Hver slær hendinni á móti daðri? Liggur arfi á lausu í þínum garði? ...

Jæja, hérna eru í boði knús og kossar - raunverulegir kossar og raunveruleg faðmlög! Hver slær hendinni á móti því að vera bæði knúsaður og kysstur í bak og fyrir? Örugglega enginn, held ég! Málið er bara að ef þið hafið eitthvað aflóga af garðblómum og jurtum sem þið eruð að grisja úr garðinum ykkar - fjölær kvikindi - og eruð til í að gefa það bara frekar en að henda því eða urða það, þá er ég til í að koma og sækja það bara - á höfuðborgarsvæðinu nota bene!

villiblóm

Málið er að ég er að gera risastórt blómabeð. Ég sæki mikið af hlutum úr náttúrunni í beðið, steina, rekavið og ýmsar blómategundir líka.

En, það er svo sem takmarkað sem hægt er að ná í svona úr náttúrunni - því hef ég leitað til ættingja og vina sem eru að grisja garðinn sinn og sæki það til þeirra ef þeir hafa eitthvað á lausu.

Því datt mér í hug að athuga með ykkur hérna á netinu, bloggvini og vinkonur - sem og aðra bloggara eða lesendur - að ef þið eruð að laga til í garðinum ykkar og eitthvað fjörært og fallegt fellur út úr norminu þá væri ég glaður að fá að koma og stela því hjá ykkur.

Blóm, tré eða hvað sem er - svo framalega sem það er fjölært og vel lifandi.

Koma svo allir saman ef þið lumið á arfa sem þið viljið losna við, ég kem og sæki..

sólblóm

Eins og ég sagði í upphafi - býð uppá heilmarga kossa og flennimikið knúserí og daður í staðinn. Eins og þið vitið þá er ég ófeiminn við að daðra og algerlega ófeiminn við að knúsast og þannig stúfferí!

Það væri náttúrulega algerlega toppurinn ef kaffisopi og spjall fylgdi með - því ég elska sopann með hjali og daðri í sambland.

Getið líka sent mér skilaboð á E-mail ef þið þorið ekki að láta það uppi hérna að þið séuð að sækjast eftir smá daðri og kerleríi frá mér með blómaboði sem afsökun! *glott*...

Pósthólfið mitt er; tigercopper at hotmail.com ...

Luv ya all ... sérstaklega ef þið eruð svona late blómabörn sem eruð að grisja hjá ykkur svona seint. En næsta víst er að fólk er svo sem líklega löngu búið að grisja garðinn - enda vorið löngu liðið. Samt, maður skoðar allt - nema njóla og lúpínu ... knús í loftið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sorrý elsku vinur minn,ég er með engan garð og engin blóm hjá méren er vön að hafa falleg blóm á svölunum mínum á sumrinnen ég varð að sleppa því í sumar vegna viðgerða á húsinu að utan

en annars sendi ég þér þúsund kossaog hlýtt faðmlag í gegnum tölvuna

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: M

Sorry mannstu, er á svölum. Sæi annars eiginmanninn í anda ef þú kæmir í heimsókn og flaðraðir upp um mig með knús og kossum  

En gangi þér vel í blómasöfnuninni. 

M, 23.6.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Hulla Dan

Já greit. Ég er með 7000 fermetra garð og bara til í að gefa þér helmingin af honum... en bý í Dk... Vertu samt velkomin.
Trúi ekki að ég sé svo óheppin að missa af svona biluðu tækjifæri... grrrr

Endalaust af kossum og knúsi til þín kroppur!

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Æjjjjjj ég á bara tré og meiri tré og fullt af trjám....var reyndar áðan að fá jarðaberjaplöntur og skal gefa þér næsta vor....

Gangi þér vel ...

hefði alveg verið til í spjall og cokokaffi....svo á ég líka heima í Þorlákshöfn

Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Rosalega vildi ég að ég ætti blóm til að gefa þér, alltaf til í að fá knús og kossa. Í garðinum hjá mér eru bara fíflar og 50 ára gömul tré.

Helga Magnúsdóttir, 23.6.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: JEG

Elsku sæti minn!

Blessaður skelltu þér bara norður yfir hana Heiði og kíktu til mín. Fullur garður af allskonar óþarfa og sennilega einhverjum afra líka en þó sennilega minnst af honum. Hellingur af fjölæru drasli sem blómstra mismikið og er mismikið útum allt. Vantar einmitt svona græna fingur til að fikata í garðinum mínum þar sem ég hef bara ekki þennan eiginleika að græja garðinn. Jú kann að slá og raka en læt nú samt kallana um það sko þar sem það þarf einhver að vera með börnin.

p.s. taktu bara kerru svo að þú hafir nóg pláss.

p.s.s. en þú færð ekki rifberjrunnann.

Knús á þig sæti og eigðu lúfa viku.

JEG, 23.6.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dem................þú rétt misstir af öllum rósarunnunum mínum, var að gefa vinkonu þá alla. Þar sem ég er ekki með græna fingur þá lá þetta við skemmdun í garðinum hjá mér Hefði sko alveg verið til í smá daður og knús

Huld S. Ringsted, 23.6.2008 kl. 22:46

8 identicon

Ég er með helling handa þér en aðallega þó af knúsi og kossum, veit ekki með daðrið .. eg er ekki svo flínk í því.  En blómin mín máttu fá, sem og knúsið, en þú verður að bóka flug, það er bara solleðis.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 00:15

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég ætla ekki að skrá mig í þetta hlaup...  keppi í öðrum "greinum".    

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.6.2008 kl. 00:22

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er nú ekki mikið fyrir knús og daður en ég á nokkrar tegundir af fjölærum plöntum, ekki veit ég hvað þau heita en tvö þeirra eru fjólublá, svo er valmúi, jarðaber þessi gömlu íslensku, smágerðu dísætu góðu jarðaber.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:54

11 identicon

Vona að gangi vel að safna, hehe, það fyllist örugglega garðurinn hjá þér af fjöl-ærum ko..nei blómum..

alva (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 01:08

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thessi verdur ad duga frá mér,blómin mín eru ekki í frásøgur færandi thessa dagana svo ég myndi ekki gefa neinum thau,hvad thá ad fljúga thau heim til islands hehe..en knus og kram hédan og netblóm sem er kannski betra en ekkert..

  

María Guðmundsdóttir, 24.6.2008 kl. 04:38

13 Smámynd: Tína

Góðan daginn hjartagullið mitt.

Ég á fullt hérna fyrir þig en það er því miður á Selfossi. Þér er meira en velkomið að líta við ef þú vilt. Hann Gunnar minn hefur einmitt ekki geta unnið í garðinum eins og hann er vanur sökum anna, þannig að ég ætla að sjá um þetta fyrir hann í dag og næstu daga meðan veður leyfir. Ég bara bað hann að sýna mér hvað væri arfi og hvað ekki  ´því þarna er slatti af einhverjum blómum. plöntum og jarðaberjum, og ekki hef ég glóru um hvað er fjölært og hvað ekki. En hann sagðist ekki myndi gráta það þó eitthvað færi með sem ekki væri arfi. Hér er alltaf heitt á könnunni og bið ég þig velkominn vinur. Það er ekki langt að fara nema þú sért á 2 jafnfljótum eða á reiðhjóli. Ég skal þiggja knús fyrir kaffi og spjall fyrir blóm. Daðrið má einhver önnur fá . e-mailið mitt og msn er christinedevolder@msn.com ef þig langar að taka rúnt.

Nú ef ekki þá sendi ég þér bara knús í daginn eins og vanalega

Tína, 24.6.2008 kl. 05:45

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

....bara á höfuðborgarsvæðinu... ?!? Letin að drepa þig núna Eigðu yndælan dag í blómastússinu þínu Högni minn

Jónína Dúadóttir, 24.6.2008 kl. 06:26

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

NOOO

Ég er med fullann gard af yndislegum blómum ,rósir,lavender,,perutré,kirsuberjatré,stikkilsberjatré,jardaber bara nefndu tad minn kæri...Væri alveg til í spjall og knús.....tad er bara eitt vandamál..Ég bý í danmörku.

En vertu velkominn.Tér er greinilega margt til lista lagt ,líka med græna fingur...

Knús á tig inn í gódann dag og gangi tér vel med gardinn.

Gudrún Hauksdótttir, 24.6.2008 kl. 06:42

16 Smámynd: Helga skjol

Þú ert bara langbestur í daðrinu ljúfur, en því miður hef ég ekkert í garðinum hjá mér sem hægt væri að múta þér með hingað norður en mikið hefði annars verið gaman að fá þig í spjall og kaffi, já ok kannski pínu daður þar sem þú ert náttúrulega snillingur í því sem og öllu öðru

Knús og klemm á þig inní vikuna ljúfurinn minn

Helga skjol, 24.6.2008 kl. 07:31

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Verð í sólbaði útá palli kl. 15:15 í dag ...  .. arrrg.. gleymdi, ég verð í vinnunni svo ég hef hvorki stund fyrir daður né blaður.. hehe.   Ég hef stundum verið að safna svona jurtum, horfi löngunaraugum á garðana hjá nágrönnunum. Hef rænt blómum í Heiðmörk og svo .. engum segja... á leiði í kirkjugarðinum!! Held samt að hinn látni hafi bara orðið mjög glaður, eða þannig, því að leiðið var í mikilli órækt og ég snyrti það  í leiðinni.  Gangi þér vel í söfnuninni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.6.2008 kl. 08:45

18 Smámynd: Tína

P.s Bóndinn minn kominn á fætur og ég búin að spyrja hvað "fjölært" er. Svoleiðis að nú veit ég að öll þessi blóm sem eru hérna í garðinum eru s.s fjölær .

Tína, 24.6.2008 kl. 10:33

19 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Úpps, ekkert fjölært hjá mér, meira að segja tréð í stóra pottinum á svölunum drapst og þykkblöðungarnir í stofugluggunum eru að skrælna. En pabbi er grænni en allt sem grænt er, þú getur bara knúsað hann...  þá segir hann þér töfraorðið og allt verður grænt og blómlegt

Svala Erlendsdóttir, 24.6.2008 kl. 11:59

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er ekki með fjöllært í mínum garði ég er bara með rifsberja tré og fleiri tré æi leiðinlegt að geta ekki hjálpað.

Svo knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 12:40

21 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hva, hva, ég held þú verðir bara að taka rúnt hér vestur á firði, eitthvað á ég til af "arfa" og ég veit fyrir víst að hún Ásthildur á helling til..... og tel það nokkuð öruggt að þú getir fengið nóg af kaffi, knúserí, daðri og spjalli á báðum stöðum!

Hugsa að Ásthildur fyrirgefi mér að vera að bjóða þér knús og daður , fyrst þetta er nú þú, spurning hvað hennar elskulegi geri..........

Knús til þín og gangi þér vel!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 24.6.2008 kl. 15:12

22 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Égá ekki eitt einasta blóm en sýnist vera slatti af þeim hérna á geysi...hvernig viltu minn kæri ég tek það bara með mér i bæinn ;) en andskotinn......djöfull vildi ég knús kaffi og daður hehehehheh ;)

Halla Vilbergsdóttir, 24.6.2008 kl. 15:46

23 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta stenst maður ekki.  Ég á 2 til 3 sortir fyrir utan hliðarsprota af meyjarrós og blómstrandi graslauk. Velkominn

Sigrún Óskars, 24.6.2008 kl. 18:57

24 Smámynd: G Antonia

komdu honey!!! Á spáni er allt fullt!    mucha besos!!!!!!!!!!!!!hasta luego grrrrrr...... ég bara fann ekki veðrið heima svo ég fór aftur (og aftur).... *******

G Antonia, 25.6.2008 kl. 02:49

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef nú nægan tíma í daður, kossa og knús þú getur fengið latte með rós sem ég kaupi í dós, en elsku strákurinn míó míó, engin á ég blómin.
                       Knús knús í daginn þinn
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 09:08

26 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þú ert frábær baby

Heiður Helgadóttir, 25.6.2008 kl. 12:33

27 Smámynd: Tiger

    Þið eruð náttúrulega þær allra flottustu og dásamlegustu daðurpíur ever and ever. Kemur mér reyndar ekkert á óvart sko - kannaðist nú við ykkur elskurnar velflestar hérna á blogginu og vissi vel hvað þið eruð miklar daðurrúsínur.

Ohhmm.. man .. ef ég hefði ykkur nú bara í kringum mig í daglegu lífi - hve heppinn myndi þá einn maður vera. Gaman væri nú að búa í litlu hverfi - með ykkur allar sem nágrannakonurnar mínar - þá væri nú fjör á heimaslóðum sko!

Dýrka ykkur allar skutlurnar til píses og mun koma aftur online í kvöld til að lesa ykkur og athugasemdast í kerfinu ykkar! Knús á ykkur og hafði það ljúft!

P.s. fékk fulltaf blómum ... er búinn að vera á fullu í að nýta allar lausar stundir í blómagarðagerð - svo þess vegna hef ég verið lítið online í dag og gær. Knús á ykkur allar - og - næsta færsla - hún er náttúruelga bara grín, en ég þarf ekki að segja ykkur það - þið þekkið mig svo vel. Djókur á kaldhæðinn hátt ... luv you all.

Tiger, 25.6.2008 kl. 17:38

28 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

sarcastic

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.6.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband