Mbl.is er að fara út í að eyða mér af vef sínum! Óska öllum gleði og kátínu um hátíð ljóss og friðar! Uppúr miðnætti rennur upp sérstakur dagur hjá mér ...

Ok, ég hef alltaf vanið mig á að vera meira en lítið persónulegur - ef ég get og ef ég nenni. Því hef ég ákveðið að nota ekki skilaboðakerfi bloggsins - sem hægt er að nota til jólakveðjusendinga - heldur ætla ég að kíkja á ykkur hvert og eitt í kvöld - og skrifa (að hluta til copy/paste) jólakveðjuna til ykkar inn í athugasemdakerfið ykkar. 

jólasveinnáhjóli1

 

Ég hef svo sem ekkert að gera annað í kvöld - nema ef væri að lesa góða bók - en þar sem hugsanlega ég hætti um áramótin að blogga þá ætla ég að nota kvöldið til að kíkja á ykkur alla bloggvini mína - líka þá bloggvini sem ég sé sjaldan/aldrei á síðunni minni - og senda ykkur jólakveðju beint í athugasemdakerfið ykkar.

Tigersfirstchristmas

Eins og ég skrifaði - þá finnst mér það mun persónulegra og ég er alveg á þeirri bylgjulengdinni á þessum árstíma sko ..

En eins og sjá má í hjartanu hér til hliðar..

Óska ég ykkur öllum - bæði bloggvinum og öðrum bloggurum - sem og bara vinum og vandamönnum um allt ..

Gleði og gæfu með þökk fyrir yndislegan bloggvinskap, frábærar athugasemdir og skemmtilegheit á árinu sem er að líða.

Auðvitað vona ég að Mbl.is hætti við að þurrka mig út af vef Mbl.is - en það er þó ætlunin með nýju reglunum. En málið er einmitt það að nýju reglurnar segja að nafnlausir verði hvergi sjáanlegir á vef Mbl.is - nema í stjórnborði bloggvina þeirra, séu þeir þá yfir höfuð með bloggvini ..

Það er ekki eingöngu verið að banna nafnlausa í sambandi við tengingar á fréttir heldur munu nafnlausir hvergi birtast - ekki á forsíðu með ný blogg - ekki í undirflokkum - ekki í heitum umræðum - ekki í vinsælum bloggum og bara hvergi ... nennir einhver að blogga nánast ósýnilegur? Njee .. don´t think so!

En, nóg um það í bili ...

Uppúr miðnætti rennur upp dagur bróðurdóttur minnar! Myndin hér fyrir neðan er helguð minningu um yndislegt stúlkubarn sem ég hefði viljað hafa hjá mér/okkur í dag sem unga glæsilega konu!

Guðbjörg Díana Ólafsdóttir

 

Heart

Enn og aftur óska ég ykkur gleði og hamingju nú um jólin - sem og bara alltaf. Bið guð og gæfu að fylgja ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur á nýja árinu og sendi ykkur hlýjar hugsanir og ljós ...

Gleðilega hátíð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Knús elsku Tiger.

Ragnheiður , 24.12.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Tiger

 Elsku Ragnheiður mín - stóra hetja! Knús á þig ljúfust og megi englar gæta þín ætíð - bæði þínir englar og aðrir englar!

Tiger, 24.12.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eigðu yndisleg jól kæri Tígri

Brjánn Guðjónsson, 24.12.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Tiger

 Takk takk kæri Boxer .. og sannarlega sömuleiðis! Knús á þig sokkurinn minn ... jólasokkurinn sko!

Tiger, 24.12.2008 kl. 20:36

5 identicon

Gleðileg jól ókunni bloggari - ég hverf líka á brott af blogginu hér um áramótin.

Frekar af prinsipp ástæðum en ósk um nafnleynd - enda ekkert leyndarmál hver ég er þó ég riti undir nafnleynd - þeir bloggvinir sem hafa spurt mig hver ég sé hafa ávallt fengið það gefið upp.

Netið hefur ávallt verið frjáls vettvangur til að tjá sig á þann máta sem manni helst líkar sjálfum - og blogg hefur ávallt verið í þeim anda. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Tiger

Takk fyrir jólaóskir Weltfremd.

Ég segi það sama .. ef einhver hefur spurt mig beint þá hef ég ekki legið á svarinu. Mér finnst það líka vera helaumt að ætla að fara að njörva nafnlausa svona niður og neyða þá til að .. hætta eða gefa upp nafn á forsíðu sinni.

En, knús og góðar jólaóskir á þig líka pjakkur ...

Tiger, 24.12.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Gleðileg jól Tiger, og takk fyrir góðar afþreyingarstundir.  Hafðu það gott um jólin og ég trúi ekki að þú sért að fara.  Er ekki Jón Jónsson gott og gilt íslenskt nafn?

Hjóla-Hrönn, 24.12.2008 kl. 22:57

8 Smámynd: Tiger

Takk og sömuleiðis Hrönn. Spurning um að finna sér gamla góða kennitölu frá gömlum frænda - eða frænku sem ekki er með netið - og nota bara, nota svo bara nafnið hans eða hennar líka .. *flaut*. Ekki samt segja moggamönnum frá því sko...

En, gleðilega hátíð líka ...

Tiger, 24.12.2008 kl. 23:07

9 identicon

Takk  fyrir  kveðjuna  fallegu, ..... megi  gæfan  fylgja  þér  í  framtíðinni,  hvar  sem  þú verður krúttið.

Í huga mér  lítur þú út eins og lítill tigrishvolpur, sem auðvelt er að knúsa og kreista að list svo  var ég búin að setja á þig jólasveinahúfu og hvítan heimatilbúin dúsk á rófuna,....... ( sko þessa heimatilbúnu að aftan, ekki þessa að framan, hvurslags hugsunnar háttur er þetta ) .............og þá var þetta orðið fullkomið hahahha. Jólakveðja að austan. SG

(IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 23:55

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðileg jól sæta gerpið mitt.(ég kopy/paste-aði ) að hluta jólakveðjurnar til blogg vina

En já þetta er ljóta ruglið í þeim á mbl.blog.....ég meina maður er skráður fullu nafni og kennitölu fyrir síðunni þó það sé ekki sýnilegt á síðunni sjálfri.......þannig að hvað er málið ?? Ef þarf að rekja eitthvað til manns þá geta þeir það ef þeir vilja ......só???

Vér mótmælum !!! ER það ekki??

 Flottar myndirnar hjá þér og textarnir inn í þeim.

Solla Guðjóns, 25.12.2008 kl. 01:52

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Knús elsku Tiger minn!
Ég vona svo sannarlega að þér verði nú ekki eitt héðan útaf, þá vantaði einhvern svona krúttulegann mann sem talar svo fallega til allra...
Ég vil bara óska þér gleðilegra jóla kæri vinur, og já vonandi sér maður þig enn hér inni á nýju ári, annað væri synd!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.12.2008 kl. 02:56

12 Smámynd: Agný

Gleðilega  jólahátíð með öllu því best sem að jólahátíðinni fylgir.

Þakka þér fyrir þann tíma sem ég hef þekkt þig hér...

Svona smá vísa eða eitthvað þannig..sem ég var að klambra saman..

Á jólunum gjafir við gefum og þiggjum,

góðmeti hið besta flestir snæða.

Á meltunni svo makindalega  við liggjum,

margir svo á konfekti sér gæða...

Agný, 25.12.2008 kl. 04:09

13 Smámynd: Agný

Svona smá viðbót....heitir þetta ekki ritskoðun þegar fólk er "hótað" að vera gert "útlægt" ef að það skrifar "svona" en ekki "hinsegin" að stjórnandanna mati?  Mig minnir að þessháttar aðgerðir flokkist ekki undir lýðræðslegt stjórnarfar, heldur fasisma stjórnarfar....Þannig það er eins gott að maður noti sér rit og málfrelsi á meðan maður hefur það svona nokkurnveginn enn..það sem var til í dag, er ekki víst að verði til  á morgun..

Agný, 25.12.2008 kl. 04:14

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.12.2008 kl. 07:36

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gledileg jólin kæri minn  takk fyrir samfylgdina á árinu, vona bara ad hún haldi áfram hvar sem thad verdur

María Guðmundsdóttir, 25.12.2008 kl. 09:27

16 Smámynd: Brynja skordal

Sendi þér og þínum mínar bestu óskir um Gleðilega Jólahátíð og hafðu það ljúft minn kæri sendi líka ljós og kærleik til ykkar í minningu um frænku jólaknús

Brynja skordal, 25.12.2008 kl. 12:19

17 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Þín verður sárt saknað. Gleðileg jól !

Guðrún Una Jónsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:23

18 Smámynd: JEG

Gleðileg jól sæti og vonandi áttu alveg yndislega daga í slökun með jólaöl og piparkökur (eða snúð)  Jólakveðja úr sveitinni.

JEG, 25.12.2008 kl. 17:40

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleiksknús til þín elskulegur. Held það sé ekki hægt að eyða þér

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:05

20 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Gleðileg jól Tiger minn.... knús á þig.....kv Ingunn

Ingunn Guðnadóttir, 25.12.2008 kl. 22:05

21 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér finnst bara fáránlegt að ætla að loka á þá sem skrifa hér nafnlaust. Sé enga ástæðu til þess. Ég sé ekki að það skaði neinn að lesa allt það jákvæða og skemmtilega sem þú hefur skrifað hér. Þvert á móti, þín skrif gleðja mig alltaf og þú ert orðinn partur af minni tilveru. Vonandi hætta þeir við þetta, en ég hef enga trú á því samt.

Gleðileg jól Tiger minn, til þín og þinna, og ósk um gæfuríkt komandi ár.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 01:33

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku hjartans TC,  ég ætla bara rétt að vona að þú látir í þér heyra áfram, sem hingað til. - Ef ekki þá hætti ég líka að blogga hér. - Áður en nokkurn grunar hver ég er (djók).

Í alvöru talað,   hversvegna ættum við ekki að geta skrifað það sem okkur langar til,  undir fullu nafni,  þetta er nýtt Ísland og enginn þarf að vera hræddur við að koma fram undir nafni.,   hvort heldur er um sjálfan sig eða dauma sína.  

Enginn þarf að vera  hræddur við að segja sannleikann, því hann getur aldrei verið til annars en góðs.

Eina,  sem fólk þarf, í sjálfu sér,  að vera hrætt við,  er það,  að ljúga, svíkja,  eða vera óheiðarlegur gagnvart sjálfu sér og hinu nýja Íslenska samfélagi, sem það langar til að byggja. 

Því héðan í frá, munum við Íslendingar allir sem einn: - Standa vörð um það sem er okkur heilagt. -

En það  er:   Samheldni, og samlíðun með náunganum.

Gáðu að því elsku TC., að hingað til,  hafa þeir sem skrifa undir nafni verið settir á svartan lista, (þeirra sem héldu að þeir væru yfir aðra hafnir.)., eða annarra  óskilgreindra aumingja.

En nú hefur orðið áhrifarík breyting á, því þeir sem skrifa undir nafn sitt, eru nú, álitnir, marktækir.  Og fullt mark á þeim tekið.

 Svo nú skiptir mestu,  að standa á sinni sannfæringu, hvort heldur er í ræðu eða riti.

Aðalatriðið er hvernig við viljum standa að þeirri endurreisn sem, þarf að eiga sér stað og það þarf að ákveða nú þegar. 

Því tel ég brýnt að allir komi  fram undir nafni, og standi með sinni sannfæringu.

Þannig og einungis þannig, tekst okkur að skapa það heilsteypta samfélag, sem okkur öll dreymir um.

Og þannig mun okkur takast að vinna því heilsteypta samfélagi brautargengi.

Og standa undir nafni.  -- Svo Ísland lifi.  

Luv you !!!!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.12.2008 kl. 07:56

23 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það verður eftirsjá að þér.  Það hefur alltaf verið gaman og fróðlegt að lesa pistlana þína og athugasemdir hjá öðrum einnig.  Guð gefi þér góða framtíð. 

Kær kveðja, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 26.12.2008 kl. 14:56

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Tiger minn ég vona að þú hættir ekki að gleðja okkur með einlægni þinni gleði og gáska.  Það er ómissandi hér eiginlega.  Svo ég vona að þú haldir áfram.  Ég veit ekki af hverju þessar reglur eru settar, og hvað er á bak við þær.  einhver hræðsla ef til vill út af bægslaganginum í Ástþóri! skyldi þó aldrei vera.  En knús á þig elskulegur minn og takk fyrir marga gleðistund hér, og ég vonast til að fá að hafa þig áfram hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 17:02

25 identicon

Hafðu það gott karlinn. Ég er eyddur líka...

kv.

Galdrar

galdrar (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband