Er nóg að sletta málningu á striga og pota nafninu sínu undir - til að verkið sé ómetanlegt? Myndir þú kaupa málningaslettu eða sólarlag til að hanga á þínum stofuvegg?

Nú er svo komið að "list" er eingöngu list ef rétta nafnið er í undirskrift verksins. Hvað finnst ykkur t.d. um neðangreinda list?

Getið/þorið þið að segja ykkar álit á eftirfarandi listsköpun?

Gætuð þið hugsað ykkur þetta inn á heimili ykkar?

list1list2
Hvað með þessar tvær? Gætuð þið ímyndað ykkur þær hangandi á stofuveggnum ykkar? Ekki ég.

 

list3list4

 Hvað með þessa sólarmynd, í mínum huga sleppur hún vel á vegginn minn - enda er hún þar!

list5

 

 Og að síðustu, hvað með þessa?

list6

Hvert er ykkar álit á svona listaverkum? Ef þið þorið að leggja til orð um þessi listaverk þá endilega gerið það.

Hvað er list í dag?

Málningu skvett á striga og svo réttu stöfunum troðið neðst - og wúlla - málningarsletturnar kallast listaverk sem með tímanum gæti orðið ómetanlegt - eða er það bara nafnið/stafirnir sem eru í horni slettanna sem er ómetanlegt?

Er þetta ekki einmitt líka málið með tónlistamenn, nafnið eitt selur allt - alveg sama hve uglý lagið er, ef söngvarinn er þekktur þá selur hann hverja vitleysuna af annarri.

Hvað segir þetta um okkur - sem kaupum þessa List? Ómæ, segi ekki orð meir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Mér þykir landslagsmyndin fallegust, næst efsta myndin er svona eins og hausinn á mér að innanverður ég gæti alveg þolað hana á vegg hjá mér.

Efsta myndin er eitthvað svo hugmyndasnauð, þoka í neðri myndinni til vinstri, þunglyndi í neðrimyndinni til hægri. Þá neðstu gæti hvert sex ára barn málað og þá er það listsköpun.

Man nú ekki hver þar var sem skapaði myndlist með tíðarblóði, hún settist á pappírinn, stóð upp og kallaði það list. Ég sá nú ekkert listrænt við myndirnar hennar og hefði ég eins og aðrar konur getað staðið í svoleiðis myndsköpun í allmörg ár, hve mikið við gátum selt af listinni veit ég ekki.

egvania, 18.7.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Skattborgari

List er skilgreiningar atriði. Mér finnt flestar að þessum myndum ljótar. Á veggnum hjá mér er ég með dagatöl með mynd af konu með hríðskotabyssu og annað með konu og mótohjóli það flokkast sem list. Held að margar konur myndu kalla mig menningarhálvita útaf þeim. Þessi mynd sem þú ert með á veggnum hjá þér er ágætt.

Eigðu góða helgi kveðja SKattborgari

Skattborgari, 18.7.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er einfaldlega ljótt að mínu mati, nema sólarlags myndin, mér finnst einhver nostalgía í henni og mundi hengja hana upp hjá mér. Ég fíla ekki klessuverk og hef aldrei gert, slefa semsagt ekki yfir hverju sem er en er mjög hrifin af myndlist sem ég skil. Fór oft með börnin mín á listasýningar í den, þau sáu alltaf eitthvað annað en ég og við áttum góðar stundir. Kannski tek ég mynd af villtustu myndinni minni og sýni ykkur einhverntíman á blogginu mínu, ekki galin hugmynd hjá þér þetta.  Hafðu það gott um helgina

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 19:25

4 identicon

Æi Tæger þetta er svo erfitt, sko margt sem er með rétta nafninu finnst mér ljótt en það er víst samt list og þeir sem sköpuðu hana stórkostlegir listamenn. Hef t.d. aldrei séð Kjarvalsmynd sem ég myndi hengja á vegg, en deili ekki við neinn um hæfileika hans. Mitt list/fegurðarskyn er bara annað. Sumt sem mér þykir fallegt og held ekki vatni yfir þykir öðrum einfaldlega hræðilegt! Svo ég veit ekki, en mér þykir samt abstrakt oft á tíðum rosalega flott. Hengi ekki myndir á veggina hjá mér svo þessu er fljót svarað.

tómir veggir gera það fyrir mig!

knús og Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála skutlunni. Kjarval hentar ekki á minn vegg. hinsvegar langar mig í einhverja mynd eftir Stórval.

Brjánn Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 20:37

6 identicon

Sko... !!

List er allt sem þér líkar við, allt sem þú villt hafa upp á vegg eða undir rúmi, skiptir ekki máli.  Þú borgar fyrir það, samþykkir þannig list.

Með því að greiða fyrir verkið hvort sem það er forljótt eða guðdómlega fallegt, þá setur þú þinn stimpil á listamanninn.   Þetta gerir alla að listamönnum, því að hvaða fáviti sem er getur slett einhverri eggjahræru á vegg og svo kemur annar fáviti og kaupir það og VOILLA,... list.

Svona er nú það,  og svo var mér synjað sem skólastjóra listaháskólans..   skil ekkert í essu

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:59

7 Smámynd: JEG

OMG veistu ég skil ekki list það er nokkuð ljóst. En mitt álit er og ég skammast mín ekki fyrir það:

Mynd 1: Bíddu er þetta mynd??? Eftir barn þá?? Ekki glæta að ég hengi þetta upp.

Mynd 2: Og er þetta þá líka mynd eftir barn. Ekki upp hjá mér nema að þetta sé eftir mitt barn.

Mynd 3: Er þetta ekki veggfóður?

Mynd 4: Já þetta er gamalt gólfteppi eða er það ekki?

Mynd 5: Virkilega flott og vel máluð mynd. Ef ég hefði veggpláss myndi ég hengja hana upp í stofunni.

Mydn 6: Spes mynd. Gæti hugsað mér að eiga hana. Kæmi vel út í forstofu eða á gangi úr forstofu. Ekki í stofunni en gæti virkað í svefnherbergi líka.

Og já nafinð selur allt og segir allt það er alveg á hreinu það vita allir.

Knús og klemm á þig sæti snúður.   (jamm ég þarf að fara að baka kanelsnúða) 

JEG, 18.7.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vinkona mín spyr: ,,Hver er þessi Tigercopper" ?.. maðurinn minn spyr: ,,hver er þessi Tigercopper"?  ... haha.... ég held þú hafir málið allar myndirnar þú óræði Tigercopper. Er það ekki?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.7.2008 kl. 22:23

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Veistu TíCí listasmekkur fólks er svo misjafn alveg eins og fatasmekkur, matarsmekkur osfrv. -  Það er einmitt það góða við alla list að þú mátt alveg hafa þinn smekk og finnast eitthvað ljótt, sem öðrum finnst fallegt, -  og eitthvað ofurfallegt sem öðrum finnst ljótt. - Það gerir bara ekkert til. -

Hver og einn á, og má, upplifa sína list, vega hana og meta óháð hvað öðrum finnst. - Hvort sem það er Listaverk í formi, málverks, bókar, kvikmyndar, vefnaðar, leiksýningar, eða ljósmyndar sem ég er tildæmis mjög hrifin af, og er með mörg ljósmyndaverk á mínum veggjum. - Eftir mikla og góða listamenn. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:45

10 identicon

...gaf eina dýrmæta meira að segja...fannst hún ljót og vildi því ekkert eiga hana og gaf hana ungu pari sem var að hefja sína sambúð...

En smekkurinn er víst misjafn eins og við erum mörg...mér finnst þessi neðsta æðisleg. Og svo þessi rauða fyrir ofan hana...er örugglega hægt að horfa á hana lengi og finna endalausar myndir í henniEn ég mundi ekki kaupa þær á millu sko...

Hér er hengt upp allskyns drullumall sem krakkarnir gera, þær eru margar forljótar er mér ómetanlegar auddað og gasa stolt af þeim og skemmtilegar sögurnar í kring um þær margar og ég fékk þær alveg frítt hehe...

Góða helgi!!

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:57

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnst þetta nú allt vera falleg verk, það síðasta er ekki sízt.

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 00:03

12 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Mér finnst þetta nú allt helv..flott sinn hátt....en neðstu myndina langar mig klárlega í...;) hvar fær maður hana. Ég rakst á mann á bílsölu um daginn sem spjallaði helling og sagðist vera listmálari og vildi gefa mér 2 myndir og ekkert neitt svaka spes en upp fóru þær...Ég var búin að elta hann heim frá bílasölunni og fá mér kaffi og ná í myndirnar hahahhahaha hann heitir Gunnar Í. Aldrei hafði ég heyrt um hann en samt uppáhalds málarinn minn núna hahahaha mér var nú samt spurn inn á gólfi heima hjá kauða hvurn fjandann mér tækist að koma mér í þessa vitleysu shit en á 2 heljar verk ;)  

Halla Vilbergsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:12

13 Smámynd: G Antonia

Eitthvað bilað hjá mér, ég skrifa og skrifa .... næ ekki að copya það og það hverfur........þannig ég set bara kvitt og knús að þessu sinni, var búin að skrifa heila ritgerð. kannski tú möts.... góða helgi Tigercopper minn **

G Antonia, 19.7.2008 kl. 00:23

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur og góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:28

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bara tvær síðustu myndirnar eru hæfar til þess að hengja upp á vegg í minni íbúð.  Hinar eru allar ömulega ljótar.    En ég á einn hræðilega ljótan engil sem ég skreyti með um jól, örverpið bjó hann til.  Hann er hvít skökk klessa með hvítum fjöðrum hér og þar, besti engill sem ég hef fengið í jólagjöf. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.7.2008 kl. 03:08

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Alveg sammála Jónu, sídustu tvær myndi ég hengja upp hjá mér..punktur. Hitt eru bara klessuverk sem ég gæti thess vegna málad sjálf..eda børnin mín. Finnst thetta kjánalegt ordid, eins og thú segir,nóg ad rétt nafn sé nedst thá er thad ordid LIST og ekkert minna,vidkomandi gæti thess vegna gert ólaprik og thad rokseldist væntanlega....

Knus i  helgina thina,hafdu thad sem best

María Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 07:49

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger list er það sem þér finnst flott, mér hugnast þessar myndir afar vel.
Er með eina svona litsterka á stofuvegg hjá mér, hana málaði góður vinur minn
og gaf mér fyrir margt löngu síðan. Sú manneskja sem málar þessar myndir er djúp Parið er bara snilld, sólarmyndin yndisleg, og hann segir mér mikið þessi terra cotta litur segir mér svolítið mikið hann er talin mest róandi litur sem til er.
Flottað myndir.
Knús Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 18:03

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fer algerlega eftir salarkynnum, hvernig list tekur sig út. Allarar gætu þessar myndir átt sér stað og og stund í réttu samhengi. Sólarlagsmyndin fannst mér einna kjánalegust...eiginlega algert kits, sem ég myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum hengja upp.

Það má vel vera að þú getir málað eins og Picasso eða Pollock, en málið er að þú hefur aldrei gert það.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 20:26

19 Smámynd: Heidi Strand

Það er erfitt að meta málverk út frá ljósmynd á tölvuskjá.

Heidi Strand, 19.7.2008 kl. 23:00

20 Smámynd: Heidi Strand

Meira um list.
http://www.artnews.com/issues/article.asp?art_id=2503&current=True

 

Heidi Strand, 19.7.2008 kl. 23:06

21 identicon

Sæll Tigercopper.

List er svakalega teygjanlegt hugtak, að það má segja að eitt pennastrik eftir Salvador Dali, sé meira virði og ágláparvert en mitt verk sem er ekki komið á strigan en er á leiðinni, og það verður flott !

Njóttu helgarinnar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 05:42

22 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Gengur ekki listaverkafölsun út á að spila á þetta hégómlega gildismat á list þar sem höfundurinn er aðalatriðið, en verkið sjálft aukaatriði.  Verkið er í sjálfu sér ekki falsað, heldur er logið til um höfundinn.

Helgi Viðar Hilmarsson, 20.7.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 139733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband