru þeir ekki með þessum verknaði að segja að þeir hafi gert eitthvað sem þolir ekki dagsljósið og eigi þar með á hættu að missa eignir sínar?

Þeir sem hafa hreint mjöl í pokahorninu og hafa staðið heiðarlega að öllum sínum verkum - hafa ekkert að fela og ættu ekki að þurfa að missa neitt - þannig að svona verknaður segir í raun og veru ekkert annað en að hér sé maðkur í mysunni. Vonandi verður þetta rannsakað mjög gaumgæfilega langt niður í kjölinn.

**********

GetLost Mér finnst að á þessum tímamótum ætti að fara fram ákveðin hreinsun í stjórnmálunum. Við ættum að nota næstkomandi kosningar til að taka á gömlum stjórnmálamönnum sem eru löngu orðnir barn síns tíma og eru orðnir ekkert annað en dragbítur á ferskum og óspilltum stjórnmálum.

Við ættum að nota okkur rétt okkar og strika út nöfn velflestra "toppa" allra flokka. Það þarf miklu meira af ungu og efnilegu fólki inn í forystu flokkanna - það þarf fólk sem er meira meðvitað um nútímann! Við þurfum ferskt fólk framtíðarinnar og koma fólki fortíðarinnar frá. Reyndar finnst mér að líftími pólitíkusa ætti ekki að vera mikið meiri en tíu ár - og þá ættu þeir að stíga til hliðar fyrir fólki sem er ungt og kemur með ferskar hugmyndir og áherslur sem hæfa hverjum tíma fyrir sig.

**********

Over and out - farinn í sund og svo á gönguskíði ... eða þannig.


mbl.is Þreifingar milli flokkanna byrjuðu fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Mikid sammála thessum pistli hjá thér. Held ad " ALLT HREINT" thyrfti ad láta til sin taka i stjórnmálaflokkum landsins, veitir ekki af. Held thad séu svo margir madkar i mysunni ad engin mysa er ordin eftir....Skitalykt af thessu øllu svo fnyk leggur yfir allt landid og alla leid hingad til DK...knús og kram til thin kæri vin.

María Guðmundsdóttir, 31.1.2009 kl. 17:52

2 identicon

Það er tími til kominn að losna við sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn.

Stærstu glæpaklíku Íslands

hh (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:30

3 identicon

Þreifingar byrjaðar fyrir löngu !!!!!!!!!! Og hvað með það ????????

Ingibjörg fór fram á - og fékk - frest á því að tilkynnt væri um næstu skref ríkisstjórnar Geirs Haarde - t.d. varðandi Sjármálaeftirlit og Seðlabanka. Málið ver hinsvegar það að hún ætlaði sér ekkert að standa við samkomulag sitt við Geir. Hann tók fullt tillit til hennar og hennar veikinda - hún rak hníf í bakið á honum í þakklætisskyni um leið og hún heilsaði honum með kossi.

Og hvað er nýtt ??  EKKERT!!!!!!

Geir var varaður við því að taka upp samstarf við ISG en hann hlustaði ekki - og því fór sem fór og búið var að segja honum að myndi gerast áður en hann myndaði stjórnina. Þannig að orð Einars eru engin ný sannindi - þau koma hinsvegar allt of seint.

Og Steingrímur kokgleypir allt - AGS - frystingaráformin - Seðlabankann - allan pakkann -

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:03

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það segir sig sjálft að menn hafa eitthvað að fela þegar þeir eru farnir að afsala sér eignum sínum til maka sinna

Völdum fylgir græðgi og spilling. Þegar menn hafa verið of lengi við völd er hættan alltaf meiri á spillingu. Það ætti að hafa tímakvóta á þingmönnum.

Velkominn aftur Tiger minn  Heilmikið sakn héðan

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 31.1.2009 kl. 19:55

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Burt með spillingarliðið ...

Dugnaðurinn, sund og svo gönguskíði... vá

Jónína Dúadóttir, 31.1.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Vá það er aldeilis að þú er byrjaður aftur að blogga Tiger. En þetta er bara allt satt og rétt hjá þér - út með þessa gömlu - þeir eru "útrunnir" (best before)

Held samt einhvernvegin að nú verði þessi spilling skoðuð - ég trúi bara ekki öðru.

Helgarknúsíknús

Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já það er tímbært að losna við allt spillingarliðið, lifi eldhúsáhaldabyltingin.  Bylting hugarfarsins.  Ekki nennti ég að fara á gönguskíði, ég lét sundið duga

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2009 kl. 00:24

8 Smámynd: Tína

Shit hvað ég var glöð að sjá komment frá þér vinur minn ! ! Enda hef ég saknað þín mikið sem og þínar orkugefandi athugasemdir.

Venju samkvæmt ætla ég ekki að tjá mig um pólitík á blogginu þó svo ég hafi miklar skoðanir á þeim. Ég vil bara ræða þetta face to face og ekkert öðruvísi.

Nú er ég búin að loka búðinni og get þá farið að fylgjast betur með blogg vina minna og mun ég reglulega kíkja hingað til að sjá hvort þú hafir skrifað eitthvað nýtt. Ég hætti því nefnilega aldrei sjáðu.

Guð geymi þig ætið vinur.

Megahlass af knúsi on the way til þín

Tína, 1.2.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 139740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband