Helvítis dramatíkin í grímuklæddum fautum í bænum! Hve mikið hefur þú ferðast um landið okkar, hve vel þekkir þú það? Fjöldinn allur af myndum ... og að sjálsögðu viljum við spillingarliðið burt!

Já, nú ætla ég bara mest lítið að minnast á fjárans dramatíkina í fólki sem hagar sér eins og fávitar - brjótast inn á lögreglustöðina, brjóta rúður og arga og veina eins og fífl þegar lögreglan ver hús sín með piparúða frekar en ofbeldi. Nei, ég ætla frekar að sitja á mér og athuga hversu vel þú þekkir landið þitt...

Hér fyrir neðan eru dágóður slatti af myndum víða af landinu okkar. Hversu vel ert þú kunnug/ur landinu þínu? Þekkir þú eitthvað af þeim stöðum sem myndirnar sýna? Hversu mikið og nákvæmlega hefur þú ferðast um landið okkar? Gaman væri að heyra í ykkur sem teljið ykkur þekkja staði, endilega sendið inn ykkar álit á myndum - ef þú þá þekkir einhverjar þeirra!

Athugið að margar myndanna eru mjög gamlar svo það er ekki víst að þið þekkið þær miðað við hvernig staðirnir eru núna í dag. Athugið að þið getið "ýtt/klikkað" á myndirnar til að stækka þær - þá sjáið þið þær betur!

Myndir númer 1 og 2.

P1X1  P1X3

 Myndir númer 3 og 4.

P2X2  P2X7

 Myndir númer 5 og 6.

P3X2  P4X3

 Myndir númer 7 og 8.

P4X7  P6X4

 Myndir númer 9 og 10.

P6X7  P7X1

 Myndir númer 11 og 12.

P11X9  P12X1

 Myndir númer 13 og 14.

P12X3  P14X9

 Myndir númer 15 og 16.

P15X6  P15X8

 Myndir númer 17 og 18.

P16X6  P17X4

 Myndir númer 19 og 20.

P18X4  P18X8

 Myndir númer 21 og 22.

P22X2  P24X4

 Myndir númer 23 og 24.

P32X1  P34X2

 Myndir númer 25 og 26.

P35X3  P39X4

 Myndir númer 27 og 28.

P39X8  P40X10

 Myndir númer 29 og 30.

P41X10  P44X4

 Myndir númer 31 og 32.

P44X7  P44X9

 Myndir númer 33 og 34.

P45X6  P47X2

 Myndir númer 35 og 36.

P48X9  P48X12

 Myndir númer 37 og 38.

P49X10  P51X4

 Myndir númer 39 og 40.

P52X1  P60X10

 Myndir númer 41 og 42.

P60X11  P65X1

 Myndir númer 43 og 44.

P76X6  P97X7

 Myndir númer 45 og 46.

P99X3  P100X9

 W00t  W00t  W00t  W00t  W00t

Omy Goodd .. þetta tók aldeilis sinn tíma að setja inn. En vel þess virði - alltaf gaman að skoða landið sitt og spá í staðina.

Vonandi hafið þið haft gaman að þessum myndum.

Knús á línuna og góða helgarrestina!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Margir staðir sem ég keyri alltaf framhjá á leiðinni í bæinn og heim aftur.... annars er enginn héðan frá Hornafirði sem er skömmustulegt, svei þér Tiger!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: JEG

Bíddu nú við er kallin bara í stuði ehheheehhh....  En ég er nú ekki sérfræðingur í svona en þó held ég að það sé þarna einn staður á 3 myndum ....mynd 2, 6 og 9 eru frá Snæfellsnesi ....Búðir er það ekki ??  Nú svo mynd 15 og 17 er þetta ekki Dettifoss ???  Mynd 21 er þetta ekki Hvalstöðin í Hvalfirði ???  Mynd 24 Hólakirkja í Hjaltadal.  Mynd 28  Skálholt ????  Mynd 32 Seljalandsfoss ???  Mynd 34 Bifröst ???  Mynd 35 Skógafoss ???  Mynd 39 er þetta ekki Steðji í Hvalfirði ???  Mynd 40 auðvitað Þingvellir sko ???  Mynd 41 sýnist nú standa þarna Ísafjörður svo það hlítur að vera þaðan ???  Mynd 42 Mosfellskirkja Mosfelli ???  Mynd 43 Ásbyrgi ???  Og svo er ég mát. 

Eigðu ljúfan sunnudag krúttlingur og farðu vel með þig.  Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 22.11.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Tiger

  Hurru sko Róslín Alma, ég hef bara einu sinni komið til Hornafjarðar - og þá var ég sirka sex ára! Ég verð að reyna að bæta þér þetta upp fljótlega sko.. knús á þig!

Búkollabaular; Uss.. verð bara að viðurkenna að ég hef ekki farið hringinn eða yfir höfuð mikið sjálfur undanfarin ár. Stuttar ferðir hingað og þangað en aldrei of langt frá höfuðborginni samt ..

JEG; Sko, mahrr er alltaf í stuði - eða þannig! En, mér sýnist nú að þú sért bara í meira stuði - ert alveg sjóðandi heit bara! Ætli það komi nokkur fram sem getur þekkt allar myndirnar? Skulum halda í okkur andanum og sjá hvernig framvindan verður ... hehe!

Knús á ykkur skottin mín..

Tiger, 22.11.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er allltof fallegt hér til þess að fara bara einu sinni!

Komdu næsta sumar og ekki múður kallinn minn! (hrossahlátur!!!!)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Tiger

 Jamm, aldrei að vita - nú verður maður bara að hætta að kaupa gjaldeyri og fara að ferðast bara innanlands. Mahrr á bara á hættu að verða nýddur niður í rusl ef maður fer erlendis og lætur heyra að maður sé from Iceland...

Kannski verður það bara Hornafjörður næsta sumar sko ...

Tiger, 22.11.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá hvað þetta eru fínar myndir!

1."blá lónið" í Mývatnssveit?

2. Arnarstapi

3. Skólinn í Hrútafirði?

4.

5.

6.Hellnar

7.

....úúúú vandræði

15.Goðafoss

17.Dettifoss

18.oh man ekki... en það er/var útgerð sem heitir það sama og fjallið! Búlandstindur??

21 Hvalstöðin í Hvalfirði

22 Húsavík??

24 Hólakirkja

25 Kirkjufell

27 Þjófafoss eða Svartifoss :)

28 Skálholt? Skrítin "angle" :)

32 Seljalandsfoss

34 Bifröst

35 Skógarfoss

....úff verð að taka smá pásu og athuga hvernig ég er að standa mig :)

Heiða B. Heiðars, 22.11.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

36 Eldey

38 Rétt fyrir utan Hólmavík... ???

49 Þingvellir

41 æi...skíðadalur Ísfirðinga

43 Ásbyrgi?

Get ekki meira! Skíthrædd um að ég sé að gera mig að kjána hérna!

Heiða B. Heiðars, 22.11.2008 kl. 23:35

8 Smámynd: Tiger

 Þú ert bara vel heit Heiða .. really hot sko .. hahaha!

Undarlegt nokk - að nokkrir staðir sem ég hélt að yrðu dálítið erfiðir eru það líklega ekki - en aftur á móti eru þarna staðir sem ég hélt að allir þekktu en ... hmmmm!

Tiger, 22.11.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hey! Sendu mér listann í pósti. Langar að fá þetta á hreint!!!

Sérstaklega forvitin um 18

Heiða B. Heiðars, 22.11.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Skemmtilegur leikur hjá þér

1. Svartsengi

2 og 9 Arnarstapi

5. Akranes

10. Grindavík

12. Kálfastrandakirkja??

15 og 17 Dettifoss

18. Bolungarvík

21. Hvalstöðin

22. Ísafjörður

24. Hólar Hjaltadal

26. Ísafjörður

28. Skálholt

40. Þingvellir

41. Ísafjörður

42. Mosfellskirkja

43. Ásbyrgi

Þarf að hugsa hitt meira

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:07

11 Smámynd: Tiger

  Hey, sko .. ekkert svindl Heiða mín! Það koma alltaf fleiri og fleiri svör inn og áður en langt um líður þá verða öll réttu svörin komin!

Sigrún; Heit og heit og heit .. þið eruð bara skrambi góðar sko!

Tiger, 23.11.2008 kl. 00:19

12 Smámynd: M

1. "Gamla" bláa lón

2. Arnarstapi

3.Hvanneyri

4 og 6. Milli Arnarstapa og Hellna

5. Akranes

8. Breiðavík

11. V ík í Mýrdal

12. Kirkjan á Vogum í Vantsleysu

13. Kirkjan á Búðum

14. Kvennabrekka í Dölum

15. Dettifoss

16. Hof í Öræfum

17. Dettifoss

18 Bolungavík

19. Selið milli Bolungavíkur og Ísafjarðar

21. Hvalstöðin

22. Ísafjörður

23. Garður

24. Hallgrímskirkja á Hvalfjarðarströnd

25. Kirkjufellið við Grundarfjörð

26. Ísafjörður

27. Svartifoss

28. Skálholt

32. Seljalandsfoss

34. Bifröst

35. Skógarfoss

36. Surtsey

40. Þingvellir

42. Kirkjan í Mosfellsdal

43. Ásbyrgi

45. Suðureyri við Súgandafjörð

46. Eyrabakki

Skemmtilegur hjónaleikur xxxxxx

M, 23.11.2008 kl. 00:21

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er dáldið ánægður með zkezzuzkottið, mar á ekki að dæma fólk eftir útlitinu eða hvað bloggið þeirra er skapstórt, þetta hef ég líka oft sagt þér, ezzgan.

Hvaða kirkjufíkn er þetta, erum við að fara að gifta okkur bráðlega ?

Steingrímur Helgason, 23.11.2008 kl. 00:42

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

æi ég klúðraði þessu eiginlega big time

Pabbi hefði ekki orðið stoltur af þessum árangri sko :) Hefði átt að gefa mér betri tíma og hefði náð árangri í betri stíl við skapið :)

Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 00:44

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En jújú giftum okkur bara :) Þú ert eini maðurinn sem kemst upp með að skamma mig og fá mig til að hlýða....stundum amk

Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 00:46

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Steinninn númer 39 er í Hvalfirði en ég man ekki hvað hann heitir.  Annars hef ég lítið ferðast um Ísland og þekki ég flesta staðina ekki. Nema náttúrulega þingvelli, Mosfellskirkju og Skálholt.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:57

17 Smámynd: Tiger

 Wúsfffff .. EMM... skrambi ertu nálægt þessu kjerlan mín! En ...  þú ert bullandi sjóðheit!

Steini minn; Lol .. hélt við hefðum gift okkur í Smáralindinni í síðustu viku??? Kannski misskildi ég eitthvað ... meina ... ég borðaði súkkulaðið þitt og þú  .. ehh ... jamm segi ekki meira hér. Ég er líka kátur með skessuskottið - en það er önnur Ella .. eða var það Gulla ... eða ... Milla eða .. bíddu ég þarf að huxa smá!

Heiða mín; Þú klúðraðir engu bigtime sko! Pabbi þinn hefði skellt sér á lær og skellt uppúr af kátínu yfir þér hér - og haft svo gaman af því hve mikið þú braust heilann í þessum gráa leik mínum hér. Hann hefði verið stórkostlega stoltur af þér bara fyrir tilraunina eina saman .. mín stelpa sko! Guggnar ekki heldur þorir þó hún sé ekki með allt á hreinu .. geri aðrir betur en það sko! Knússsssss.

Tiger, 23.11.2008 kl. 01:01

18 Smámynd: M

33. Laxárvirkjun

M, 23.11.2008 kl. 01:04

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hana vantar náttúrlega bryggjuna í Magnabæ, hverju öðru er ósvarað, annarz ?  Flott hjá þér að taka Dettifozzinn, ~wezdan~. 

Steingrímur Helgason, 23.11.2008 kl. 01:09

20 Smámynd: Tiger

Ég bara er að bíða eftir smá atriði - eins og t.d. .. nei ég segi ekki frá því strax en ég vil fá gott meira en allt þetta þó þetta sé sjóðandi heitt ...

Mig vantar átthagana ... hvar er Gurrí núna sko? Njee .. segi bara svona!

Hahaha ... uss... góð leið til að gera sig syfjaðan á Laugardagskvöldi - æða um Ísland - myndarlega séð.

Knús á ykkur skottin mín ...

Tiger, 23.11.2008 kl. 01:27

21 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jæja kallinn! Nú heldurður fyrir mér vöku, gaman að skoða þessar myndir og spá. Ég var nú svo mikill kjáni, auðvitað er 24 Hallgrímskirkja í Saurbæ... Mynd nr. 8 er Gölturinn, Súgandafirði. Held það sé bara gáfulegra að láta svo aðra um restina svo ég verði ekki eins og fíbbl hérna

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:29

22 Smámynd: Tiger

  Jóna Kolbrún; þarna varstu skottið mitt - sá þig ekki strax! Sannarlega getur maður líka þekkt ákveðna staði án þess að ferðast mikið - en alltaf gaman að skoða fallega staði og eyða tíma í að kíkja á "bakvið" það sem venjulegur túrhestur sér og fara meira "afsíðis" ... uss maður getur séð myndir af þúsund stöðum en ekki þekkt nema fáa - landið er svo ótrúlega stórkostlegt og fjölbreytt og nánast útilokað að sá það allt á einni mannsævi.

Sigrún mín; Segi bara hahaha ... knús á þig addna. Þú ert enginn kjáni þó þú þekkir ekki allar myndirnar - eins og ég sagði er landið svo stórkoslega undarlegt að það er varla hægt að sjá það og muna hvern stað á einni mannsævi. Ég gruna að margir þori ekki einu sinni að segja hæhæ hérna inni því enginn vill játa sig sigraðan í svona leik. En það er engin skömm og engin er minni þó ekki þekki hvern þumlung af landinu ...

Tiger, 23.11.2008 kl. 01:45

23 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Humf - mér sýnist það sem ég þekki flest vera komið (eða leiðrétt síðar).  Getur verið að 4. sé Hjörleyfshöfði?  Og 9. Stykkishólmur (fremur en Vestmannaeyjar - hef ekki komið þangað) og 29. leiði Guðrúnar Ósvífusdóttur fyrir neðan Helgafell?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.11.2008 kl. 02:16

24 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahaha..ég var líka bara að fíflast. Ég skammast mín ekki neitt...kann það ekki  En það er auðvitað oft þannig að maður þekkir einhverja staði án þess að geta með nokkru móti munað hvað þeir heita. Knús á þig addna sæti

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.11.2008 kl. 02:26

25 Smámynd: Tiger

  Úff .. ég ætlaði nú sko ekki að fara að halda vöku fyrir neinum - en svona er ég óþekkur stundum.

Lísa B; Þetta er mikið til komið sko - en alls ekki tótally sko! Hver veit nema þetta komi allt saman á morgun.

Sigrún mín; Segi það sama sko - kann ekkert að skammast mín - svona yfirleitt allavega. En það er alveg satt - maður þekkir oft marga staði án þess að muna nokkuð hvað þeir heita eða hvaðan þeir eru nákvæmlega ..

Knús á ykkur rúsínurnar ..

Tiger, 23.11.2008 kl. 02:40

26 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Getur verið að 30. sé Vestmanneyjar?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.11.2008 kl. 02:43

27 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

4. er úr Stapavík

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.11.2008 kl. 02:49

28 Smámynd: Tiger

  Haha .. sko .. Lísa .. eins og ég sagði við Heiðu hér ofar .. þá vil ég ekki segja neitt fyrr en ég er sæmilega sáttur við það sem ég sé og heyri frá ykkur öllum! Spáum í þetta annaðkvöld sko!

Góða nóttina skottin mín öll ..

Tiger, 23.11.2008 kl. 03:01

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú ert ormur en ég bíð spennt til morguns. 

Góða nótt

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.11.2008 kl. 03:04

30 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skepna

Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 03:04

31 Smámynd: Tiger

                   

Tiger, 23.11.2008 kl. 03:16

32 Smámynd: Heiða B. Heiðars

þú átt skilaboð!!

Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 03:20

33 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Æi Heiða, hættu að senda mér þessi Bjagnabréf elskan... þú gætir fundið löngun hjá þér til að "segja af þér" og það væri nottlega skaðinn skeður í líkklæðum!

Annars bara *hjúdsknús* á línuna... og á eitthvað allt annað á Tígradýrinu..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.11.2008 kl. 05:35

34 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Ertu nokkuð ættaður úr Siglufirði eða eitthvað..?

Hey, taktu það rólega elskan.. bara að grínast sko..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.11.2008 kl. 05:56

35 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég þekki flestalla staðina á þessum myndum og restin kom svo af því að ég hafði auðvitað vit á að bíða eftir því að aðrir fyndu þetta út fyrir migEigðu góðan dag minn kæri

Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 06:03

36 Smámynd: María Guðmundsdóttir

uss ég er ekki svo gløgg á mitt eigid land...skammastín sko..

en er 22..nokkud Seydisfjørdurinn?? thekki nú Skagann tharna á nr 5..enda búid thar i nokkur árin..og akrafjallid var tharna lika og bláa lónid...en ég geri mig ekkert ad fifli meira ad reyna vid rest....

hafdu gódan dag..og nú bidur madur eftir "réttu" svørunum frá thér sko

María Guðmundsdóttir, 23.11.2008 kl. 08:55

37 Smámynd: M

Hjónaleikurinn dregst fram á morgun þar sem við bíðum eftir niðurstöðum spurninganna spennt. Eru einhver verðlaun í boði ?? Hjónanudd í boði Tiger kannski heheheh

M, 23.11.2008 kl. 10:37

38 identicon

39 er staupsteinn i hvalfirði

a (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:53

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Undarleg færsla. Fyrst talaru um hvað lögreglan á bágt að þurfa að verja sig með pipar, og svo spurningaleikur um hvar á íslandi mynd er tekin.

Svara fyrst að það átti að taka lögreglustöðinna með vopnavoldi og og Ísland er ekki fallegasta land í heimi, nema fyir þá  sem " I bluff myselv to belive tha me countru was the best in the wirld."

Að öðru leuti er færslan sniðug og vel uppsett. Gefur fólki tækifæri á að tala um það sem það vill. Flestir tala um hvað Ísland er fallegt land, enn ég er ekki sammála um það. Ef það yði haldin keppni um fallegasta landið í heimi, dytti Ísland snarlega út.

Ef fólk hefur áhuga á raunveruleikanum. 

Óskar Arnórsson, 23.11.2008 kl. 11:18

40 identicon

Sæll Tiger.

Ég sé að Ísafjörður og myndir þaðan heilla þig  og að sjálfsögðu alls staðar af landinu. Ertu að vestan ?

Flott framtak hjá þér, Takk fyrir þetta Tiger minn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:28

41 Smámynd: Soffía

Frábær leikur en ég kannast ekki einu sinni við helminginn af stöðunum   Nú langar mig til að rjúka út í bíl að keyra um landið okkar fallega eftir að hafa skoðað þessar myndir

Soffía, 23.11.2008 kl. 13:51

42 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Flottar myndir :)

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:12

43 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jæja, hvað segir dómarinn? Á ekkert að koma með úrslitin, þ.e. rétta listann...?

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.11.2008 kl. 20:47

44 Smámynd: Anna Guðný

 Var að sjá þetta núna. Verð að fylgjast betur með blogginu þínu. Bíð spennt eftir niðurstöðunni.

Ótrúlega flottar myndir hjá þér.

Anna Guðný , 23.11.2008 kl. 21:20

45 Smámynd: egvania

Magnaður ertu ég kannast við margar myndirnar en man ekkert hvar ég hef séð staðina ætla að skoða þetta betur síðar.

Góð gefðu okkur nokkra daga í þetta

Ásgerður

egvania, 23.11.2008 kl. 22:48

46 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Tici minn Sleepingog góða nóttina minn kæri

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:41

47 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg ferlega skemmtilegur leikur, ég sé að það sem ég er viss um er allt komið fram. En það sem ég efast um er ekki komið, svo ég bíð spennt eftir að þú afhjúpir réttu svörin. - Kær kveðja til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:27

48 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Hahahah mikið djöfull þyrfti ég að taka bíltúr um landið...þekki svartsengi, þar ek ég framhjá á hverjum degi en meira veit ég ekki...og kannaðist ekki enu sinni við heheheh en geðveikt flottar myndir ;)

Halla Vilbergsdóttir, 24.11.2008 kl. 09:36

49 Smámynd: Tína

Úfffffffffff þarna hittir þú á mína veikustu hlið drengur!!! Fór að leita að mynd af húsinu mínu en fann hvergi........... sem er nottla bara að klikka á smáatriðum sko. Þegar ég verð gömul þá get ég vonandi farið að fara hringinn. Who knows?

Annars ferlega gaman að þessu. Skemmtileg tilbreyting verð ég að segja.

Knús á þig vinur.

P.s Er þetta mynd af þér?

Tína, 24.11.2008 kl. 09:57

50 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Næs piks!  

Baldur Gautur Baldursson, 24.11.2008 kl. 12:19

51 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið eru þetta flottar myndir TíCí minn, ég þarf að fá meiri tíma til aðskoða þetta.  Er upptekinn í þessu augnabliki. Takk og knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 14:19

52 identicon

Flest það sem ég þekki hér er líklega komið en þó held ég að 14 sé Breiðabólsstaður í Fljótshlíð.  Nokkrar kenningar verið uppi um 9 en ég held að Arnarstapi sé örugglega rétt þar.

Takk fyrir þetta, gaman að sjá skemmtilegt blogg.

Skúli H. Skúlason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:04

53 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

1. bláa lónið
2. held við Mývatn
3. Akranes
4. Arnastapi
5. Akranes
6. Arnastapi
7.
8. Breiðavík er ættuð frá þessum slóðum.
9. Drangsnes
10. Flateyri. veit ekki af hverju ég held það.
11.
12.
13.
14.
15.Dettifoss
16. gömul kirkja undir Eyjafjöllum
17. Dettifoss
18.
19. Ósvörin minjasafn.
20.
21.Hvalstöðin
22. Ísafjörður
23. prestsetrið að Útskálum í Garði
24.Hólakirkja.
25. fjallið Hestur í djúpi
26.Ísafjörður
27.
28Hólar í Hjaltadal
29.
30. Súðavík
31.
32.
33.Borgarnes
34.Bifröst
35.
36.
37.á Snæfellsnesinu
38.   ******
39.
40. Þingvellir
41.
42. Mosfellskirkja
43. Ásbyrgi
 verð að fara núna að aka ljósálfinum mínum í fimleika
svo til Millu minnar að sjá hvað hún keypti í R. víkinni
Hlakka til að fá svörin .
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 15:33

54 identicon

Held að mynd nr. 7 sé frá Borgafirði Eystri.

Ásdís Leifsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:46

55 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Á ljúfsárar minningar frá sumum af þessum stöðum, fyndnar minningar frá öðrum.  Engar minningar frá enn öðrum! Sniðugt hjá þér að setja þetta svona upp. Uppáhaldið er gamla símstöðin á Stapanum ... ! .. Á Bifröst keypti ég fyrsta og síðasta sígarettupakkann minn (gekk í hálftíma til að komast þangað).  Í Skálholt fór ég margar skemmtilegar ferðir með guðfræðideildinni, einnig var ég þar einu sinni sem öldungur með mömmu því hún neitaði að fara nema ég kæmi með henni.  Í Þingvallakirkju fór ég í yndislegustu messu sem ég hef farið í, eina músíkin var KK að spila á gítar og syngja! Þekki svona 1/4 af þessu held ég ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 17:20

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg er að Vestan ogh er búin að downlóda öllum myndunum. Þú sendir mér bara e-mail ef þú vilt fá eitthvað borgað fyrir þessar myndir. Það vill svo til að er ad staðnum sem ég var notaður í þrælavinnu frá 6 ára til 12 ár. Var það kallað að ala börn upp.

Enn myndirnar eru fallegar á sinn máta. Ég vil samt ekki vera þarna á nokkrum stað. Nenni ekki þessari keppni. Enn þrælgóð færsla..

Óskar Arnórsson, 25.11.2008 kl. 09:26

57 identicon

Gleymdi að taka fra að mynd nr. 9 er líka frá Borgafirði Eystri.

Ásdís Leifsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband