Sumt er bannað - annað er sérhannað - og enn annað bannað að sérhanna. Eru dúkkur leikföng fyrir konur eða uppblásnar lausnir millifótavandamála karla? Ath. efni ekki fyrir viðkvæma!

Karolína Langbrók hefur enn og aftur haldið innreið sína á netið - nema hvað núna er málið annarsskonar reið en venjulega hjá Langbrókinni. Núna hefur hún séð til þess að unglingar yfir fimmtugt eru í standi um allan heim eftir að hafa séð klámsenur hennar á JÚTúBe. Klámsenur sem eru bannaðar innan 55ára.

leoncie-pukki

Kerlingin hefur enn og aftur hneykslað heiminn með klámívafi á netinu. Siðprúðar piparmeyjar undir fimmtugu sem og öskukarlar undir 55 ára eru nú æf af reiði þar sem aldursmörkin eru sett í 55 ár.

"Það er alltaf sama sagan með þennan klámbraza, maður þarf helst að vera kominn á Grund til að fá að sjá svo mikið sem nakinn olnboga" sagði gömul nunna sem lagði leið sína í Erótíkurshop við laugarveginn.

Í sama buxnastreng tóku fleiri sem pislahöfundur náði að króa af í klámbúðinni - en engin þeirra vildi koma fram undir nafni og engin vildi láta tengja sig við klámdrottninguna.

Pislahöfundur lagði leið sína til Sandgerðis, heimabæ Karólínu Langbrókar klámdrottningar. Það kom berlega í ljós að bæjarbúar voru búnir að fá nóg af beru holdi og kynlífsbrölti. Vel flestar konurnar gengu þar um með hulið hár og höfuð, vel klætt svo eingöngu mátti greina augun.

"Maður hefur bara fengið fullmikið af því ljúfa lífi sem einkennir uppáferðir, lautarferðir og millifótaferðir" lét ein þeirra hafa eftir sér. Pislahöfundur náði þó í nokkra opinbera starfsmenn sem voru að sniglast fyrir utan hús Langbrókar, en þeir flúðu vettvang um leið og þeir komu auga á myndavélarnar.

pervertasvin

Pislahöfundur fann þó einn starfsmann hjá tölvufyrirtæki sem var ekkert feiminn við að tjá sig um myndbönd þau sem Klámdrottningin hefur sett á netið. Þessi starfsmaður leyfði myndatökur á sig þar sem viðkomandi var að skoða myndbönd á Jútúbe, af Klámdrottningunni. Pislahöfundur tók sér þó það Bessaleyfi að "fela" dónalegasta part perrans til að hlífa lesendum sínum.

"Þau eru æði þessi myndbönd, sérstaklega þegar hún er að dansa við plastdúkkurnar Sillu og Villu. Ohh hvað ég vildi að ég væri svín í stúkunni þeirra mahhr" sagði svínið með óendanlega ljótu glotti sem varð til þess að pislahöfundur ákvað að tala ekki meira við þennan viðmælanda.

 

Næst lá leið að heimili Stjörnunnar margumtöluðu, Langbrókar. Auðséð var á öllu utandyra að þarna bjó erótísk þenkjandi manneskja, enda þekkt fyrir að fara mikinn og auglýsa sig útávið við hvert tækifæri.

shop1

Kerlingin kom til dyranna eins og hún er ætíð klædd - nakin og undir áhrifum frægðarljóma. Hún var æst, óvenjuæst og rjóð í kinnum - öllum kinnunum. Pislahöfundur var smeykur um að hann hafi truflað bólfarir eða eitthvað álíka, en annað kom í ljós seinna.

Hús hennar var smekkleysislega hannað og fáránlega skreytt að utan, en greinilega var hún þó sjálfri sér samkvæm svo að skreytingarnar voru allar á erótíska vegu. Reyndar hafði pislahöfundur heyrt af því að hús Langbrókar hafi verið sett á bannlista og fannst sumum að loka ætti götunni við húsið - börnum.

En, Karólína Langbrók bauð skrifara innfyrir sem hann og þáði með kurteisi. Við blasti ýmislegt misjaft og óhefðbundnar innréttingarnar sem við blöstu minntu helst á Arkitektúr sem á uppruna sinn norðan heiða, nánar tiltekið - inn í hús hjá Kerfisvillunni með rúllurnar og grænu eldhúsinnréttinguna. 

 

 shop3

En, eins og sjá má á myndum sem pislahöfundur fékk að taka innandyra - þá eru ekki beint bækur og ævisögur í hillum Langbrókar, en ævimyndbönd voru þar þó.

Á eftir kemur svo viðtalið sem pislahöfundur átti við Klámdrottninguna, en nokkrar myndir fá að fljóta með til að gefa nánari mynd af þessari umdeildu stjörnu. Taka skal fram að viðtalið tók mikinn tíma og þurfti höfundur að margskrifa sumt af því aftur og aftur vegna þess að Karólína Langbrók er þekkt fyrir að vera margsaga og tvíræð um sjálfa sig sem og aðra.

 

"Ég á barasta ekki orð - ég er bönnuð innan 55 ára" byrjaði Langbrók með látum að segja frá.

"Það er eitthvað ruslahrúgulið sem hefur flaggað myndböndin mín á Jútúbe" heldur hún áfram og krossleggur hendur á mjólkurbúi sínu - blaðamanni til vonbrigða. Fréttst hafði að Drottningin hafði sett inn nokkur góð myndbönd á netið - en fólk sem skoðar getur sett ákveðið flagg við myndbönd sem birtast á Jútúbe þannig að þau verði bönnuð innan ákveðins aldurs ef þau þykja of nasty.

shop7Áhorfendur á Jútúbe hafa varað við því að erlendar dúkkur hafi verið notaðar í myndbandinu - og mæla áhorfendur ekki með því að heimahollir áhorfendur sjái viðkomandi efni því það særi þjóðarstolt þeirra.

"Ég er bara trilljón og milljón prósent viss um að þarna eru íslenskir rasistar á ferð. Ég er mjög reið. Þetta er eitthvað hæfileikalaust pakk sem vill skemma fyrir mér" segir Langbrók með morðglampa í augum og snýtir sér.

Pislahöfundur réttir kerlingunni snýtiklút og gónir fast á barm hennar þegar hún tekur við klútnum - snýtir sér og hamast á nösinni - en barmurinn lyftist og skutlast til og frá um leið. Pislahöfundur verður dálítið ókyrr, enda bara venjulegur fávís karlmaður sem er ekki gerður úr steini, nama að hluta til á þessu augnabliki nákvæmlega.

 

shop8

"Þetta er bara mjög saklaust og fyndið myndband. Hvað kemur það líka Íslendingum við þótt dúkkurnar Villa og Silla séu þarna? Þær eru ekki einu sinni íslenskar, þær eru rússneskar!" bætir Langbrók við og glottir grimm, enda þekkt fyrir að vilja ekki íslenskt í myndbönd sín.

Karólína Langbrók hefur mikla trú á þessari nýju afurð sinni. Enginn þríkanntur hérna á ferðinni og fyrst fólk getur ekki séð afurðir hennar á Jútúbe án þess að skrá sig inn og sanna að það sé orðið 55 ára - ætla hún að setja afurðir sínar á sína eigin vefsíðu.

"Það stoppar mig enginn, það er rándýrt að lifa og komast af í þessum brasa og rándýrt að framleiða svona efni" segir Langbrók hróðug með dýrslegan glampa í augunum þegar hún tekur eftir því að spyrjandinn á erfitt með að sitja kyrr vegna millifótavandamála sinna. Hún færir sig nær karli og otar mjólkurbúinu að pislahöfundi.

funnygirl 

Pislahöfundi tekst naumlega að heyra næstu setningar sem Klámdrottningin lætur frá sér vegna ógnarinnar sem nærvera hennar hafði á líkamlegt ástand hans. Það fer um hann þegar hann finnur kvenlega fegurð hennar og finnur höfgan konuilminn sem nú verður allt í einu þunglega áberandi.

Eitthvað um að ef hún hefði farið í Júróvísion með góðar klámvísur og sýnt myndböndin sín þar - þá hefði hún látið Evrópu liggja flata fyrir fótum sér, eitthvað sem pislahöfundur átti ekkert erfitt með að trúa. Langbrókin telur að litarhaft hennar hafi mikið með öll þessi læti haft að gera.

"Ég er ekki hvít og ekki svört heldur þar mitt á milli" sagði Drottninginn um leið og hún stökk eins og köttur á litla mús - en það er önnur saga - klámsaga sem ekki verður sögð hérna. Þar sem Langbrók hefur þegar gefið í ljós að hún hefur ekki áhuga á að tala meira - og pislahöfundur hefur ekki orku til að mótmæla því, þá mun viðtalið enda hérna. Athugið að Pislahöfundur getur ekki tekið ábyrgð á neinu sem í þessum skrifum er sagt, en hann getur ekki getið heimildamanna sinna þar sem þeir flúðu allir af vettvangi vegna þjóðfélagsstöðu sinnar. En að þessu sögðu/skrifuðu kveður pislahöfundur um leið og hann skellir sér til sunds í flóabúi Sandgerðisbæjar. Over and deep inn ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 27.5.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 BARA GÓDUR   knus og krammar

María Guðmundsdóttir, 27.5.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Tiger

  Ég gleymdi auðvitað að segja að það var frétt um að nýtt myndband Leoncie var bannað innan 18 ára á youtube og var það gert að fréttaefni. Ég nennti ekki að leita af þessu myndbandi en ef þið sláið inn nafnið hennar á Goggle þá finnið þið það örugglega.

Hólmdís; Bros til baka og knús.

María Guðmunds; Takk ljúfan og knús á þig líka.

Tiger, 27.5.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: M

Hef ekki áhuga á því að hafa fyrir því að leyta af myndbandinu

M, 27.5.2008 kl. 17:16

5 Smámynd: Tiger

   Kæra EMM; Ég segi það sama - ekki nennti ég að leita af þessu myndbandi. Hef ekki mikinn áhuga á þessari "listakonu" frekar en sandinum sem kisurnar mínar pizza í .. þannig séð. Hahaha ...

Tiger, 27.5.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: JEG

Þú ert nú meiri snillingurinn. Uss þessi Leoncie er nú svo glötuð að það var landhreinsun þegar hún fór.  Glætan að maður fari að googla þessu myndbandi jaseysey neinei.

Knús á þig sæti og eigðu góðan dag.

JEG, 27.5.2008 kl. 17:28

7 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... veistu JEG - ég er bara alveg sammála þér! Mér hugnaðist þessi kona aldrei og hef ekkert breyst hvað það varðar. Hún er samt góður efniviður í grínpistil. Knús til baka á þig mín kæra.

Tiger, 27.5.2008 kl. 17:41

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Uss hef  ekki áhuga á myndbandi hennar.

Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 19:53

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fékk myndbandið sent á póstinum og brjálaðist úr hlátri fyrstu sekúndurnar og slökkti svoSvo alls ekki uppáhalds listamaðurinn minn, svo ekki sé meira sagt

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 20:13

10 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

ahahahahahh snilli...þetta er snilld...ég keypti diskinn hennar einu sinni...;) gerði mér ferð í kaupstað og  mikið djöfull hló ég...textinn í einu laginu er gargandi....taktu mig inn í klefann þinn sannaðu það að þú getur þrykkt honum á réttan stað,ég er eldheit nú þú ert orðin graður heheheehehehhehe og guð ég skal klára en nenni ekki að skrifa hehehheheheheehhe....;) þetta er hin besta skemmtun....

Halla Vilbergsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:10

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Umfjöllunarefni þetta 'jútjúba' ég náttla lítt, enda séð gerzemarnar í kjötinu & plaztinu eftir eitt gott gigg, á þann hátt að konudýr mitt minnir mig á að ég skuldi henni plaztík, ef að nafn indversku sandkassadýrðarinnar ber á góma einhverstaðar.

Ég minni hana náttúrlega á það á móti að afleiðíngar míns hábreska aristókratízka uppeldiz, séu nú á þann veginn að tepokar hennar séu mér nú frekar hugnanlegri en 'dúndrurnar', & nýjuztu vísindi brúki frekar saltupplauznir í poka til þezza í dag hvort eð er.

Það nægjir,

oftazd....

Steingrímur Helgason, 27.5.2008 kl. 21:25

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hún kveikir nú ekki á öllum, blessunin. Maður fer bara hjá sér ef maður sér hana eða heyrir í henni. Svo er ég svo góð að ég vorkenni henni bara.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:38

13 identicon

OMG! Fékk einmitt þetta myndband sent í dag. Hei hún er samkvæm sjálfri sér, fær prik frá mér fyrir það og trúir á það sem hún er að gera :)

En mín viðbrögð við þessu eins og svo mörgu öðru sem ónefnd "listakona" hefur borið á borð fyrir landann og nú heimsbyggðina er Aumingjahrollur dauðans, en það er nú bara ég!

Knús og ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:54

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og þúsund kossar yfir til þín elsku Ticer minnþú ert bara yndislegur strákur að það er svo gaman og gott að kíkja til þín elsku vinur

mér verður bara flökurt þegar ég sé eða heyi í þessari söngkonusorrý

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:24

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Stuttbrók, nærbrók eða ef við förum alla leið: brókarlaus .. á eiginlega betur við þessa dömu en langbrók! .. ..  Nemenda-angarnir mínir pöntuðu hana einu sinni á árshátíð og mætti hún í einhvers konar smokk-kjól sem var of stuttur í báða enda. Brjóstin duttu uppúr og svo sást niðrúr líka og þar voru engar langbrækur á ferð .. úfff... mig auma að sitja undir þessum ósköpum, en er þó engin puntudúkka og hef séð margt óspennandi í þessum heimi, en held að henni hafi tekist að toppa það þetta kvöld...

Knús og súkkulaðitöffarann!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 23:38

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

og = á   (ofcourse)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 23:39

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Langbrók er bara drusla, sem er kynþáttahatari   Hún hatar alla Íslendinga, nema manninn sinn.  Svo hefur hún engan húmor fyrir sjálfri sér.   Ég horfði á myndbandið og var það algjör brandari

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.5.2008 kl. 02:13

18 Smámynd: Sigrún Óskars

Skemmtilegur pistill - þú gætir gefið út bók. Ég mundi sko kaupa hana. knús  á þig.

Sigrún Óskars, 28.5.2008 kl. 10:32

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það eru allir búnir að segja það sem ég hefði sagt, en enn og aftur það var landhreinsun þegar hún fór, frekjan og yfirgangurinn í þessari konu var að gera út af við Sandgerðisbúa, sem betur fer var ég flutt þaðan er hún bjó þar.
Sko ef hún væri eitthvað sexý þá, en það er hún ekki, klunna og
frekjulegar hreyfingar og svo kann hún ekkert að syngja.

EN LANGBRÓK MÁ EKKI KALLA ÞESSA! ÞESSA, DRRRRRRRRRRRR..
ÞAÐ NAFN Á HÚN HALLGERÐUR VINKONA MÍN.
                       Blessi þig ljúfasti villingur allra tíma.
                              Milla.

                                             Kisses      





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 11:20

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hún fær alls staðar hlýjar móttökur!  funny

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.5.2008 kl. 12:58

21 Smámynd: Tiger

  Já, hún er glæsileg sú Indverska - eða er hún íslensk?

Katla; Sammála og knús til baka.

Jónína mín; Ef listamaður/kona fær mann til að brjálast úr hlátri - þá er listamaðurinn/konan að gera eitthvað rétt - en er kannski bara á vitlausu listasviði - ætti kannski frekar að vera uppistandari en ekki söngvari.

Hallgerður; Mín kæra Langbrók - ég biðst afsökunar og mun ekki gerast sekur um svona glæp aftur - annars er ég líka sáttur bara, held ég.

Halla Vilbergs; Jamm, gargandi erótík í kerlingunni - enda ætti hún frekar að iða í kringum súlu en að vera þenjandi raddböndin.

Kurr mín; Sammála alveg núll áhugi hérna líka, knúspús á þig.

Steini minn; Ich líberdíg .. þú ert skelfilega yndislegur sweetypie! Luv ya!

Helga Magnúsdóttir; Sammála, hvernig er hægt annað en að vorkenna svona fólki - sem sér ekki hve lítinn áhuga landinn hefur á því að vera kenndur við hana. Uss uss...

Ofurskutlan; Sammála - hér hríslast líka heilmikill kjánahrollur! En líkt og þú segir þá fær kerlingin prik fyrir að standa fast á sínu. Mætti reyndar alveg setjast á prikið mín vegna *glott*.

Linda Linnet; Sammála því að það er auðvelt að flökra við þessari listakonu. Knús á þig líka mín kæra.

Jóhanna M&V; Mín kæra, það er orðið anzi ólukkulegt þegar líkamshlutarnir eru farnir að poppa uppúr fatnaði sem ekki passar - hvorki við líkama viðkomandi né tilefnið. Knús til baka á þig súkkulaðipæja.

Jóna mín; Jamm, ég gruna nú að kerlingin sé hálfgerður Íslendingahatari - og húmorslaus í þokkabót - ussuss.

Sigrún mín; Well, ég sendi þér áritað eintak þegar ég byrja .. luv ya sweety!

Milla mín; Ja sko .. ég gruna nú að margir hafi verið því fegnastir þegar hún lét úr höfn og sigldi burt. Vonum bara að hún komi ekki aftur. Langbrókarnafnið mun ekki verða notað aftur - nema þegar ég er að chatta við hina einu sönnu Langbrók, Hallgerði Langbrók. Knús á þig ljúfan.

Helga Guðrún; Hahaha ... svo sammála - þvílík hlýja sem streymir frá landi og þjóð á þessa ofurbombu. Knús á þig ljúfan mín..

Tiger, 28.5.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband