Hálfdauðir spánverjar um allt - árekstur og læti. Annars bara góðar kveðjur sko ...

Hæhæ allir. Nú er aldeilis búið að ganga á - á þessum slóðum. Fyrir utan 30stiga hita og sól all over the place - þá erum við búin að lenda í hinum undarlegustu uppákomum. Erum búin að horfa uppá fólk rænt, barið og hreinlega snúið úr hálslið (dáltið ýkt - en eitthvað af þessu öllu hefur verið í gangi hérna)...

Núna áðan vorum við á leiðinni á söngleik, pabbi gamli keyrði - kurr systir frammí hjá honum og ég þar fyrir aftan með syni hennar kurr - og svo tvær litlar dætur kurr aftast. Vorum í mestu makindum - öll svo flott og uppstríluð og litlu stúlkurnar í fínum kjólum með fallegt hárskraut - þegar gamall spanjolaormur kemur á siglingu og keyrir bara beint inn í hliðina á bílnum okkar.. *búmmkrass*!

 

Sem betur fer er bíllinn hans pabba stór og sterkur því annars hefði illa farið - en allir sluppu með litlar rispur og hrunið taugakerfi, ásamt slatta af jarðskjálfta í hnjánum.

 

Nú, kallað var á lögguna - hún kom en var kaldari en fjandinn sjálfur gagnvart okkur - en alúðin uppmáluð gagnvart heimamanninum. Greinilegir fordómar sáust - þeir reiknuðu strax með því að gamli góði heimamaðurinn hefði verið saklaus en við - túrhestarnir - sek. En sem betur fer breyttist viðhorfið þeirra þegar málin lágu fyrir þeim.

 

Ég er dálítið sviðinn á öxlum - og fjárinn hafi það - á skallanum! Ég tók mig til og rakaði af mér allt hárið - skildi eftir mjög stutta brodda - og er bara sólbrunninn á skallanum.. grrr.

 

En, fékk að hlaupa aðeins í tölvuna hérna til að senda inn eitt blogg. Fæ hugsanlega netið sjálfur að hluta um mánaðarmótin svo þá get ég bloggað aðeins meira vonandi og lesið ykkur og hent inn hjá ykkur kveðjum. Er strax farinn að sakna ykkar skottin mín .. og finnst óþolandi að geta ekki sent inn myndir eða eitthvað með skrifuðum texta, en maður verður bara að sætta sig við þetta - mar er nú á spáni sko .. hahaha.

Kveðjur í loftið á ykkur snúllurnar mínar og hafið það ljúft öll...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fyrirsögnin er þannig að ég var nú að hugsa um að lesa ekki... en þetta fór betur en á horfðist... bæði pistillinn og svo áreksturinn ! Vona að þið öll jafnið ykkur sem fyrstHafðu húfu

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

gott ad fór svo vel. Ertu nokkur hádur blogginu??? REyndu nú ad njóta ferdarinnar. kk. Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: M

M, 18.8.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Dísa Dóra

Þegar maður rakar af sér hárið þarf nú að tríta skallan eins og hjá ungabarni - annaðhvort með sólhatti eða mjög góðri sólarvörn en þú ert greinilega búinn að finna það út the hard way

Dísa Dóra, 18.8.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Ragnheiður

Hafðu eitthvað á skallanum svo ekki illa fari.

Gott að þetta fór ekki verr

Ragnheiður , 18.8.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: egvania

Mikið er ég fegin að heyra að ekki fór illa hjá ykkur.

Og vertu gætin drengur við getum ekki án þín verið á blogginu.

Kærleiks kveðja frá Ásgerði sem er ný sloppin úr lífsháska á þjóðvegi eitt.

egvania, 18.8.2008 kl. 23:07

7 Smámynd: Erna

Aldrei lognmolla í kringum þig minn kæri. En gott að engin meiddist, kveðjur í spánarland

Erna, 18.8.2008 kl. 23:21

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Slysin gerast fljótt, eins gott að ekki fór verr. Vona að þið jafnið ykkur fljótt. Ég veit hvernig er að vera á skallanum í sólinni...ekkert minna en vörn nr. 30 kadlinn minn  Ljúfar kveðjur til þín krúttmoli.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.8.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: JEG

Æææjjj knús og klemm sæti minn.

Hihihihihi   já maður verður að nota vörn fyrir börn þegar hausinn er rakaður þar sem hann er varinn öllu jöfnu.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 18.8.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Brynja skordal

úff gott að ekki fór verr og vonandi nái þið skjálftanum fljótt úr ykkur í hitanum Elskur já bara jóðla vörn 40 á skallan sko þýðir ekkert annað svo hafa derhúfu á hausnum En hafðu það ljúft minn kæri og njóttu þess að vera í blíðunni knús til þín

Brynja skordal, 19.8.2008 kl. 00:43

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Notaðu sólarkrem krúttið mitt  Good Night

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 00:44

12 Smámynd: Skattborgari

Hafðu það gott úti og skemmtið ykkur öll vel og skilaðu kveðju til Kurr frá mér. Ps gott að þið voruð á stórum bíl því stærri því betra ef maður lendir í áreksri og gott að það voru einginn alvarleg meiðsl.

Kveðja Skattborgari 

Skattborgari, 19.8.2008 kl. 00:48

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég brann líka á skallanum í fyrra, það var frekar óþægileg reynsla.  Ég passaði mig í ár.  Bestu kveðjur til ykkar beggja, þín og kurr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.8.2008 kl. 01:12

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gott ad fór betur en á horfdist. brunninn á skallanum... fjárinn,thad  hlýtur ad vera vont...en passadu thig nú á sólinni....segir ein sem brann mørgum sinnum hér i Mørkinni  en gaman ad heyra frá thér,hafdu thad gott og njóttu Spänar.

knus og krammar hédan

María Guðmundsdóttir, 19.8.2008 kl. 04:48

15 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 08:20

16 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Slysin gera ekki bod á undan sér....Gott ad enginn slasadist minn kæri.heyrdu tú skalt endilega nota sólarvörn á skallann annars verdur allt og langt stopp á blogginu tínu og tad viljum vid ekkiEr í smá fríi med ad blogga en kíkji á ykkur hin tó ég kvitti ekki oft.

Stórt knús á tig og njóttu vel

Ó senjórítur tær sudur á spáni...................

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 09:18

17 Smámynd: Helga skjol

Gott að ekki urðu alvarleg slys á fólki og passaðu nú skallan á þér skallapopparinn þinn arna

Knús á þig ljúfur og kurr líka

Helga skjol, 19.8.2008 kl. 09:32

18 identicon

Sviðinn skalli, já þetta færðu fyrir að gleypa alla sólina :)

knús og ofurskutlukveðja.

Ps. í guðanna bænum farðu varlega í umferðinni sem og bara allsstaðar!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:50

19 Smámynd: G Antonia

æææ þvílík óheppni "í heppninni" thó - gott að allt fór vel. Já ég segi það satt .. þar sem ég er nýkomin heim eftir "almost" 5 mánuði úti (með tveimur hléum heim í 2 vikur) þá samt.........sakna ég hitamollunnar, sólarinnar, strandarinnar, svitans, meira að segja traffikinnar á þjóðveginum *sveimérþá* ... En þú tekur þetta allt fyrir mig að sinni... Bara fara varlega,....!!!! Sólarkveðjur á þig og þína þarna á Spánarströndum og enjoy amigo .....

G Antonia, 19.8.2008 kl. 12:15

20 identicon

Gott að ekki fór verr!!

alva (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:05

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að allt fór vel, eins gott að passa sig, raka af þér allt hárið,ótrúlegur ertu,
annars er það gott ráð til að verða allur brúnn
Farðu nú vel með þig
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2008 kl. 15:24

22 Smámynd: Tína

Þó þú sért duglegur að blogga þrátt fyrir að vera úti þá sakna ég þín nú samt.

Hugga mig við það að þú skemmtir þér í ræmur.

Knús á þig vinur minn.

Tína, 20.8.2008 kl. 05:47

23 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Úff, gott að ekki fór verr!

Hafðu það gott þarna í sólinni

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:33

24 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:55

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

SUN  if it´s hot it´s likely to be gott! Enjoy it babe ;) x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.8.2008 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband