Á ég rétt á fyrirgefningu syndanna - vegna myndanna? Þekkið þið eina mynd og söguna á bakvið staðinn? Ekki ætla ég að axla ábyrgðina en ég er óforskammaður!

Fyrst af öllu er hér steinn sem er undarlegur í lagi og á undarlegum stað!

Mér skilst að þessi steinn heiti raunverulega Steðji en sé uppnefndur sem Staupasteinn! Sagan segir að í gamla daga hafi kátir menn ætíð áð þarna á miðri leið um Hvalfjörðinn til þess að fá sér í staupið og því hafi steinninn verið síðar nefndur Staupasteinn vegna þess. Mig minnir að steinn þessi sé ekki sýnilegur frá þjóðveginum þó steinninn sé staðsettur við þjóðveginn. Þessi litli hóll sem steinninn stendur svona skemmtilega á - skyggir á steininn frá veginum, en hægt er að keyra af þjóðveginum og fyrir hólinn - og að steininum.

P52X1

 

Næst eru það heimaslóðirnar!

Glöggir bloggarar gátu áttað sig á því að hér er um syðri helming Akrafjalls á ferðinni. Þarna uppi á tindinum hef ég setið sem ungur maður og horft yfir til Reykjavíkur með dreymið blik í augum. Akrafjallið kemur eins og Vaff (V) í laginu en með bungu á milli tindanna tveggja. Eftir miðju fjallinu rennur góð Á sem fer alla leið niður í haf - að sjálfsögðu, en Áin er kölluð Berjadalsá. Neðst niðri í Vaffinu er brekka sem mest er notuð til að ganga á fjallið, en á vorin er mikið af eggjum tekin í Akrafjalli. Brekkan var kölluð Selbrekka ef ég man rétt, en neðst í Selbrekkunni var vatnsból Skagamanna í gamla daga minnir mig.

P2X2

Woundering  Crying  Tounge

Ég á yfir 2000 myndir víða að af landinu!

Og ég skammast mín ekki neitt fyrir framhaldið þó ég sé búinn að halda ykkur í spennu og hamagangi vegna "Myndaleiksins míns" ...

Það er nefnilega þannig að ég verð að vona að þið takið ekki af mér haus og hala núna þegar ég segi ykkur leyndarmál.  Leyndarmálið er að ég get ekki upplýst ykkur fullkomlega um hverja einustu mynd sem ég á. Sumar myndirnar eru gamlar og gögn sem ég hafði sett með myndunum eru horfin.

Ég hef alltaf verið hrifinn af Kirkjum - eins og sjá má á myndunum mörgum - á mikið safn af þeim ásamt því að hafa átt mikið efni sem ég hafði ritað um þær í gegnum árin - en nú er bara mest og flest af því horfið á vit vírusanna, eða örlaganna. Ég gefst þó ekki upp því ég á mest af þessu skrifað á blöð sem eru í kössum somewhere. Mun örugglega finna tíma til að velta uppúr kössum þó síðar verði til að finna það sem ég hef punktað niður ..

Ég verð að hugsa um framhaldið, enda er ég búinn að skjóta mig sjálfan í fótinn hvað myndirnar mínar varðar. Ég á yfir 2000 myndir víða af landinu en þær fóru allar í hrærigraut við síðasta tölvukrass og mikið af upplýsingum sem ég átti tengdum myndunum er mér glataðar. Ég var að vona að þið þekktuð flesta staðina eins og ég - en þar sem ég er ekki með neitt minna en gullfiskaminni man ég ekki hvað allir staðirnir heita þó ég hafi komið á þá alla.

 JEG braut ísinn og ýmislegt skemmtilegt óð á eftir því ...

Heiða, EMM, Sigrún, Milla og fleiri komu með flest af því sem ég þekkti og mundi eftir - en ég var að vona að þið þekktuð hvert sinn stað og kæmuð með smá forvitnilega sögu með þeim stað.

Ég verð að biðja ykkur um að fyrirgefa mér þó ég hafi haldið ykkur svona í krísu á meðan ég leitaði eftir upplýsingunum mínum - en ég finn þær ekki *Grátur* ...

Samt, núna langar mig til senda ykkur ósk um fyrirgefningu vegna þess að ég var ferlega óforskammaður að senda þetta svona á ykkur án þess að segja ykkur að ég er sjálfur ferlega mikið í tómu tjóni með vitneskju um flestar myndirnar mínar - og var að velta ábyrgðinni minni yfir á ykkur með von um að þið gætuð bara hreinlega upplýst mig um hvar ég hafi verið á ferðinni undanfarin ár... hahaha!

Annars er ég bara góður - þrátt fyrir sama gullfiskaminnið og einkennir íslenska þjóð þegar um stjórnmálamenn er að ræða.

Sendi bara knús og kram á þjóðina - og nota bene - ég ætla ekki að Axla ábyrgð á neinu varðandi myndablogg mitt!

Verð á ferðinni í kvöld og á morgun með látum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Þú ert nú meiri gaurinn   Þekki nú ekki alveg þessa sögu um steininn en pabbi þekkir hana .....nenni bara ekki að hringja í kallinn ....eflaust sofnaður.  En þetta er ekki fjarri lagi þessi saga.  Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 24.11.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Skattborgari

Ég get því miður ekki hjálpað þér að bera kennsl á myndir enda ekki mikið inní þessu.

Kveðja Hinn ljóti.

Skattborgari, 24.11.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Oft þegar ég var í sunnudagsbíltúrum með pabba og mömmu borðuðum við nestið okkar við Staupastein. Hef aldrei heyrt hann nefndan Steðja fyrr. Þá var hann vel sýnilegur frá veginum, við þurftum bara að fara rétt út af veginum og þá vorum við komin.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: M

Bara gaman að þessum leik :-))

M, 24.11.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Og mannstu kæri vinur, enga héðan úr firðinum mínum fagra....
Þú aftur á móti getur skoðað hann á myndasíðunni minni... hihihi!

Knús!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahaha, við látum nú enga hausa fjúka...hvað þá hala  Hefurðu nokkurn tíman heyrt minnst á flakkara? Ekki samt landshornaflakkara sem veit ekkert hvar hann var að þvælast  heldur svona tölvuflakkara. Mæli með að þú fáir þér eintak og geymir myndir og mikilvæg skjöl á honum svo það glatist ekki ef tölvan krassar. Ferlega fúlt og ég skil vel grátinn. Ég sýni pabba myndirnar, aldrei að vita nema hann þekki einhverjar. Og hva, þér er að sjálfsögðu fyrirgefið, litli prakkarinn þinn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:48

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef eins og Helga borðað nesti við steininn í Hvalfirði, þegar ég var krakki.  Ekki vissi ég samt nafnið á honum  Knús og kvitt á þig, ég er svo heppin að ég á allar mínar myndir skrifaðar á diska, eftir stórt tap á myndum sem ég lenti í fyrir nokkrum árum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:59

8 Smámynd: Tína

Hjúkkk hvað ég er fegin að heyra að þú hafir nú ekki þekkt sjálfur allar myndirnar. Dregur aðeins úr minni vankunnáttu sjáðu

Skemmtilegur leikur og þessi játning þín gerir hann bara enn skemmtilegri I must say

Tína, 25.11.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 139733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband