Hefur þú tíma til að sýna kærleika þinn í verki? Ef svo er .. þakka þér!

Já, nú vil ég bara minna ykkur á það hve lítið bros eða lítið hjarta getur miklu áorkað þegar fólk á erfiða daga eða glímir við sárar minningar. Það þarf ekki nema svona lítið hjarta til að framkalla bros eða til að sýna styrk!

 ----------------------> Heart <---------------------

Núna á miðnætti rennur upp dagur sem er hjá mörgum bara ósköp venjulegur dagur. Flest sofum við framúr og njótum hvíldar, vöknum og förum svo í smá sunnudagsbíltúr - endum svo daginn í sunnudagssteik eða álíka...

----------------------> Heart <---------------------

En, sumir eru í sárum vegna erfiðleika - vegna vinnumissis eða jafnvel húsnæðismissis eða álíka.

En, svo eru líka margir sem t.d. glíma við ástvinamissir - og er það ástæða þessarar færslu hjá mér núna.

----------------------> Heart <---------------------

Ein af okkar kæru bloggvinkonum hér er einmitt ein af þeim sem núna eru að glíma við erfiðan dag vegna þess að sonur hennar á afmæli núna, þegar sunnudagurinn 16 er að starta sér upp. En málið er að sonur hennar er ekki lengur hér hjá okkur, heldur er hann horfinn á braut .. fyrir réttu ári síðan.

Það er hún Ragnheiður okkar!

Langar mig til að biðja ykkur öll sem hingað inn koma og lesa þetta um að kíkja á hana Ragnheiði hér á blogginu og senda í athugasemdir hjá henni þó ekki væri nema eitt lítið rautt hjarta - sem segir mun meira en nokkurt orð í raun og veru!

----------------------> Heart <---------------------

Þið sem hafið tíma og nennu - langar mig til að biðja um að fara líka inn á kertasíðu sonar hennar - Hilmars - og kveikja á kerti honum til heiðurs á þessum tímamótum. Bloggarar - sameinist nú kæru vinir og kveikjum fleiri kertaljós en nokkurn tíman áður!

----------------------> Heart <---------------------

Kertasíðan hans Hilmars!

Ljúfar kveðjur á ykkur öll og munið að kærleikurinn kostar ekkert en gefur af sér svo ríkulega til baka.

----------------------> Heart <---------------------

Munið að hér er samúðin og kærleikurinn aðeins mouse clikc away!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans besti Tiger minn

Innilegar þakkir fyrir þetta og öll ljósin sem þú hefur sett hjá Himma mínum í gegnum mánuðina. Ég skoða alltaf yndislegu athugasemdirnar þínar til hans og gleðst í hjartanu.

Það er einmitt málið, það þarf ekki svo mikið

Ragnheiður , 16.11.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Alltaf ertu jafn yndislegur  takk fyrir að minna okku á

Sigrún Óskars, 16.11.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Tiger

Ragnheiður mín, þú þarft ekki að þakka mér heldur ættum við mörg hver að þakka þér fyrir hetjulega baráttu við sorgina og söguna þína - mörgum okkar til styrkingar. Ég veit að það eru margir sem hafa lesið sorgargöngu sína á sinni sorgargöngu - og saga þín hefur sannarlega verið öðrum styrkur. Þakka þér fremur og geymi þig ljúfur meistarinn, sá sem núna heldur verndandi hendi um Hilmar okkar allra sem lesum þig!

Sigrún mín; þakka þér .. áminningin er ætíð af hinu góða þegar um kærleikann er að ræða. Knús á ykkur ...

Tiger, 16.11.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þú ert algjört yndi. Kærleikurinn vex eftir því sem maður eyðir af honum.  Knús á þig ljúflingur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:40

5 identicon

Sæll Tiger.

Ég vissi að þú væri svona áður en ég las þetta ...........skrýtið nei. Trú Von og Kærleikur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:44

6 Smámynd: Tiger

 Sigrún mín, það er nefnilega málið - kærleikurinn vex hraðar og styrkist í hvert sinn er maður eys af honum yfir til annarra! Knús til baka á þig líka ..

Tiger, 16.11.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Tiger

Minn ljúfi Þórarinn, Trú - Von og Kærleikur er falleg þrenna sem aldrei klikkar ef maður leyfir þrennunni að verða sér samferða í gegnum líf og leik.. Maður á aldrei að vera feiminn eða vandræðalegur við að sýna slíka þrennu og allir ættu að nýta þrennuna öðrum - og sjálfum sér til heilla! Hafðu ljúfa nóttina kappi - og knúserí á þig líka!

Tiger, 16.11.2008 kl. 00:49

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2008 kl. 02:10

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 05:52

10 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 16.11.2008 kl. 07:49

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thú ert algert yndi  er búin ad senda kærleik til Ragnheidar og kveikja á kerti fyrir Himma.

Hafdu gódan sunnudag og kreist og  kram til thin

María Guðmundsdóttir, 16.11.2008 kl. 08:25

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kærleikskvedja til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 08:43

13 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Þú ert öðlingur Tiger minn. Takk fyrir að minna okkur á

Ingunn Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 10:02

14 Smámynd: JEG

JEG, 16.11.2008 kl. 10:56

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 16.11.2008 kl. 11:23

16 Smámynd: Tiger

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlitið þennan ljúfa sunnudag! Ef ég gæti þá myndi ég troða kanelsnúðum í gegnum internettenginguna og hella smá kakó þar inn líka handa ykkur .. en!

Hafið ljúfan Sunnudag og hlúið að hvert öðru.. knúsíkrús!

Tiger, 16.11.2008 kl. 13:12

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 13:58

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf ertu jafn hugljúfur og hugsunarsamur elsku TíCí minn, auðvitað fer ég inn á síðuna hennar Ragnheiðar.  Takk fyrir þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2008 kl. 15:13

19 Smámynd: Tiger

Takk fyrir innlitið skottin mín, Ásdís, Búkolla og Ásthildur mín. Megi gleði og glaumur fylgja ykkur inn í nýju vikuna framundan .. og ykkar allra bara!

Knús á línuna alla!

Tiger, 16.11.2008 kl. 16:26

20 Smámynd: Líney

Líney, 16.11.2008 kl. 19:49

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hjartans kveðja  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.11.2008 kl. 00:04

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hilmarinn fær alltaf *kveikj* hjá mér, mamma hanz er hetja.

Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband