Undarleg árátta að halda sig fast á slóðum ofbeldis eða sækja aftur á vettvang ofbeldis! Undarlegt að fólk skuli sækja í að negla ömurlega fortíð fasta við sig frekar en að losa sig við fortíðina.

CIMG1942Sannarlega er ofbeldi ekkert til að hrópa húrra fyrir, alveg sama hver á í hlut. Undarleg finnst mér sú árátta þeirra sem hafa átt ljóta fortíð - eða verið beittir ranglæti eða neytt í ljóta hluti - að sækja aftur á þær slóðir þegar slíkar slóðir eru og ættu að vera - að baki.

Hvað er það sem fær maka til að snúa aftur heim eftir langt heimilisofbeldi? Jú, líklega ást - þrátt fyrir ofbeldið - eða hvað?

Hvað er það sem fær fólk sem hefur verið rænt, haldið föngnu og verið misnotað - til að sækja aftur á þær slóðir - og jafnvel kaupa húsið sem var fangelsi þeirra árum saman? Konan sem rænt var og haldið fanginni í kynlífsnauð ákveður að kaupa húsið svo það verði ekki selt "ókunnum" eða það rifið??? Bíddu við - hefði ekki einmitt verið heillavænlegast að rífa fjandans kofaræsknið? Ég hefði haldið að það myndi vera ákveðið bataferli fyrir fórnarlambið að sjá fangelsið hverfa af yfirborði jarðar...

 

Prison_cell

Hvað er það sem fær menn sem setið hafa í fangelsi árum saman til að merkja líkama sinn með tattoo - tattoo sem er t.d. mynd af fangelsisrimlum eða einhverju álíka? Alveg sama hversu lítið eða mikið maður hefur brotið af sér - þegar maður er laus - þá á maður að vera glaður og horfa til framtíðar með bjartsýni og betri vilja í huga, ekki horfa aftur og klína "minningunni" á líkama sinn.

Undarlegt að Ungi maðurinn sem var í fangelsi í Bandaríkjunum í tíu ár eða svo - en er nú laus og kominn "heim" - skuli láta tattoovera á sig stóra mynd af fangelsisrimlum... hvað er málið? Myndi maður ekki vera glaður með að vera laus, fortíðin að baki og horfa framávið með gleði í huga? Jú, það myndi ég gera allavega..

En, svona er lífið skrítið og ætíð virðist það geta komið á óvart hvernig fólk bregst við fortíðinni - eða framtíðinni. Það getur vel verið að sumir þurfi endalaust að velta sér uppúr fortíðinni sem stundum getur verið ansi slæm eða ljótra minninga tengd. En mér finnst að fyrsta góða ferlið í bjartri framtíð þeirra sem eiga misgóða fortíð - sé einmitt að horfa áfram en ekki aftur á bak. Kannski er það bara vitleysa í mér...

Undarlegast af öllu finnst mér sú frétt að unga konan sem rænt var og haldið nauðugri í húsi ræningja síns, misnotuð minnir mig - auðvitað bæði andlega og líkamlega - skuli kaupa húsið sem hún var neydd til að dvelja í. Aðeins til að það lendi ekki í höndum annarra eða verði rifið, það finnst mér ekki í lagi ..

cast

 En, númer eitt - tvö og þrjú er að muna öll að ofbeldi leysir aldrei neitt. Heillavænlegast er að tala um hlutina og forðast það að nota ofbeldi, líkamlegt eða andlegt.

Ef ekki er hægt að leysa málin sín á milli - til dæmis hjá sambúðarfólki - þá er um að gera að leita til fagaðila til að hjálpa. Sálfræðingar og ráðgjafar geta örugglega komið með lausnir sem hin venjulega Jóna og hinn venjulegi Jón kunna ekki að finna. Engin minnkun er fólgin í því að leita sér hjálpar - minnkunin felst í því að nota ofbeldi.

Það er endalaust hægt að bera virðingu fyrir þeim sem leysa málin, vinna í því að hafa málin góð og lifa ofbeldislausu lífi. Það eiga allir að geta það og það ætti raunverulega engin að þurfa að nota hnefa eða spörk - hvað þá andlegt ofbeldi - til að ná sínu fram. Elskið kviðinn og strjúkið friðinn ... þannig séð. Lifið heil og sæl í sátt og samlyndi!


mbl.is Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"Hvað er það sem fær menn sem setið hafa í fangelsi árum saman til að merkja líkama sinn með tattoo - tattoo sem er t.d. mynd af fangelsisrimlum eða einhverju álíka? Alveg sama hversu lítið eða mikið maður hefur brotið af sér - þegar maður er laus - þá á maður að vera glaður og horfa til framtíðar með bjartsýni og betri vilja í huga, ekki horfa aftur og klína "minningunni" á líkama sinn."

Sá þetta í morgunblöðunum, man ekki hvaða enda skiptir það engu máli og undraði mig einmitt á þessu.

Ég elska friðinn og stýk mallakútinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Tiger

  Já Jóhanna, þetta er rannsóknarefni út af fyrir sig. Þessi undarlega árátta er skrítin finnst mér. Ég sá þetta í annaðhvort 24 stundum eða Fréttablaðinu í morgun. Gott að þú strýkur bolluna .. sama hér sko!

Tiger, 21.5.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þolendur heimilisofbeldis og mannrána t.d. þjást oftast af s.k. útrýmingarbúðaheilkenni.  Þ.e. þeir hafa bundist tilfinningasambandi við böðulinn (gerandann) og verða oft háðir honum.  Sjúkleg viðbrögð við sjúku ástandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Tiger

Já Jenný, ég var einmitt búinn að pæla í því hvort skýringin gæti verið eitthvað í þá áttina. Að tilfinningaböndin væru svona sterk að eitthvað í fólki segi þeim að þau bara verði að passa uppá strenginn sem liggur á vondar slóðir. Undarlegt svo sannarlega og virkilega miður góð þróun. Takk fyrir innlit mín kæra og knús á þig.

Tiger, 21.5.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: JEG

Sem betur fer er þetta eitthvað sem ég ekki skil því ég held að það sé nógu mannskemmandi að vera þolandi hvða þá að skilja hvað fær þá til að sækja í sama farið.

Gerendur já það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru klókir skrattar. Mannskemmarar.

Þakka fyrir það líf  sem ég á og hef lifað þó að það sé nú kannski ekki það skemmtilegasta ???? En hver veit.?

Knús á þig sólargeisli...... mee....

JEG, 21.5.2008 kl. 15:12

6 Smámynd: Tiger

Mín kæra meeee ... þinn tími er kominn, enda sauðburður ekki satt?

Já, líklega lifum við ósköp venjulegu og boring lífi sum hver - miðað við það sem margir aðrir þurfa að ganga í gegnum. En það er að mínu mati alveg óskiljanlegt að þolendur skuli sækja í að hafa fortíðina og það slæma - fast við sig þegar það veit að það þarf þess ekki.

Knús á þig kæra JEG og eigðu ljúfan dag.

Tiger, 21.5.2008 kl. 15:21

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

æi það er svo margt ó eða illskiljanlegt í mannskepnunni.... En ég er milljón % sammála því að ofbeldi leysir aldrei nein mál !

Jónína Dúadóttir, 21.5.2008 kl. 15:30

8 Smámynd: JEG

Jú nú er allt á fullu og á bara eftir að verða aðeins meiri törn en verður farið að róast um mánaðarmótin. En við erum jú með slatti margar skjátur. eehhhh.... eiginlega tvíbýli í sambýli. Þannig að þetta er dáldið stærra en venjulegt er eiginlega risabú miðaðvið fjölda.

Eins er alveg óskiljanlegt að þolendur skuli oft verð gerendur. Maður hélt að þetta slæma sem þeir hefðu upplifað væri það slæmt að þeir vildu engum svo illt ??? en þetta er eitt af þessu sem við "normal" skiljum ekki.

Takk ætla að reyna það.

JEG, 21.5.2008 kl. 15:32

9 Smámynd: Tiger

Jónína; Mín ljúfa og forboðna skápakerla. Svo mikið satt og rétt - ofbeldi leysir aldrei neitt - nema maður sé að rífa niður hús og mús, og kallist Jónína með eldhúsgólfið í fanginu ... þannig séð. Knús í skápa og skúffur.

JEG; Ég er bara hrifinn af bændum sko, dugnaðurinn í þeim er stundum óskiljanlegur - okkur borgar/malbiksbúum. Hlýtur að vera slítandi og erfitt að vera með stórt bú, og bindandi.

Svo mikið sammála því að ég skil það hreinlega ekki hvernig stendur á því að þolendur gerast stundum gerendur - því eins og þú segir - þeir vita hve mikill hryllingur þetta er og því hefði maður haldið að þeir myndu ekki leggja slíkt á aðra. En, sjúkur eða skemmdur einstaklingur sem hefur lengi verið miskunarlaust misnotaður eða beittur ofbeldi - getur kannski ekki áttað sig á því hve rangt þetta er.

Tiger, 21.5.2008 kl. 15:40

10 identicon

Einn fylgifiskur andlegu ofbeldi er að gerandinn brýtur þolendann niður.

Ef það er sagt nógu oft við þig að engin annar/önnur gæti nokkurn tíman hugsað sér að eiga nokkuð með þig gera þá brenglast hugsunin og þú ferð að trúa því að ef þú farir þá bíður tómleikinn og einmanaleikinn við.

Þetta er sérstaklega viðkvæmt hjá þolendum sem eiga ekki traust tengsl við nánustu ættingja eða vini.

Feður sem verða fyrir ofbeldi kvenna sinna vita líka að ef þeir fara þá eru yfirgnæfandi líkur að kvalara þeirri fái forræði yfir börnum þeirra. 

Karma (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:46

11 Smámynd: Tiger

Ég er alveg sammála þér Karma með að það er í raun ekkert mál fyrir sterkan geranda - að heilaþvo viðkvæman þolanda. Hef sjálfur lent í því að vera hálf heilaþveginn - í trúmálum - svo ég skil vel hve auðvelt er að fá fólk til að trúa hverju sem er eða meðtaka það sem nógu oft er hamrað á.

Nánir vinir eða ættingjar virðast einmitt oft vera þeir verstu - en auðvitað er það samt ekki algilt. Góð samskipti og tjáningarmáti geta bjargað mjög miklu og forðað viðkvæmum frá miklum hörmungum.  Sammála því að feður eiga í högg að sækja varðandi forræði yfir börnum og oftar en ekki þurfa þeir að láta í minni pokann. Takk fyrir innlit og eigðu ljúfan dag!

Tiger, 21.5.2008 kl. 16:01

12 Smámynd: G Antonia

já, margt skrýtið í "henni"veröld  - góður punktur/punktar hjá þér eins og alltaf.
Kvitt og  hlýr knús

G Antonia, 21.5.2008 kl. 20:50

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er þetta ekki þetta svokallaða Stokkhólmsheilkenni? Þar sem fórnarlömb bindast kvölurum sínum einhverjum brengluðum tilfinningaböndum.

Helga Magnúsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:08

14 Smámynd: Tiger

Já, þetta er virkilega sorglegt. Ofbeldi er skelfileg staðreynd sem alltof oft er látin óáreytt. Um að gera að láta sig málin varða og taka í taumana áður en í illt er komið. Knús á ykkur öll og takk fyrir innlit og kvitterí..

Tiger, 21.5.2008 kl. 22:51

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég tel þetta sjúklegt ástand sem skapast af ástandinu.Að þola eða frankvæma ofbeldi af hvað tagi sem er getur ekki verði svona ég vakana glöð/glaður og ný/nýr og betri maður/kona á morgun.Þarna þarf mikla hjálp fagaðila og fyrst og fremst góðan tíma til að vinna úr svona málum.Ég held að þetta sé ekkert eins og að loka hurð þó svo að það væri óskandi.

Persónulega skil ég ekki þesssar hvatir á bak við ofbeldi.Get samt alveg skilið að einhver misssi einu sinni tisvar lúkuna í andlitið á einhverjum á lífsleiðinni.

'eg vildi óska öllum til handa sem eru með svona afbrigðilega hegðun og þeim sem verða fyrir henni að þau séu nægilega sterk til að leita sér hjálpar og hjálpin sé til staðar þegar á þarf að halda.

Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 23:05

16 Smámynd: Tiger

Já Solla - maður vonar sannarlega það besta fyrir hönd þeirra sem eiga um sárt að binda. Allir sem lenda í ofbeldi, andlegu eða líkamlegu þurfa á styrk og hjálp að halda til að vinna í sínum málum. Maður getur lítið annað en vonað að þeir fái þá hjálp sem á þarf að halda..

Tiger, 21.5.2008 kl. 23:29

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég losaði mig úr svona sambandi fyrir tæpum 4 árum ég var 28 ár í þessu sambandi/hjónabandi,  þar var ekkert líkamlegt ofbeldi.  Þetta andlega er verra, þegar maður er kerfisbundið brotinn niður.  Ein sem er frjáls í dag  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:47

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þeir sem fara út úr ástandinu vinna vel í sínum málum eru sigurvegarar yfir sjálfum sér, en þeir sem fara út úr ástandinu og hjakka endalaust á því hvað þessi og hinn voru vondir, eru í sjálfsvorkunnar-ferlinu sumir komast aldrei út úr því. þeir sem fara aftur í sama farið eru ekki búnir að vinna sitt í karmanu sem það bjó við.
Ég óska öllum körlum sem og konum til hamingju með frelsið.
                                  Knús kveðjur
                                      Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2008 kl. 11:17

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:59

20 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þeir sem beita ofbeldi eru ekki endilega alvondir, bara mjög lasnir.  Þess vegna er svo oft erfitt að yfirgefa þann sem beitir ofbeldi.  Þetta gerist heldur ekki einn tveir og þrír, heldur stigmagnast þannig yfirleitt eiga þeir sem að koma erfitt með að sjá hvað er í gangi.  Oft sjá þolendur ekki fyrr en löngu löngu seinna hversu alvarlegt ofbeldi var um að ræða.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 14:24

21 identicon

Æ ég segi bara  *DÆS*  þetta er sagan endalausa því miður.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:27

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er mjög sorglegt.

Kæra kveðjur til þín og takk fyrir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 15:02

23 Smámynd: Huld S. Ringsted

Suma hluti er bara vonlaust að skilja í fari mannskepnunnar

Huld S. Ringsted, 22.5.2008 kl. 17:51

24 Smámynd: Brynja skordal

Bara komin mynd af Gæjanum gaman að sjá þig Einhvern vegin var ég búinn að mynda mér að þú litir öðrvísi út hehehe stolt af þér að koma framm hafðu það ljúft

Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 23:51

25 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Skemmtileg pæling hjá þér Tigercopper, ég bloggaði um þetta fyrirbæri ekki alls fyrir löngu, hér er linkur á færsluna:

http://berglindnanna.blog.is/blog/berglindnanna/entry/472989/

Bestu kveðjur á þig! 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 23.5.2008 kl. 00:46

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill! Það er nú búið að finna upp hjólið í fortíðar draugaganginum sem fólk þjáist oft á tíðum af. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu. Engin getur sagt til með 100% áreiðanleika hvaða drifkraftar standa þarna að baki. Og þó fólk viti af þessu vandamáli, er það ekki það sama og það sé búið að leysa það. Næstum öll þerapíuvinnu gengur meira eða minna út á að slást við fortíðardrauga í tilfinningarlífi. Þess vegna er barnauppeldi kannski það sem krefst mestrar ábyrgðar hjá fullorðnum. Sammála Nönnu núna hérna sem ég er ekki alltaf, ofbeldisfólk er lasið. Móðir mín er líklegast sú manneskja sem hefur hrætt mig einna mest í mínu lífi. það sem ég lærði af því er að ég verð aldrei hræddur við ofbeldi hjá einum eða neinum. Get ekki ímyndað mér að nein manneskja geti toppað það ofbeldi sem hún sýndi meðan hún lifði. Og að sjálfsögðu fylgdu með fortíðardraugar á mig og öll systkini mín sem urðu fyrir barðinu á henni. Ég er búin að afgreiða mína æskufortíð. Enn ekki áföll síðustu ára sem líka er fortíð. Er að vinna í því núna... 

Óskar Arnórsson, 23.5.2008 kl. 12:00

27 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vá, ég hefði ekki vitað hvar ég ætti að byrja ef ég hefði ætlað að kommenta við þennan frábæra þráð sem ég kolfestist í og varð að lesa upp til agna.. þrátt fyrir að hafa bara ætlað að skottast hér inn til að knúsa þig góða nótt... well, eða góðan dag, eins og venjulega fólkið myndi vera að vakna í svona hvað úr hverju.  En vegna þess að nokkur prómill af blóði myndu koma sér vel fyrir alkohólið í mér núna þá setti ég í park..  .. um svipað leyti og augun dúndruðust út úr hausnum eins og á teiknimyndahetju með dojojojojong sem undirspil... ShockedOMG.. mig grunaði nú alltaf að þú værir guðum líkt kyntröll.. en að þú værir svona finger licking yummylissíus... oh.. i need a cold shower! .. or sumthin..  GARG! HVER VILL KAUPA ÁRATUG??!

mmmmmmmmmm dream, dream, dream...  (..on.. ) *Knús!

7ealzg.gif Romantic image by nurilusa

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.5.2008 kl. 06:06

28 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

ÞAÐ HEFUR NÚ RUNNIÐ AF FÓLKI AF MINNA TILEFNI!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.5.2008 kl. 06:11

29 Smámynd: Tiger

  Wofff ... þið eruð ótrúleg sko! Takk öllum fyrir innlit og kvitterí .. Helga Guðrún *roðððnnn* - þú ert nú meiri skottið addna. Lot of luv over to ya sweety!

Berglind og Óskar; þakka ykkur fyrir að kíkja á mig og kvitta.

Tiger, 24.5.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 139743

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband