Árið brátt kveður. Farinn úr handklæðinu og beint í boxer - nágrannakonan sá mig ryksuga á boxer í dag! Er bolludagur - eða er ég bara orðinn svona mikil Jólabolla? Faðmaðu einhvern strax á morgun!

Já svei mér þá - eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?

Ég er ekki ennþá búinn að ákveða mig - á ég að hætta að blogga eða á ég að halda því áfram - ósýnilegur!? Meina, hver nennir að blogga ósýnilegur? Spurning...

Mörgæsajól

Heart

 Ég hef lítið sem ekkert verið á netinu núna það sem af er af jólunum. Kannski er ég bara að reyna að átta mig á því hvernig það væri ef ég væri ekki að blogga - og það hefur ekki verið mikið mál - nema hvað ég verð að viðurkenna að ég hef saknað bloggvinanna mikið!

 

Heart

 

tweetybd

 

Í dag var annar dagurinn sem ég hef haft alveg útaf fyrir mig - hinn dagurinn var jóladagur - núna er ég ekkert annað en afslappaður og bara á stuttbuxunum hér heima við.. jú, ég sleppti handklæðinu og fór í stuttbuxur! 

Hef ekkert farið út í dag - að vísu slappaði ég nú ekki alveg af í dag heldur ryksugaði og skúraði alla íbúðina .. enda sleppti ég því fyrir jólin!

Ég hef ekkert horft á fréttir og lítið sem ekkert sest við sjónvarpið - bara setið og lesið, skrifað og sofið .. það er að segja þegar ég hafði tíma til slíks. Jú, dagurinn í dag var góður þannig séð!

Heart

 

Eitthvað hefur bæst framan á karlinn það sem af er jólum - en það verður þó jafnfljótt að fjúka af þegar ég hætti að borða ..

Þarf reyndar ekki annað en að hætta að borða á nóttunni í nokkrar nætur og þá er karlinn aftur orðinn grannur og spengilegur - nema hvað sko! Ekki lætur maður undan gagnvart bollupúkanum, ónei ...

Tíminn yfir jólin er þó samt sannarlega tíminn þar sem maður sleppir fram af sér beigslinu og hámar í sig góðgæti og drekkur endalaust af jólaöli og kakóbollum .. með kanelsnúðum! Verst er þó þegar maður er að vakna upp tvisvar til þrisvar á nóttu til að borða meira góðgæti og drekka með jólaöl eða mjólk ...

Heart

Day Surrendering Unto Night

 En, núna þegar árið 2008 fer að faðma árið 2009 - verða líklega breytingar á flestu hjá mörgum. Margir eru að missa vinnuna og margir eru jafnvel að missa heimili sín.

Því langar mig til að biðja ykkur öll sem lesið að gefa ykkur tíma til að huga að og hlú að þeim sem ykkur standa nálæg - og sem standa í slíkum erfiðleikum.

Munið að bara lítið bros, eitt lítið knús, vinsamlegt orð eða klapp á bakið getur gert svo mikið fyrir fólk sem glímir við erfiðleika. Gefið ykkur tíma til að gefa náunga ykkar bros, knús eða vinsemd - og vitið til - það gæti komið að þeim tímamótum að við sjálf stöndum í slíkum sporum að þurfa slíkt sjálf. Þá er gott að vita til þess að það er einhver þarna úti sem lætur sig málin varða.

Heart

En núna er ég farinn aftur - hef ákveðið að bíða með athugasemdir og vera sem minnst á blogginu þar til á nýárinu. Þið verið orðin vön því áður en þið vitið af að ég er ekkert að hamast í ykkur - og verðið búin að gleyma mér áður en Janúar er liðinn .. *snökt*!

Sendi ykkur ljúfar kveðjur í bili - og bið guð og englaher hans að gæta ykkar allra og fylgja ykkur - einnig bið ég þess að örlögin sendi ykkur óvæntan glaðning eins oft og hægt er á nýja árinu ...

Knús og kram á ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

TíCí minn ekki láta þessa rödd hljóðna, hún er nauðsynleg, eins og allt annað jákvætt og gleðilegt nú um stundir.  Kærleiksknús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú gleymist ekki svo glatt minn kæri og ekki ertu nú að hrökkva upp af... er það nokkuð ?

Jónína Dúadóttir, 29.12.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: JEG

Já einmitt eins og þú gleymist í einum hvelli ??? ooohhh nei kallinn minn ekki láta þér detta það í hug.  Knús og klemm úr sveitinni þar sem jólin eru í öllum húsum......... hehehehe.......Áramótakveðja til þín. 

JEG, 29.12.2008 kl. 22:07

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Við gleymum þér ekki og þú hættir ekkert að blogga. Það er alveg nauðsynlegt að hafa þig hérna  Nágrannakonan þín hefur haft gleðileg jól með þig á boxernum öll jólin  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ósýnilegur minn rass! (afsaka ef þetta er einhver dónaskapur, ekki meint þannig!!)

Þú verður ekki ósýnilegur í bloggvina þinna augum, það skaltu margfalt fá að vita vinurinn, þér verður seint gleymt hér inná blogginu! Geymdur en ekki gleymdur, hahaha!

En þú átt helling af bloggvinum sem já, gleyma þér líklegast frekar seint, svo þú þarft alls ekki að hætta... við sjáum þig!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.12.2008 kl. 01:21

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér gleðilegs árs og friðar á árinu 2009 megi það verða þér gjöfult.  Knús í þitt hús

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.12.2008 kl. 01:29

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæll...Fardu úr bænum.

Ad gleyma tér er ekki sjens hjá kvenntjódinni tad er eitt á hreinu.Allar viljum vid eiga tig en engin  getur fengid tig...Nema í gegnum bloggid og tad er okkur nóg.Tetta er tad sem vid hugsum allar snúllinn minn svo ad gleyma tér er langur vegur til.

Veistu ad tessi bloggkjarni sem hefur myndast hérna er ótrúlega sterkur og skemmtilega samheldin kedja svo tegar einn hlekkur fellur úr kedjunni verdur vid hina voda döpur en vid vitum ad tú ert ekki neitt ad yfirgefa okkur svo vid skulum ekki vera ad velta vöngum yfir tví minn kæri.Taktu tér bara frídaga og vertu bolla eda bara á nærunum eda án teirra  tad velur tú sjálfur heima hjá tér.Vid lofum ad skipta okkur ekki af tví.En haldu endilega áfram ad blogga fyrir tig og okkur tá verdum vid bloggvinir tínir voda gladir.

Knús til tín minn kæri og megi nýtt ár færa tér farsælld og gledi í hjarta .Takk fyrir ad vera tú og svona med eindæmum skemmtilegur.

Kvedja frá Jyderup 

Gudrún Hauksdótttir, 30.12.2008 kl. 06:55

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já bara gledilegt ár elsku kallinn, takk fyrir gód kynni á árinu 2008, thad hefur verid ánægjulegt og ég má ekki til thess hugsa ad hafa ekki pistlana thina til ad lesa reglulega.

Falleg áminning hjá thér, vid verdum ad muna eftir ad sýna hvort ødru væntumthyggju og tala nú ekki um thegar erfidleikar bjáta á , sem eflaust munu gera hjá fleirum á nýju ári,eins sorglegt og thad er nú.

Kærleikskvedja hédan frá danmørku,knús og kram til thin kæri vinur

María Guðmundsdóttir, 30.12.2008 kl. 08:54

9 identicon

Sæll Tiger.

Hress að vanda, og auðvitað vitum við af þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:06

10 Smámynd: Ragnheiður

Heldurðu að við séum algerir bjánar ? Gleyma þér ? Það er ekki séns, en viltu bara gjöra svo vel og halda áfram að blogga, þó að þú verðir ósýnilegur á forsíðu og svoleiðis....

Ég má bara alls ekki til þess hugsa að hafa þig ekki með í mínum góða hóp

Ragnheiður , 30.12.2008 kl. 12:55

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Komdu bara út úr bílnum og birtu nafnið þitt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:36

12 Smámynd: Helga skjol

Nei Tíci minn, það verður seint sem þú gleymist, alla vega í mínum huga, ég vona samt að þú haldir áfram að blogga.

Gleðilegt ár til þín ljúfurinn minn

Helga skjol, 30.12.2008 kl. 17:11

13 Smámynd: Tiger

  Takk takk öllsömul - þið eruð bara yndisleg! Knús á ykkur öll ....

Tiger, 30.12.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband