Besti bloggari ársins er ... Trommusláttur ... mæ ass! Illa með mann farið og ekkert þorir maður að gera svo maður særi ekki einhvern ...

Ok, nú er ég alveg að springa - er sem sagt óður - eða óðari en venjulega. Kalli Tomm í Mosó hefur núna sett mig út í horn og gert það að verkum að ég gæti öskrað af vonsku. En, það er alltaf einhver bloggvinur sem kippir hlutunum í lag.

biggestsmile

Sko, málið er að ég rakst á þessa færslu frá Kalla Tomm í Mosó. Þar biður hann um að við veljum "besta" bloggarann fyrir árið 2008 - en allir bloggarar vita að slíkt er næstum því ógeranlegt.

Ok, það eru jú fulltaf góðum bloggurum um allan bloggheim en hvernig á maður að fara að gera upp á milli þeirra?

Svo er það líka hitt - hvernig á maður að fara að því að særa ekki þá bloggvini sem manni finnst góðir - ef maður verður að velja einn þeirra úr til að hljóta titilinn "besti bloggarinn 2008"?

Ok, Kalli Tomm segir og vill að við tökum þetta meira í gamni og gleði frekar en af alvöru. Auðvitað er það gott og blessað - og við ættum öll að geta það, en það er bara erfitt að taka einn besta bloggarann út úr hóp af bestustu bloggurum sínum. Það má líka sjá á því hvernig fólk svarar, það eru fáir ef nokkrir sem setja bara fram eitt stakt nafn sem besti bloggarinn. Við erum öll svona, viljum ekki særa neinn bloggvin t.d. og viljum helst nefna alla bloggvinina sem bestu bloggarana. En með því að telja upp nokkra bloggara erum við að teygja lopann og sjá til þess að erfiðara verður að velja einn stakan úr hópnum.

Day-Surrendering-Unto-Night

Allir mínir bloggvinir eru góðir - bestir í mínum augum - allir mismunandi á sinn hátt - en allir svo fínir að lesa að ég get ekki gert upp hug minn og valið bara besta af þeim bestu. Svo er líka annað - hérna eru dágóður slatti af brilljant bloggurum sem eru ekki bloggvinir mínir - bloggarar sem ég les alltaf og hef gaman að fylgjast með. Þar á meðal eru líka bloggarar sem mér finnst að gætu vel komið til greina sem bloggari ársins.

Ég les þá alla - bloggvini mína - þó ég hafi ákveðið að kvitta ekki fyrir lestrinum núna í sumar - nema á þá sem eru að senda inn athugasemdir hjá mér - jafnóðum og ég hef tíma hverju sinni. Það eru svo margir dásamlegir pennar hérna á blogginu að mér sundlar við tilhugsunina að kippa einum stökum út úr hópnum til að útnefna sem besti bloggarinn.

Þess vegna hef ég ákveðið að fara krókaleið til að útnefna einn bloggara frekar en annan - ég útnefni að sjálfsögðu alla mína bloggara sem besti bloggarinn þetta árið - en læt svo 8 ára frænda minn renna augunum yfir bloggvinahópinn minn og benda á einn þeirra - sá sem bent verður á - verður settur inn hjá Kalla Tomm úr Mosó.

Samt get ég sagt ykkur frá þeim sem ég hef lesið lengst og les alltaf upp til agna, en þeir eru hér að neðanverðu taldir upp og eru held ég bara allir bloggvinir mínir nú þegar. En málið er t.d. að ég gæti ekki gert mikið uppá milli þeirra ... athugið að þetta eru þeir bloggarar sem ég hef lesið lengst að öllum öðrum ólöstuðum!

Jenný Anna - Ásthildur Cesil - Steingrímur - Gurrí - Lára Hanna - Ragnheiður

andlitdagsins

Ok, stutt saga lengist alltaf hjá mér - svo ég ætla bara að troða þessu niður í lokaorð - enda hef ég ekki tíma til að halda áfram í augnablikinu.

Ég átti erfitt með að halda uppi rétta andlitinu á meðan sá stutti valdi fyrir mig bloggara. Fyrst valdi hann "Angelfish" - vegna þess að höfundarmyndin er fiskur og hann elskar fiska - en ég lét hann velja aftur því angelfish er í fjölskyldunni og hún verður bara að sætta sig við að vera sett út í horn.

Þá valdi hann Kurr - en jamm - Kurr er auðvitað mynd sem hann þekkti sem frænku sína svo þess vegna valdi hann hana og Kurr fór líka út í horn hjá angelfish. En þá loks kom annar bloggari sem nú fer á Kalli Tomm síðuna sem bloggari ársins 2008 - og ég er sáttur - en þið verðið náttúrulega að fara á síðuna hans til að fá að sjá hver varð fyrir valinu, nastý - jamm ég veit - en þetta átti líka að vera til gamans gert.

Verð á ferðinni í kvöld að athugasemdast - og skoða ykkur betur.

HeartLjúfar kveðjur í loftið að sinni rúsínurnar mínar.Heart


mbl.is Fjör í hinsegin halarófu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Úfffffffffffff ég gæti sko ekki fyrir mitt litla líf gert upp á milli minna bloggvina. Af sömu ástæðu og þú nefnir. Þau er flest svo hrikalega skemmtileg og hver á sinn hátt. En stundum get ég ekki lesið öll bloggin eins og gefur að skilja. Samt eru nokkrir bloggvina minna algjör skildulesning (að hinum algjörlega ólöstuðum) og þarf sko MIKIÐ til að ég sleppi að lesa þau, þó svo ég hafi ekki alltaf orku í að kvitta. En þau eru JEG, Hrönn Sig, Jenný Anna og síðast en ekki síst þú. Öll eru þið ólíkir bloggarar en jafn ómissandi partur af minni tilveru.

Hafðu það annars alveg yndilegt í dag vinur minn.

Tína, 6.8.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG get enganvegin gert upp á milli bloggvina minna, en ef ég yrði að velja á milli, þá væru það Ragga, Jenný, Jóna og Gurrý, þeirra blogg hef ég lesið mest síðan ég byrjaði.  Þetta er góður pistill að vanda og þú útskýrir þetta svo vel.  Knús inn í daginn.  svo má ekki gleyma Millu, Huld og og og og og   nei, held ég hætti bara.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég gæti engan veginn gert upp á milli bloggara. Er sjálf svo ný í þessum bloggheimi svo ég hef ekki lesið blogg mjög lengi. Allir einstakir á sinn hátt.

Knús á þig, einstaki maður.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: Hulla Dan

Fólk bloggar um svoo mismunandi hluti.
Úfff

Hulla Dan, 6.8.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já nákvæmlega...gæti ekki og sé enga ástædu til ad gera upp á milli bloggara,eins misjafnir og vid erum mørg. Hvernig er annars hægt ad vera bestur ad orda hugsanir sinar og th? sumir sprengfyndnir,adrir heví djúpir og so forth...en allir ad segja frá sinu og af einhverri ástædu les madur  en ég reyndar á ekki svo marga,enda hef bara ekki tima til ad lesa fleiri en ég hef nú....og their eru allir frábærir

María Guðmundsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:37

6 Smámynd: JEG

Nkl. Hulla fólk bloggar svo misjafnlega.  Sumir virkir aðrir bara einstaka sinnum.  Þessi málefnalegur og hinn findinn útí eitt.  Hann með pesónulegt blogg en hún með felu blogg.  Vá ég gæti haldið lengi áfram.  Ég les alla mína vini og kvitta allstaðar.  En auðvitað tengist maður vinum sínum á misjafnan hátt. Annað væri nú bara skrítið. 

En lovlý að fá þig á bloggið aftur sæti. Knús og klemm í klessu.

JEG, 6.8.2008 kl. 15:37

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég get ekki gert upp á milli þeirra sem að ég les alltaf. En hún Anna er frábær, Jónu les ég alltaf, og oftast hana sem að er alltaf í strætó, og skrifar líka um einhverja langloku sem að er í sjónvarpinu. Svo les ég alltaf þig gullið mitt, og eins hana Jónínu.

Heiður Helgadóttir, 6.8.2008 kl. 15:45

8 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er voðalega erfitt að eiga að velja svona, ég læt slíkt eiga sig. Það hafa flestir eitthvað gott við sig og maður á að einblína á það en ekki gallana.

æj ég er ekki í neinu stuði...þú vonandi skilur þessa athugasemd samt

Ragnheiður , 6.8.2008 kl. 19:14

9 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:04

10 identicon

Las þessa færslu hjá Kallatomm og gat ekki valið, það eru svo margir góðir hver á sinn hátt:)

knús og ofurskutukveðja á þig minn kæri!

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:33

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki dettur mér til hugar að kjósa hjá Kalla Tomm. Það er fastur hópur af mínum bloggvinum sem ég reyni að lesa á hverjum degi og gæti svo sannarlega ekki gert upp á milli þeirra. Þau eru öll góðir bloggarar á sinn hátt, þú ert einn af þeim.

Huld S. Ringsted, 6.8.2008 kl. 22:31

12 Smámynd: Erna

 Hæ hæ, ég fékk nú bara alveg í hláturskast, þegar ég forvitnaðist um það hver hefði orðið fyrir valinu hjá frænda þínum. Klár strákur  Skilaðu kveðju til hans frá mér. Ég var að koma heim úr sumarbústaðarferð og hef bara ekkert verið að bloggast en líklega verð ég nú að fara að gera eitthvað í því eftir þess tilnefningu hjá þér  En hafðu það sem allra best kæri Tigercopper

Erna, 6.8.2008 kl. 22:59

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég get ekki, sagt um hver er bestur bloggari,  þetta er svo breiður hópur fólks, sem skrifar,  - og það er einmitt það sem er svo áhugavert við bloggið.  Áhugamálin eru svo misjöfn, aldurinn er misjafn.  Reynslan af skrifum er misjafn. - Menntun er mismunandi.  - Og því er alltaf af nógu að taka til að lesa, og skrifa. -

Svo er stundum gaman að lesa þetta blogg, annar er með áhugaverðara efni,  þriðji er innan míns áhugasviðs, þetta er alltaf svo rosalega fyndið blogg,  fjórði með mestu kjaftasögurnar, fimmti með einlægar og fallegar sögur,  og svona má lengi telja.  - Og hvaða blogg er best. - Það er ekki hægt að velja svona, sem betur fer.

Og TíCí fyrir stuttu bloggaðir þú um einelti sem fólk varð fyrir hér á blogginu, og afleiðingu þess. -  Nei, ég get ekki valið  svona það er bjánalegt.- SORRÝ.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 02:59

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kaus á Kalla Tomm blogginu, Jenný Anna er nr.1 hjá mér.  Jóna Ágústa nr. 2 og Jens Guð nr. 3 þú sjálfur ert nr. 4

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.8.2008 kl. 03:24

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég fyllist valkvíða þegar ég fæ svona verkefniBestu bloggararnir eru allir bloggvinirnir mínir, hver á sinn hátt

Jónína Dúadóttir, 7.8.2008 kl. 05:47

16 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Þú yrðir nú ansi ofarlega hjá mér, ef ég færi að velja en samt, það yrði of erfitt, það eru nokkur blogg sem ég les alltaf upp til agna, þó ég kvitti ekki alltaf.

Knús og kveðjur til þín.

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:25

17 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég get ekki kosið, það er hver með sinn sjarma.

Sigrún Óskars, 7.8.2008 kl. 12:03

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég get ekki kosið vegna þess að allir eru góðir.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2008 kl. 18:19

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Iss látið ekki svona!!

Ég trúi því ekki eitt augnablik að það séu ekki einhverjir 2-3 sem ykkur finnst gefa ykkur meira með lestri á færslunum þeirra en aðrir.
Þið eruð bara, eins og Tiger sagði, hrædd um að móðga einhvern.
Það að segja að mér þyki dökkt súkkulaði betra en ljóst þýðir engan veginn að mér þyki ljósa súkkulaðið vont!!
Og eðlilegt fullorðið fólk móðgast ekki yfir svona social leik

Heiða B. Heiðars, 7.8.2008 kl. 20:55

20 Smámynd: Hulla Dan

Ég fór létt með þetta.
Kaus bara þær fyrstu tvær sem ég addaði hja mér. Það var ástæða fyrir því.

Knús á þig.

Hulla Dan, 7.8.2008 kl. 22:29

21 Smámynd: Tiger

Tína; Já, sannarlega satt - við erum öll svo ólík en flest svo fjandi frábær að það er sannarlega erfitt að gera upp hug sinn varðandi svona tilnefningar.

Búkollabaular; Já, flóran er það ólík að maður sér aldrei það sama í neinum.

Ásdís Sig; Svo satt - maður má ekki gleyma neinum, en næsta víst er að það gæti alltaf einhver orðið sár ef maður nefnir ekki þann aðila. Eins og ég sagði í pistlinum þá eru bloggvinir hvers og eins allir upp til hópa bestir af öllum.

Sigrún Þorbjörnsdóttir; Satt, þegar maður er nýbyrjaður þá er erfiðara að gera upp hug sinn - en þá er bara málið að velja þann sem maður hefur fylgst lengst með.

Hulla Dan; Nákvæmlega!

María Guðmunds; Satt, við finnum öll eitthvað sérstakt í hinum og þessum - fyndni, gleði, sorg, alvarleika og allt þar á milli. Hvernig á maður að bara velja eitt betra en annað þegar maður fær sitt lítið frá hverjum og einum?

Jeg; Já, oft eru felubloggin skemmtilegri en annað - og auðvitað erum við hin öll misjöfn en flest góð bara. Já og auðvitað reynum við að kvitta hjá sem flestum - en ég eins og þú - les allt upp til agna.

Heidi Helga; Langlokan í sjónvarpinu er "Boldið" hennar Gurríar - skemmtilegur skratti sko! Ég les einmitt líka ýmsa sem eru ekki einu sinni bloggvinir mínir - og sumum þeirra fylgi ég eins og skrattinn sjálfur. Úff - bloggararnir eru of margir og góðir ...

Ragnheiður mín; Knús á þig elskulegust! Langar óhemju mikið til að faðma þig að mér stundum.. eins og núna!

Guðrún mín Bje; Þerraðu nú tárin skottan mín - ég les þig alltaf og hef gert alveg frá því ég fann þig - hérna inni! Luv ya ..

Ofurskutlan; það er þitt val að velja ekki - vel hægt að virða það :) ...

Huld mín; Skil þig vel - þú ert líka ein af mínum ómissandi sem ég les alltaf og mun ætíð gera!

Erna Strumpur; Búinn að skila kveðjunni og honum fannst það ekki leiðinlegt að fá eina slíka frá sjálfum bláa strumpinum á blogginu.

Ditta; Takk skottið mitt - nú fer maður líka að byrja að fylgjast meira með þér sömuleiðis.

Lilja Guðrún; Sannarlega satt - flóran er svo ótrúlega misjöfn að það er sannarlega ekki það auðveldasta að reyna að flokka hana niður. Þess vegna notaði ég óviðhallan aðstoðarmann til að kippa einum bloggvin út úr. Þar með fríaði ég mig frá þessum Vog-arvalkvíða mínum.

Jóna Kolbrún; Alltaf jafn ákveðin og örugg skottan mín. Gott val hjá þér audda.

Jónína Dúa; Valkvíðinn er líka hérna megin heiðarinnar. ;)

Ragnheiður Ása; Segi það sama - ég les líka allt upp til agna þó ég sé ekki að kvitta um allt. Núna í sumar reyni ég bara að kvitta á þá sem eru að skilja eftir sig spor hjá mér þegar ég hef tíma og orku í það ...

Sigrún; Sammála - sjarminn er hjá öllum - mismunandi eins og við erum mörg.

Katla; Satt - við erum nú öll frekar góð - bæði sem bloggarar og sem manneskjur - erfitt val ..

Heiða B. Heiðars; Satt - ég hefði vel getað sjálfur tekið út einn bloggara strax og tilnefnt sem heiðursbloggara - en ég ákvað að vera ekki að særa alla hina með því að gera slíkt. Það er satt að við erum mannlega hrædd við að móðga eða særa "vini" okkar hérna. Sammála þér í súkkulaði samlíkingunni, en svo satt að auðvitað eigum við að vera nógu fullorðin og þroskuð til að móðgast ekki í svona leik..

Hulla Dan; Rétt eins og ég segi þarna uppi - þá taldi ég upp þá sem ég hef lengst lesið - en það er ekkert endilega þar með sagt að einn af þeim sé minn uppáhalds sko ... en það er einmitt góð leið til að klára svona mál - að velja bara þá sem maður hefur lengst fylgst með.

Tiger, 7.8.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband