Eiga Mosfellingar fleiri prakkara en aðrir? Hvenær á fólk sem vinnur allan daginn - að slá og hriða blettinn sinn? Myndir ...

Ójá, það eru ástæður fyrir öllu - líka bloggleysi. Þessar myndir sýna áhugaleysis ástæður mínar í gær, en svo bætist á hamagangur í rósum og Hvönn, blóðbergi og geldingahnappi sem og fleiri ótrúlega sterkum einstaklingum sem nú hafa fengið fast aðsetur hérna fyrir utan húsið.

Jú, maður er alltaf til í að brosa og sýna allar tennurnar - enda er maður orðinn um níu mánaða svo ekki vantar vinnukonurnar uppí mann..

prakkari7 prakkari2

En eins og venjulega þarf refurinn gamli alltaf af troða myndavélinni bara á kaf uppí mann - svo maður bera gefur stríðnisgrettur og allan pakkann..

Sem betur fer sýndi hann ykkur þó ekki allar hinar grettumyndirnar af mér! 

prakkari3  prakkari1

En svo kom annað lítið kríli líka í heimsókn. Litla skottan er svo yndisleg líka að það hálfa væri - já - miklu meira en nóg. Hún er um tveggja ára skvísan..

Pabbar þessara tveggja eru bræður - svo þessi tvö eru jú bræðrabörn. En það er litla systir mín (litla systir tigercoppers) sem er amma þeirra beggja.

prakkari5  prakkari6

**************************

Nú er maður líka búinn að vera á fullu í blómagarðshönnun, svo ekki hefur maður verið mikið á netinu. Ætlaði að renna á ykkur öll í gær, en þegar ég kom loks inn eftir hrikalega annasaman dag í þökuskurði og grjótaburði og öllu tilstandinu - þá bara hreinlega nennti ég ekki á netið. Ég bara kom inn seint í gærkvöldi, fékk mér að borða og lak svo niður í lazy fyrir framan sjónvarpið og hafði mig ekki upp fyrr en ég bara rauk beint í rúmið.

Sama rullan var svo uppi í dag, hamagangur og læti þar til núna að verða miðnætti, nema núna er ég að lesa ykkur yfir þegar þið lesið þetta - svo þið sem hafið verið í athugasemdakerfinu mínu í síðustu tveim færslum - ættuð að sjá spor eftir mig hjá ykkur í kvöld/nótt/fyrramálið ...

wife-of-today        wife-of-yesterday

Og já - þessar myndir tengjast síðustu færslu.

En ætlaði bara að segja að það er ekkert gaman að reyna að hneyksla ykkur eða vera kaldhæðinn - þið sáuð öll algerlega við mér, enda held ég að þið séuð farin að þekkja mig of vel.

Ferlegt bara - núna þýðir ekkert fyrir mig að reyna að vera "leiðinlegur" með "hneykslanlega" eða "dónalega" færlsu - þið vitið alltaf hvað ég er að meina - og sjáið alltaf við mér í því að vita hvenær ég er að grínast eða ekki grínast.

Jamm, síðasta færsla var sko mjög langt frá því að vera ég. Að sjálfsögðu vil ég að jafnt gangi yfir alla - bæði útivinna og heimavinna - sem og börn eða bara hvað sem er.

En, knús og kramerí út í loftið - farinn að skoða ykkur... luv á línuna!


mbl.is Garðsláttur á ókristilegum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Endurtek það sem ég hef áður sagt; þessi strákhnoðri er alveg ótrúleg rúsína! Og ekki er hún stóra frænka síðri, algerir yndismolar sem þú "átt" þarna, Tígrakrúttið mitt. Risaknús á þig, sexy!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.6.2008 kl. 00:30

2 identicon

Hrikalegur kraftur í þér!! Sé fyrir mér rosalega fallegan garð, fer kannski að myndast á suðvesturhorninu áttunda undur veraldar, hengigarðarnir í Babylon, önnur útgáfa...

Hrikalega dæææædir krakkar!!

Hafðu það rosa gott Nebúkadnesar konungur!!

alva (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Ragnheiður

ó hvað þetta eru yndisleg kríli..knús á þig Tiger minn. Ég er álíka mikið andstyggilega upptekin.

Ragnheiður , 27.6.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Tiger

 Sólin veitir kraft og gleði - en það gera blessuð börnin líka - eða þau gefa allavega gleðina þó þau taki stundum úr manni kraftinn ...

Helga Guðrún; Risa knús á þig til baka ástarrúnin mín .. meitluð í stjörnurnar!

A.K.Æ; Mín kæra - þetta er reyndar bara stórt beð sem ég er að vinna með - en það er sæmilega stórt samt, mætti leggja sirka 5-6 bílum í því. Engin undur hér en samt stórkostlega gaman að sjá moldarsvað breytast í blómahaf. Knús á  þig skottið mitt.

Ragnheiður mín; Jamm, maður verður bara að leyfa sér að vera upptekin af og til - forgangsraða bara og gera svo sitt besta. Bloggið er og verður alltaf hérna - maður getur alltaf gefið því tíma - þegar maður hefur tíma. Knús á þig elskulegust ..

Tiger, 27.6.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi strákur á myndunum er alveg ótrúlega fallegt barn, og ekki er frænka hans síðri.   Ég óska þér ljúfrar góðrar helgar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.6.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Tiger

 Takk Jóna mín og eigðu líka yndislega helgi framundan ..

Tiger, 27.6.2008 kl. 01:16

7 Smámynd: Tiger

 Elsku Kurrið mitt .. vildi að ég gæti knúsað þig bara! Litlu krílin eru á bak og burt - en ég knúsa þig bara þegar ég næ í skottið á þér. Farðu að koma ... love you to píses!

Tiger, 27.6.2008 kl. 01:32

8 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

hehe þú ert  alveg frábær.......;)

Halla Vilbergsdóttir, 27.6.2008 kl. 01:40

9 Smámynd: Tiger

 Halla mín; thank you sweetypie! Ekki ert þú nú af verri kantinum sko! Knús á þig skottið mitt og hafðu ljúfa helgi framundan..

Tiger, 27.6.2008 kl. 03:15

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 krúttulingur krúttulingur krúttulingur..altsá sá litli á myndunum..en audvitad thú lika, má ekki skilja útundan nú meiri dugnadurinn i thér sko! vildi óska ad ég hefdi svona gardyrkjugen i mér alltof løt i thessum bissness...en jú,setti nú blóm hér úti  já svona er thad. Eigdu frábæran dag og knus í daginn thinn 

María Guðmundsdóttir, 27.6.2008 kl. 04:40

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndislega myndir af börnunum...Ertu nokkud ofvirkur????Nei spyr bara.Ég er nefnilega ofvirk hefdi örugglega verdi sett á rítalín sem barn ef svoleidis umræda hedfdi verid í gangi..Fekk tó útrás í gegnum ítróttirnar.

Hlakka til tegar tú ert tilbúinn med gardinn og bídur í veislu... Okkur öllum vinunum á blogginu sko.

Stórt knús á tig minn kæri inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 27.6.2008 kl. 05:53

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dásamlega falleg börnÉg sé þú kannt á myndavél, gætum við fengið að sjá framkvæmdirnar takkViltu....

Jónína Dúadóttir, 27.6.2008 kl. 07:33

13 Smámynd: Hulla Dan

Æðislega falleg börn...
Sammála Jónínu, gæti verið gaman að sjá árangur blómálfsins.

Eigðu kósí dag. Knús og grilljón kossar.

Hulla Dan, 27.6.2008 kl. 07:42

14 Smámynd: Tína

Börn eru uppspretta lífsins. Þannig er það bara.

Það væri nú svolítið gaman að sjá myndir af þessu "beði" þínu Tigercopper minn. Endilega skella nokkrum hérna inn. En fróðlegt væri nú að vita hvað bletturinn þarf að vera stór svo þú kallir hann "garð" . En nú er ég farin að skammast mín niður í tær fyrir framtaksleysi í mínu beði. Er ekki enn byrjuð  Að vísu reyni ég að afsaka mig á því þannig að hér á Selfossi gengur á með skín og skúrum. Það hellirignir hérna reglulega og svo fylgir glaðasólskin og hiti á eftir, og það vill bara svo til að það byrjar iðulega að rigna þegar ég ætla út í garð að vinna. Skrítið

Njóttu helgarinnar njólinn minn.

Tína, 27.6.2008 kl. 08:26

15 Smámynd: Brynja skordal

Falleg eru krúttin litlu Hafðu ljúfa helgi minn kæri

Brynja skordal, 27.6.2008 kl. 09:18

16 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þið eruð soddan krútt öll sömul, gæti bara étið ykkur með húð og hári. Hélt fyrst að þú værir hamingjusami faðirinn, en eiginlega er mikið betra að vera frændi, hafa gaman að þeim þegar að þau eru ljúf og góð, og henda þeim í foreldrana þegar að þau fá skeifu á munninn. Eigðu góða helgi ljúfurinn

Heiður Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 10:17

17 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

takk takk sæti ;) en sko ég er alveg sammála um að hafa bloggvinahitting ;) þar sem ég er nu orðin barnlaus þá er ég klárlega til í party svo nú verðurðu bara að plana i hvelli ;)

Halla Vilbergsdóttir, 27.6.2008 kl. 11:48

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Flott litlu krílin og þú líka. Setti smá grín við síðustu færslu.

Guð veri með þér frábæri grínisti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.6.2008 kl. 12:32

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mikið eru falleg börnin í fjölskyldunni þinni, ert þú svona sætur sjálfur ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.6.2008 kl. 14:08

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

yndislega falleg börn knús á þig inn í helgina.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 14:13

21 Smámynd: JEG

Halló sæti !

Svo þú ert Mosfellingur eða Mosalingur eins og maður kallaði það hér áður. ??

Ég var Mosalingur í 4 ár fyrir nokkrum árum. Vann þarna og bjó en var jú í skóla þarna líka í denn. En nú er öldin önnur og búið að byggja allar þúfur í Mosó. Manni finnst eins og maður sé villtur nánast þegar maður ekur í gegn um gamla bæinn sinn.

Slá garðinn ja það er nú það. Aldrei tími í þennan garð *hóst*minn er jú farinn að kynnast orfinu (loksins) enda var þetta orðið allsvakalegt.

KNÚS á helgina þina sæti og farðu varlega.

JEG, 27.6.2008 kl. 15:05

22 Smámynd: Huld S. Ringsted

Algjörir gullmolar þarna á myndunum og drengurinn bræðir svo sannarlega með þessum krúttlegu spékoppum!

Eigðu góða helgi Tící minn, knús og kossar

Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 21:54

23 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég var allann heila daginn í Mozó, sá hvorki þig né 'myndarkútinn'. ?

Steingrímur Helgason, 28.6.2008 kl. 00:00

24 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

lvoðalega er litli sæti  frændi þinn myndarlegur:) þú ert svo duglegur að blogga :) gaman að fylgjast með..

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 28.6.2008 kl. 01:16

25 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég elska svona tannamyndir svakalega sætur strákur og frænka hans er líka algert krútt..

Takk fyrir sæta fæslu Tiger minn og góða helgi til þín. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.6.2008 kl. 09:35

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú stendur heldur betur í stórræðum TíCí minn, og börnin eru yndisleg, hehehe gaman að grettunum á þeim stutta, ætti að komast að í spaugstofunni  En ertu að segja mér að þér finnist blóðberg og geldingahnappur séu illgresi ?  Þessar fallegu smáplöntur sem gera engum neitt. 

En það er virkilega gaman og gefandi að vinna í garðvinnu, fegra í kring um sig og laga umhverfið, það gleður sálina meira en allt annað.  Knús á þig inn í daginn og gangi þér vel í garðyrkjustörfunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 12:49

27 Smámynd: Sigrún Óskars

Sætir krakkar - eiga þau ekki líka sætan frænda?

Helgarknús til þín í blómabeðið , það er ekkert flottara en að vera grútskítugur innan um blómin og býflugurnar, fara svo inn í bað og einn sherrý.

Sigrún Óskars, 28.6.2008 kl. 18:39

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Börnin eru yndisleg og þú ert skemmtilegur, hvað meira get ég farið fram á í kvöld?? Hafðu það gott minn kæri.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 20:35

29 Smámynd: G Antonia

ég er sko ekki búin að gleyma þér, þó ég komist ekki á netið nema einn og einn dag . Þú ert alltaf jafn skemmtilegur og frændsystkin þín yndisleg eins og þú!! knús og spánskur koss *

G Antonia, 28.6.2008 kl. 20:52

30 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Saturday Góða helgi, sætastur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 21:05

31 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Alltaf ertu jafn sætur elsku Ticer minnflottar myndir af litla fólkinu þínu hafðu góðan dag á morgun elsku vinur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:01

32 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndisleg þessi litlu krútt!  Um að gera að njóta þeirra, þegar maður getur!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.6.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband