Hvers vegna, hvers vegna ... hvers vegna gerast ófyrirséðir atburðir og afhverju þurfa þeir stundum að vera svona skelfilegir?

Deadconfederate

Drengurinn ungi var í sjokki, hann starði skelfdur á það sem fyrir augnabliki hafði verið lifandi mannvera - galandi eitthvað og iðandi af lífi. Þetta sem lá við fætur hans núna var hins vegar eitthvað svo óhugnanlega skelfilegt að hjarta drengsins stóð í stað, hann andaði varla, vildi ekki hræða þennan óhugnað meira en þegar var orðið.

Hann var ungur, einungis 16 ára, hafði fátt óhugnanlegt séð um æfina - hvað þá eitthvað eins ljótt og skelfilegt og það sem núna blasti við honum. Hann leit niður á götuna og beint framan í viðbjóðsleg galopin starandi augu sem voru blóðsprungin í rifnu andliti, andlit sem hékk einhvern veginn saman en samt ekki.

 

Ungi maðurinn var nýkominn á erlenda grundu ásamt frænda sínum, báðir 16 ára og báðir þokkalega kátir og ljúfir drengir sem ekkert máttu aumt sjá án þess að reyna að bjarga því. Þeir höfðu fengið góðfúslegt leyfi foreldra sinna til þessa ferðalags - tveir ungir sveinar einir á ferð til sólarlanda í 3 vikur, hvernig gat lífið orðið dásamlegra? Ekkert skal koma í veg fyrir dásamlegt frí og fátt gæti reyndar skemmt fyrir þeim ferðina því báðir voru bindindistöffarar, hvorki tóbak né áfengi voru ferðafélagar þeirra.

Ungi maðurinn okkar var lífsglaður og uppfullur af gleði til heimsins, Kátur með eindæmum og gleðin geislaði úr augum hans við hvert tækifæri. Þeir frændur voru búnir að vera örfáa daga á sólarströnd og búnir að kynnast þónokkrum ungmennum sem voru líka þar á ferðinni. Á hverju kvöldi var haldið á diskótek og dansað og daðrað langt fram undir morgun. En ætíð var gleðin í fyrirrúmi og stutt í skellihláturinn.

colagetop

Eitt kvöldið hafði hópur ungmenna ákveðið að fara á ákveðið diskótek sem ekki hafði áður verið farið á en allir vissu hvar var. Eitthvað voru frændurnir seinir fyrir og hópurinn kominn til að ná í þá áður en báðir kláruðu sturtu eftir daginn og ekki uppáklæddir. Það var handagangur í öskjunni og okkar drengur lætur frænda sinn fara fyrst í sturtuna. Þegar það er búið er hópurinn kominn á hreyfingu og orðinn eitthvað óþolinmóður - svo ungi maðurinn okkar segir frændanum bara að fara með hópnum, sjálfur ætlaði hann að fara í sturtu í rólegheitum og koma svo og hitta hin öll á diskótekinu, hópurinn fer og frændinn með.

Ungi maðurinn okkar fer í sturtuna, gefur sér góðan tíma og lagar sig svo vel til - enda mikill diskóbolti og heilmikil tískufatakappi, allt átti að vera fullkomið. Hann lagar sig til og skellir sér af stað labbandi. Klukkan var vel yfir miðnætti en það skipti engu því þessi staður var alls ekki slæmur, engin afbrot og fátt um rán eða glæpi. Því ákveður ungi maðurinn að stytta sér leið yfir stóran móa - og kemur flottur hinu megin út af móanum. Þar er lítil þröng gata sem liggur beina línu að diskótekinu sem hópurinn fór á svo stutt var þaðan.

Drengurinn labbar af stað eftir götunni, reyndar uppi á gangstéttinni. Hann hafði ekki labbað lengi þegar hann tekur eftir hávaðahrópum, líkt og þegar menn eru að rífast - hann gengur lengra og sér þá framundan á sömu gangstétt fullorðinn mann sem baðar út höndum og er að hrópa eitthvað á útlensku sem var óskiljanlegt drengnum. Drengurinn lítur yfir götuna - þangað sem maðurinn horfði og hrópaði - og sér þar annan mann sem baðar líka út höndunum og hrópar eitthvað álíka fjandsamlegt yfir götuna.

Eitthvað setur drengurinn þetta ekki fyrir sig, þetta virtist ekki vera neitt alvarlegt svo ekki hræddist drengurinn - enda virtist engin ástæða til þess. Hann gengur nær og nær og því nær sem hann kemur manninum sér hann að viðkomandi er greinilega að rífast við þann sem staddur var hinu megin við götuna. Bílum var þétt lagt meðfram gangstéttinni og stutt bil á milli þeirra. Þegar drengurinn kemur nánast að manninum sín megin götunnar - tekur maðurinn allt í einu undir sig stökk - og æðir á milli tveggja kyrrstæðra bíla og veður út á götuna í átt að hinum manninum. Drengurinn snarstansar og horfir á eftir manninum út á götuna, enda bara 2-3 metra frá honum.

En, þá gerist allt svo skelfilega hratt - en samt svo rosalega hægt að drengnum fannst hann allt í einu vera staddur í bíómynd þar sem allt var sýnt í hægagangi.

bilaklessa

Maður hleypur út á götuna - og bíll kemur á brjálaðri ferð - bíll skellur á manni sem hreinlega flest út á framhluta og glugga bílsins en síðan - þegar bíllinn snarstansar - kastast splundraður líkami mannsins hátt í loftið og skellur með veini og brothljóðum niður á malbikið. Tíminn stóð kyrr, ekkert heyrðist nema eitthvert undarlegt skelfingavein hinu megin við götuna - og annað skelfingarvein úr einhverjum sem kom út úr bílnum - en drengurinn bara starði skelfdur og gekk í dái í átt að því sem stuttu áður hafði verið hlaupandi og gargandi mannvera.

 

Fáir voru á ferli á þessari götu svo drengurinn gekk í leiðslu óhindrað beint að þessari skelfilegu sýn sem nú blasti við. Rétt áður en drengurinn kom að hrúgunni sem lá á götunni - gekk hann fram á fótlegg sem bara lá þarna einn og yfirgefinn á götunni, hjartað staðnaði en áfram gekk drengurinn yfir blóðslóð - alveg að þessu aumkunarverða flaki sem nú lá á bakinu á götunni. Drengurinn horfði beint niður fyrir sig - beint í skelfingu lostið andlit í dauðategjunum. Hryglandahljóð, uml.. augun fyrir neðan hann störðu beint í augu drengsins og á einu örstuttu andartaki lyftist afskræmt og sprungið höfuðið upp svo rusl lafði niður aftur úr því - heilinn örugglega skaust upp í huga drengsins sem horfið í vantrú niður á þennan hrylling.

Hann starði enn og fann allt í einu að einhver tók í axlirnar á honum og reyndi að draga hann burt - en drengurinn var lamaður, hann horfði á tætt andlitið með starandi augun sem horfðu að því er virtist beint í hans eigin augu. Sekúndubroti síðar skall höfuðið aftur niður - en óhljóðin sem bárust frá molnaðri höfuðkúpunni þegar hún skall á götuna aftur - bergmála ennþá í huga unga drengsins. Hann losnaði allt í einu úr leiðslunni, var tosaður burtu frá afskræmingunni sem lá á götunni - heilmikið var sagt við hann en hann skildi ekkert af því og heyrði mest lítið af því. Hann var leiddur að vegg og var látinn setjast niður, stuttu seinna heyrðist í sírenum og fleira og fleira fólk bættist í hóp þeirra sem komu til að sjá hvað hafði gerst. Drengurinn var skilinn eftir einn. Hann stóð upp, horfði í átt að hryllinginum - lokaði augunum augnablik, en opnaði þau strax aftur því hann sá samstundis starandi blóðhlaupin augu í afskræmdu og sundurtættu andlitinu birtast.

Death-thum

 

Hann gekk rólega í burtu, hann var grátandi. Hann var með mikinn ekka og gráturinn kom beint frá hjartanu. Kátínuglampinn og brosvirpan sem ætíð voru meitluð í augum og andliti drengsins voru horfin - en þess í stað var nú sorg og hryllingur - andlitið unga var frosið og augun voru grátbólgin. Góði Guð, hugsaði hann. Afhverju þurfti þetta að gerast? Afhverju afhverju afhverju afhverju ... afhverju er dauðinn svona grimmur og ætíð svona stutt í burtu frá okkur?

Smá saman hjaðnaði ekkinn og gráturinn dó hljóðlega út inn í nóttina. Drengurinn tók allt í einu eftir því að sólin var komin upp - hann leit á klukkuna - það var kominn morgun allt í einu, hann hafði gengið alla nóttina eitthvað án þess að átta sig á því. Hann hrökk við, frændi minn - hann hlýtur að vera hræddur um mig því ég kom ekki á diskótekið. Æi, aumingja frændi hugsaði drengurinn - hann fann út hvar hann var staddur - og hann kom sér til baka með það sama. Frændinn var að sjálfsögðu vitstola af áhyggjum enda hafði hann ekkert heyrt í drengnum alla nóttina og vitandi hve samviskusamur drengurinn var - vissi hann að eitthvað hræðilegt hlaut að hafa gerst, enda sjá hann það strax í andliti drengsins er hann labbaði inn í íbúðina.

Drengurinn varð að útskýra undarlega fjarveru sína - og saman fóru frændurnir aftur á þennan hræðilega stað daginn eftir. Honum leið illa, hjartað hamaðist og tár byrjuðu að renna því nær sem hann kom að þessum skelfilega stað. En hann ákvað að hann ætlaði sér ekki að láta undan, hann ætlaði sér að horfast í augu við hvað sem þar nú beið.

Sem betur fer hafði allt verið fjarlægt, en eftir stóðu krítaðar myndir af einhverju hrúgaldi sem ekki hafði mannsmynd í sér - en þó þekktu drengirnir mynd af stökum fótlegg sem teiknuð var spölkorn frá hrúgaldinu sjálfu.

Það sem eftir lifði af sólarferðinni eyddi drengurinn í móki - hann reyndi að einbeita sér að því að öllu því góða sem til var í heiminum til að draga það yfir þennan skelfilega atburð. Hann svaf lítið og enginn var kátínan og hláturinn - en hann hvatti frænda sinn til að skemmta sér með hópnum til að eyðileggja ekki ferðina fyrir honum líka. Eftir sat drengurinn grátandi á kvöldin en lét frændann aldrei sjá hve mikið hjarta hans var brotið og sálin í mikilli flækju.

Sunset

 

Það var ekki fyrr en hann kom aftur heim að hann fékk hjálp - áfallahjálp var ekki til - ekki einu sinni orðið. En drengurinn átti móður sem var hreinasta galdrakvenndi. Hún náði strax tökum á drengnum, neyddi hann til að tala um allt sem skeð hafði - lét drenginn tala og tala - og gráta og gráta og að lokum var drengurinn gersamlega uppgefinn og algerlega búinn. Það tók galdrakonuna aðeins örfáa daga til að fá drenginn til að brosa aftur, en - hún sá að brosið náði ekki til augnanna - og glaði káti glampinn var horfinn.

Mörgum árum seinna kom glampinn aftur - en í hvert sinn sem drengurinn hugsar til baka - þá er það skelfilegt mulnings- og beinabrotshljóð sem bergmálar hátt og grimmilega í huga hans sem minnir hann á afskræmt höfuð sem skall aftur fyrir sig á götuna eftir að hafa lyft sér upp í einhverjum dauðateygjum - og starandi augun sem horfðu skelfingu lostin beint í augu drengsins fylgja honum grimm eftir ennþá.

Hugsunin er mjög mild í dag, langt frá því að vera skelfileg - en ef drengurinn dvelur of lengi með hugann við þennan atburð - þá renna tár fyrir hönd þessarar vesalings mannveru sem hlaut þarna svona skelfilegan endir.

Ég mun ekki setja inn athugasemdir hérna við þessa færslu. Mín athugasemd - er færslan sjálf. Skoða ykkur öll á morgun, can´t do more tonight ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er hræðilegt að lenda í svona reynslu.  Ég get ekki einu sinni ímyndað mér óhugnaðinn.   Ég er svo viðkvæm að börnin mín þurftu að fjarlægja dauða fiska úr fiskabúri sem ég átti fyrir 20 árum.  Þegar ég hef misst ketti, get ég ekki séð líkin.  Ég þoli ekki að sjá dauð dýr, og oft þegar ég er að matreiða kjúklinga fæ ég hroll, mér finnast þeir stundum eins og lítil börn.  Það hefur bjargað mér í gegnum lífið að þurfa ekki að fara í margar jarðafarir, mér finnast kistulagningar það allra versta sem ég þarf að fara í.  Ég vona að ég þurfi ekki að missa fleiri meðan ég lifi.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.6.2008 kl. 04:18

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 06:56

3 Smámynd: Hulla Dan

Hræðilegt  
Þrátt fyrir óhuggunarlega hræðilega reynslu, er þetta ein af fallegustu frásögnum um svona hræðilega atburði, sem ég hef nokkru sinni lesið.
Snerti mann inn að hjartarrótum.
Mömmur eru góðar

Vona að dagurinn verði þér bestur.
Knús á þig

Hulla Dan, 19.6.2008 kl. 07:23

4 Smámynd: Ragnheiður

Það er alveg hræðilegt að lesa þetta og hugsa með sér að slíka reynslu þurfi að bera með sér í lífinu. Minn kæri Tiger -orð verða máttlaus

Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 08:39

5 identicon

Ef þú værir hérna myndi ég knusa þig.  Í staðinn sendi ég þér stórt og hlýtt faðmlag.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn þessi skrif snerta mína innstu hjartarót, ég skil vel örvæntingu þína og sorg, 16 ára að hafa það skemmtilegt með þínum vinum.
Þar sem þú ert að ég tel, alinn upp í miklum kærleik, þá hefur þessi atburður haft mikil áhrif á þig.
Mamma þín er, þú kallar hana galdrakvendi, já það er hún og að sjálfsögðu hefur hún átt mikla visku, sem hefur komið sér vel þarna.
Tiger takk fyrir mig og þú ert bara yndislegur maður.
               Kærleik til þín og þinna.
                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 10:06

7 Smámynd: Tína

Sendi á þig alla þá hlýju, orku og kærleik sem ég bý yfir. Guð geymi þig Tiger minn

Tína, 19.6.2008 kl. 10:13

8 Smámynd: JEG

Hvað getur maður sagt ? Hvað á maður að segja ? Sennilega eru orð óþörf og það eina sem sem ég veit að er aldrei óþarft er knús og klemm.

Sendi þér helling af knúsi og klemmi minn elskulegi sæti.

Kveðja úr sveitinni þar sem  sumarið er komið.

JEG, 19.6.2008 kl. 10:21

9 identicon

 Enginn getur gert sér það í hugarlund hvernig tilfinning þetta er, fyrr en hann hefur reynt það sjálfur eða orðið vitni að slíku.  En fyrir ungling, einan í ókunnu landi og verða vitni að slíku hlýtur að vera alger ringulreið.

   

alva (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta sorglegt ég bara fæ tár í augun að lesa þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2008 kl. 11:28

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

guð geymi þig Tígri minn

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2008 kl. 11:39

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

svakaleg frásøgn af hrædilegum atburdi hef sjálf lent i ad koma ad banaslysi og thad situr svakalega á sálinni og í hjartanu og sú mynd er sem greipt i huga mér um alla ævi,man thad eins og hafi gerst i gær.

En mikid áttu góda og fallega manneskju i henni mømmu thinni Hafdu thad sem best minn kæri og stórt knús i daginn thinn

María Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 13:01

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! þetta hefur verið hrikaleg lífsreynsla

Knús á þig Tící minn

Huld S. Ringsted, 19.6.2008 kl. 15:29

14 Smámynd: M

Takk fyrir innilega frásögn Tiger. Þetta hefur verið hryllingur að upplifa.

M, 19.6.2008 kl. 19:43

15 identicon

Sæll Tiger.

já,þetta er magnað að lesa.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 02:41

16 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Guð hvað þetta er sorglegt. leiðinlegt að lenda í svona hremmingum og ég er stolt af mömmu þinni fyrir rétt viðbrögð. ég er nátturlega svo viðkvæm að ég hefði orðið ónýt á að lenda í þessari lífsreynslu ég má ekki vinna á elliheimili og ekki fara í kistulagningu því ég er of viðkvæm fyrir svona hlutum.  knús tící

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 20.6.2008 kl. 03:10

17 Smámynd: Jac Norðquist

Stórt Knús

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 20.6.2008 kl. 09:10

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta var erfitt að lesa. Elsku kallinn, ég get rétt ímyndað mér hversu erfitt hefur verið að skrifa þetta og endurlifa þennan skelfilega atburð. *Súperfast Helguknús til þín yndislegi strákur! hug

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:41

19 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Sendi þér risastórt knús, minn kæri

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband