Nauðgar þú einhverjum um Verzlunarmannahelgina? Verður þér nauðgað? Getur þú gert eitthvað í málunum?

cupid-skunksJæja, þá er komið að því að þið farið á erótíkurflakk og flandur út um holt og hæðir. Það er þessi tími – verslunarmannahelgin – sem er framundan og nú verða flest allir á faraldsfæti – og sumir á miðfæti – og enn aðrir að misnota miðfót sinn “á öðrum” …

Þegar þið farið nú af stað í útilegur, þjóðhátíð í Eyjum, Akureyri, Galtalæk, Neskaupstað, Kántrýbæ eða bara hvert sem er á landið – í ævintýraleit – þá er um að gera fyrir ykkur að hafa varan á og hafa ýmislegt í huga sem nauðsynlegt er að hafa með í pokahorninu!

Það er næsta víst að flest allir verða með áfengi flæðandi um allt um þessa helgi og munu hugsanlega margir vera að fara á sitt fyrsta fyllerís-flakk svo það er nauðsynlegt fyrir alla að vera varkárir með alla umgengni og fylgjast vel með sér og sínum.

Engin ætti að vera einn á ferðinni því hætturnar leynast alltof víða á þessum fylleríshátíðum. Arnar-strákur2Nú er um að gera að sýna og sanna vináttu sína hvert við annað og gæta þess að vinur/vinkona sé aldrei ein/n á ferðinni útúrdrukkin/n…

Því miður er það nú svo að margur misjafn sauðurinn fer á þessar útihátíðir – bara í þeim tilgangi að finna vel drukkið fórnarlamb sem hægt er að misnota vegna ölvunnar! Með því að leyfa aldrei vini sínum eða vinkonu að ramba um yfirgefin á svona hátíðum, blindfull, heldur skipta sér alltaf af og gæta þeirra sem þið ferðist með – gætuð þið sannað vinskap ykkar og komið í veg fyrir að glæpur sé framinn á þeim.

Þið mynduð vera öruggari ef þið vissuð fyrir víst að einhver úr vinahópi ykkar væri sannur vinur/vinkona og að sá hinn sami myndi aldrei yfirgefa ykkur í neyð. Nú getið þið sýnt og sannað það sama með því að gæta vinar/vinkonu ykkar.

0043Ef þið eruð mörg saman og alltaf með vakandi hug og auga fyrir því sem er að gerast í kringum ykkur getið þið vel gætt hvers annars án þess að þurfa að vera að eyða allri helginni í einhver barnapíustörf…

Það er svo auðvelt fyrir ykkur að skipta ykkur af og það er betra að skipta sér af einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan. Ef þið sjáið eitthvað misjafnt á ferðinni, einhver grunsamlegur á vappi í kringum ykkur, eða bara ef eitthvert ykkar er orðið of drukkið – skiptið ykkur þá af – ekki leyfa hinum drukkna vini/vinkonu að vera stundarkorn einhvers staðar aleinum þar sem hægt er að misnota þau! Hafið þau frekar ætíð nálæg, jafnvel þó það þýði að einhver liggi áfengisdauður við hliðina á ykkur.

Það er ljótt að segja, en samt satt, að það eru alltof margir óþokkar sem fara af stað angel5þangað sem þeir vita af unglingum á fylleríum í þeim erindagjörðum að lokka þá með sér afsíðis eða í bíl eða tjald eða hvert sem er svo þeir geti gert hluti sem ekki er hægt að taka aftur.

Með því að sýna sanna vináttu og gæta hópsins, skipta sér af, vera með vakandi auga – öll en ekki bara einhver einn – þá getið þið sannarlega komið í veg fyrir verknað sem engin ætti að þurfa að ganga í gegnum. Ekki skilja einhvern eftir dauðadrukkinn úr vinahópnum í tjaldi og alls ekki á víðavangi – það er bara boð til næsta óþokka sem væntanlega yrði ekki lengi að nota sér tækifærið og þá er fjandinn laus.

Hafið það nú hugfast þegar þið leggið út í hamagang verslunarmannahelgarinnar – að stundarkæruleysi getur kostað vin/vinkonu ykkar mikið - nú eða bara ykkur sjálf.

angelheart704Verið mörg saman – alltaf og alls staðar – og gætið hvers annars. Skemmtið ykkur vel en með varúð og vakandi auga þar sem þið megið vera þess fullviss að það eru því miður margir mismunandi sauðir í kringum ykkur öllum stundum – og sumir þeirra ráða ekki við ljótar hvatir sínar en geta ekkert ef þið eruð sannir vinir og gætið hvers annars!

Munið líka sjálf að dauðadrukkin ein á ferðinni eruð þið auðveld bráð fyrir menn/konur sem ekki sýna neinu virðingu og nauðgun eða annar glæpur er eitthvað sem engin ætti að þurfa að ganga í gegnum eða lenda í ...

Með vakandi auga og varkárni getið þið sloppið við lífsreynslu sem gæti vel angelegg704verið eitt það alversta sem hægt er að hugsa sér. Skemmtið ykkur nú vel en farið varlega um verslunarmannahelgina!

Mér finnst endilega eins og ég hafi farið í 7 hringi með sama efnið hérna …
En er samt sáttur því það er aldrei of varlega farið þegar unglingar og áfengi eru annarsvegar og útihátíðir og perrar hins vegar …

bearheartMunið bara að þó þessi pistill eigi kannski ekki við um okkur sjálf núorðið - þá getur þessi pistill átt mikið og nauðsynlegt erindi til barnanna okkar og barnabarnanna. Tuðið í þeim, það er eina ráðið til að fá þau til að meðtaka það að sýna varkárni og "nágranna/vinagæslu".

 

 

Ég ætlaði reyndar ekkert að skrifa núna í kvöld, bara rétt að segja halló og góða nótt. Dagurinn í dag var heitur og ég er sko ekkert að finna fyrir löngun í að blogga að sinni, en ég vona bara að þið fyrirgefið mér ef ég verð eitthvað lítið að athugasemdast fram yfir helgina. Ég er búinn að lesa yfir alla sem hafa verið í athugasemdakerfinu mínu síðustu færslu en ég hef ekkert kvittað núna, enda kom ég alltof seint heim og þarf að vakna fyrir aldir í fyrramálið. Sýni samt eitthvað af mér áður en ég fer að vinna burt yfir helgina. Vonandi hafið þið það öll sem allra best um verslunarmannahelgina og munið að gæta hvers annars eða segja börnum og afleggjurum að huga vel að vinum sínum, sem og þeim sjálfum bara.

Ljúfar og heitar kveðjur í loftið.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það eru alveg örugglega einhverjir sem eru að fara á þessar hátíðir til að finna dömu til að nauðga.

Nauðgarar eru ógeðslegir menn sem eiga heima í fangelsi og þarf að koma úr umferð.

Þörf áminning. 

Kveðja Skattorgari hafðu það gott um helgina Tigercopper 

Skattborgari, 31.7.2008 kl. 01:57

2 identicon

Sæll Tigercopper.

Mjög þörf lesning og vildi ég að sem flestir læsu hana.

Sönn vinátta er lykillinn að góðri skemmtun.Og að bera virðingu fyrir öðrum eins og sjálfum sér.

En Bakkus og systur hans eru slóttugustu mannfyrirlitnigadjöflarnir og þau ber að kveða niður.

Góða helgi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 03:18

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Flosi Ólafsson er mjög gamaldags í hugsun, en hann sagði einu sinni: "Nauðgun er kynferðislegt athæfi, þangað til báðum þykir það gott". Svona hugsuðu menn í gamla daga, en það var þá. Þessi afstaða er þó algeng í þriðja heiminum enn í dag, ekki síst meðal múslima.

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.7.2008 kl. 04:16

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta er gósentíd naudgara og perverta thessi helgi gud hvad ég væri med hjartad i brókunum ef mínir krakkar væru ad fara á svona samkomu,á thad sjálfsagt eftir thegar thau verda eldri.Kvídi theim degi nú thegar.

Flottur pistill hjá thér og mjøg gódir punktar, vonandi sleppur thessi helgi vid helst allt af thessari tegund.

knus og krammar til thin.

María Guðmundsdóttir, 31.7.2008 kl. 04:49

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vid óskum okkur naudgunarlausrar verslunarmannahelgar...Og bara alltaf.Gódur pistill hjá tér snúllinn minn eins og alltaf.

Stórt knús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 05:22

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.7.2008 kl. 07:32

7 identicon

ertu

(IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 08:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn góður og þarfur pistill og ég varð nú ekki vör við endurtekningar því þær eru svo nauðsynlegar.
Ég er nú svo lánsöm að engin af mínum eru að fara út á vegi og hátíðir landsins um helgina, það hefur eiginlega aldrei tíðkast í minni fjölskyldu og það sem börnin ekki alast upp við, eru þau síður að viðhafa er þau fara að búa.
Við fyrirgefum þér alveg míó míó þó þú látir eigi í þér heyra smá tíma,þú ert svo flottur bloggari, og kommentin þín eru svo góð að maður er bara glaður að eiga þig sem bloggvin.
Kveðjur og knús gangi þér vel um helgina.
Milla. Kitty 4 Kisses 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.7.2008 kl. 08:23

9 Smámynd: egvania

 Góð skrif Tigercopper og þörf ég vona að allir þeir sem verða á faraldsfæti um helgina og allar helgar hér eftir lesi þessi skrif þín.

 Þegar mínir unglingar töluðu um að fara á flakk um verslunarmannahelgina, sagði ég alltaf það er allt í lagi þú mátt fara en ég kem líka og tjalda hinu  Camper megin á tjaldstæðinu.

Það datt úr þeim allur ferðahugur.





egvania, 31.7.2008 kl. 09:04

10 Smámynd: JEG

Jæja já það er nú það sko.  Mikið var maður ekki að hugsa svona þegar ég var að fara á mína fyrstu hátíð.  Enda langt síðan.  En nú er öldin önnur og þörf á að passa sig.  Vonum að ekki verði of margar ljótar sögur af þessari helgi.

Ég ætla bara að vera heima eins og venjulega. Kallinn að vinna og svo er heyskapur svo maður má nú ekki vera að því að flandra á útihátíðir og eyða pening.  Og maður getur alveg drukkið heima eins og hvar annarstaðar. 

Knús á þig sæti og farðu varlega um helgina.

JEG, 31.7.2008 kl. 10:52

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistill hjá þér eins og vant er og til umhugsunar. Eigðu góða helgi ljúflingur.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2008 kl. 15:04

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Frábær pistill hjá þér, vonandi að sem flestir lesi hann. Þú ert engum líkur ljúflingur

Eigðu góða helgi

Huld S. Ringsted, 31.7.2008 kl. 22:34

13 Smámynd: Hulla Dan

Góð lesning þetta  Vona að sem flestir kíki hérna við og lesi þetta hjá þér.

Eigðu góða daga

Hulla Dan, 1.8.2008 kl. 01:27

14 Smámynd: Brynja skordal

Hefðir alveg mátt endurtaka þetta oftar góð vísa er aldrei of oft kveðinn eins og sagt Frábær að vanda með þína pistla við förum í þjórsárdalinn oft farið þangað um þessa helgi Góður og skemmtlegur hópur og flestir með sína fjöls lokaður hópur sem sagt læst hlið! og mín yngstu 3 fara með og já líka þessi sem er orðin 18 ára hún sátt enda þakka ég fyrir að fá hana með myndi held ég ekki vilja hafa hana á vergangi á einhverji útihátíð og ég ekki til staðar enda hafa mínar elstu stelpur ekki haft áhuga á því heldur svo ekki þarf ég að hafa áhyggjur þetta árið held fast um ungana mína  hafðu ljúfa helgi Elskulegur

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 01:34

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill og þörf áminning sem eins og góð vísa er aldrei of oft kveðinn, -  þá er þessi áminning eitthvað sem maður á að ræða oft, hátt og í hljóði,  við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. -

Þannig stuðlar maður best að því, að allir komi heilir heim á sál og líkama. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 02:09

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ussumsuss.

mér verður sko nauðgað og ég mun nauðga, sjálfum mér. þarf að beita sjálfan mig talsverðri hörku og...já...hreinu ofbeldi, til að klára að mála, koma bílskrjóðnum í stand fyrir skoðun og að leggja smá parkett.

en ég vona svo innilega að aðrir þurfi ekki að verða fyrir nauðgunum og að menn hafi manndóm í sér að standa ekki fyrir slíku.

eigðu góða helgi kagglinn minn

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 03:17

17 identicon

Þörf orð sem ég vona að sem flestir eigi eftir að lesa! Það má alveg fara í meira en sjö hringi með þetta.

Góða nauðgunarlausa verslunarmannahelgi.

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:00

18 identicon

Ég get nú ekki heyrt betur en nýja Baggalútslagið sé einmitt hvatning fyrir hálfheila vitleysinga til að framkvæma akkurat þetta.

Knús á þig Tici..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:03

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég neyddi konudýr mitt til lezturz þessa stórfína pistils þíns.

Hún lofar bót & betrun & öllu fögru um að nauðga mér lítt Verzlunarmannahelgina í ár, enda á ég ammæli líka á sunnudag, & það verði því gjöfin að verða frír frá því ofbeldi.

Tek því með mér nokkrar bækur & kúri með þær í friði í mínum tuzkuvagni næztu daga, óhræddur.

Takk kæraztur.

(Já, við vorum á þjóðhátíð '93, áfram baggalútur!)

Steingrímur Helgason, 1.8.2008 kl. 15:01

20 Smámynd: G Antonia

Gjörsamlega eins og ég hafi sagt þetta frá eigin hjarta (gott að hafa góðan penna )...........frábær grein og þörf!!!  húrra fyrir þér!
Ég held eins lengi í mína og hægt er......núna fór sá elsti 24ra ára og ég "áhyggjufulla" mamman, skildi þetta verða svona þegar þeir verða fertugir hehehehe!!!! - En það þarf að sjálfsögðu að gæta varúðar!
Ég held þessum yngsta hér á Spáni hjá mér og fékk vin hans til hans....17 ára flottir strákar og lifa það af að skreppa ekki endilega þetta ár á útihátíð..........
Heila og góða helgi!! knús og skál!

G Antonia, 2.8.2008 kl. 01:00

21 Smámynd: Tína

Frábær færsla og þörf lesning. Það vona ég að þessi helgi fari vel fram, laus við allt ofbeldi. Nóg er nú samt.

En að öðru......... mikið svakalega er ég sammála þér að útlitið á síðunni þinni eins og hún er núna passar einhverra hluta vegna ekki. Maður er alin upp við blágráa litinn og greinilegt að ég er vanaföst með eindæmum.

Eigðu ljúfa helgi elsku vinur og takk fyrir yndisleg hvatningarorð sem þú skilur ávallt eftir á mínu bloggi.

Tína, 2.8.2008 kl. 12:43

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Blíðlegt og ofbeldislaust (svona að mestu.. well ferlega meinlaust allavega tíhí) knús til þín hjartaknúsari.. frá VerzlunarmannaHelgu!  Flirting Gone Wrong 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.8.2008 kl. 20:45

23 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

tolvuguruKnús knús og góðar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:50

24 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er einmitt málefni sem þarf að endurtaka aftur og aftur. Málið er að halda hópinn - alltaf. Þú ert frábær penni - þú setur þennan pistil í moggann fyrir næstu verslunarmannahelgi.

knús til þín

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 12:41

25 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Góður pistill, eins og venjulega hjá þér hjartað.

Heiður Helgadóttir, 3.8.2008 kl. 13:21

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð hugvekja hjá þér ,,gamli" minn! ..  hvernig fór annars þessi vatnsberaleit hjá þér?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.8.2008 kl. 18:09

27 Smámynd: Lolitalitla

Hvað varð um þig súkkulaðibangsi? Helgin er búin svo það er ekki eftir neinu að bíða, blogga drengur! Ekki týnast.

Lolitalitla, 4.8.2008 kl. 21:56

28 Smámynd: egvania

Halló hvar ertu ?

Ég sakna þín, mikið vildi ég að pistillinn þinn verði gefin út og settur inn um allar bréfalúgur landsins reglulega og í efstu bekki grunnskólanna já og hvar sem er.

Kveðja og þakklæti fyrir góð skrif Ásgerður

egvania, 4.8.2008 kl. 22:33

29 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Ég vona að ekkert hafi komið fyrir þig , frábær pistill frá þér .

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 5.8.2008 kl. 17:42

30 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn, helgin er búin ! Alveg satt

Jónína Dúadóttir, 5.8.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 139743

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband