Ákveðinn niðurskurður - eða uppskurður - eða bara bloggleti og útþrá.

smileJá, neinei .. þetta er ekki mynd af mér! Þetta er bara skrítið bros handa ykkur lesendur góðir. Þar sem moggabloggið var í lamasessi með "fléttingar" ákvað ég að biðja ykkur í síðustu færslu um broskall/fýlukall - alla sem komu inn á síðuna til að skoða/lesa - eingöngu til að búa til minn eigin teljara - og þið voruð teljarinn minn!

Eitthvað er þessi aðferð ekki alveg að skila sér - eða hvað? Mér reiknast til að síðastliðinn sólahring hafi heilir 24 bloggarar lagt leið sína inn á bloggið mitt að lesa! W00t 

Þessi mynd til hliðar sýnir vel álit mitt á þessum heimagerða teljara sem annaðhvort er klikkaður - eða ég algerlega dottinn niður á botn í vinsældum. Spurning um að vera áfram svona óvinsæll í sumar - enda ætla ég að eyða meiri tíma úti og í vinnuumhverfinu en á netinu.

 

Maður er nú einu sinni ekki ofvirkur svo sem - hef oftast bara sett inn eina færslu á dag, stundum tvær - og stundum enga. Svo það er ekkert skrýtið þó það hafi ekki komið nema 24 inn til mín síðasta sólahring.

tennurnar 

En, nú er ég að fara að sýna tennurnar - neinei ekki mínar eigin tennur - en ég er að fara að skera niður. Ég var farinn að eyða heilmiklum tíma - eiginlega ótrúlega löngum tíma - í að lesa og commenta á alla.

Ég ætla ekki að henda neinum út - alls ekki - enda les ég allt nýtt sem kemur frá ykkur. Nei, ég ætla að skera niður í að commenta um allt - hætta að commenta hjá hinum og þessum sem ég þekki ekki og hef ekki á "vinalista". Einnig ætla ég að hætta að commenta á þá sem eru á "bloggvinalistanum" en ég sé aldrei inni hjá mér.

Málið er að í sumar mun ég verða mun minna á netinu en að vetri til og því nenni ég bara ekki að eyða öllum tímanum á netinu í að commenta hjá öllum sem ekki láta sjá sig hjá mér nema í 10undu hverri færslu eða jafnvel aldrei.

nebbakrutt

Því er það málið núna í sumar - að ég mun ekki commenta hjá neinum nema þeim sem koma inn hjá mér og skilja eftir sig glott eða háð, bros eða skammarorð. Ég les alla og hef alltaf gert - það mun ég gera áfram - en ég er bara hreinskilinn með það að ég er ekki hrifinn af því að lesa og setja svo bara inn broskall eða "búinn að lesa, kvitt". Ef ég hef ekkert sérstakt að segja um það sem bloggarinn er að skrifa um - þá bara segi ég ekkert.

þó ætla ég - eins og ég sagði - að kvitta fyrir mig hjá öllum þeim sem ég sé koma inn hjá mér og skilja eftir sig spor. Ég gruna að ég þurfi ekki að eyða of miklum tíma á netinu með þessu móti - enda eru sýnist mér ekki nema sirka 24 bloggarar sem eru að lesa hjá mér á sólahring og ég er ekki lengi að borga þeim í sömu mynt.

Svo þegar hausta fer - þá mun ég hugsanlega bara aftur taka uppá því að æða um allt með hamagangi og kjánaskap, eins og hingað til - En það mun samt bara koma í ljós þegar þar að kemur.

Enn fremur mun ég svo halda áfram að lesa hina og þessa sem eru ekki á vinalistanum mínum og ef ég les eitthvað sem mig langar að commenta á - þá bara geri ég það. Svo eru nokkrir sem ég þekki in real life sem stundum koma og stundum ekki til mín - en ég mun auðvitað halda áfram að hamast í þeim í commentum.

  Ég drekk ykkar sumarskál - og nota bene - það er epladrykkur í mínu glasi! Veit að þið skiljið mig því þið eruð öll í svipuðum málum - með marga bloggvini og suma sem aldrei sjást eða aðra sem virðast kíkja á 10undu hverja færslu hjá ykkur og svo frv. Ég veit líka að nokkrir eru ekki heima við stundum - eru á ferðalögum og alls skonar uppákomur geta valdið því að þið eruð ekki að commenta um allt - það er stundum svoleiðis hjá mér líka. Enn og aftur - þá ætlast ég heldur ekki til að þið séuð að commenta hjá mér þó þið sjáið kvitt & comment frá mér óvænt inni hjá ykkur. Með von um að þið hafið það öll dásamlegt í sumar - og með von um að þið lesið mig áfram þó ég commenti ekki stanslaust hjá ykkur, rétt eins og ég les ykkur þó þið sum séuð aldrei inni hjá mér - þá kveð ég fram að næstu færslu. Knús & kreist út í loftið ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bruxinha Maður kemst einfaldlega aldrei yfir að kommenta hjá öllum á listanum. En kveðja og knús frá litlu norninni í úkklöndum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.6.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  me sko...er alltaf svo gaman ad fá komment frá thér, svo ég vona ad ég fái thó eitt og eitt áfram en ekkert vid hverja færslu..bara mann viti ad thú sért á ferdinni ég segi nú eins og thú,kommenta ef ég hef eitthvad um málid ad segja,en svo kemur oft fyrir ad ég hef ekkert um málefni dagsins ad segja ,thá kannski sendi ég bara broskall og "knús"  bara svo fólk viti nú hverjir séu ad lesa hjá sér. Ég reyndar fæ stundum fleiri fleiri innlit hjá mér en bara tvø thrjú komment..en thad er bara svo en eigdu gódan dag kæri minn og knus og kram á thig 

María Guðmundsdóttir, 5.6.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Tiger

  esss á þig Helga mín - svo satt að maður verður hreinlega að vinna við þetta til að ná öllum allsstaðar. Knús á þig ljúfasta - og ef ég væri köttur - þá veistu hvar ég vil hvíla... *glott*.

Tiger, 5.6.2008 kl. 19:36

4 Smámynd: Tiger

  María Guðmunds .. þú ert löngu orðin úti skottið mitt!

 Nei, sko - þú ert fastagestur hjá mér og þú losnar ekkert svo auðveldlega við mig addna skottið mitt!

Tiger, 5.6.2008 kl. 19:39

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

mátt ekki gleyma mér!!! sko elska að fá frá þér komment snúðurinn míó míó.
Enn verð að sætta mig við ef þú ert ekki við, ég meina sko úti einhversstaðar,
það verður örugglega hjá flestum í sumar eitthvert los.
Ég verð sko heima í allt sumar, fyrir utan nokkra daga í júlí.

 HeartbeatKveðjur Tiger míó
                Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2008 kl. 20:20

6 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

hi ég er nú voða nýr vinur sko...;) en samt voða krútt heheehhe ég tróð mér á þig hahahaha viltu vera vinur minn ;)

Halla Vilbergsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:55

7 Smámynd: Tiger

 Milla! Jamm, súper Milla sko... alveg ómissandi að kíkja á þig á kvöldin (segðu samt engum frá því að ég sé að brölta í kringum þig á kvöldin sko)... Jamm, örugglega margir á faraldsfæti í sumar - og örugglega mismikill tími hjá fólki yfir höfuð á þessum árstíma. Knús Millan mín ..

Tiger, 5.6.2008 kl. 20:57

8 Smámynd: Tiger

  Jamm Halla mín, vertu bara velkomin! Alltaf gaman að sjá nýtt andlit, sérstaklega krúttípúttí andlit sko! Knús á þig ...

Tiger, 5.6.2008 kl. 20:59

9 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

takk....;) en þarna varst þú nú líka sérdeilis heppin hehehhe en gaman að þér krútt sjálfur......Drulluflotturdjúsítuddi eins og ein vinkona mín mundi segja hehehehhehehehe

Halla Vilbergsdóttir, 5.6.2008 kl. 21:14

10 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... skottið þitt! Takk fyrir það sko! Maður á alltaf að vera ófeiminn við að nota sér ný-orð ef þau poppa á borðið hjá manni. Nýyrði geta verið óendanlega fyndin, sérstaklega þau sem börn búa til handa okkur. Eigðu ljúft kvöld Halla.

Tiger, 5.6.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: JEG

Já eins og ég gerði þér ljóst með mínu bloggi í dag þá er sumarið tíminn til að grilla og ekki hanga í tövunni. Heldur njóta sólar og blíðu.

Knús á þig sæti.

P.s. þetta eru geggjaðar lettur sko !

JEG, 5.6.2008 kl. 21:29

12 Smámynd: Tiger

   Grr ... sko ... JEG ... ég er á leiðinni - alltaf á leiðinni - til þess að borða hjá þér lambakjötið grillaða ... lalalaaaa lalala aaa!

Knús í sveitina essgan .. mumu&meme!

Tiger, 5.6.2008 kl. 21:40

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er ég hæ hæ hæ   

tigercopper
Custom Smiley 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 21:44

14 Smámynd: Tiger

  kiss og knús Ásdís mín. Ætli það sé ég sem ligg þarna í hláturskasti hjá þér? *bros*...

Tiger, 5.6.2008 kl. 21:50

15 Smámynd: Sigrún Óskars

Mér finnst alltaf jafngaman að lesa þig, minn kæri. Hafðu það bara gott og sendi þér sumarknús

Sigrún Óskars, 5.6.2008 kl. 22:47

16 Smámynd: Tiger

  Knús á ykkur rúsínurnar mínar - og jamm - búkollur!

Bukollabaular; Takk fyrir það kusa mín, hafðu ljúft kvöld.

Sigrún mín; Sömuleiðis gaman að skoða þig! Takk fyrir sumarknúsið ..

Tiger, 5.6.2008 kl. 22:52

17 Smámynd: M

Einlægur og skemmtilegur að vanda. Þú ert einn af þeim virku vinum mínum og má ekki við því að missa þig xxxxx

M, 5.6.2008 kl. 23:20

18 Smámynd: Tiger

  Truth mín kæra EMM - auðvitað á maður að reyna að vera bara hreinn og beinn, ekkert að skafa af hlutunum .. knús á þig ljúfan - þú ert líka ómissandi darling.

Tiger, 5.6.2008 kl. 23:47

19 Smámynd: Tiger

   ... Kurr - sko - þar sem þú ert á VIP passa hjá mér - þá þarft þú víst ekkert að hafa áhyggjur, þú losnar aldrei við mig!

Tiger, 6.6.2008 kl. 00:00

20 identicon

sæll nýi bloggvinur!! Takk fyrir þetta. Veistu að ég hef ávalt verið voða dugleg að kommenta á bloggi, hjá fólki sem ég þekki ekkert og vel og allt það á milli...ég er bara þessi týpa sem þarf voða mikið að tjá mig sko...get ekkert að þessu gert  en akkúrat í gær og í dag ákvað ég að hætta þessu, því að ég hafði á tilfinningunni að fólk héldi að ég væri eitthvað kreisí að vera að kommenta út um allar trissur...sumir hættir að svara mér og aðrir að gera grín að því hvað ég er dugleg að kommenta... svo þetta var gott búst fyrir mig að lesa hérna, takk. Ég skal lofa því að vera dugleg að kommenta hér if jú dont mind... 

alva (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:36

21 Smámynd: Tína

Góðan daginn hunangshrúgan mín. Það sem mér fannst/finnst skemmtilegast við bloggin þín (fyrir utan einstakan húmor) er að þú talar eins og ég, (kallar fólk s.s allskonar gælunöfnum, eins og krúttið mitt, dúllan mín, elskan mín, og svona fram eftir götunum. Ég er einmitt ein af þeim sem talar svona við alla og knúsa nánast alla sem verða á vegi mínum. Eftir eina gagnrýnina sem ég fékk fyrir þetta (þetta var nefnilega tekið sem daður) þá spurði ég eiginmanninn hvort honum fyndist þetta óþægilegt og vildi að ég hætti þessu. Svarið sem ég fékk og dugði mér sko alveg var "Já en........ þá værir þú ekki lengur þú Tína mín því svona hefur þú alltaf verið".

En ég sé að margir eigi eftir að fá fráhvarfseinkenni ef þig fer að vanta hérna á  blogginu. Ég mun í það minnsta halda áfram að fylgjast með þetta blogg hér (bara svo það sé á hreinu). Takk annars fyrir kommentið þitt á mitt blogg í gær. Ég svaraði þér þar en ég veit ekki hvort þú ert búin að sjá það. Meira að segja komin mynd af eldspýtnastokknum og alles!

En það er fólki eins og þér að þakka hversu gott, gaman og yndislegt það er að búa hér á Íslandi. Takk fyrir að gera lífið slatta skemmtilegra TC minn. En mig grunar að þú sért sólargeisli í hugum margra bloggara og þá sérstaklega þeirra sem líður kannski örlítið illa í sálinni, eða þar til þeir lesa eitthvað frá þér.

Gakktu glaður og forvitinn inn í þennan dag vinur.

Tína, 6.6.2008 kl. 06:23

22 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Sumarið er tíminn til að vera úti og gera ýmislegt annað en að bloggast......

Fyrir utan það að ekki er hún ég alltaf dugleg að blogga....

Held áfram að lesa hverja einustu færslu frá þér, ef ég tek bloggrúnt, þá ert þú bara ómissandi "partur af programmet" sama hversu ört færslurnar koma

Knús og kreist á þig minn kæri

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.6.2008 kl. 06:27

23 Smámynd: Jac Norðquist

Innlitskveðja frá Danaveldi.

Kveðja

Jac "Boi" Norðquist

Jac Norðquist, 6.6.2008 kl. 06:53

24 identicon

Þú ert nú meira krúttið þaddna.  Þú ert búinn að fá mig til að sveifla mér í dansi síðan í síðustu færslu, magadansast út í eitt.  Svo ertu búinn að heilla mig gjersamlega upp úr skónum, og setja mig út af laginu með krúttlegustu kommentum EVER,  OG SVO SEGISTU VERA AÐ FARA I SUMARFRÍ  !!!!!  anda inn anda út.. !

Viltu gjöra svo vel að sumarfríast ekki á mér.

Bloggkreistogkremjur.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:15

25 identicon

Já minn kæri sumarið er tíminn!

Komið með tilheyrandi roki og rigningu, nú get ég geðvonskast yfir því :)

Tek undir með þér verð minna á bloggrúntinum, er á leið í sumarfrí á heitari og sólríkari slóðir og ekki degi of snemma það get ég sagt!

Er þó ekki alveg farin strax, ætla í veiðitúr um helgina .......nei ekki misskilja veiða fisk! Væntanlega verður rok og rigning jibíííí :)

Knús á þig minn kæri,

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:22

26 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú losnar ekki við mig fyrr en í ágúst. En þá losnarðu líka allan mánuðinn. Það er rétt hjá þér, maður bloggar og kommentar af því maður vill það en það á ekki að vera einhver kvöð.

Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 15:18

27 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Good Weekend..og vertu eins rosalega naughty og þér er framast mögulegt, minn kæri TígriDýrslegi daðursvinur! *Blikk*Blikk Helgan ætlar sko líka að njóta helgarinnar.. og nýta hana vonandi líka til einhverra framfara.. best þegar hægt er að sameina þetta allt..  *Rófuskottsknús á þig elskan!

tiger-1.jpg tiger image by al122561

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.6.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband