Aðeins eitt stendur alltaf uppúr í lok hvers árs hjá mér og minni fjölskyldu allri - móðir mín/okkar er ennþá hjá okkur öllum - í fullu fjöri og ekkert fararsnið á henni ... er hægt að elska manneskju meira en þetta!?

Yndislegasta mannvera jarðarinnar á afmæli í dag!Heart

Myndin af henni er hér - að vísu örlítið gömul mynd en samt "óblörruð" - en dálítið óskýr. Þessi mannvera er höfuð og herðar stórs hóps af fólki sem er bæði ungt .. yngra og kornungt! Ef þið komið til með að rekast á hana í dag - þá bið ég ykkur vinsamlegast um að taka hana í faðminn og knúsa hana 1001 - rétt eins og í ævintýrunum - enda er hún algert ævintýri kerlan! 

Mamma á Kanaríeyjum
Auðvitað er þetta mín dásamlega móðir!
Heart  Heart  InLove  Heart  Heart

Hún er mikill mannvinur þessi kona, hrein og bein hetja líka. Alein stóð hún uppi rétt rúmlega þrítug með sex börn - það elsta þá líklega tólf til fimmtán ára eða svo. Hún vann myrkranna á milli og lagði á sig allar heimsins byrgðar til að halda saman barnahópnum sínum - bað aldrei neinn um hjálp og lenti aldrei í skuld við einn eða neinn heldur óð áfram knúin elsku á börnum sínum og viljanum í að missa engan frá sér.

Kakókannan mín.Málið var að oftar en ekki tók hún vinum og vinkonum okkar barnanna opnum örmum og hlúði að þeim eins og væru þau hennar eigin - vísaði aldrei neinum frá og var stundum með ungt vinafólk okkar hjá okkur á jólum eða páskum eða á þannig stundum.

Henni fórst allt vel úr hendi sem hún réðst í - reykti ekki og drakk ekki - og gerir ekki ennþá - veitti sjálfri sér aldrei neitt heldur setti allt sem henni tókst að draga í búið - til barna og svo síðar barnabarna sinna.. og er ennþá að!

Heart Wizard Heart

Hún er 66 ára í dag þessi elska - á uppkomin sex börn - yfir 20 barnabörn og langömmubörnin orðin allavega fimm og minnst 4 á leiðinni ... hún er moldrík kona skal ég segja ykkur!

Heart InLove Heart

AfmæliskökurHún ól okkur öll upp þannig að við sýnum náunga okkar 100% virðingu, vinsemd og komum ætíð eins heiðarlega fram og kostur er! Hún sá til þess að við erum ófeimin við að tjá tilfinningar, knúsast og elska hvert annað .. við erum lítill angi af henni svo miðað við mig - getið þið sem lesið mig margfaldað hana!

Okok .. hér er ég farinn að hljóma eins og ég sé að skrifa minningargrein - en málið er að ég gæti skrifað heila bókaseríu um góðsemi og göfuglyndi hennar móður minnar. Hver veit nema ég geri það bara einn góðan daginn - enda hefur líf hennar verið mikið og undarlegt ævintýri þar sem bæði sorgir og gleði skiptast á ..

En, til hamingju elsku mamma mín! Þú ert heitt elskuð af mér - og okkur öllum systkynum, barnabörnum og barnabörnunum þínum öllum ..

Heart InLove Heart

Gráðugir jólasveinar.

Að sjálfsögðu skreytti ég færsluna með myndum af einhverjum kökum úr kaffihlaðborðinu hennar í dag - en reyndar hefur móðir mín aldrei haldið uppá afmælið sitt .. aðeins einu sinni fengum við systkynin leyfi hennar til að halda henni veglega veislu - en það var yndislegt.

Yfirleitt hefur hún bara bakað tertur og kökur og fleira - sem hún hefur bara á borðum allan daginn og svo bara líta þeir við sem eiga leið hjá. Auðvitað er dagurinn fullur af iðandi lífi og allur hópurinn hennar er að líta á hana allan daginn. Þessi dagur er einn yndislegasti dagur ársins í okkar fjölskyldu.

Knús og kveðjur á alla bloggvini mína og ég sé ykkur öll á morgun - þegar ég fer lokahringinn til að lesa ykkur og kveðja því Tiger er að fara ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með hana móður þína elsku Tiger

Fyrst þú ert að hætta, þá endilega ef þú sérð mig einhverstaðar einhverntíma máttu endilega stoppa mig og kynna þig - því eins og ég sagði, þá verður þér seint gleymt..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.12.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: M

Innilega til hamingju með þína elskulegu móður.

Hafðu það svo gott um áramótin xxxxx

M, 30.12.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með hana mömmu þína.

Láttu okkur vita hvort og hvar þú heldur áfram að tjá þig.  (Ég er ekki heldur fastur í sæti hérna á bloggamogginu.)

Og... Gleðilegt nýtt ár :-)

Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kyzza mömmu sín frá Zteina sín...

Votta allt kórrétt sagt um uppeldizhæfileika þessarar gæzku, enda sjálfur ertu lifandi dæmi um hvað henni tókzt nú virkilega vel til.

Steingrímur Helgason, 30.12.2008 kl. 18:49

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 19:34

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innilega til hamingju med mømmu  efast ekki um ad hún sé frábær manneskja, thad berd thú vitni um

María Guðmundsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:45

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Innilega til hamingju með mömmu þína Tící minn. Við eigum öll eftir að sakna þín mikið hérna, vonandi ákveður þú einn daginn að koma aftur til okkar

Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 19:48

8 Smámynd: egvania

 Til hamingju með mömmu þína vinur eru ekki einhver ráð sem við getum notað svo þú þurfir ekki að yfirgefa okkur svona fljótt og það án þess að við vitum hvar þín á að leita þegar við þurfum á andlegum gleðipillum þínum að halda.

 En svona er þetta því miður en ekki eru nú moggamenn með þetta allt á tæru vegna þess að mér var tilkynnt að ekki bæri saman nafni mínu í þjóðskrá og á blogginu, ekki er það mér að kenna ég heiti Ásgerður Einarsdóttir og vona að ég hafi ekki ruglað mér saman við einhverja aðra  dííísessesseskræst ég á ekki til orð hver er ég þá.

 Gleðilegt ár kæri vinur og megi það vera þér hamingjuríkt og haltu áfram að vera þú sjálfur og mikið vildi ég óska þess að ég væri þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta ykkur mömmu þína einhvern tímann á leið minni.

Kærleikur til þín og mömmu þinnar sem er nú bara lítið eldri en ég svei mér þá.

egvania, 30.12.2008 kl. 20:47

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með móður þína sem bersýnilega er og hefur verið hörku dugleg,ástrík og skynsöm kona.

En Tægóinn minn mér þykir súrt að þú sért neyddur hér útaf blogginu.

Auðvita á þetta að vera val og eins og ég hef áður bennt á þá er kennitalan okkar skráð fyri síðunum okkar.

Svo senda þeir manni póst og benda manni á hvað maður heitir samkvæmt þjóðskrá

Takk innilega fyrir árið sem er að líða og ég óska þér velfarnaðar,ást og kærleiks á nýju ári

Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 21:27

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:05

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með mömmu þína. Það er ekkert betra en mömmur  Ég hefði örugglega knúsað hana ef ég hefði séð hana í dag. Vona að þú finnir leið til að vera áfram í bloggheimum...annars kem ég í heimsókn með kanilsnúða í körfu  Knús á þig ljúfastur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:13

12 Smámynd: JEG

Til hamingju með mömmu þína.  Það er svo gaman að heyra hvað fjölskyldan þín er samheldin og hrein og bein.  Vona að ég sjái tilkynningu árfam á vinaslánni um að þú hafir bloggað minn kæri.  Megi nýja árið verða þér gæfuríkt.  Takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem er að líða.  Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 30.12.2008 kl. 22:21

13 Smámynd: Sigrún Óskars

Til hamingju með móður þína - mér sýnist á öllu að þú hafir margt frá henni, sjálfur svona yndislegur

Sorglegt að vita að þú farir frá okkur  en ef þú ferð eitthvert annað þá verður þú að láta okkur vita. Við bloggvinir sjáum alltaf færslurnar þínar og þú ert svo mikill gleðigjafi hérna - þú bara getur ekki farið.

Takk fyrir bloggvináttu á árinu sem er að kveðja. Knús til þín og þinna

Sigrún Óskars, 30.12.2008 kl. 23:53

14 Smámynd: Tiger

 Þakka ykkur öllum að kíkja við hjá mér núna og óska múttu minni til lukku með daginn ... ég met það mikils!

Kristinn Gunnarsson; Fyrirgefðu en ég eyddi athugasemdinni þinni út - enda á auglýsing ekki heima í athugasemdakerfinu hjá mér.

Annars .. knús á línuna, sé ykkur öll í fjöru á morgun líklega!

Tiger, 31.12.2008 kl. 00:09

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú hefur verið ótrúlega heppinn að svona kona eignaðist þig, ég hef sjaldan rekist á fólk eins og þig.  Manngæskan og virðingin sem þú sýnir öllum er ómetanleg.  Ég óska þér innilega til hamingju með hana móður þína, megi ykkur báðum farnast vel á næsta ári.  Ég óska þér og fjölskyldunni þinni gleðilegs árs og takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem er næstum liðið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:57

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hamingjuóskir með þína góðu móður.  Góð móðir er gulli betri.  Hún hefur greinilega átt ríkulegt innlegg af gleði og hamingju til sinna ættmenna.

Gleðilegt ár Tiger, vonandi skjáumst við á komandi ári.

knús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.12.2008 kl. 05:17

17 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Svo tad er frá henni módur tinnni sem tú færd tessa göfuglyndi og hjartahlýju Tiger minn.Hjartanlega til hamingju med hana módur tína .Tad er satt mamma er tad dýrmætasta sem vid eigum og vid verdum ad muna ad hlúa ad henni svo vel.

knús kvedjur frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.12.2008 kl. 07:01

18 Smámynd: Helga skjol

Innilega til hamingju með hana yndislegu mömmu þína, hún hefur auðsjáanlega staðið sig frábærlega í uppeldinu, alla vega finnst manni það eftir að hafa kynnst þér hérna elsku Tící minn, ég vona það að þú hverfir ekki burt frá okkur.

RISA ÁRAMÓTAKNÚS Á ÞIG LJÚFURINN MINN

Helga skjol, 31.12.2008 kl. 10:48

19 Smámynd: Erna

Til hamingju með hetjuna hana móður þína.

Svo vil ég óska þér og þínum gleðilegs árs og gæfu og gleði í framtíðinni.

Þakka allar skemmtilegu færslurnar þínar á árinu ljúfurinn og ég vona að það verði áframhald á þeim.

Erna, 31.12.2008 kl. 11:11

20 identicon

Til hamingju með mömmsluna   Hún hljómar yndislega og miðað við bloggið þitt þá ertu vel heppnaður maður og berð því móður þinni gott vitni.  Eigðu góð áramót og vonandi heldurðu áfram að blogga, ég kem oft hérna inn án þess að skilja eftir athugasemd.  Knús í hús

Soffía (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:38

21 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Til hamingju með þessa góðu konu, og vonandi hverfur þú ekki frá okkur. Gott nýtt ár gullið mitt

Heiður Helgadóttir, 31.12.2008 kl. 12:57

22 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Til hamingju með múttu og gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Guðrún Una Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:41

23 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Til hamingju með mömmu þína   Aldrei að vita nema við rekumst á bók um hana í hillum bókabúðanna.  Þú ert nú penninn til þess arna.   Gleðileg jól kæri Tiger og takk fyrir skemmtunina á árinu sem er að líða. 

Hjóla-Hrönn, 31.12.2008 kl. 14:46

24 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kæri mjúki maður, bloggvinur minn. fallegt af þér að blogga til handa móður þinni.

mamma mans á svo stóran part af manni. mamma mín, sem lést fyrir 15 árum, átti og á stóran part í mér. við vorum alltaf miklir mátar. ég sakna hennar.

vonandi gufarðu ekki upp um áramótin. bloggið þarfnast bloggara eins og þig.

gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir kynnin á kreppuárinu.

Brjánn Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 15:28

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband